Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 53
Hann var einstakur prestur, hann Árni Bergur mágur minn. Árni var skemmtilega íhaldssam- ur um sumt og henti gaman að sjálf- um sér með það. Hann var íhalds- samur á það sem gott var og hafði reynst vel. Þannig kom hann lífi sínu og verklagi í traustan farveg og form sem hentaði honum og studdi í starfi. Hann var vandaður maður og heið- arlegur, enda stóð allt eins og stafur á bók í viðskiptum við hann. Hann vildi ógjarnan vera í sviðsljósinu og kaus að starfa í kyrrð og látleysi. En vegna yfirburða sinna var hann kall- aður til ýmiskonar starfa á vegum kirkjunnar, til kennslu í Háskólan- um og að fræðistörfum fyrir Biblíu- félagið. Það var eftirbreytnivert hvernig þessi önnum kafni maður gat ævin- lega fundið tíma til að sinna öldruð- um foreldrum sínum, enda voru tengsl þeirra afar náin. Tíðar heim- sóknir hans til þeirra oftast með börn eða barnabörn og nær dagleg símtöl voru þeim mikil gleðigjöf og auðvitað var það gagnkvæmt, því að það er ekki í kot vísað að heimsækja Magneu og Sigurbjörn. Auðlegð Árna Bergs var þó fyrst og fremst fjölskyldan. Dæturnar Harpa myndlistarmaður, Magnea flautuleikari og sonurinn Garðar sem uppfyllti æskudrauma föður síns og gerðist flugmaður eru úrvals- fólk, stolt og gleði foreldra sinna. Og ekki hafa tengdabörnin Björn, Há- kon og Heiða spillt því jafnvægi og væntumþykju sem einkenndi fjöl- skyldulíf Lilju og Árna Bergs. Þar er mikill mannauður í þeirri fjölskyldu sem kom svo fallega í ljós í erfiðum veikindum Árna Bergs og verður okkur ógleymanlegt. Hann var mikill maður hann Árni Bergur mágur minn, en stærstur birtist hann okkur í veikindum sín- um, sem hann tókst á við í þeirri trú og von sem hann hafði boðað í starfi sínu öllu. Veri hann góðum Guði falinn. Bernharður Guðmundsson. Kveðja frá Ássókn Í dag ríkir djúpstæð sorg og mikil eftirsjá í söfnuðinum eftir Árna Berg Sigurbjörnsson, sóknarprest, sem hann hefur þjónað undanfarin 25 ár og er nú kvaddur og borinn til hinztu hvílu. Þegar hann tók við starfi sóknar- prests fyrir liðlega 25 árum voru tímamót í sögu safnaðarins, bygging Áskirkju var nánast á lokastigi, og það mæddi mikið á presti og söfnuði að ljúka hinu dýrðlega verki og á að- ventunni 1983 var kirkjan vígð. Það var gleðidagur í lífi Árna Bergs eins og svo ávallt, því að allir dagar virt- ust vera gleðidagar hjá honum, þannig var viðmót hans, ávallt hlýtt, návist við hann var gleðistund. Jesús Kristur sagði: „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði.“ Árni Bergur uppfyllti þessa væntingu Jesús Krists, því að hann var góður maður. Sá sem þess- ar línur skrifar átti því láni að fagna að starfa með honum í átta ár og síð- ustu árin sem formaður sóknar- nefndar. Það hafa verið forréttindi að starfa með honum og finna fyrir góðsemi hans, ekki aðeins í garð samverkamanna og þeirra sem næst honum stóðu, heldur einnig í garð þeirra sem þjáðust í mótlæti og jafn- vel höfðu efasemdir um kirkjuna, en leituðu til hans í erfiðleikum sínum. Hann var sannur og einlægur vinur, ráðagóður um alla hluti, sem snertu mannleg samskipti, og á fundum sóknarnefndar voru innlegg hans í umræðuna rökföst og eindrægin, án þess samt að bera með sér eitthvert húsbóndavald, það kom bara allt af sjálfu sér, um það voru aldrei neinar deilur. Árni Bergur var ástsæll prestur og vinsældir hans náðu langt út fyrir sóknarmörk Áskirkju. Hann vann ötullega, ekki aðeins sem sóknar- prestur, heldur einnig sem fræði- maður, og eru fræðimannsstörf hans rómuð fyrir vandvirkni og fag- mennsku. En sumum verka sinna flíkaði hann aldrei né sagði frá þeim, það voru verkin, sem voru unnin