Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 105 ár eru liðin síðan mannskæðasti fellibylur í sögu Bandaríkjanna gekk yfir hafnarborgina Galveston sem er nú nær mannlaus vegna felli- bylsins Rítu. Íslensku landsmálablöðin fjölluðu um fellibylinn sem kostaði um það bil 8.000 manns lífið. Fjallkonan birti fyrstu fréttina 24. september árið 1900, um hálfum mánuði eftir náttúruhamfar- irnar: „Voða-fellibylur í Texas fyrir skömmu. Skip fórust og hús og járnbrautarlestir fuku. Mann- tjónið talið 5000, og fjártjón ógurlegt.“ Þjóðólfur birti ítarlegri frétt 28. september: „Voðalegur fellibylur kom í Texas í Norður- Ameríku um 9. þ.m. Voðaleg hafalda sópaði bæn- um Galveston nær gersamlega burtu og er talið að um 3000 manna hafi misst lífið, sumir segja allt að 5000. Er þetta einhver sá háskalegasti og mann- skæðasti fellibylur, sem komið hefur í Ameríku í manna minnum, en neyðin meðal hinna eptirlif- andi voðaleg. Hefur Bandaríkjastjórn gert alvar- legar ráðstafanir til að ráða bót á þessum vand- ræðum.“ Austri fjallaði einnig um hamfarirnar 9. októ- ber: „Fellibylur ógurlega mikill gekk nýlega yfir hafnarborgina Galveston í Texas við Mexíkóflóa, er drap 3000 manna, feykti 4000 húsum og hvolfdi, og rak í land mesta fjölda skipa og er fjártjónið – auk mannanna, er þarna fórust – voðalega mikið. Þessi fellibylur gerði og víðar í Texas fylkinu stór- skaða.“ Ísafold sagði frá fellibylnum degi síðar: „Feiknaslys varð í Ameríku snemma í f. mán. Fellibylur og sjávargangur gjöreyddi þar nálega borg eina í Texas er Galveston heitir eða hét, suð- ur við Mexíkóflóa, svo skyndilega, að milli 6 og 7 þús. manna týndi lífi.“ Þjóðviljinn, blað Skúla Thoroddsens á Ísafirði, birti að lokum ítarlegustu fréttina 11. október: „Hræðilegur fellibylur kom ný skeð í Galveston í Texas í Bandaríkjunum. Sópaði bylurinn burt húsum, og er ætlað að hann hafi jafn vel orðið allt að 10 þúsundum manna að bana; en neyðin af- skapleg meðal þeirra, er eptir lifðu, svo að Banda- ríkjastjórn hafði þegar gjört ráðstöfun til að senda þangað 10 þús. tjöld, og matvæli handa 50 þúsundum manna. Það jók og mjög á vandræðin, að þangað söfn- uðust þegar alls konar þorparar til að rupla og ræna svo að ráðgert var að senda þangað herlið til að gæta lögreglu. Líkin, sem lágu hér og hvar í hrönnum, pestuðu og loptið, svo að farið var að bóla á ýmsum sjúk- dómum.“ Sagt er frá umfjöllun íslensku blaðanna um fellibylinn og fleiri atburði á aldamótaárinu 1900 í bókinni Horfinn heimur eftir Þórunni Valdimars- dóttur sagnfræðing. Þar er dregin upp lýsing á árinu 1900 eins og það birtist í blöðunum. Samkvæmt upplýsingum frá Fellibyljastofnun Bandaríkjanna var fellibylurinn árið 1900 mann- skæðasti bylur í sögu landsins og þrettándi öfl- ugasti bylurinn frá árinu 1851, í fjórða og næst- efsta styrkleikaflokki. Voðaleg hafalda sópaði bæn- um nær gersamlega í burtu Umfjöllun blaða á Íslandi árið 1990 um skæðasta fellibyl Bandaríkjanna ’Það jók og mjög á vandræðin,að þangað söfnuðust þegar alls konar þorparar, til að rupla og ræna, svo að ráðgert var, að senda þangað herlið.