Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 63
DAGBÓK
Norður-Evrópuþing Alþjóðasamtakakvenna í læknastétt (Medical Wom-en’s International Association(MWIA)) verður haldið á Grand
hóteli við Sigtún í Reykjavík 28. september til
1. október 2005 á vegum Félags kvenna í
læknastétt á Íslandi (FKLÍ). Þetta er í fyrsta
skipti sem þetta þing er haldið hér á landi.
Ólöf Sigurðardóttir er ráðstefnustjóri.
„Þessi þing eru haldin þriðja hvert ár og síð-
ast í London. Við ákváðum þá á staðnum að
bjóða hingað á fimmtánda þingið sem hefst á
Ísafirði á mánudaginn með forráðstefnu um
húðvandamál sem Ellen Mooney sér um og á
Ísafirði verður einnig opnuð sýning til að
heiðra Kristínu Ólafsdóttur sem fyrst kvenna
útskrifaðist sem læknir á Íslandi,“ segir Ólöf.
Hvað verður gert á þinginu?
„Fyrsta daginn, þ.e. á fimmtudaginn, ætlum
við að skoða stöðu kvenna í stéttinni og fyr-
irlesarar eru bæði fólk úr læknastétt og utan
stéttarinnar. Tveir hádegisverðarfundir verða
haldnir um heilsu kvenna, annars vegar geð-
heilsu og hins vegar hjartasjúkdóma. Annan
daginn verður nær eingöngu fjallað um heilsu
kvenna. Fyrirlesarar koma víða að, meðal ann-
arra Olaf Aasland sem er norskur og hefur
rannsakað heilsu lækna almennt og Ulla Maria
Anderberg sem fjallar um streitu og vefjagigt.
Á laugardaginn heldur Barbro Dahlbom-Hall
frá Svíþjóð fyrirlestur sem nefnist „look to the
future“, en hún hefur skrifað margar bækur
um stjórnunarstíl kynjanna. Þriðja og síðasta
daginn verður Margrét Guðnadóttir heiðruð og
ætlar hún að segja frá reynslu sinni sem eini
kvenprófessor við læknadeild Háskóla Íslands í
þrjátíu ár.“
Hvað ber hæst að þínu mati?
„Það er erfitt að velja úr. Það er nauðsyn-
legt að vekja athygli á heilsu kvenna, til dæmis
kvenna sem greinst hafa með vefjagigt, en
margar þeirra virðast skammast sín fyrir
þessa sjúkdómsgreiningu. Mér finnst mik-
ilvægt að fá opnari umræðu um þennan sjúk-
dóm og að með þessu þingi verði vakning í að
fylgjast með úrræðum fyrir þær sem þjást af
vefjagigt.“
Hafa margir skráð sig til þátttöku?
„Nú eru 125 skráðir. Þátttakendur eru frá
tólf til fjórtán löndum, aðallega Norðurlönd-
unum og Englandi en einnig koma margir frá
Kanada og Bandaríkjunum. Læknar af báðum
kynjum eru hvattir til að taka þátt í þinginu og
unnt er að skrá sig á staka daga eða allt þingið
eftir atvikum. Fyrstu þrjátíu unglæknarnir
sem skrá sig þurfa ekki að greiða ráðstefnu-
gjald en nú hafa átján unglæknar skráð sig.
Konur eru mun fleiri í hópi þátttakenda en á
þessum þingum hafa aldrei áður verið svo
margir karlmenn í hópi fyrirlesara og með því
viljum við fá þá með í umræðuna og samræma
kynjasjónarmið.“
Hver var aðdragandinn að stofnun FKLÍ og
hver eru markmið félagsins?
„Utan Íslands er löng hefð fyrir félögum
eins og þessum. Lengi framan af voru fáar
konur í læknastétt og það var ekki fyrr en
1999 sem stofnfundur var haldinn. Nú eru 130–
140 konur í félaginu. Markmiðin eru til dæmis
að efla samstarf og stöðu kvenna í læknastétt á
Íslandi og að efla þekkingu og fræðslu um
heilsu kvenna og barna.“
Sjá nánari dagskrá á www.fkli.is/congress.