í hljóði, þögulu verkin, sem aldrei voru skráð, huggari syrgjenda og annarra, sem áttu um sárt að binda, mæðra, sem áttu börn á glapstigu, eða þeirra, sem börðust við annað böl. Hann kom víða við, vinnudag- urinn var oft óhóflega langur, jafnvel ekki svefnfriður um nætur, og svo kom að því, að eitthvað varð að láta undan, en samt lét hann aldrei bug- ast. Það var söfnuði hans mikið gleði- efni, þegar hann kom til starfa aftur um sl. áramót eftir erfitt veikindaár, og þjónusta hans á kirkjudegi Ás- kirkju 13. marz sl. er og verðum mörgum minnisstæð, en við sem eft- ir lifum trúum því, að allt hafi sinn tilgang, og nú hafi hann verið kall- aður af Guði til æðri starfa. Í orðs- kviðum Salómons segir: „Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans.“ Far þú í Guðs friði, góði vinur, hafðu þökk fyrir allt. Elskandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, for- eldrum og systkinum og öðrum þeim sem trega andlát Árna Bergs sendir sóknarnefnd Ássóknar hjartfólgnar samúðarkveðjur í djúpu þakklæti fyrir allt sem hann gaf okkur af sjálf- um sér. Birgir Arnar, form. sóknarnefndar Ássóknar. Hann pabbi var að kveðja, segir klökk röddin í símanum. Það er syst- ursonur minn Garðar sem ber mér sorgarfregnina. Það er sem mildur og lognkyrr morgunninn sem rétt áður hafði glatt augu mín með dýrð haustlitanna missi ljómann. Allt er kyrrt og hljótt og mér finnst tíminn stöðvast, litadýrðin hverfur í móðu. En tíminn stöðvast ekki, hann heldur áfram að tifa, það er ég sem hef numið staðar og minnist þess tíma er ég kynntist Árna Bergi. Hann gerðist kennari á Bíldudal 1963 og ég var svo lánsöm þá 13 ára gömul að vera nemandi hans. Hann var góður kennari og skemmtilegur sem fann sér tíma til að líta upp úr kennslubókunum og segja sögur, gjarnan mjög ótrúlegar sem líklega hafa orðið til jafnóðum. Hann gaf okkur líka brjóstsykur þegar skrjáf- ið í pokanum í vasa hans kom upp um hann. En hann hélt okkur við efnið og bar ég mikla virðingu fyrir hon- um. Þegar ég fermdist um vorið sendi hann mér bók að gjöf, hann hafði rit- að ritningargrein á spássíuna með sinni fíngerðu skrift. Síðar átti ég oft eftir að fá frá honum ýmis heilræði, bæði í alvöru og gamni eftir því sem við átti hverju sinni. Þetta vor spilaði Lilja systir mín líklega orðið stórt hlutverk í lífi Árna þótt ég tengi það ekki fyrstu kynnum mínum af honum. Hann var vinur minn. Um sumarið fékk ég oft að fara í ferðir með honum og Lilju á Singernum en það var ekki lítið sport í þá daga. Árin hafa liðið og margs er að minnast, margt að þakka. Eftir- minnileg er ferð sem við systkini Lilju, makar okkar og foreldrar fór- um til Noregs 1997, góðar samveru- stundir á Bíldudal, í Ólafsvík og hér fyrir sunnan. Allar þessar minningar geymi ég í hjarta mínu. Árni Bergur hefur kvatt. Góður maður er geng- inn, maður sem með kærleika og trú huggaði svo marga á erfiðum stund- um. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir og styrkja elsku Lilju mína, börn henn- ar og barnabörn sem svo mikið hafa misst. Við Jón og fjölskylda okkar þökk- um Árna Bergi samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Áslaug Garðarsdóttir. Þegar góður vinur og fyrrum sam- stafsmaður fellur frá og fréttin um andlát hans berst þá streyma fram minningar ein eftir aðra. Raunar hafði ég vonað að þrátt fyrir mikil veikindi næðist góður bati. En eng- inn ræður sínum næturstað. Guð hefur kallað hann til annarra starfa. Þegar séra Árni Bergur var ráðinn sóknarprestur í Ásprestakalli hafði ég starfað þar sem organisti í 15 ár. Vel hefði mátt ætla að snöggar breytingar væru framundan varð- andi sálmaval o.fl. En af sinni þekktu hógværð