Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Laufey Guð-björnsdóttir, húsfreyja á Gilhaga í Öxarfirði, fæddist á Syðra-Álandi í Þistil- firði 4. maí 1913. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þingey- inga hinn 17. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðbjörn Grímsson, f. 28. mars 1879 í Hvammi, d. 26. maí 1942 á Syðra-Álandi, bóndi á Syðra-Álandi Þistilfirði, og kona hans Ólöf Vigfúsdóttir, f. 4. apríl 1891 í Laxárdal, d. 20. apríl 1962. Systkini Laufeyjar voru: A) Grímur, f. 19. jan. 1915, d. 31. mars 1987, búfræðingur og bóndi á Syðra-Álandi. B) Signý, f. 20. okt. 1917, d. 21. jan. 1997, húsfreyja á Þórshöfn. C) Kristveig, f. 29. mars 1919, d. 31. júlí 1986, til heimilis Syðra-Álandi. D) Ólína, f. 10. apríl 1922, d. 29. sept. 1992, húsfreyja í Reykjavík. E) Óskar, f. 21. des. 1923, húsasmiður á Þórshöfn. E) Guðrún, f. 22. febr. 1926, d. 24. júlí 1992, starfsstúlka á Húsavík. F) smiður, á Húsavík, kona hans Ing- unn Halldórsdóttir, f. 29. mars 1961. Barn þeirra: a) Guðrún, f. 4. júlí 1986. b Þorbergur Arnar, f. 5. febr. 1961, bóndi á Gilsbakka, kona hans Laufey Hallgrímsdóttir, f. 21. febr. 1966. Börn Þorbergs: a Edda f. 2. ágúst 1990, b Arnþrúður Anna, f. 21. sept. 1999, c Einar, f. 30. maí 2004. c Óli Björn, f. 4. nóv. 1963, smiður og kaupmaður á Kópaskeri, kona hans Kristbjörg Sigurðar- dóttir, f. 22. okt. 1968. Börn þeirra: a) Agnar, f. 22. maí 1990, b) Einar, f. 15. apríl 1992, c) Lillý, f. 22. sept. 1997. d Laufey Marta, f. 5. sept. 1969, afgreiðslumaður á Húsavík. Börn hennar: a) Thelma Björk, f. 21. maí 1990, b) Andri Dan, f. 10. júlí 1992. c) Dagný Anna, f. 16. febr. 1998. Laufey var húsfreyja á Gilhaga frá 1936 til æviloka, þó hún byggi ein seinustu árin. Hún var mikil ræktunarkona og lagði mikla vinnu í garð sinn og blóm. Einnig sinnti hún félagsmálum, og var lengi í stjórn kvenfélagsins og í sóknar- nefnd um tíma og var virk í starf- semi fleiri félaga. Þrátt fyrir að hún ætti við veikindi að stríða oft á lífsleiðinni, tókst henni ávallt að sigrast á veikindum sínum, og var starfssöm og full lífsorku til hinstu stundar. Laufey verður jarðsungin frá Skinnastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vigfús Jósep, f. 30. júní 1931, smiður og bóndi á Syðra-Álandi. Laufey giftist hinn 12. júní 1933, Halldóri Sigvaldasyni, f. 27. nóv. 1902 , d. 27. sept. 1988, bónda á Gilhaga í Öxarfirði, og bjuggu þau þar 1936-86. Börn þeirra eru: A) Brynj- ar, f. 16. febr. 1934, k.h. Hildur Tordis Halldórsson, f. 18. apríl 1943 í Noregi. Börn þeirra: a Harald Pétur, f. 10. apríl 1963, býr á Ólafs- vík, b Atli Viðar, f. 15. ágúst 1965, býr á Húsavík. c Sigrún Elín, f. 17. sept. 1966, nemi á Húsavík, maður hennar. Vigfús Þór Leifsson, f. 12. mars 1956. Börn þeirra: a) Brynjar Þór, f. 9. okt. 1986, b) Björgvin Már, f. 11. maí 1988, c) Elísabet Ósk, f. 15. mars 1995, d) Bjarni Dagur, f. 4. júní 1998. 