Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Álfabakka 14 A - Mjódd Gömludansanámskeið mánudögum kl. 20.30 Þjóðdansar fimmtudögum kl. 20.30 Opið hús miðvikudaginn 28. sept. kl. 20.30 Allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar í síma 587 1616. LANDIÐ Þórshöfn | Áhugaverður gestur kom á ferðaþjónustubæinn Ytra- Áland fyrir skömmu en það er Bandaríkjamaðurinn Marshall Ack- erman frá San Diego, fyrrum her- maður sem sendur var til Íslands á stríðsárunum. Sextíu og tvö ár eru síðan Acker- man kom að Skálum á Langanesi, þá aðeins nítján ára gamall og yfirmað- ur hóps Bandaríkjamanna sem kom til að aðstoða Breta við uppsetningu á radarmastri á Skálum. Slíkur bún- aður var settur upp víðs vegar um landið á árunum kringum seinni heimsstyrjöldina og var afar mik- ilvægur. Fréttaritari heimsótti Ackerman í Ytra-Áland og lék forvitni á að vita hvað hefði dregið hann aftur til Ís- lands eftir allan þennan tíma en hann fór frá landinu árið 1943 og hef- ur ekki komið aftur fyrr en núna. Ackerman tók fréttaritara vel og sagðist kominn til að kanna gamlar slóðir á Skálum á Langanesi og með þá von að hitta Íslendinga sem hann kynntist á þessu tímabili, bæði á Skálum og í Hveragerði. Hann var góður heim að sækja, skarpur og hress maður, sem leit alls ekki út fyrir að vera orðinn 83 ára gamall. „Mig langaði að sjá aftur þetta landsvæði og hvort rad- armastrið stæði ennþá, ennfremur að hitta íslenskan mann sem ég kynntist og mig minnir að hann hafi heitið Einar Einarsson,“ sagði Ackerman. Hann var þó ekki alveg viss um eftirnafnið og heimamenn telja hugsanlegt að föðurnafn Einars hafi verið Jóhann. Heppnin var ekki með honum því hér kannaðist enginn við nefndan Einar, þrátt fyrir eftirgrennslan. „Ætli það séu ekki allir dánir sem ég þekkti?“ sagði hann. Mikil breyting hafði orðið á Skál- um á þessum sextíu árum sem liðin voru frá veru Ackermans þar. Fréttaritari spurði hvort hann hefði ekki orðið fyrir vonbrigðum yfir að sjá hvernig umhorfs er þar núna, allt komið í eyði og eina lífsmarkið er sí- felldur kliður sjófuglanna. Ackerman svaraði því þannig að vissulega hefði hann haldið að enn væri byggð á Skálum, líkt og á Þórs- höfn og hann myndi e.t.v. hitta þar fólk á sínum aldri. Þetta kæmi samt ekki á óvart, „tíminn líður og allt breytist,“ sagði hann og tók öllu með jafnaðargeði, „þarna er heldur varla neitt nema grjót og fiskveiðar voru aðallifibrauðið.“ Fréttaritari var sammála því að nóg væri af grjóti á Langanesi en það væri líka mun fal- legra grjót en annars staðar. Ackerman gekk um fornar slóðir á Skálum og tók mikið af myndum, hann sá t.d. rústirnar af steyptum undirstöðunum og ryðgaða teina þar sem radarmastrið hans stóð á sínum tíma. Hvernig var svo fyrir nítján ára gamlan hermann að koma á norð- urhjarann árið 1942? Hvernig voru húsakynni, aðbúnaður hermanna og samskipti við heimamenn? „Það var kalt, hræðilega kalt,“ sagði Ackerman hlæjandi og á greinilega ekki margar góðar minn- ingar frá veðurfarinu. Hermennirnir bjuggu í bragga skammt frá sjálfu Skálaþorpinu og eina húshitunin var kolaeldavél, svo oft var hráslagalegt og kalt inni. Þeir könnuðust við flesta heima- menn en unnu lítið með þeim, þó minnist Ackerman mikils hagleiks- manns á Skálum, sem gerði snilld- arlega við bát eða flutningspramma hermannanna en hann brotnaði í lendingunni við Skála. Þar voru ekki góð hafnarskilyrði sem stuðlaði m.a. að því að þorpið fór í eyði. Ackerman segist enn í dag minn- ast þess hve hann og menn hans urðu hissa á því hve vel Íslending- urinn gerði við bátinn með til þess að gera