Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nýlega opnaði Sossa þarnavinnustofu og hefur ínógu að snúast, endaþrjár málverkasýningar fyrirhugaðar á næstunni, tvær í Dan- mörku og samsýning á Flórens tvíæringnum á Ítalíu í desember. Þegar blaðamann ber að garði í vinnustofuna við Gömlu strönd er Sossa með penslana á lofti að gera skissu af einu þeirra olíumálverka sem fara eiga til Ítalíu. Í heimsókn er eiginmaður hennar, Ólafur Jón Arn- björnsson, skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, sem annars er í námsleyfi frá störfum, eða „í end- urhæfingu“ eins og hann kallar það. Sossa fylgdi honum í námsleyfi til Kaupmannahafnar og þegar blaða- maður hitti á þau var Ólafur að und- irbúa fyrirlestur sem hann var að fara með til Suður-Afríku ásamt samstarfsmanni sínum við fjöl- brautaskólann, Lárusi Pálssyni, deildarstjóra veiðarfæradeildar. Sossa leiðir blaðamann með sér út í sólina í fallegan húsgarðinn fyrir ut- an vinnustofuna. Thorvaldsensafnið blasir við hinum megin við síkið. Penslunum er ýtt til hliðar um stund. „Þegar það varð ljóst að maðurinn minn fengi leyfi fannst mér tilvalið að flytja vinnustofu mína tímabundið til Kaupmannahafnar, enda næg verk- efnin hér á meginlandinu um stundir. Þá eru það auðvitað ákveðin forrétt- indi að geta unnið næstum hvar sem er,“ segir Sossa, sem á sér þann draum að geta haldið vinnustofunni við Nybrogade eftir að þau hjónin flytja aftur heim um áramótin. Frá Kaupmannahöfn liggi allar leiðir til Evrópu og víðar og auðveldara sé að flytja málverk til sýninga þaðan en frá Íslandi. Þeim hjónum líður greinilega vel í gömlu höfuðborginni, enda stunduðu þau bæði nám þar á árum áður, Sossa í myndlist og Ólafur í uppeldisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. „Þá hafa bæði börnin okkar kosið að fara hingað til framhaldsnáms. Sonur okkar er reyndar fluttur heim eftir að hafa lokið sínu námi en dóttir okkar býr hér og stundar nám við Kaupmannahafnarháskóla. Þetta er í raun okkar annað heimili. Ég á hér sterkar rætur og það var einmitt í Jónshúsi sem ég tók þátt í minni fyrstu sýningu árið 1983, samsýn- ingu íslenskra femínista ef ég man rétt,“ segir Sossa en þá sýndi hún svart/hvítar dúkristur, sem er langur vegur frá þeirri litagleði sem ein- kennir verk hennar í dag. Frá fyrstu sýningunni fyrir 22 árum hefur hún haldið fjölda sýninga, austan hafs og vestan. Sossa stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1977– 1979. Frá 1979 til 1984 stundaði hún nám við „Skolen for Brugskunst“ í Danmörku, nú „Danmarks Design Skole“, og lauk þaðan prófum sem grafíker. Árin 1989 til 1992 var hún við nám í Boston í Bandaríkjunum og lauk mastersgráðu í myndlist frá „School of the Museum of Fine Arts“ og Tufts University. Málverk hennar hafa verið til sýnis og sölu í Galleríi Fold í Reykjavík en einnig í MacGowan Fine Arts í Con- cord New Hampshire í Bandaríkj- unum, Gallery Sct. Gertrude í Kaup- mannahöfn og Gallery Contemporarte í Leiria í Portúgal. Lífið í Köben í öðrum gír Sossa segist fá góða strauma við Nybrogade og Gömlu strönd og vel hafi unnist það sem af sé. Heimsókn- ir á vinnustofuna hafi reyndar verið tíðar í sumar, ekki síst af Íslend- ingum á ferðalagi um Kaupmanna- höfn. „Ég kann því ágætlega, gott að fá gesti, enda er ég mikil félagsvera. Á hinn bóginn þarf ég líka vinnufrið, þá loka ég bara og læt sem enginn sé við,“ segir listakonan og brosir. Hún segist finna nokkurn mun á því að starfa í Kaupmannahöfn og Keflavík, þar sem þau Ólafur hafa búið síðustu 10 ár. Lífið ytra sé í allt öðrum og rólegri gír en heima, gróskan í Kaupmannahöfn sé mikil og andinn á vinnustofunni fínn. Hún hafi litlu þurft að breyta og varla haggað til ljóskösturum í húsnæðinu, sem áður hýsti