2d Laufey Halla, f. 12. nóv. 1967, býr á Gilhaga. B) Arn- þrúður, f. 2. okt. 1936, d. 27. okt. 1994, bjó seinast í Kinn, maður hennar Einar Þorbergsson, f. 25. okt. 1934 í Hraunbæ. Börn þeirra: a Einar Halldór, f. 13. okt. 1958, sím- Ég var níu ára gamall er ég fór fyrst í sveit til Laufeyjar á Gilhaga og eiginmanns hennar Halldórs, móður- bróður míns. Heimilið var ekki fjöl- mennt, aðeins þau hjónin og börn þeirra Brynjar og Arnþrúður sem þá voru hálffullorðin. Síðan hef ég haft sterkar taugar til staðarins og fólks- ins þar. En vináttu mína við Laufeyju ber þó hæst. Laufey og Halldór bjuggu fyrstu búskaparárin á Gilsbakka í sambýli við móður Halldórs, tvo bræður og þeirra fjölskyldur, en reistu síðan ný- býlið Gilhaga. Gilsbakkasystkinin voru tólf og fluttu öll úr heimahögum nema Halldór. Þau komu oft í heim- sókn ásamt fjölskyldum og síðan hafa margir afkomendur þeirra haldið tryggð við fólkið á staðnum. Oftast voru sumardvalarbörn á Gilhaga og vinátta þeirra við heimilsfólkið hélt gjarnan áfram löngu eftir að sumar- dvöl lauk og komu sum oft í heimsókn. Á Gilhaga var því mjög gestkvæmt og þótt húsakynnin þættu ekki stór í dag var alltaf nóg rúm fyrir gesti og tekið á móti þeim með sannri gleði. Þetta krafðist mikils af Laufeyju, en hún naut þess að umgangast fólk og veita gestum vel. Hún gleymdi ekki heldur að besta kryddið er hlýtt viðmót og skemmtilegt spjall. Laufey fylgdist vel með lífi og starfi þessara vina sinna, var í símasambandi við marga og miðlaði fréttum ef þurfa þótti. Heimilisfólkið á Gilhaga hafði lag á að láta sumardvalarbörnum líða vel og finnast framlag sitt til heimilis og starfa mikils metið. Á kvöldin var svo spjallað, sagðar sögur og rædd dæg- urmál og tóku börnin fullan þátt í því. Þá var oft glatt á hjalla og Laufey í essinu sínu enda sögumaður góður. Þrátt fyrir annríki við heimilisstörf og búskap hafði Laufey tíma til að sinna ýmsum áhugamálum. Hún kom upp fallegum trjá- og blómagarði sem hún var stolt af og undi í löngum stundum á sumrin. Þá var hún einnig mikil hannyrðakona og var alveg fram á síðasta dag að koma nýjum hug- myndum í framkvæmd. En ávallt hafði hún tíma til að rétta öðrum hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Laufey flutti ung úr Þistilfirði inn í Öxarfjörð og þótt hún yndi þar hag sínum vel saknaði hún alltaf Þistil- fjarðar svolítið, a.m.k. víðsýnisins og fjallanna þar. Oft þegar ég kom við hjá henni á austurleið kvaddi hún með þessum orðum: „Og svo bið ég að heilsa fjöllunum í Þistilfirði.“ Foreldrar mínir, báðir brottfluttir Öxfirðingar, höfðu mikil samskipti við fyrrum sveitunga og skyldfólk og við bræður tengdumst fólkinu og sveitinni vináttuböndum. Elsti bróð- irinn, Ari, dvaldi á Gilhaga í mörg sumur, Sigurður reisti sumarbústað í Gilsbakkalandi og ég var „bústjóri“ í nokkur sumur, en þann titil báru sumardvalarbörn gjarnan. Við bræð- ur ásamt fjölskyldum okkar munum sakna Laufeyjar mikið. Gilsbakkasystkini og makar voru fjölmennur hópur sem smám saman fækkaði í og með Laufeyju hverfur á braut sá síðasti úr hópnum og er að þeim öllum mikil eftirsjá. Minning Laufeyjar sem skemmtilegs og góðs vinar sem lét