Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 11
FRÉTTIR
PRENTMIÐLAR höfða enn til
neytenda þrátt fyrir að tæknin geri
það nú kleift að nálgast fréttir og af-
þreyingu hvenær sem er. Dagblöð
eru ekki á undanhaldi hér á landi
heldur lítur út fyrir að lestur þeirra
hafi aukist ef marka má fjölda prent-
aðra eintaka á degi hverjum. Þetta
kom m.a. fram í máli þátttakenda í
pallborðsumræðum á ráðstefnu
Samtaka iðnaðarins, Frá hugmynd
til markaðar, sem haldin var í Saln-
um í Kópavogi sl. fimmtudag.
Í pallborðinu sátu stjórnendur
fyrirtækja á sviði upplýsinga- og
fjölmiðlagreina, þeir Sigmundur
Ernir Rúnarsson fréttastjóri, Sig-
urður G. Guðjónsson stjórn-
arformaður, Styrmir Gunnarsson
ritstjóri og Þorgeir Baldursson for-
stjóri en Svanhildur Hólm stjórnaði
umræðunum.
Sigurður líkti vangaveltum um
hvort dagblöð mundu lúta í lægra
haldi fyrir öðrum miðlum við það
þegar því var spáð að kvikmyndahús
myndu hverfa með tilkomu mynd-
bandsspólunnar en sú varð vissulega
ekki raunin þegar til kastanna kom.
Þorgeir sagðist halda að bókin
mundi halda velli líkt og dagblöðin.
Hins vegar væri spurning í hve mikl-
um mæli sú kynslóð sem í dag elst
upp við tölvur kæmi til með að nýta
sér prentmiðla.
Styrmir benti á að líklega væri
dreift um 240 þúsund eintökum af
dagblöðum á hverjum degi sem er
meira en var fyrir nokkrum árum.
Því væri lestur dagblaða á Íslandi
ekki að minnka. Benti hann á að
upplýsingar sem unnar væri á rit-
stjórn Morgunblaðsins væru nýttar
með mjög víðtækum hætti, þær
væru birtar í blaðinu sjálfu, á frétta-
vefnum mbl.is og einnig að takmörk-
uðu leyti í gegnum farsíma.
Eignarhald og samþjöppun
Sigmundur benti á að bölbænir
um endalok dagblaða hefðu verið
kolrangar. Sóknarfærin væru mörg
og dagblaðið mótvægi við þeim
hraða sem einkennir fréttaflutning
annarra miðla. Í því fælist m.a. sér-
staða dagblaðanna. Hann sagði frá
fyrirætlunum 365 fjölmiðla um að
opna fréttamiðstöð sem þjónaði öll-
um ljósvakamiðlum fyrirtækisins,
vef og að hluta til Fréttablaðinu. Að-
spurður hvernig hægt væri að
tryggja samkeppni á fjölmiðlamark-
aði með slíku fyrirkomulagi benti
Sigmundur á að samkeppnin væri
frá öðrum miðlum, t.d. Morg-
unblaðinu, Blaðinu og RÚV. Með
þessu móti væri verið að renna
styrkari stoðum undir fréttastofur
miðlanna.
Einnig var rætt um eignarhald á
fjölmiðlum og sýndist sitt hverjum.
Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
kom einnig til tals og þá benti Sig-
urður á að sú staða sem hann hefði
óttast, er fjarskiptafyrirtækjum
væri leyft að eiga fjölmiðla, væri
komin upp, þ.e. að viðskiptavinirnir
væru skikkaðir til að kaupa fjar-
skiptaþjónustu fyrirtækisins til að fá
aðgang að upplýsingum fjölmiðils-
ins. Ásakaði hann Samkeppn-
isstofnun um að hafa á sínum tíma
ekki haft dug í sér til að stoppa
þessa þróun.
Dagblöð eru ekki á undanhaldi hér
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Prentmiðlar standa enn fyrir sínu þrátt fyrir tækniframfarir og sífellt fleiri upplýsingaveitur. Þátttakendur í pall-
borðsumræðum á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins ræddu stöðu dagblaða á Íslandi.
ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hefur
sent lögmönnum Og Vodafone og
365 miðla bréf þar sem fram kemur
að fyrirtækin hafi hreinan aðgang að
merki enska boltans í Múlastöð til
tæknilegra prófana.
Morgunblaðið greindi frá því að
Og Vodafone hefði sent Símanum og
Íslenska sjónvarpsfélaginu bréf þar
sem óskað væri eftir viðræðum um
sjónvarpsmerki.
