Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 33 MENNING H vað getur hundur Sig- urðar Árna Sigurðs- sonar myndlist- armanns heitið annað en Skuggi? Það er reyndar engin mynd af hundinum úr Öxarfirði á sýningu Sigurðar Árna í Galleríi 101 en þar eru annars konar skuggar á strigum og vatns- litamyndum; á misstórum mál- verkum eru litfletir með götum þar sem skín í brúnan strigann og undir fljóta skuggar af götunum, þá eru önnur málverk með skuggum af gróðri eins og hann fellur gjarnan á útveggi húsa, og enn önnur með skuggum af gamaldags ljósakrónum. Sigurður Árni hefur verið afkasta- mikill myndlistarmaður allar götur síðan hann hélt eftirminnilega sýn- ingu í sýningarsalnum Nýhöfn árið 1991. Hann sótti framhaldsmenntun í Frakklandi og hefur sterk tengsl við Frakkland enn í dag; er á mála hjá Aline Vidal galleríinu í París, kennir reglulega í Montpellier og hélt í sömu borg einkasýningu í fyrra og aðra í Sete. Sigurður Árni sýndi hins vegar síðast í Reykjavík fyrir fimm árum og fyrir fjórum árum í Ketilhúsinu á æskuslóðunum, Akureyri. „Stundum heyrist talað um að menn eigi að sýna verk sín annað hvert ár en mér finnst að listamenn eigi ekki að halda sýningu nema þeir séu komnir með eitthvað sem þeim finnst þeir knúnir til að sýna,“ segir Sigurður Árni þar sem hann situr í vinnustofu sinni í Súðarvoginum, í kringum hann auðir veggir enda verkin á sýningunni vestur í bæ. „Sýningin er samt hluti af ferlinu, það að sýna verkin hjálpar manni að vissu leyti við að afgreiða þau. Maður fer ekki í eitthvað allt annað eftir sýn- inguna en þessi opinberun getur hjálpað manni við að þróa verkin áfram, toga þau lengra.“ Þeir sem fylgst hafa með ferli Sig- urðar Árna hafa séð hvernig hann heldur sífellt áfram að velta fyrir sér möguleikum málverksins sem miðils; hringir og eins konar fljótandi móle- kúl tóku við af myndum af trjám og görðum, nú eru hreinir og klárir skuggar áberandi. „Mér finnst þetta allt vera í beinu framhaldi af eldri verkum. Eftir að ég málaði garða og tré fór ég að gera kúlur án stofns; kúlutré hætti að vera tré og varð bara kúla og varpaði skugga niður á flöt. Ég talaði um garðana sem landslag en þetta var mikið til rannsókn á fletinum og eðli málverksins, á þessum lendum sem málverkið er. Mér þótti það merkileg uppgötvun þegar ég var að mála eitt samhengið, sem stundum hafa verið kölluð móle- kúl, það var nánast komið út í kant á myndinni en skugginn var fyrir miðju, þar með var skugginn búinn að taka við þó svo að hluturinn sem varpaði skugganum væri ennþá hálf- ur á myndfletinum. Næst gerðist það að hluturinn fór alveg út. Þá var eins og ég hefði smokrað mér á milli fyr- irmyndarinnar og flatarins þar sem skugginn er af hlutnum. Ég er kom- inn þarna á milli.“ Sigurður Árni segir fleiri þætti koma þarna inní, svo sem hvernig hann máli og hvernig hann beiti penslinum en þar hafi orðið töluverð breyting. „Skugginn sjálfur hefur þróast. Hann hefur krafist þess að ég máli sig á ákveðinn hátt, þannig að hann verði skuggi en ekki form. Á þessari sýningu er ég annars vegar með skugga af gróðri og hins- vegar af ljósakrónum. Hvorutveggja er í raun fjarska banalt en þessir skuggar hafa sótt á mig, sérstaklega gróðurinn því þessir skuggar eru allt- af fyrir framan mann; skuggar af gróðri eru afskaplega lifandi form sem er alltaf á hreyfingu og gaman er að stúdera; skuggarnir geta orðið allt að því meira lifandi en hluturinn sjálf- ur.