sig varða um fjölskyldu, ættingja og vini stendur sterk í hug- um okkar og sendum við afkomend- um hennar samúðarkveðjur. Gunnar Haukur. „Nei er ekki bústjórinn sjálfur mættur,“ sagði Laufey þegar ég kom síðast að Gilhaga og bætti við „alltaf er nú gaman þegar þið strákarnir komið í heimsókn“. Með strákunum átti hún við okkur sem vorum í sveit hjá þeim hjónum Laufeyju og Hall- dóri í Gilhaga og sagði að við yrðum alltaf strákarnir hennar þó svo að sumir væru orðnir afar eða þaðan af meira. Einar og Lillý, dóttir Laufeyjar, bjuggu um tíma í sama húsi og ég í Reykjavík og náði ég að kjafta mig inn á að komast í sveitina hennar LAUFEY GUÐBJÖRNSDÓTTIR ✝ Ósk Snorradótt-ir fæddist á Hlíðarenda í Vest- mannaeyjum 28. nóvember 1908. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 13. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Snorri Tóm- asson, skósmiður og útgerðarmaður, frá Arnarhóli í V-Land- eyjum, f. 1866, d. 1936, og kona hans, Ólafía Ólafs- dóttir, f. 1871, d. 1951, ættuð úr f. 1938, dóttir Theodóru og manns hennar, Ásmundar Steinssonar; í sambúð með Páli Ingólfssyni. Börn hennar: Ásmundur, Ásta Dóra og Ósk. 2) Jarþrúður, f. 1947, d. 1997, dóttir Júlíusar og konu hans, Jarþrúðar Jónsdóttur; var í sambúð með Bjarna Baldurssyni, og 3) Snorri, f. 1953, sonur Haf- steins og konu hans, Ástu Björns- dóttur, kvæntur Jónínu Ketilsdótt- ur. Þeirra börn eru Ásbjörg Ósk, Ásta og Hafsteinn Unnar. Ósk hóf störf í Vöruhúsinu í Vestmannaeyjum hjá Einari Sig- urðssyni þegar hún var 18 ára að aldri. Um tvítugt fluttist hún á skrifstofu Hraðfrystistöðvarinnar í Eyjum og vann þar samfellt í 60 ár við bókhalds- og gjaldkera- störf. Útför Óskar Snorradóttur verð- ur gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mýrdalnum. Þau byggðu húsið Hlíðar- enda í Eyjum. Öll börn þeirra hjóna eru nú löngu látin en þau voru, auk Óskar, Ágústa, f. 1900, Júlíus, f. 1903, Tómas, f. 1907, Haf- steinn, f. 1911, og Theodóra, f. 1913. Ósk var ógift og barnlaus. Hún bjó á Hlíðarenda með systkinum sínum, Ágústu og Júlíusi, og saman ólu þau upp þrjú börn systkina sinna. Þau eru: 1) Ólafía, Ég kveð í dag föðursystur og fóstru Ósk Snorradóttir eina sex systkina frá Hlíðarenda í Vest- mannaeyjum. Tæpra 97 ára kvaddi hún þessa jarðvist sátt við Guð og menn. „Nú er komið nóg, ég er orðin hundleið á þessu,“ var eitt af því síð- asta sem hún sagði við mig, hrein- skilin sem fyrr. Þessi einstaka kona fékk það hlut- skipti í lífinu að taka að sér uppeldi þriggja barna systkina sinna við frá- fall annars eða beggja foreldra. Fyrst Ólafíu en móðir hennar Theo- dóra lést við fæðingu hennar, síðan Jarþrúði en móðir hennar Jarþrúður lést við fæðingu hennar, og síðan undirritaðan sem missti móður sína þriggja ára og föður stuttu síðar. Ósk var víðlesin og vel að sér í mörgum málum. Þær voru ófáar gönguferðirnar með lítinn Eyjapeyja sér við hlið um Heimaey. Hún þekkti öll örnefni, heiti fugla og gróðurs og var óspar að uppfræða og segja frá. Í síðustu heimsókn minni til henn- ar, spurði hún mig