Magnús Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska sjónvarps-
félagsins, segir það mjög sérkenni-
legt að Og Vodafone skuli snúa sér
að Símanum varðandi afhendingu
merkisins þar sem það sé í eigu Ís-
lenska sjónvarpsfélagsins og úr-
skurður Samkeppniseftirlitsins feli
það í sér að Íslenska sjónvarpsfélag-
ið afhendi merkið til tæknilegra
prófana.
„Samkeppniseftirlitið hefur
engan áhuga á frírásunum“
Í bréfi sínu, sem sent var fyrr í
vikunni, segist Magnús Ragnarsson
óska eftir því að myndlyklar Ís-
lenska sjónvarpsfélagsins verði not-
aðar við prófanirnar í samræmi við
úrskurð Samkeppniseftirlitsins.
Sjálfsagt sé að funda um málið eins
og óskað hafi verið eftir um leið og
niðurstöður prófananna liggi fyrir.
Magnús Ragnarsson segir að í um
átta mánuði hafi legið fyrir beiðni um
dreifingu á SkjáEinum hjá Digital
Ísland en síðasta bréfi hans frá því í
vor hafi ekki verið svarað. „Það er
svo sérkennilegt að Samkeppniseft-
irlitið hefur engan áhuga á frírásun-
um,“ segir hann. „Allir úrskurðir
þess snúa aðeins að áskriftarrásum.“
Eiríkur Jóhannsson, forstjóri
Dagsbrúnar, sagði við Morgunblaðið
að úrskurður Samkeppnisráðs væri
skýr og hann bæri að virða.
Magnús Ragnarsson segir
skemmtilegt að sjá þetta með það í
huga að síðan í vor hafi legið fyrir úr-
skurður Samkeppnisráðs nr. 12/2005
um að 365 miðlar ættu að afhenda sín
áskriftarsjónvarpsmerki inn á dreifi-
kerfi Símans fyrir 23. júní síðast lið-
inn. Þetta hafi hins vegar verið þver-
brotið.
Hafa að-
gang að
merki enska
boltans
JÓHANNES Valdemarsson, 49 ára
framkvæmdastjóri í Kópavogi, hefur
lýst því yfir að hann hyggist bjóða
sig fram til 1. sætis í prófkjöri fram-
sóknarmanna í Kópavogi sem fram
fer í Kópavogi 12. nóvember nk.
Jóhannes er
fæddur Grenvík-
ingur en fluttist í
Kópavoginn
ásamt fjölskyldu
sinni 1965. Hann
tók stúdentspróf
frá framhalds-
deild Samvinnu-
skólans 1984.
Lauk rekstrar-
fræðiprófi frá
Samvinnuháskólanum 1993 og sett-
ist í heimspekideild Háskólans í Ár-
ósum í Danmörku sama ár. Hann
lauk BS-prófi í upplýsingavísindum
1996 og námi til meistaraprófs ári
síðar. Jóhannes hefur um nokkurt
skeið unnið að lokaritgerð til meist-
araprófs í upplýsingavísindum og
MBA.
Jóhannes hefur starfað með
Framsóknarflokknum í Kópavogi
allt frá 1984 og situr í fulltrúaráði
framsóknarfélaganna í Kópavogi.
Jóhannes
gefur kost
á sér í
fyrsta sæti
Jóhannes
♦♦♦
EINUNGIS sjö til tólf prósent
þeirra kvenna sem leita til Kvenna-
athvarfsins kæra meint ofbeldi,
sagði Drífa Snædal, framkvæmda-
stýra hjá Kvennaathvarfinu í
Reykjavík, á fundi um heimilisof-
beldi sl. fimmtudag. Landssamband
sjálfstæðiskvenna og Samband
ungra sjálfstæðismanna stóðu að
fundinum sem fram fór í Valhöll,
húsakynnum Sjálfstæðisflokksins.
Auk Drífu fluttu framsögur þeir
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
og Róbert Spanó, dósent í lagadeild
Háskóla Íslands og formaður refsi-
réttarnefndar.
Drífa sagði m.a. að forsvarskonur
Kvennaathvarfsins gerðu sér grein
fyrir því að lagasetning væri engin
töfralausn gegn heimilisofbeldi. Á
hinn bóginn væru hægt að gefa mik-
ilvæg skilaboð með réttri lagasetn-
ingu, þ.e. þau skilaboð að konur
þyrftu ekki að líða ofbeldi innan
veggja heimilisins.