“ Flókið skuggafall – Og ljósakrónurnar; nú gefa þær í raun birtu en varpa ekki skuggum af sjálfum sér. „Það er gaman að fást við ljósa- krónuna, þetta er flókið skuggafall ef þú ferð að hugsa um það. Ég veit ekki af hverju ég valdi þessar gerðir af ljósakrónum en kristalsljósakrónur hafa annað and- rúmsloft en ljósakrónur sem eru nær manni í tíma; skugginn getur verið skuggi af ákveðinni minningu eða til- finningu. Mig langaði að blanda saman skuggunum sem falla af máluðum fleti og svo skuggunum sem standa einir, af gróðri eða ljósakrónum. Mig langaði til að brúa þarna bil, sem er reyndar hugmynd sem skiptir líklega bara máli fyrir mig. Maður er alltaf með einhverja gulrót, persónulega hugmyndafræði sem er til þess að maður þokist eitthvað áfram; einhver sýn sem maður verður að hafa. Ég vildi brúa bilið milli þessara tveggja myndahópa, þannig að þegar áhorf- andi kemur í salinn, þá annaðhvort samþykki hann það sem ég er að fara eða ekki; ef gesturinn samþykkir að ég sé að búa til rými milli litflatarins og strigans þá er hann kominn inní rýmið og er með skuggunum og getur haldið áfram að skoða sýninguna.“ Það hefur verið áberandi á ferli Sigurðar Árna hvernig tilteknir þætt- ir í verkunum koma áhorfandanum á óvart; uppstoppuð kanína stígur út úr striganum eða raunverulegt gat kem- ur í strigann þar sem annars eru mál- uð göt. Málverk absúrd í eðli sínu „Ég er líklega alltaf að kanna möguleika miðilsins en í málverki hættir manni til að komast fljótt í öngstræti og þurfa að beita brögðum, því málverkið er í eðli sínu absúrd. Það er alltaf verið að búa til blekk- ingu á tvívíðum fleti.“ Nú hringir síminn og ekkert abs- úrd við það, á hinum enda línunnar er móðir Sigurðar Árna og tilkynnir honum um fæðingu systursonar. Listamaðurinn ljómar, þetta eru sannkallaðar gleðifréttir og við skál- um í þjóðlegum drykk, malti og app- elsíni. Á eftir ræðum við um Leiðrétt- ingar listamannsins, röð teikninga sem hann hefur verið að vinna að all- ar síðan 1990, þar sem hann teiknar inn á ljósmyndir, skapar blekkingu úr raunverulegum aðstæðum. „Strax í verkum eins og þeim sem ég sýndi í Nýhöfn árið 1991 var ég að leika mér með samhengi hlutanna, krókódíll var líkur skýi, ský var eins og vatn. Þetta hefur lengi loðað við myndheiminn. Ég var líka snemma farinn að teikna og mála hluti og skugga þeirra. Það er fyndið hvað maður fer lítið út fyrir sinn garð, maður er líklega alltaf að spóla í því sama. Kannski er ég bara svona lengi að hugsa,“ segir hann grafalvarlegur en kímir svo. „Þetta er mikill skugga- heimur hjá mér, enda gengur þessi rannsókn mín á fletinum og miðlinum mikið út á skuggaleik. Það er erfitt að sýna eitthvað á tvívíðum fleti sem á að vera þrívítt, án þess að nota skugga. En þá má líka snúa því við: af hverju ekki að sýna bara skuggann?“ Morgunblaðið/Einar Falur „Það er alltaf verið að búa til blekkingu á tvívíðum fleti.“ Sigurður Árni Sigurðsson við tvö málverkanna í Galleríi 101: Græn göt og verk án titils, sem bæði eru gerð fyrr á þessu ári. Leikið með samhengi hlutanna Skuggar af ljósakrónum og skuggar af mál- uðum flötum; Sigurður Árni Sigurðsson segir skuggana hafa sótt á sig og það má sjá á sýn- ingu hans í Galleríi 101 við Hverfisgötu. Lista- maðurinn sagði Einari Fal Ingólfssyni frá blekkingarheimi málverksins. efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.