frumstæðum verkfærum. „Þetta var stórkostlegt að sjá, alveg ótrúlegt,“ sagði Ackerman. Á þessum árum voru ýmsir Lang- nesingar mjög góðir bátasmiðir og þessi hagleiksmaður, Guðmundur Guðbrandsson heitinn, var einn þeirra. (Fréttaritara þótti lofið gott, enda um ömmubróður hennar að ræða.) Vetrarveðrin eru Ackerman í fersku minni þó að langur tími sé lið- inn. „Við lentum í mjög vondu vetr- arveðri eitt sinn, vorum átta saman úr radarhópnum og hríðin var svo dimm að sá aftasti varð viðskila við hópinn og féll fram af klettum, um 20 metra fall niður í ískalt hafið. Við fundum hann um morguninn og þá hafði hann staðið í sjónum alla nótt- ina í frosti og kulda. Hann var fluttur heim í bragga, nokkuð kalinn og mjög kaldur en við skiptumst á að hella yfir hann sjó þar til skip kom eftir 2 daga og flutti hann á sjúkra- hús. Þetta var í raun dálítið krafta- verk því samkvæmt því sem ég frétti þá beið hann ekki meira tjón en það að missa eina tá. Já, veturinn var harður,“ sagði Ackerman og vissu- lega hefur þetta verið mikil reynsla fyrir tvítugan dreng, fjarri heima- högum. Mat og aðrar vistir fengu her- mennirnir bæði með flugvélum, sem köstuðu niður pökkunum en líka með skipum en kapteinn á norsku skipi færði þeim oft vistir. „Við fengum meira að segja kalkún á þakk- argjörðardaginn,“ sagði Ackerman kátur. Hermennirnir gerðu meira á Skál- um en að reisa radarmastrið; þeir lögðu einnig veg frá radarsvæðinu og niður að Skálaþorpinu og unnu efni í grjótmulningsvél sem knúin var gasolíu og höfðu sumir Skála- menn líka atvinnu við þessa vega- lagningu. „Skammastín – a, b, c!“ Ackerman og félagar voru ekki eingöngu á Skálum, þeir voru bæði í Reykjavík, Hveragerði og Vík við radarvinnu. Í Hveragerði var hann í tæpt ár og kynntist þar fólki sem hann langar að hitta þegar hann fer frá Langanesinu aftur suður. „Mig langar að hitta fjórar stelpur – sennilega eru þær í kringum sjö- tugt núna!“ sagði Ackerman með glettnisglampa í augum. Þær voru systur, hélt hann því þær bjuggu all- ar í sama húsinu, Þorvaldsdætur lík- lega. Þar skammt frá var lækur og heit laug, sem hann og félagarnir syntu oft í. Honum er afar minn- isstætt að lítil virkjun var við þetta hús og sá því fyrir rafmagni; langt á undan samtímanum, sagði hann. „Ég vona að heita laugin sé þarna ennþá, jafnvel húsið líka,“ sagði Ac- kerman og minnist fjölskyldunnar í húsinu með hlýju.Yngsta systirin, sem þá var um 5 ára, kenndi honum dálitla íslensku og lét hann t.d. fara með stafrófið. Hann mundi enn hvað sú stutta sagði ef hann fór með ein- hverja vitleysu: „Skammastín – a, b, c!“ og fleiri íslensk orð hafði Ac- kerman á takteinum eftir Hvera- gerðisdvölina. Hinar stúlkurnar þrjár voru á aldrinum 14–17 ára en þá var Ackerman 19 ára. Hann vonast til að verða heppnari í Hveragerði en á Skálum og hitta fólk frá Íslandsárum sínum. Ackerman er nú orðinn ekkjumað- ur en lífsglaður og jákvæður. Dans- inn er hans líkamsrækt en hann er góður dansari eins og fréttaritari og heimilisfólk á Álandi fékk að sjá á myndbandi sem hann hafði með- ferðis. Fimm sinnum í viku fer hann út að dansa með dansdömu sinni og segir að dansinn sameini bæði góða líkamsrækt og frábæran félagsskap. Fréttaritari kvaddi síðan þennan víðsýna Bandaríkjamann, sem næst heldur til Reykjavíkur og áfram til Hveragerðis í von um að hitta gamla kunningja. Fyrrum her- maður heim- sækir Langanes Morgunblaðið/Líney Góður gestur Marshall Ackerman, í miðið, var afar glaður að koma til Íslands á ný og heimsækja „æskuslóðir“. Eftir Líneyju Sigurðardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.