Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EFTIR langt ferli hefur Síminn nú
verið að fullu seldur frá ríkinu. Það er
mat flestra að undirbúningur og
framkvæmd sölunnar hafi tekist
mjög vel og var eignarhluti ríkisins
seldur á hærra verði en búist var við.
Eðlilega hafa verið skiptar skoðanir
um söluna, sumir hafa ekki viljað
selja Símann, aðrir hafa vilja selja
hluta hans en ekki með
svonefndu grunnneti en
þau sjónarmið urðu of-
an á að selja fyrirtækið
í einu lagi enda er sú
niðurstaða eðlileg og
rétt. Ein rök sem sett
hafa verið fram gegn
sölunni í þessu formi
eru að ríkið hafi selt frá
sér „mjólkurkúna“ eða
„ættarsilfrið“, þar sem
Síminn hafi skilað svo
miklum arði til rík-
issjóðs. Það dylst varla
nokkrum manni hve
ríkissjóður og almenningur nýtur
góðs af þeim fjármunum sem fengust
við þessa sölu og má færa fyrir því
rök að þessir miklu fjármunir nýtist
mun betur með þessum hætti en
áfram bundnir sem eign í fyrirtæk-
inu. Söluandvirðið leysir úr læðingi
alls kyns ábata fyrir þjóðina á mörg-
um sviðum.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra og ríkisstjórnin hafa kynnt til-
lögur um hvernig skuli ráðstafa sölu-
andvirði Símans og mun Alþingi fjalla
um þær og afgreiða á haustþingi.
Þessar tillögur eru skynsamlegar,
tekið er tillit til stöðu efnahagsmála,
ráðist verður í aðkallandi og mik-
ilvæg verkefni og horft er til fram-
tíðar. Gert er ráð fyrir að stór hluti
fjármagnsins fari til greiðslu skulda
ríkissjóðs. Um leið og skuldir lækka
verður ávinningur ríkissjóðs m.a. sá
að útgjöld vegna vaxtakostnaðar
minnka verulega. Með því skapast
aukið svigrúm til útgjalda á öðrum
sviðum, svo sem til velferðarmála.
Fyrir rúmum tíu árum voru útgjöld
ríkissjóðs vegna vaxtakostnaðar álíka
og vegna allra menntamála, síðan
hefur markviss stefna í ríkisfjár-
málum leitt til þess að skuldir hafa
minnkað mikið og útgjöld vegna
vaxtakostnaðar hafa dregist verulega
saman. Með niðurgreiðslu skulda er
sú kynslóð sem nú ríkir að búa í hag
fyrir komandi kynslóðir, það eitt og
sér er göfugt verkefni.
Stjórnarandstaðan hefur tekið til-
lögum um ráðstöfun söluandvirðis
Símans ágætlega, en hefur þó sett
fram þá gagnrýni að verið sé að
ákveða stór og fjárfrek verkefni
nokkur ár fram í tím-
ann. Í því sambandi
verður að hafa í huga að
undirbúningur stórra
framkvæmda tekur
langan tíma og því mik-
ilvægt að ákvarðanir
um þau séu teknar með
góðum fyrirvara. Í því
sambandi má m.a.
nefna vegafram-
kvæmdir, byggingu
sjúkrahúss o.m.fl. Það
er því eðlilegt að þær
ákvarðanir sem felast í
tillögunum nái nokkur
ár fram í tímann vegna þess langa að-
draganda sem viðkomandi verkefni
krefjast. Þær framkvæmdir sem til-
lögurnar gera ráð fyrir eru stórar,
mikilvægar og fjárfrekar. Það er ljóst
að fjármögnun þeirra með þessum
hætti mun skapa aukið svigrúm á
næstu árum til annarra verkefna.
Sem dæmi má nefna vegafram-
kvæmdir, en með þeim ákvörðunum
sem nú blasa við mun svigrúm í
samgönguáætlunum í nánustu
framtíð verða meira fyrir fjölmargar
aðrar vegaframkvæmdir sem þarf að
ráðast í.
Ein af þeim tillögum sem fyrir
liggja um ráðstöfun söluandvirðis
Símans snýr að uppbyggingu fjar-
skiptakerfisins í landinu. Gert er ráð
fyrir að leggja 2,5 milljarða króna í
sérstakan fjarskiptasjóð sem á að
fjármagna með sérstökum hætti upp-
byggingu fjarskipta í samræmi við
fjarskiptaáætlun sem Alþingi sam-
þykkti sl. vor. Þegar sú ákvörðun var
tekin fyrir nokkrum árum að ráðast í
sölu Símans, þá lagði þingflokkur
Framsóknarflokksins sérstaka
áherslu á þetta mál og gerði það nán-
ast að skilyrði fyrir því að fallast á
söluna. Það er því ánægjuefni fyrir
framsóknarmenn að þetta skuli hafa
náðst fram. Þetta mun stuðla að
bættum fjarskiptum um allt land og
opna fyrir háhraða tengingar við net-
ið mun víðar en verið hefur, ekki síst
víða á landsbyggðinni enda um að
ræða mikilvægt byggðamál.