‘ Brussel. AFP. | Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, varaði Svisslendinga við í gær og sagði, að felldu þeir í þjóðaratkvæðagreiðslu að opna vinnumarkað sinn fyrir fólki í hinum nýju aðildarríkjum sambandsins, myndi það hafa slæm- ar afleiðingar fyrir samskipti þeirra og ESB. Skoðanakannanir, sem birtar voru í síðustu viku, sýndu, að 50% Svisslendinga ætluðu að segja já og samþykkja að opna vinnumarkaðinn en 38% nei. Í fyrri þjóðaratkvæða- greiðslum hafa hins vegar nei-fylk- ingarnar oft verið drjúgar á enda- sprettinum og fengið fleiri atkvæði óákveðinna kjósenda. Svisslendingar höfnuðu því í þjóð- aratkvæðagreiðslu 2001 að sækja um aðild að ESB en gerðu þess í stað ýmsa sérsamninga við sam- bandið, til dæmis um viðskipti, at- vinnumál, mennta- og tæknimál. Áttu þeir síðar að ná til nýrra aðild- arlanda. Svissneskir þjóðernissinnar, hægriflokkarnir og þeir, sem eru yst til vinstri, vilja ekki lengur una þessu og fengu nægar undirskriftir til að knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu um ákvæðin. Halda þeir því fram, að þau muni draga úr full- veldi landsins og draga það að lok- um inn í ESB. Hamra þeir á því, að útlendingar muni taka störfin frá heimamönnum. Stóraukið eftirlit með undirboðum Já-fylkingin, ríkisstjórnin, mið- flokkar, jafnaðarmenn, viðskiptalífið og verkalýðsfélögin, vísa áróðri nei- manna á bug og segja, að með ákvæðunum muni Svisslendingar fá ótal efnahagsleg tækifæri í upp- gangsríkjunum í Austur-Evrópu auk þess sem stórhert eftirlit með undirboðum á vinnumarkaði muni koma í veg fyrir flóð af ódýru vinnuafli. Já-menn benda einnig á, að verði samþykkt að opna vinnumarkaðinn, muni það sýna, að Svisslendingar ætli að standa við gerða samninga við ESB. Verði neiið ofan á, verði um leið allt í uppnámi. Þá kunni full aðild að ESB að vera eina lausnin. Svisslend- ingar var- aðir við „neiinu“ ENN er reynt að mynda samsteypu- stjórn í Þýskalandi en hafi það ekki tekist fyrir 18. október verður að efna til nýrra þingkosninga. Angela Merk- el, kanslaraefni kristilegu systur- flokkanna (CDU og CSU), átti að sögn AFP-fréttastofunnar árangurs- lausan fund í gær með talsmönnum græningja og sagði að ekki hefði tek- ist að finna flöt á samstarfi. Skoðana- kannanir gefa til kynna að mest fylgi sé við að kristilegir og Jafnaðar- mannaflokkur (SPD) Gerhards Schröders, núverandi kanslara, myndi næstu stjórn. Óttast er að langvarandi þrátefli geti haft slæmar afleiðingar fyrir efnahag landsins en mikið atvinnu- leysi og lítill hagvöxtur þjakar Þjóð- verja. Þreifingar hófust þegar á fimmtudag milli SPD og CDU/CSU og þótt þær bæru ekki árangur virð- ast flestir stjórnmálaskýrendur nú hallast að því að slík stjórn verði nið- urstaðan. Merkel sagði þó að mikið bæri í milli flokkanna. Kristilegir fengu þremur þingsætum meira en jafnaðarmenn og krefst Merkel því að fá kanslarastólinn. Könnun Emnid- stofnunarinnar á fimmtudag sýndi 47% fylgi við Merkel sem kanslara í „stórri samsteypustjórn“ en 44% við Schröder. Tími hrossakaupa