Drífa sagði m.a. að um 50% þeirra
kvenna sem leituðu til Kvennaat-
hvarfsins hefðu verið beitt það grófu
ofbeldi að það sæi jafnvel á þeim. Þá
sagði hún að tölur frá m.a. bráða-
móttöku gæfu til kynna miklu gróf-
ara heimilisofbeldi heldur en rataði í
skýrslur lögreglunnar eða til dóm-
stóla. Hún sagði að löggjafinn mætti
því skerpa á því að heimilisofbeldi
væri lögbrot. „Það þarf að viður-
kenna að konur eru ekki öruggar
inni á heimilum sínum.“
Morðhótanir haldi
þolandanum hræddum
Björn Bjarnason vitnaði í ræðu
sinni í tölvubréf sem honum hefði
borist frá ungri konu um heimilis-
ofbeldi. Í bréfinu væri m.a. greint frá
því flókna tilfinningamynstri sem
lægi að baki þegar tveir einstakling-
ar væru fastir í vítahring heimilis-
ofbeldis. Þolandinn væri oftast það
meðvitaður og hræddur að hann af-
neitaði nær undantekningarlaust of-
beldinu þegar einhver utan heimilis
skipti sér af því. Oft væru það bein-
línis morðhótanir ofbeldismannsins
sem héldu þolandanum hræddum,
auk skertrar sjálfsmyndar sem staf-
aði af stöðugu andlegu niðurbroti.
Björn sagði að í bréfinu kæmi
fram að mikilvægt væri að lögreglan
fjarlægði ofbeldismanninn tíma-
bundið. Jafnframt þyrfti að tryggja
að þolandinn fengi strax sálfræði-
lega ráðgjöf og meðferð hjá sálfræð-
ingi eða geðlækni. Hann sagði að
bréfritari væri sannfærður um að ef
meiri athygli beindist að tilfinninga-
lega þættinum gæti mikið áunnist.
Björn sagði að við gætum ekki
horft framhjá þeirri mynd sem bréf-
ritari lýsti. „Við getum ekki horft
framhjá því að eitt er að hafa góðar
lagareglur, öfluga lögreglu og eftirlit
og annað slíkt í lagi. Hitt er að hjálpa
þeim sem búa við þessar aðstæður til
að komast út úr vítahringnum.“
Dómsmálaráðherra hefur eins og
kunnugt er ákveðið að fylgja eftir til-
lögum refsiréttarnefndar um að
breyta hegningarlögum til að unnt
verði að bregðast harðar við heim-
ilisofbeldi. Í erindi sínu útskýrði Ró-
bert Spanó þessar tillögur refsirétt-
arnefndar. Hann sagði m.a. að
nefndin hefði lagt til að nýtt ákvæði
kæmi inn í almenn hegningarlög,
sem orðaðist svo: „Hafi verknaður
beinst að karli, konu eða barni, sem
er nákominn geranda og tengsl
þeirra þykja hafa aukið á grófleika
verknaðar skal að jafnaði taka það til
greina til þyngingar refsingu.“
Róbert sagði að nefndin hefði vilj-
að nefna „karl“, „konu“ og „barn“ í
ákvæðinu þótt brotaþolar heimilisof-
beldis væru í langflestum tilvikum
konur. „Það breytir því ekki að refsi-
löggjöf 21. aldarinnar er kynlaus í
eðli sínu.“ Þá sagði hann að nefndin
hefði einnig viljað að ákvæðið næði
til barna, þannig að þau nytu þeirrar
refsiverndar sem fram kæmi í
ákvæðinu. Þá sagði hann að hugtakið
„nákominn“ væri vandlega valið.
„Það þýðir m.ö.o. að grundvallarskil-
yrði fyrir beitingu þessarar refsi-
ákvörðunarástæðu er að fyrir liggi
náin tengsl geranda og þolanda. Það
þýðir hins vegar ekki að ákvæðið eigi
ekki við þegar makar hafa slitið sam-
vistum,“ sagði hann, „vegna þess að
hugsunin er sú að þegar fyrrverandi
maki ofsækir eða herjar á maka sinn
jafnvel þótt langt sé um liðið frá því
að rofnað hafi á milli þeirra, þá er al-
veg ljóst að ástæða eða grundvöllur
verknaðarins er þessi nánu tengsl
sem hafa myndast.“
Löggjafinn skerpi á því að
heimilisofbeldi sé lögbrot
Morgunblaðið/Kristinn
Landssamband sjálfstæðiskvenna og SUS héldu fund um heimilisofbeldi.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is