og tillitssemi sagði hann: „Því sem við breytum, breytum við hægt og rólega, ekkert liggur á,“ – og sú varð raunin. Í byrjun samstarfs okkar minnti hann mig á að fyrir svo sem 30 árum hefðum við verið saman í Kennara- skólanum. Hann var þá nemandi hjá Hallgrími Jónassyni í einni af æfing- ardeildum skólans, en ég var kenn- aranemi og fékk æfingakennslu í bekknum hans. Um haustið, þegar Árni Bergur kom í bekkinn, þá man ég að sá ágæti kennari Hallgrímur kynnti fyrir okk- ur nokkra nýja nemendur, þó að þeim fjarstöddum. Ein umsögnin hljóðaði eitthvað á þessa leið. Svo er það hann Árni, hann lætur ekki mik- ið bera á sér. En hann kann alltaf það sem sett er fyrir og vel það. Svör hans eru greinargóð og vel fram sett. Veitið honum athygli, hann er fyr- irmyndar nemandi. Ég nefni þessi 55 ára gömlu kynni vegna þess að þessi umsögn Hallgríms virðist mér hafa sannast betur og betur eftir því sem árin liðu. Sr. Árni Bergur var einstaklega þægilegur samstarfsmaður, mikill fræðimaður og afburða góður ræðu- maður. Hann hafði líka næma tilfinn- ingu fyrir tónlist, valdi gjarnan sálma sem sungust vel, þ.e. þeim fylgdu falleg sálmalög. Hann tónaði vel og af öryggi. Framsögn hans og túlkun á biblíutexta var einlæg og skýr og þannig að maður hlustaði alltaf af athygli þessi rúmlega 20 ár sem við störfuðum saman. Ræðurn- ar hans hjóta að hafa verið nokkuð margar, miðað við rúmlega 120 at- hafnir á ári. Þessar athafnir fóru fram í kirkjunni, á Hrafnistu, á Dal- braut, á Skjóli og á Kleppsspítala. Af þessu má sjá að starf hans var mikið. Þó eru ekki taldar með aðrar kirkju- legar athafnir, – ekki heldur kennsla hans í Háskóla Íslands. – Hann vann mjög skipulega og hnitmiðað og skil- aði þannig miklu og frábæru starfi. Á kirkjuloftinu starfaði með mér 25 manna kór, skipaður samvisku- sömu og einlægu fólki, sem lagði sig fram um að gera helgistundir sem hátíðlegastar og mest gefandi. Við bárum mikla virðingu fyrir prestinum okkar, kveðjum hann nú með söknuði og þökkum honum allt hans góða viðmót og góða starf. Hann leitaði ætíð þess fagra og góða í lífinu. Trú hans var einlæg og sterk og okkur mikil og góð fyrir- mynd. Við sendum öldruðum foreldrum hans Sigurbirni Einarssyni, biskupi, og frú Magneu Þorkelsdóttur okkar bestu óskir og kveðjur og vottum allri stórfjölskyldu hans samúð. Fjölskylda hans stóð einhuga með honum til síðustu stundar. Elsku Lilja, Harpa, Magnea, Garðar, tengdabörn og barnabörn. Guð leiði ykkur og styrki. Sorg ykk- ar er mikil en minningin um virtan og góðan mann lifir. Guð blessi ykk- ur öll. Kristján Sigtryggsson og félagar í eldri kór Áskirkju. Látinn er í Reykjavík Árni Bergur Sigurbjörnsson, langt fyrir aldur fram. Við hjónin kynntumst honum vel er við í tvígang misstum barn. Við vorum svo gæfusöm að njóta aðstoð- ar hans við að takast á við sorgina og svo lífið. Árni Bergur studdi okkur alveg einstaklega vel og miðlaði af þekkingu sinni og manngæsku. Lið- veisla hans var okkur öllum í fjöl- skyldunni ómetanleg. Það sem einkenndi Árna Berg var fumleysi, raunsæi og mikil góðvild og hann kunni svo vel að beina at- hyglinni að því góða og jákvæða en horfast jafnframt í augu við raun- veruleikann. Alltaf var stutt í húm- orinn og gaman var að sjá hvernig honum tókst að fanga athygli dætra okkar og beina þeim á farsæla braut með sögum og skemmtilegheitum. Við söknum öll mikið samskipt- anna við Árna Berg en minningin um hann mun lifa áfram. Eiginkonu Árna Bergs og fjölskyldu vottum við okkar innilegustu samúð. Rannveig Rist og Jón Heiðar Ríkharðsson. Árni var vinur okkar. Við sóttum barnamessurnar hans næstum hvern sunnudag. Hann var alltaf svo hlýr og