Hinn síðarnefndi bendir hins vegar á að munurinn á fylgi flokkanna sé sáralítill og segist ekki ætla að gefa stólinn eftir. Nýtur hann stuðnings flokksmanna sinna í þeim efnum en ljóst þykir að enn muni líða nokkur tími hrossakaupa áður en samningar takast. Fyrr mun ekki verða slakað á kröfunum á opinberum vettvangi. Orðrómur var á kreiki í gær um að Schröder myndi gefa eftir stólinn gegn því að Merkel gerði slíkt hið sama. Yrði þá að finna nýtt kanslara- efni en rætt hefur verið um að CDU- maðurinn Christian Wulff, forsætis- ráðherra í Neðra-Saxlandi, myndi geta orðið málamiðlun. Hann nýtur mikilla vinsælda meðal kristilegra. Könnun Politbarometer-stofnunar- innar fyrir ZDF-útvarpsstöðina var birt í gær og sögðust 45% aðspurðra vilja að mynduð yrði ríkisstjórn hægri- og vinstrifylkinganna en 43% voru andvíg þeirri lausn. Næstmestur stuðningur var við samsteypustjórn kristilegra, græningja og Frjáls- lyndra demókrata, 36%. Frjálslyndir bættu við sig fylgi í kosningunum ný- verið en stóru flokkarnir töpuðu báð- ir. Voru úrslitin mikil vonbrigði fyrir Merkel og liðsmenn hennar enda höfðu skoðanakannanir spáð þeim góðum sigri. Jafnaðarmenn réttu hins vegar úr kútnum undir lokin og var fylgistap þeirra minna en spáð hafði verið. Vinstriflokksmenn með Stasi-fortíð Væntanlegir þingmenn hins nýja Vinstriflokks, þar sem saman eru komnir óánægðir jafnaðarmenn og fyrrverandi kommúnistar, verða 54. Nú hefur komið í ljós í skýrslum Stasi, leynilögreglu Austur-Þýska- lands gamla, að sjö þeirra höfðu tengsl við Stasi. Voru þeir „óopinberir samverkamenn“ stofnunarinnar, að sögn Marianne Birthler, yfirmanns skrifstofu sem hefur umsjón með Stasi-skjölunum. Ekki var skýrt frá nöfnum sjömenninganna. Sagði Birt- hler að fleiri dæmi um samstarf myndu ef til vill koma í ljós ef hinir þingmenn flokksins samþykktu að farið yrði í saumana á fortíð þeirra. Talsmenn flokksins sögðu að það yrði eingöngu gert ef þingmenn ann- arra flokka samþykktu að sæta sams konar rannsókn. Gefur Schröder eftir stólinn? Viðræður kristilegra og græningja báru engan árangur Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Leiðtogar flokks þýskra græningja, Reinhard Bütikofer og Claudia Roth, ræða við blaðamenn eftir fund með talsmönnum CDU í gær. Þau sögðu kristilega vera talsmenn „nýfrjálshyggju“ og „á móti umhverfisvernd“. STARFSMENN lítils sláturhúss í Jakarta í Indónesíu hreinsa kjúk- linga. Forseti landsins, Susilo Bambang Yudhoyono, kvaðst í gær hafa fyrirskipað förgun alifugla „á svæðum þar sem mikið er um fugla- flensu“ til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn breiddist út. Hann kvaðst þó ekki vilja refsa bændum sem hefðu fyrirmælin að engu. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) kvaðst í gær hafa áhyggjur af útbreiðslu fuglaflensu í Indónesíu. Stofnunin hvatti þarlend stjórnvöld til að kappkosta að afstýra fuglaflensuf- araldri, m.a. með förgun fugla á svæðum þar sem smithættan er mest.AP Förgun alifugla fyrirskipuð í Indónesíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.