Það er þekkt staðreynd að breyt-
ingar kalla oft fram ótta margra við
það að ríkjandi ástand færist til verri
vegar. Í umræðu fólks um sölu Sím-
ans hefur orðið vart við ákveðinn ótta
við að þjónusta Símans og annarra
fjarskiptafyrirtækja verði lakari en
nú er og ákveðin svæði á landsbyggð-
inni verði afskipt með fjarskiptaþjón-
ustu. Að sjálfsögðu verður ekki allt
fyrir séð í þessum málum, frekar en
að sú mikla framþróun í fjar-
skiptaþjónustu undanfarinna ára hafi
verið fyrir séð. Hins vegar ætti þessi
ótti að vera ástæðulaus, vegna mik-
illar framþróunar í fjarskiptamálum,
vegna tilkomu fjarskiptasjóðs og
einnig þess að það hlýtur að vera
markmið nýrra eigenda Símans að
veita sem mesta og besta þjónustu
um landið. Í því sambandi má vísa til
yfirlýsinga nýrra eigenda og stjórn-
enda Símans sem staðfesta það. Þá
mun sífellt aukin samkeppni í fjar-
skiptaþjónustu leiða til aukinnar og
bættrar þjónustu.
Að öllu samandregnu blasir við að
sala Símans er vel heppnuð fram-
kvæmd og það er mikil skynsemi að
baki ákvarðana um ráðstöfun sölu-
andvirðisins. Efasemdamenn um
málið munu eflaust í framtíðinni sjá
að hér er um réttmæta og eðlilega
ráðstöfun að ræða sem felur í sér
framfaramál og færir þjóðinni ávinn-
inga á mörgum sviðum til framtíðar.
Sala Símans
Magnús Stefánsson
fjallar um sölu Símans ’Blasir við að sala Sím-ans er vel heppnuð
framkvæmd og það er
mikil skynsemi að baki
ákvarðana um ráðstöfun
söluandvirðisins.‘
Magnús Stefánsson
Höfundur er formaður
fjárlaganefndar Alþingis.
ÞAÐ ER að sjálfsögðu mikilvægt
að hafa góð og opin samskipti við
aðrar þjóðir. Með nýjustu tækni
gefast enda ótölulegir möguleikar á
aukinni samvinnu um víða veröld á
öllum sviðum – í menningarmálum
og hvers kyns viðskiptum.
Íslendingar eru ekki eftirbátar
annarra í fjarskipta-
málum. Fyrir því
skyldi maður halda að
við gætum staðið í
stykkinu án þess að
reisa rándýrar bæki-
stöðvar út um öll fold-
arból.
Í tíð núverandi rík-
isstjórnar hefir utan-
ríkisþjónustan þanist
út með ólíkindum. Er
nýja milljarða sendi-
ráðið í Japan kannski
gleggsta dæmið. Þar í
landi er erindi Íslend-
inga nær eingöngu bundið við sölu á
fiski og fiskafurðum. Þeim sam-
böndum höfðu fisksölufyrirtækin
sjálf komið á og þurftu til þess ekki
á að halda veizlugleði í sendiráði.
En ríkisstjórnin, með fyrrverandi
ráðherra utanríkismála í far-
arbroddi, hefir ekki sézt fyrir í þeim
efnum og ausið fé á báðar hendur og
margfaldað útgjöldin á örfáum ár-
um – með góðri fyrirgreiðslu fjár-
málavaldsins, og ljúfu geði for-
manna Fjárlaganefndar, þótt nú
virðist komin undiralda í varafor-
manninn.
Og nú stendur til að verja eins og
eittþúsund milljónum króna til að
kaupa Íslandi seturétt í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Það hefir
hingað til alveg legið í láginni
hverra erinda við eigum þar að
gegna, en eftir herleiðingu ráð-
stjórnarforingjanna til Íraks þarf
víst ekki að ganga í grafgötur um að
meiningin sé að við njótum hand-
leiðslu vinanna í vestri. Bush hefir
nýverið skipað dugnaðarmann sem
fulltrúa sinn hjá S.Þ., Bolton að
nafni, sem líklegur
þykir til að leggja sam-
tökin að velli.
Rétt áður en for-
sætisráðherra tilkynnti
á fundi þjóða heims að
Ísland myndi verða í
kjöri til setu í Örygg-
isráðinu, hringdi utan-
ríkisráðherrann í
greiðaskyni frá Japan
og tilkynnti að hann
væri málinu andvígur.
Hann er maður sem
kann að launa lambið
gráa.
En forsætisráðherrann lýsti samt
yfir ákvörðun Íslands á fundinum.
Hann var ekki fyrr búinn að
sleppa orðinu, en upp ruku með
andfælum upp á Íslandi varafor-
maður Framsóknarflokksins og for-
maður þingflokks Framsókn-
arflokksins og lýstu því yfir fullum
fetum að formaður flokksins og for-
sætisráðherra hefði ekkert umboð
haft til að gefa slíka yfirlýsingu.
Varaformaður flokksins bruddi mél-
in froðufellandi í fjárréttum aust-
anfjalls og kvað málið allt í upp-
námi. Og formaður þingflokksins
upplýsti, að málið hefði að vísu verið
rætt í þingflokknum, en engin sam-
þykkt gerð. Málið væri þessvegna
óafgreitt. Daginn eftir sagði hann að
vísu að fjölmiðlar væru að spilla
málinu fyrir sér, og stjórnarand-
staðan að búa til ágreining í því! Það
er einkennilegur snarandi í þeim
manni, en framsóknarbuxurnar
lausgyrtar á stundum.
En haldi þessir tveir forkólfar
Framsóknarflokksins að hún spyrj-
ist ekki á önnur lönd sú ótrúlega lít-
ilsvirðing, sem þeir sýna forsætis-
ráðherranum og formanni sínum
með því að gera hann ómerkan orða
sinna, þá er það mikill misskiln-
ingur.
Með framkomu sinni hafa þessir
herramenn orðið sér og þjóð sinni til
skammar. Í þessu máli var nauðsyn-
legt að þeir héldu sér saman, og
skiptir þá ekki máli, þótt þeir hafi
haft á réttu að standa.
Hitt er svo annað mál, að þeir
hljóta að ganga milli bols og höfuðs
á formanni sínum hið fyrsta, ella
ganga kjósendur frá þeim – og
raunar trúlega hvort sem er.
Furður Framsóknar
Sverrir Hermannsson fjallar
um utanríkisþjónustuna og
aukinn kostnað við hana ’En ríkisstjórnin, meðfyrrverandi ráðherra
utanríkismála í far-
arbroddi, hefir ekki sézt
fyrir í þeim efnum og
ausið fé á báðar hend-
ur.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fyrrverandi formaður
Frjálslynda flokksins.
ÞORGERÐUR Katrín hefur ver-
ið öðrum ráðherrum sýnilegri í
starfi og sinnt opinberum erindum
á sviði funda og mannfagnaða af
stakri prýði. Einstaka mál sem
varða menntun og
menningu okkar hafa
auk þess fengið skö-
ruglega afgreiðslu í
hennar ráðherratíð og
sumt af því verið til
bóta. Henni bregst
hins vegar bogalistin í
nýjasta útspili sínu,
en það felst sem
kunnugt er í því að
loka Listdansskóla Ís-
lands sem um árabil
hefur sinnt listdans-
kennslu á grunn- og
framhaldsskólastigi
og lagt grunninn að
þeirri stórkostlegu
framför sem orðið
hefur í íslenskum list-
dansi á undanförnum
árum.
Listdansarar, líkt
og aðrir listamenn,
eru öðrum fremur
áhugasamir um fersk-
an hugsunarhátt og
breytingar í takt við
tímann og vilja síst af
öllu standa í vegi fyr-
ir þeirri sífelldu end-
urskoðun sem fara
þarf fram á við-
horfum og starfs-
háttum. Slík endur-
skoðun er einmitt
löngu tímabær til að
tryggja frekari upp-
byggingu Listdans-
skólans í ljósi þess
góða árangurs sem starf hans hef-
ur skilað út í samfélagið allt, ekki
aðeins í formi frábærra dansara og
danshöfunda en ekki síður í því
forvarnar og uppbyggingarstarfi
sem felst í öguðu dansnámi. Hafa
fagmenn í greininni ítrekað bent á
nauðsyn slíkrar endurskoðunar en
ekki haft erindi sem erfiði.
En nú hefur ráðherra loksins
tekið við sér og það svo um munar:
Á sama tíma og opnuð er Listdans-
deild innan Listaháskóla Íslands,
sem byggist á þeim grunni sem
lagður hefur verið í rúmlega 50 ára
sögu Listadansskólans, ákveður
Þorgerður Katrín að leggja skól-
ann niður og skilja listdanskennslu
í landinu eftir í höndum ótil-
greindra aðila sem ennþá hafa ekki
gefið sig fram. Þessi ákvörðun var
tekin án nokkurs samráðs við fag-
fólk í greininni og afhjúpar slíka
vanþekkingu á eðli listdanskennslu
að ekki er sæmandi ráðherra
menntamála.