hvort ég myndi eftir fyrstu gönguferðinni sem við fórum saman út á Breiðabakka og undir Brimurð líklega sjö ára gamall. Fram á síðustu stundu hafði hún einstakt minni, sagði sögur og fór með vísur og ljóð. Vinnusemi var henni í blóð borin og vann hún aðeins hjá einum vinnu- veitanda frá 18 ára aldri til áttræðs. Hún var skrifstofustjóri og gjaldkeri hjá Einari ríka og líkaði vel. Ósk bjó alla tíð með systkinum sínum Ágústu og Júlla á Hlíðarenda, í húsi sem for- eldrar þeirra byggðu um aldamótin 1900. Hún hafði yndi af ferðalögum, og upplifði ferðir frá því að fara með mótorbát upp í Landeyjasand og þaðan á hestum í Þórsmörk og hins- vegar nútíma ferðalög til framandi landa. Það mæddi mikið á þessari annars svo sterku konu í lífinu, missa ung systkini frá ungabörnum og mökum, berjast við eigið krabbamein sem hún sigraðist á, og að missa Jöru tæplega fimmtuga var henni langerf- iðasti hjallinn. Hún saknaði hennar mikið enda var Jara einstaklega um- hyggjusöm við fóstru sína. Þrátt fyrir mikla trúrækni frænd- systkina frá Arnarhóli var Ósk ekki mikil trúmanneskja og hafði ekki mikla trú á að „hitta guðsengla á Betlehemsvöllum“ eins og hún orð- aði það sjálf, en hún hafði samt vissa forvitni um framhaldið, hvort það væri nú kannski eitthvað. „Hver veit?“ sagði hún, kannski myndi hún hitta gömlu vinkonurnar hinum meg- in, Saló, Tótu, Lilju í Pétursborg og fleiri. Ósk lifði samkvæmt boðorðinu sælla er að gefa en þiggja, hún gaf okkur svo mikið en þáði svo lítið, það eitt að við sem eftir vorum værum til og liði vel var henni lífsfylling. Síðustu átta árin dvaldi Ósk á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja við einstaklega góða umönnun starfs- fólks. Henni leið þar vel og var sátt við sitt líf þegar hún kvaddi. Við fjölskyldan Fagrahjalla 7 kveðjum með kæru þakklæti yndis- lega manneskju. Snorri Hafsteinsson. Það er komið að kveðjustund, hún Ósk frænka er öll. Það er kannski þannig að þó ég hafi þekkt Ósk ömmusystur mína alla ævi, þá kynntist ég henni fyrst sem persónu á síðustu árum, eftir að hún lagðist inn á sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum en þar hefur hún verið undanfarin átta ár. Í minningunni frá æskuárunum, þegar við systkinin fórum með mömmu á hverju sumri með flugvél til Vestmannaeyja, tengjast minningarnar ekki síður stöðum og stemmningu heldur en tengslum við fólkið. Þar lærði maður að meta Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ, þar lærði maður að meta nátt- úruna og fann að Vestmannaeyjar hljóta að vera mest elskaði staður á jörðinni miðað við stærð, því þar hef- ur hver lófastór blettur sitt eigið nafn og Heimaklettur hangir í ramma hvar sem komið er. Ég var níu ára þegar gosið hófst í Heimaey og ég man að ég vaknaði um miðja nótt við það að ljósin voru kveikt, það voru allir vakandi og útvarpið var á fullu og mér var sagt að það væri byrjað að gjósa í Vestmannaeyjum. Undir morgun kom svo allt fólkið okkar upp stigann í Hraunbæ 96 : Ósk, Gústa, Jara, Sissi, Júlli. og Ási Steins afi minn. Síðan