Læknisfræði | Norður-Evrópuþing Alþjóðasamtaka kvenna í læknastétt haldið á Íslandi
Konur og karlar í læknastétt
Ólöf Sigurðardóttir
læknir fæddist í Mýra-
sýslu árið 1958. Hún
hlaut íslenskt lækn-
ingaleyfi árið 1987 og
sænskt lækningaleyfi
árið 1989. Hún lauk
sérfræðinámi í mein-
efnafræði og blóð-
storkufræðum á Kar-
olinska sjúkrahúsinu í
Stokkhólmi árið 1992
og doktorsprófi frá Karolinska Institutet
árið 1994. Hún hefur verið starfandi sér-
fræðingur á klínískri lífefnafræðideild á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi í fullu
starfi frá 1996 er hún kom heim til Íslands.
Ólöf var formaður Félags kvenna í lækna-
stétt á Íslandi (FKLÍ) frá stofnun þess í
maí 1999 þar til í nóvember 2003. Ólöf er í
sambúð með Stíg Snæssyni og eiga þau
einn son.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Brúðkaup | 20. ágúst sl.voru gefin
saman í kirkjunni í Árbæjarsafni af sr.
Kristni Á. Friðfinnssyni brúðhjónin
Heidrun Elise Boettcher og Guð-
mundur Rúnar Sigfússon.
Ljósmynd/Jóhannes Long
Óheillaþróun
ÞAÐ var fjallað um tvær einhleypar
mæður í DV nýlega. Erfiðleikar
þeirra voru miklir, m.a. allt of há
húsaleiga. Önnur hafði bara 10 þús.
til að lifa af út mánuðinn eftir að hafa
greitt húsaleiguna. Þó að ástandið sé
svona erfitt virðist sveitarfélagið
geta neitað þeim um hjálp – þó að
lög kveði á um að það beri ábyrgð á
velferð þessa fólks. Sífellt er maður
að heyra nýjar sögur um erfiðleika
fólks sem er í mikilli neyð.
Það er greinilega ekki pólitísk
samstaða um að snúa þessari
óheillaþróun við. Allir vilja verða
borgarstjórar og láta ljós sitt skína í
fjölmiðlum þessa dagana. Þar er tal-
að um flugvöllinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn kvartar undan lóðaleysi
og hver kennir öðrum um varðandi
málefnin. Það er ekki minnst einu
orði á félagsmálin, ekki á einstæðu
mæðurnar, ellilífeyrisþega og ör-
yrkja sem líða hér skort. Margt af
þessu fólki er jafnvel húsnæðislaust.
Ég er ekki ánægður með frambjóð-
endur sem horfa framhjá slíkum
málum.
Þögn þjóðkirkjunnar er mikil
varðandi þessi mál. Það er helst fyr-
ir jól og páska sem heyrist frá þeim
bænum varðandi fátæktina hér. Það
er ekki nóg að prestar messi á
sunnudögum. Mér finnst að þeir
ættu að vera miklu virkari við að
predika yfir stjórnmálamönnunum
um að það sé ekki í lagi að fara svona
með samborgarana.
Hallgrímur.
Ömurleg þjónusta
hjá Símanum
ÉG vil kvarta yfir þeirri óstjórn sem
er á Símanum. Það virðist ekki vera
nokkur leið að fá fyrirgreiðslu til að
fá fótboltann á mitt heimili. Ég er
búin að hringja 6 sinnum síðan 10.
ágúst og þeir eru sífellt að týna nið-
ur pöntunum frá mér, hægri höndin
virðist ekki vita hvað sú vinstri er að
gera. Finnst mér ömurlegt hvernig
komið er fyrir þessu fyrirtæki. Ég er
búin að velta á tæpum 3 árum 1.300
þús. hjá þeim og svo fær maður enga
fyrirgreiðslu. Svo heyrir maður alls
staðar að kvartanir yfir þjónustu
Símans við áskrifendur.