arkitektastofu og ölkrá á öldum áður. Bara á þessu ári hefur Sossa verið með tvær sýningar í Evrópu, fyrst í Portúgal í febrúar og síðan á Jótlandi í vor. Sem áður segir eru þrjár stórar sýningar framundan en Sossa var einnig með tíu verk á „Art Copen- hagen“ um síðustu helgi í Forum í Kaupmannahöfn. Er það stærsta „myndlistarmessa“ félags gallería í Danmörku og einnig voru þar gallerí frá Svíþjóð og Þýskalandi. „Í nóvember verða ákveðin tíma- mót hjá mér vegna þess að þetta er tíunda árið í röð sem ég verð með sýningu í Gallerí Sct. Gertrude. Sú sýning verður í byrjun nóvember að þessu sinni en ekki á menningarnótt Kaupmannahafnar eins og und- anfarin níu ár,“ segir Sossa. Uppákoma á menningarnótt Hún er, ásamt eigendum Gallery Nordlys, þeim Steinunni Björk Sig- fúsdóttur og Bryndísi Stefánsdóttur, og öðrum atorkukonum á Íslandi og í Kaupmannahöfn, að undirbúa helj- arinnar uppákomu á menningarnótt hinn 14. október næstkomandi. „Ef þetta gengur allt upp hjá okk- ur verður þetta mjög skemmtilegt. Það er of snemmt að segja meira til um það á þessari stundu, það er allt í vinnslu,“ segir Sossa, dularfull á svip. Það er því ljóst að næstu mánuðir verða annasamir hjá Sossu. „Ég er að undirbúa frekar stórar sýningar. Það er mikil vinna samfara því og heilmikill undirbúningur. Ég legg því ekkert spaðann og penslana frá mér á næstunni,“ segir hún og samvisku sinnar vegna sér blaðamaður sér ekki annað fært en að hleypa lista- konunni aftur að trönunum á vinnu- stofunni og hverfur á braut út í brak- andi síðsumarsblíðuna. Morgunblaðið/Björn Jóhann Sossa leggur lokahönd á eitt þeirra olíumálverka sem fara á samsýninguna á tvíæringnum í Flórens í vetur. Sossa fyrir utan vinnustofu sína við Nybrogade á Gömlu strönd í Kaupmannahöfn. Margir Íslendingar hafa litið þar inn í sumar og heimsótt listakonuna. Góðir straumar við Gömlu strönd Málarinn Sossa Björnsdóttir hefur komið sér vel fyrir í hjarta Kaupmanna- hafnar, við Nybrogade á Gömlu ströndinni, þar sem heilmikil gróska er í listalífi borgarinnar. Björn Jóhann Björnsson var á ferðinni um Kaup- mannahöfn og tók hús á Sossu. TENGLAR ..................................................... www.sossa.is bjb@mbl.is Hann átti fullt baðkar afheimildum, m.a. úrklippummeð frásögnum af mynd- listasýningum á Akureyri. Nú er bú- ið að sturta niður úr baðkarinu, komin út bók; Myndlist á Akureyri að fornu og nýju. Höfundurinn er Valgarður Stefánsson. Það má segja að Valgarður hafi drukkið í sig myndlistina með móð- urmjólkinni. Ragnheiður Valgarðs- dóttir móðir hans var myndlista- kennari, kenndi m.a. við Gagnfræðaskólann á Akureyri í þrjá áratugi. Hún er enn að, dvelur á hjúkrunarheimilinu Seli, 78 ára gömul, „og er enn að gera fínar myndir, búin að skreyta alla ganga með myndverkum sínum,“ segir Valgarður. Ragnheiður sýndi aldrei verk sín, „en gerði örugglega þús- und myndir og gaf þær jafnóðum“. Faðir Valgarðs, Veturliði Gunn- arsson, var þekktur mynd- listamaður. „Ég held ég hafi verið búinn til í Myndlistarskólanum í Reykjavík,“ segir Valgarður. Sjálf- ur fór hann ekki að eiga við mynd- list fyrr en kominn undir þrítugt þegar faðir hans gaf honum liti, pappír og annað tilheyrandi. „Ég taldi mig ekki hafa neina hæfileika, en þegar ég fékk þetta upp í hend- urnar fór ég að prófa mig áfram og það leið ekki á löngu að ég sá að ég gat málað,“ segir Valgarður sem hélt fyrstu sýninguna árið 1972. Hefur upp frá því verið viðloðandi myndlist, sýnt á Akureyri, Reykja- vík og í Finnlandi svo dæmi séu tek- in. „Ég hef verið við þetta síðan, en tekið mér hlé inn á milli, mislöng.