man maður eftir því þeg- ar húsgögnin þeirra komu misjafn- lega illa innpökkuð, rispuð og leynd- ardómsfullur svartur vikur fylgdi með. Eftir að Ósk lagðist inn á sjúkra- húsið, fór ég að fara með mína eigin fjölskyldu til Vestmannaeyja. Þar- höfum við fengið að gista á Hlíðar- enda og notið þess að koma úr „Sveit- inni“ í Mosfellsdalnum og búa inni í bæ, þar sem krakkarnir geta hlaupið út í búð, og labbað niður í bæ og það er skondið að sonur minn hann Stef- án Sölvi og Ósk frænka náðu vel sam- an þrátt fyrir 90 ára aldursmun. Við heimsóttum Ósk frænku síðast í ágúst s.l., og Stefán vildi ekki missa af einni einustu heimsókn á spítal- ann. Við tíndum blóm handa Ósk úti í móa og svo söng hann fyrir hana, „Bráðum kemur betri tíð“ og hún fór með vísur, því þótt hún væri farin að gleyma þekkti hún alltaf Stefán Sölva og kunni vísurnar sínar. Það er alveg sérstakt fólk sem vinnur umönnunarstörf á spítölum og ég vil þakka, fyrir hönd fjölskyldunn- ar, öllu starfsfólki sjúkrahúss Vest- mannaeyja innilega fyrir það að hugsa svona vel um hana Ósk í öll þessi ár. Blessuð sé minning hennar. Ásta Dóra Ingadóttir. Hún Ósk á Hlíðarenda lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. sept- ember sl., 96 ára að aldri, en þar hafði hún dvalið í átta ár. Ósk var einstök persóna, afburðavel greind, minnug, vel lesin og einstaklega hrein og bein í samskiptum. Hún hafði skoðanir á mönnum og málefnum og hikaði ekki við að láta þær í ljós. Ósk hafði yndi af lestri góðra bóka og voru ljóðabækur í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Oft fór hún með heilu ljóðin þegar maður kom í heimsókn til hennar og sat hjá henni á sjúkrahúsinu. Ósk vann á skrifstofu hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja í yfir 50 ár, nokkuð sem er fátítt í dag. Hún hóf störf hjá tengdaföður mínum, Einari Sigurðssyni, þekktum athafnamanni í Vestmannaeyjum. Síðar tók eigin- maður minn, Sigurður Einarsson, við fyrirtækinu árið 1975 og vann Ósk allt til ársins 199l er hún lét af störf- um en fyrirtækið sameinaðist Ís- félagi Vestmannaeyja l. janúar l992. Ósk var samviskusöm, heiðarleg og vann störf sín af alúð. Hún sá um fjármálin, sem hét þá að vera gjald- keri, ásamt mörgu öðru. Alltaf hélt Ósk vel utan um peninga fyrirtæk- isins eins og hún ætti þá sjálf. Hún var mjög treg til þess að borga mönn- um fyrirfram enda af þeirri kynslóð, sem ekki vildi eða kunni að skulda. Hún hafði allt á hreinu og bar hag fyrirtækisins ávallt fyrir brjósti. Ég kynntist Ósk þegar ég kom til Vestmannaeyja 1976 og höfum við alltaf haldið sambandi síðan. Stutt er síðan ég heimsótti hana á sjúkrahús- ið með Sigurð Einarsson yngri, en hún hafði gaman af því enda fylgdist hún alltaf svo vel með og spurði frétta af öllum. Ósk var vel á sig komin og dugleg að hreyfa sig á meðan heilsan leyfði. Daglega fór hún í gönguferðir og oft sá maður hana ganga upp Helgafellsbraut, jafnvel upp á Helga- fell, og til baka aftur. Hún naut þess ÓSK SNORRADÓTTIR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.