Eins er ég búin að bíða í 3 vikur
eftir að internetið verði lagað hjá
mér, og þegar ég hringi til að reka á
eftir því er alltaf einhver á leiðinni –
og svo gerist ekkert. Þetta hlýtur að
vera verst rekna fyrirtækið á Íslandi
og þarna virðist vanta eitthvað í
þjónustuna hjá þeim. Skora ég á
Símann að opna fyrir boltann á með-
an þetta ástand ríkir hjá þeim svo
fólk geti farið að horfa á boltann án
þess að þurfa að standa í þessu.
Sesselía Ævarsdóttir.
Villi er týndur
VILLI týndist
frá Hagamel í
Reykjavík
fimmtudaginn
8 sept. sl. og
er hans sárt
saknað. Hann
er grábrönd-
óttur, eyrna-
merktur
„1271“ og með
bláa ól. Þeir
sem hafa séð til hans eða vita um
ferðir hans eru beðnir að hafa sam-
band við Sigurlaugu í síma 662 1045
eða 860 8014.
Janus týnd-
ist í Garðabæ
JANUS, sem er
fress, týndist frá
Lerkiási 7 í
Garðabæ. Hans
er sárt saknað.
Þeir sem vita um
ferðir Janusar
eru beðnir að
hafa samband
við Kristínu í
síma 567 1647 eða 895 3813.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Boðsmót í Jakarta.
Norður
♠Á98
♥G8 V/AV
♦ÁKD9764
♣2
Vestur Austur
♠7642 ♠G5
♥D97654 ♥3
♦-- ♦G10852
♣G76 ♣109543
Suður
♠KD103
♥ÁK102
♦3
♣ÁKD8
Svíar mættu landsliði Indónesa í
fyrsta útsláttarleiknum í Jakarta
(Governoŕs Cup) og unnu nokkuð
auðveldan sigur (104-61 í fjörutíu
spilum). Spilið að ofan gaf þeim 17
stig:
Vestur Norður Austur Suður
Tobing Sundelin Asbi Sylvan
Pass 1 tígull Pass 1 hjarta
Pass 3 tíglar Pass 7 grönd !
Pass Pass Pass
Sylvan treystir sínum manni og
spyr ekki einu sinni um ása (enda
vandséð að norður eigi fyrir þremur
tíglum nema vera með spaðaás og
ÁKD í tígli).
Vestur kom út með spaða og Sylv-
an taldi upp í tólf toppslagi. Hann
tók fjórum sinnum spaða og austur
henti einum tígli og hjarta. Síðan
kom ÁK í hjarta og það var meira
en austur þoldi – hann kastaði frá
laufinu og Sylvan fékk á laufáttuna í
lokin.
Karwur og Panelewen sögðu líka
sjö grönd á hinu borðinu, en þar var
norður sagnhafi og fékk út tígulgosa.
Það útspil sker á samganginn, svo
engin þvingun myndast.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Í dag, 24. sept-ember, er sjötug Ingibjörg
Kristín Þorgeirsdóttir. Ingibjörg og
eiginmaður hennar, Þórir H. Ósk-
arsson, eiga einnig fimmtíu ára brúð-
kaupsafmæli sama dag. Þau hjónin
munu taka á móti gestum í sal Odd-
fellowa, Grófinni 6b í Reykjanesbæ, frá
kl. 16.
ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST
- T.D. Í 101 SKUGGI, VIÐ KLAPPARSTÍG
EÐA SKÚLAGÖTU
Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm sérhæð á framan-
greindum svæðum. Afhendingartími eftir samkomulagi. Sterkar
greiðslur í boði.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson
SÉRHÆÐ VIÐ ÆGISÍÐU EÐA
Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST
STAÐGREIÐSLA
Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu
svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson
ÍBÚÐ VIÐ ÞORRAGÖTU ÓSKAST
Traustur kaupandi óskar eftir íbúð við Þorragötu. Rýming er sam-
komulag. Góðar greiðslur í boði.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
AKUREYRINGAR/Flughræðslunámskeið
Undirritaður heldur námskeið til að takast á við flughræðslu laugardaginn
1. október frá kl. 9.00 til 17.00 á Hótel KEA. Innifalið er flug með
Flugfélagi Íslands dagana á eftir.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 849 6480 og
runargu@simnet,is
Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri.