Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 36
Moritz er alveg frábært útivist- arsvæði fyrir alls konar íþróttir og dægradvöl og mikið líf og fjör. Þar er þó nokk- uð erfiðara að hjóla en í Danmörku, en samt held ég að flestir gætu fundið leiðir við sitt hæfi. Sumar brekkur eru þónokkuð brattar og langar og þá er bara að hvíla sig þeg- ar upp er komið. Stelpurnar eru mjög rólegar og ánægðar í kerrunum sín- um og eru oftast syngjandi þegar þær eru vakandi. En þær fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þær. Sú eldri spurði til dæmis pabba sinn þegar hann var að púla upp eina brekkuna „Pabbi. Af hverju ferðu svona hægt?“ Við komumst líka að því í Sviss að við værum langt í frá sérstök að ferðast svona með börnin. Þetta gera margar fjölskyldur þar í landi og þeg- ar börnin stækka eru þau sett á hjól sem eru tengd við hjól foreldranna, allt frá fjögurra til fimm ára aldri. Við hittum einmitt svissneska fjölskyldu þegar við hjóluðum í Danmörku. Við höfðum samband við þau áður en við fórum til Sviss og hjóluðum svolítið með þeim þar.“ Hulda segir kerr- urnar sem þau nota mjög góðar. „Þetta eru fjölnota kerrur og er hægt að ganga með þær, hjóla og setja undir þær skíði. Þegar við fórum í fyrra setti ég barnaburðarstólinn inn í hana fyrir þá litlu.“ Landslagið í Sviss var mjög fallegt og fjölbreytt og segir Hulda að með því að hjóla um landið sjái maður það í allt öðru ljósi en að aka um það. "Mér fannst þetta Svo vel gekk hjólaferðin umMön, Láland og fleiri staði íDanmörku í fyrra að þauHulda og Arnþór ákváðu að fara í hjólaferð til Sviss í sumar og að sjálfsögðu að taka dæturnar með. Eins og gefur að skilja er ákaflega ólíkt að hjóla í þessum tveimur lönd- um. „Mér fannst best að byrja í Dan- mörku þar sem aðeins fjórir mánuðir voru liðnir frá því að ég átti stelpuna. Landið er slétt og engin hætta á að lenda í brekkum eða þurfa að reyna of mikið á sig. Enda gekk okkur vel,“ sagði Hulda. „Við vorum í 8 daga í ferðinni og hjóluðum allt upp í 80 km á dag með allan farangur á hjólunum, þar á meðal tjald og svefnpoka. Dæt- urnar, Anna Rakel sem nú er að verða þriggja ára og Ólöf Thelma sem er eins og hálfs árs, voru í kerr- um sem festar voru við sitt hvort hjól- ið. Við gistum á skipulögðum tjald- stæðum þar sem aðstaðan er ofsalega góð. Meðal annars eru sums staðar fjölskyldusturtur þar sem öll fjöl- skyldan getur brugðið sér í sturtu saman. Á tveggja stjörnu tjald- stæðum er mjög gott að vera en við vorum oftast á þriggja stjörnu tjald- stæðum. Þar er eldunaraðstaða, sturta, þvottavél og verslun.“ Sofandi eða syngjandi í kerrunum Hulda segir að dæmigerður dagur hafi verið þannig að eftir að fjöl- skyldan vaknaði var hún að dóla til um klukkan 11. Þá var lagt af stað og stelpurnar sofnuðu í kerrunum. Á meðan hjóluðu foreldrarnir á fullu. „Oft vöknuðu þær um hálfþrjú og þá skoðuðum við okkur um, fórum í dýragarð, eða eitthvað slíkt. Eftir það var keypt í matinn fyrir kvöldið og haldið á næsta tjald- stæði. Í Danmörku er allt malbikað og við hjóluðum mikið eftir sveitastígum þar sem umferð var lítil. Ég held að það sé mjög gott fyrir fólk að byrja að hjóla í Dan- mörku, bæði vegna þess hve allt er slétt þar og einnig vegna þess hve aðstaðan er góð alls staðar. Við skipulögðum Dan- merkurferðina ekkert fyrirfram. Við ákváðum bara hvenær við færum frá Íslandi og hvað við ætluðum að vera lengi. Þar tókum við lest með hjólin og allt haf- urtaskið og ég viðurkenni að það var heilmikið basl að koma þessu öllu út úr lestinni, okkur sjálfum og stelp- unum líka. Við gistum á farfugla- heimili í Kaupmannahöfn fyrstu nótt- ina, en síðan bara á tjaldstæðum.