Eftir standa listdansnemendur
og forráðamenn þeirra, listdans-
kennarar, dansarar og dansunn-
endur, hálfringlaðir og reyna að
átta sig á því hvað hér hafi gerst.
Menn vilja fá að vita hvað jafn-
ágætlega greind manneskja og
Þorgerður Katrín hafi verið að
hugsa, því ekkert í þessum gjörn-
ingi bendir til þess að hann sé
ígrundaður að neinu leyti. Tilkynn-
ingu um lokun skólans fylgja engar
faglegar forsendur en klifað á því
að hér sé um „stjórnsýslulegar
breytingar“ að ræða, sem í huga
embættismanna virðast jafngilda
náttúrulögmálum sem ekki beri að
storka. Ákvörðuninni fylgir ekki
ein einasta tillaga um næstu skref,
ekki eitt orð um það hvernig
tryggja á að listdanskennsla næstu
ára verði ekki í skötulíki né hvern-
ig mæta á þeim kostn-
aði sem verið er að
velta beint yfir á nem-
endur og forráðamenn
þeirra með þeim af-
leiðingum að námið
verði ekki á færi nema
þeirra sem mest efni
hafa.
Undirritaður átti
fund með Þorgerði
Katrínu skömmu eftir
að ákvörðun hennar
var tilkynnt, þar sem
hún lýsti vilja sínum til
viðræðu við fagfólk um
framhaldið. Viðræð-
urnar hingað til hafa
farið fram með þessum
hætti:
Listdansarar, list-
danskennarar, list-
dansnemar og for-
eldrar, ásamt
Bandalagi íslenskra
listamanna sendu ráð-
herra sameiginlega
ályktun þar sem þess
er krafist að Listdans-
skólanum verði ekki
lokað fyrr en framtíð
listdansnáms á grunn-
og framhaldsskólastigi
hafi verið tryggð í
samvinnu við fagfólk í
greininni. Þeirri áskor-
un hefur ekki verið
svarað.
Fulltrúar listdans-
ara, sem ráðherra hef-
ur ekki ennþá viljað hitta, sendu
henni spurningalista og báðu um
skýringar. Ekkert svar.
Skilað hefur verið inn ábend-
ingum um afgerandi sérstöðu list-
dansnámsins, sem felst m.a. í ung-
um aldri nemenda, sérhæfðri og
dýrri aðstöðu til æfinga og nauð-
synlegri samfellu í grunn- og fram-
haldsnámi svo marktækur árangur
náist. Engin viðbrögð.
Þá hafa listdansnemar haldið úti
mótmæladansi við ráðuneytið án
þess að ráðherra sæist í glugga,
hvað þá meira.
Einu skilaboðin sem berast eru
endurteknar yfirlýsingar Þorgerð-
ar Katrínar í fjölmiðlum um að
ekki verði hvikað frá þessari
ákvörðun, að skólanum verði lokað
og þar við sitji.
Vinnubrögð ráðherra, sem sýnt
hefur listdansi opinberan áhuga,
afhjúpa þá sjálfsupphöfnu afstöðu
sem ráðamenn hafa í vaxandi mæli
gagnvart listum og menningu
þessa lands. Eftir því sem íslenskir
listamenn koma sterkar fram á al-
þjóðavettvangi og skila glæsilegri
árangri, jafnt á sviði tónlistar, leik-
listar, myndlistar, kvikmynda,
dans, arkítektúrs, bókmennta og
hönnunar, því roggnari verða ráða-
menn í ræðum sínum og viljugri að
baða sig í því kastljósi sem beint er
að listamönnum og verkum þeirra.
Ég skora á ráðherra að leiðrétta
mistök sín nú þegar og lýsa því yf-
ir að ekki verði frekar aðhafst fyrr
en framtíð grunn- og framhalds-
náms í listdansi er tryggð í eðlilegu
samráði við fagmenn í greininni.
Að öðrum kosti hljótum við ætíð að
minnast þess, þegar við sjáum Þor-
gerði Katrínu stilla sér upp fyrir
ljósmyndara Morgunblaðsins á
frumsýningu á nýju íslensku dans-
verki, að þetta er sú sama Þor-
gerður Katrín og ákvað að leggja
niður Listdansskóla Íslands án
þess að virða íslenskan listdans-
heim viðlits.
Fellibylurinn
Þorgerður
Þorvaldur Þorsteinsson
fjallar um vinnubröð
menntamálaráðherra
Þorvaldur Þorsteinsson
’Ég skora áráðherra að
leiðrétta mistök
sín nú þegar og
lýsa því yfir að
ekki verði frek-
ar aðhafst fyrr
en framtíð
grunn- og fram-
haldsnáms í list-
dansi er tryggð í
eðlilegu samráði
við fagmenn í
greininni.‘
Höfundur er forseti Bandalags
íslenskra listamanna.
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16