geislaði af velvilja til allra. Árni kenndi okkur siðaboðskap með skemmtilegum sögum. Margar þeirra eru minnisstæðar þótt þær segðu frá hversdagslegum atburðum og venjulegu fólki. Það varð allt svo spennandi eins og Árni sagði frá. Mestu skipti að fólk reyndi að lifa í sátt og sýna hvert öðru virðingu. Svo var mikilvægt að vera vinur og rækta samband við vini sína. Þegar erfiðleikar steðjuðu að gát- um við leitað til Árna og hann gaf okkur ráð og huggaði. Það var alltaf hægt að leita til Árna – hann hlúði að sóknarbörnum sínum. Árna var umhugað um velferð fjöl- skyldunnar og samband barna við foreldra sína. Hann gerði ekki upp á milli fólks og virti jafnan rétt manna. Þegar Árni kvaddi okkur í kirkj- unni tók hann í höndina á okkur og hughreysti með brosi sínu. Nú kveðjum við Árna. Aðventuljósin sem Árni tendraði lýsa í hugum okkar og hjörtum. Jón Gunnar Hannesson, Magnea Þóra Jónsdóttir. Kveðja frá Prestafélagi Íslands Æðruleysi og trúarstyrkur sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar skein skærast í hetjulegri baráttu hans við ólæknandi mein. Það er þakkarvert að hann skuli hvorki þurfa að þjást lengur né berjast meira. Við prestar söknum vinar í stað en þökkum jafnframt fyrir samfylgd- ina, fyrir uppörvun og gefandi sam- skipti, fyrir hlýjuna og glettnina, fyr- ir sanna fyrirmynd í þjónustu Drottins. Sr. Árni Bergur var frábær prest- ur, fyrirmyndarprestur. Prédikanir hans voru í senn vekjandi og upp- byggilegar, biblíulestrarnir hrein- asta afbragð, nærveran þægileg, öll mannleg samskipti hnökralaus. Ár- um saman var hann undir miklu vinnuálagi; eini presturinn í fjöl- mennu prestakalli, sinnti vel stofn- unum í prestakallinu, mikið leitað til hans um útfarir. Á sama tíma kenndi hann iðulega við guðfræðideild HÍ og starfaði þar að auki í þýðingar- nefnd Hins íslenska biblíufélags – annaðist m.a. þýðingu á apókrýfum bókum GT. En sr. Árni Bergur komst yfir þetta allt. Hann vann vel og skipu- lega, undirbjó sig alltaf af kostgæfni, vandaði allt sem hann flutti. Í hópi presta var hann hógvær en manna skemmtilegastur þegar að- stæður leyfðu enda einstaklega vel gefinn og skýr í hugsun og framsetn- ingu. Veikindi sr. Árna Bergs voru mik- ið áfall en afstaða hans sjálfs sterkur vitnisburður um innri styrk og heil- indi; hann lifði sjálfur í því trausti sem hann boðaði öðrum. Hetjulegri baráttu er lokið með fullnaðarsigri. Sr. Árni Bergur er genginn inn í þá himnesku dýrð sem hann vissi um og boðaði. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“ (Korin- tubr. 15:57). Blessuð sé minning hins trúa og starfsama þjóns. Megi vonin og fyr- irheitið styrkja og uppbyggja ástvini alla. Ólafur Jóhannsson. Sannur vinur og samstarfsmaður er fallinn frá. Það er sárt að sjá á eft- ir slíkum mannkostamanni sem sr. Árni Bergur var, hann var farsæll prestur, einstakur félagi og sam- starfsmaður. Ég var svo lánsamur að kynnast honum í guðfræðideild Há- skóla Íslands fyrir rúmum 30 árum. Strax kom í ljós hve frábær náms- maður hann var, hann lauk embætt- isprófi á stuttum tíma og var stað- ráðinn í að gerast prestur. Hann hóf prestsskap sinn í Ólafsvík, en varð síðar prestur í Áskirkju í Reykjavík. Á þeim tíma var ég prestur í Laug- arneskirkju og varð því nágranni hans. Við leystum hvor annan af, höfðum á stundum sameiginlegt æskulýðsstarf, fórum saman í Vatna- skóg með fermingarbörn og margt fleira. Oft kom ég við hjá Árna Bergi í Áskirkju til spjalls og ráðagerða. Maður kom betri maður af fundi hans,og það get ég áreiðanlega sagt fyrir munn mjög margra sem leituðu þjónustu hans og sálgæslu. Árni Bergur var sífellt að mennta sig, fór á styttri og lengri námskeið