“ Hann fylgdist vel með myndlist- inni á Akureyri, fór á sýningar og safnaði umsögnum um þær allt frá því í kringum 1970, „og átti fullt baðkar heima“ eins og hann orðaði það. Kvaðst svo sem ekki hafa haft neinar hugmyndir um hvernig þær nýttust sér, en í desember árið 2000 bað Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, Valgarð um að taka saman 5 blaðsíðna grein um myndlist í bæn- um og hafði hann 2 vikur til verks- ins. „Áður en ég vissi af fylltist ég ábyrgðartilfinningu, það er svona þegar maður er að skrifa fyrir virðulegt listasafn,“ segir hann og bætir við að þegar upp var staðið hafði hann skrifað um 100 síður um efnið. „Ég hef svo síðan verið að bæta við, yfirfara, endurskoða og lagfæra og sá að þetta gat orðið ágætur efniviður í bók.“    Valgarður segir bókina sína sýn álistalífið á Akureyri, „svona eins og ég upplifi það“. Í bókinni er greint frá fjölda myndlistamanna, lífs og liðinna. Byrjað á frásögn af feðgunum Hallgrími Jónssyni og Jóni Hallgrímssyni sem voru af- kastamiklir skreytingamenn kirkna á Norðurlandi á seinni hluta 18. ald- ar og svo er farið fram á vora daga. „Bókin er eins konar virðing- arvottur við þá myndlistarmenn sem starfað hafa á Akureyri, fyrr og nú,“ segir Valgarður, en bókin er ágætt innlegg í íslenska listasögu, þó svo að sumir þeirra sem getið er hafi eingöngu verið þekktir heima í héraði, „en þar settu þeir svip sinn á og göfguðu mannlífið“. Valgarður segist hafa „reynt að vera á léttu nótunum“ við skrif sín, haft kímnina í öndvegi, „og ég er þakklátur fyrir að viðbrögðin, þeir sem hafa rætt við mig um bókina segja að þetta hafi tekist nokkuð vel“.    Meðal þeirra sem frá er greinter Jónas S. Jakobsson sem bjó á Akureyri frá 1948 og í um það bil 10 ár, en um skeið var hann á laun- um við að fegra bæinn. Hann varp- aði m.a. fram þeirri hugmynd að gera gosbrunn á Ráðhústorgi eða setja þar upp verk af Helga magra. Ein hugmynda hans var búa til hringmyndaðan hólma á stórt plan neðan við Skipagötu, mjórri í annan endann og klofin vegna umferð- arinnar og reisa þar táknrænar styttur. „Jónas var 50 árum of snemma á ferðinni með þessa hug- mynd,“ segir Valgarður. Sem kunn- ugt er gengur verðlaunatillaga í samkeppni um nýtt skipulag í miðbæ Akureyrar út á að gera síki á svipuðum slóðum, sem næði frá sjó og upp að Skátagili. „Það má eig- inlega segja að Akureyrarbær hafi keypt þessa hugmynd tvisvar,“ seg- ir Valgarður. Jónas gerði brjóstmyndir af mektarmönnum bæjarins sem og fleiru, m.a. nakinni konu í fullri stærð. Formaður Fegrunarfélagsins kom í veg fyrir að sú kæmi fyrir al- menningssjónir; vildi ekki sjá ber- strípað kvenfólk út um borg og bæ. Þá má geta þess að við vinnslu bókarinnar fann Valgarður um 90 verk eftir Arngrím Ólafsson frá Hallgilsstöðum í Hörgárdal, en þau eru víða um land. „Ég veit nú hvar þessar myndir eru niðurkomnar. Það væri vissulega gaman ef hægt væri að sýna þær, eða aðrar myndir sem tengjast efni bókarinnar,“ segir Valgarður og nefnir að of lítið sé að sínu mati gert af því að efna til yf- irlits- eða sögusýninga. Um 180 myndir eru í bókinni eftir fjölmarga listamenn og segir höf- undurinn að hvarvetna hafi sér vel verið tekið, þegar leitað var leyfis um að birta þær án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þá vekur athygli að bókin er gefin út í kiljuformi, „ég ákvað strax að þetta yrði ekki hefð- bundin listaverkabók, mér leiðast þær, það er svo mikill hátíðleiki yfir þeim og svo fara þær illa í rúmi“. Virðingarvottur við myndlistar- menn á Akureyri ’Bókin er ágætt innleggí íslenska listasögu, þó svo að sumir þeirra sem getið er hafi eingöngu verið þekktir heima í héraði.‘ AF LISTUM Margrét Þóra Þórsdóttir Morgunblaðið/Kristján „Reyndi að vera á léttu nótunum,“ segir Valgarður Stefánsson en komin er út bók hans; Myndlist á Akureyri að fornu og nýju. maggath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.