“ Ferðin til Sviss í sumar var á margan hátt ólík. Þau Hulda og Arnór ákváðu að fljúga til Münch- en og taka bílaleigubíl þaðan til St. Moritz. Þar voru þau aðallega á tveimur tjaldstæðum og hjóluðu út frá þeim. Langt frá því að þykja sérstök í Sviss „Í Sviss eru níu merktar hjólaleiðir og hægt er að panta kortabækur með upplýsingum um þær á Netinu. Í þessum bókum er auk kortanna hægt að sjá erfiðleikastig leiðanna, hvort hægt sé að taka lest á milli staða með hjól, hvar viðgerðarverkstæði eru og fleira. Eldra fólk gerir mikið af því að fara milli erfiðustu staðanna í lestum og hjóla á auðveldari leiðunum. Í St. mjög skemmtilegar ferðir og við er- um ákveðin í að fara eitthvert næsta sumar þó enn sé ekki ákveðið hvert,“ sagði hún, „en nóg er í boði, hvort sem er í Evrópu, Norður-Ameríku eða í Asíu. Allt þetta heillar. Höfum alla okkar hentisemi Með þessu móti getum við skoðað okkur um en haft alla okkar henti- semi. Ekkert rekur á eftir okkur og ef einhver er ekki tilbúinn til að leggja af stað, er til dæmis ekki í góðu skapi, þá er bara hægt að bíða þangað til allir eru kátir og leggja þá af stað. Það er nánast hægt að stoppa hvar sem er og leyfa stelpunum að hlaupa um berfættar í grasinu og engin hætta á að týna þeim í mannþröng. Við höfum með okkur nesti yfir dag- inn og kaupum í matinn seinni part- inn. Oft komum við frekar seint á tjaldstæðin og þá eru flestir búnir að elda svo við höfum aldrei lent í biðröð. „Mér finnst ég vera örugg á tjald- stæðunum og þar líður mér vel. Þar er rólegt og gott og stelpurnar sofa vel. Erfiðasta nóttin í ferðinni í sumar var þegar við gistum á hóteli í München á leiðinni heim. Skarkalinn var svo mikill að þær voru að vakna og voru órólegar.“  HJÓLAFERÐIR | Fjölskyldan fór í fyrrasumar og hjólaði um Danmörku og í sumar um Sviss Margir héldu að Hulda Björk Páls- dóttir og Arnþór Halldórsson væru eitthvað verri þegar þau ákváðu að taka tvær ungar dætur sínar í hjólaferð til Danmerkur í fyrra- sumar. Sú yngri var aðeins fjög- urra mánaða, en sú eldri um tveggja ára. Hulda sagði Ásdísi Haraldsdóttur ferðasöguna. Á tjaldsvæðunum er rólegt og gott og Anna Rakel og Ólöf Thelma una sér vel. Hulda Björk Pálsdóttir og Arnþór Halldórsson eru ákveðin í að kanna nýj- ar slóðir næsta sumar ásamt dætrunum Önnu Rakel og Ólöfu Thelmu. Upplýsingar um hjólaleiðir í Sviss eru á: www.veloland.ch Ógrynni upplýsinga um hjólaleiðir víða um heim má finna með því að slá inn á leitarvél: bicycle trips asdish@mbl.is Af hverju ferðu svona hægt, pabbi? 36 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Maturinn er rosalega góðurog svo eru hjónin sem reka staðinn alveg einstök,“ segir Ás- björg Hjálmarsdóttir sem er ný- komin frá Salou á Spáni. Í ferð- inni heimsótti hún uppáhaldsveitingastaðinn sinn sem heitir í höfuðið á eigandanum Blas eða Can Bla’s sem þýðir Hús Bla’s. Mágkona Ásbjargar uppgötv- aði staðinn fyrir nokkrum árum og síðan hafa vinir hennar og fjöl- skylda vanið komur sínar þangað. „Hjónin Paki og Blas sem eiga og reka veitingahúsið eru alveg einstök. Þau vinna bara tvö á þessum stað, hann eldar og hún þjónar til borðs. Þegar gesti ber að garði eru móttökurnar hlýjar og notalegar og börnum er ein- staklega vel tekið. Það er lítill garður sem börnin geta svo leikið sér í á meðan foreldrarnir eru að borða. En á Ásbjörg uppáhaldsrétt á veitingahúsinu? Já, kálfakjöt hússins er ótrú- lega gott en svo er bara maturinn yfir höfuð góður og frekar ódýr. Steikurnar eru vinsælar með bak- aðri kartöflu og sósu og með- alverðið er í kringum þúsund krónur. Síðan er boðið upp á píts- ur, fiskrétti og pastarétti. Þau opna staðinn klukkan sjö á kvöldin og svo er bara opið fram- eftir.  SALOU | Uppáhaldsveitingastaður Faðmlag og fínn matur Hjónin sem eiga staðinn taka einstaklega vel á móti viðskiptavinum sínum og kveðja þá gjarnan með faðmlagi. Veitingahúsið Can Bla’s, Carrer París 2 Salou, Spánn Sími 977 385 602
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.