erlendis og fylgdist vel með í guð- fræði. Hann var fús að miðla af þekk- ingu sinni, kenndi tímabundið við guðfræðideild HÍ, sat í þýðingar- nefnd Biblíufélagsins og lagði mikið af mörkum til hinnar nýju þýðingar Biblíunnar sem brátt sér dagsins ljós. Þegar Reykjavíkurprófastsdæmi var skipt í tvö prófastsdæmi árið 1991 sat Árni Bergur með okkur í fyrstu héraðsnefndinni í nokkur ár. Þar komu mannkostir hans vel í ljós. Árni Bergur skilaði öllu sem hann tók að sér með miklum sóma. Á þessum vettvangi vil ég fyrst og fremst fá að þakka fyrir frábær kynni, dýrmætt samstarf og elsku- semi. Fyrir hönd Reykjavíkurpró- fastsdæmis vestra vil ég þakka sam- starfið og samfélagið öll árin sem Árni Bergur starfaði hér, við þökk- um góðum Guði sem gaf okkur þenn- an góða dreng og blessum minningu hans með mikilli virðingu og þökk. Ég sendi eiginkonu hans Lilju Garð- arsdóttur og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og blessa. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur. Erfitt þykir flestum svo að hlýða fornum boðorðum tíu, sem Móse flutti lýð gjörvöllum eftir fjallgöng- una, að fullvissa fylgi um að svo hafi verið að staðið sem Guði væri þókn- anlegt. En það fór aldrei öðru vísi en þannig, að eftir guðsþjónustu í Ás- kirkju, þar sem séra Árni Bergur flutti prédikanir sínar öruggri röddu og af mikilli trúarvissu og þekkingu, að við Ebba sögðum hvort við annað, að nú hefði fylgd okkar við hið þriðja boðorð verið svo sem til væri ætlast. Og ekki dró það úr yndi kirkjuferðar eftir að við fluttum í Laugarnesið og gátum hafið messusóknina með kirkjugöngu upp ásinn að þeirri kirkju, sem mörgum þykir svipa til þeirrar sem var andleg viðmiðun okkar í áratugi og nutu líka báðar snilldar sama höfundar. Það hvíldi friður og ró yfir athöfn- um séra Árna Bergs og var í fullu samræmi við manninn sjálfan, lífs- skoðun og stefnu. Hann gekk örugg- um og rólegum skrefum úr skrúð- húsi fyrir altari, hóf messuna án athugasemda og steig síðan í stólinn eftir að hafa afskrýðst með sama hætti og einkenndi inngöngu að alt- ari. Hann hélt fast við guðspjallið eða þann texta sem hann kaus að leggja til grundvallar, útskýrði með fagleg- um hætti en þó á svo auðskiljanlegan hátt að allir áttu auðvelt með að fylgjast með. Samt leyndi sér ekki þekking hans yfirgripsmikil. Enda var hann mikill guðfræðingur og hafði fyllt mal sinn við menntastofn- anir á því sviði í mörgum löndum auk heimastofnana. Þá hefur það ekki dregið úr innsæi hans í það, sem að baki textum liggur, að hann vann að Biblíuþýðingum hin síðari árin og naut þar í senn þekkingar sinnar á orðinu og valdi á íslenskri tungu, sem aldrei brást honum og var ekki lítið krydd í prédikunum. Sú er ástæða þess, að ég kveð vin minn Árna Berg á síðum Morgun- blaðsins, að við hjónin verðum horfin af landi brott, þegar söfnuður safn- ast saman til að þakka sálusorgara frábærum, umhyggjusömum og nærgætnum, sem sérhverju tók af miklum skilningi og innsæi í mann- leg örlög, bæði þau sem heill og ham- ingja einkennir og ekki síður þegar gaf á bátsskel og sjógangur hefti för. Kom það sér ekki síður vel í þjónustu hans við aldraða á þeim stofnunum, sem veita slíkum skjól og eru innan marka Ássóknar. En kynni okkar séra Árna Bergs standa á góðum og gömlum grunni. Ég lærði að meta hann og kynna við hann þegar ég þjónaði skamma hríð haustið 1960 Bíldudalssöfnuði, en Árni Bergur var starfsmaður bæjarins og hefðu störf hans hlotið margvísleg heiti í stærri verkahring. En það skipti hann engu máli, heldur gekk hann að SJÁ SÍÐU 54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 53 MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.