Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNVARPIÐ hefur á sunnudagskvöld sýningar á nýrri íslenskri gamanþáttaröð sem ber heitið Kallakaffi. Það er Saga Film sem framleiðir þættina en handritshöf- undur er Guðmundur Ólafsson. Leikstjóri er Hilmar Oddsson. Þættirnir eru 12 talsins og segja frá eig- endum kaffihússins Kallakaffis, félögum þeirra og viðskiptavinum sem lenda í ýms- um spaugilegum uppákomum. Kallakaffi er staðsett í nágrenni við spítala í höf- uðborginni og eru sjúklingar og starfsfólk daglegir gestir á kaffihúsinu, en þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Í viðtali við Morgunblaðið þegar tökur hófust á þáttunum sagði Hilmar Oddsson að hugmyndin með þáttunum væri að varpa gamansömu ljósi á íslenskan raun- veruleika. Fyrsti þátturinn af Kallakaffi er á dag- skrá Sjónvarpsins á morgun klukkan 20. Sjónvarp | Sjónvarpið hefur sýningar á nýjum íslenskum gamanþætti Líf og störf á Kallakaffi Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Rokkarinn Sigurjón Snær er jafnan kallaður Sjonni. Hann er kærasti Silju Daggar og tengdasonur eig- enda Kallakaffis. Hann er á kafi í tónlist og er liðsmaður í hljómsveit sem er „alveg að fara að meika það“, að hans sögn. Sjonni eyðir ófáum stundum á Kallakaffi, bæði til að halda Silju fé- lagsskap en einnig til að verða sér úti um fría málsverði. Margrét er ekkert yfir sig ánægð með makaval dótturinnar og hefur annan ungan karlmann í sigtinu fyrir hana … Davíð Guðbrandsson fer með hlutverk Sjonna. Sjonni Þau Kalli og Margrét eru eigendur Kallakaffis og eru nýskilin eftir áratuga samband. Þrátt fyrir skilnaðinn eru þau staðráðin í að starfa saman á kaffihúsinu. Sú ákvörðun á þó eftir að verða tekin nokkrum sinnum til endurskoðunar í þáttunum enda gengur samstarfið upp og ofan þrátt fyrir að á milli þeirra ríki mikill vinskapur. Það reynir á samband þeirra Kalla og Mar- grétar í fyrsta þættinum þegar þekkt sjón- varpskona vill gjarnan gera þátt um Kallakaffi og þau samlyndu hjón sem í sameiningu reka staðinn! Kalli og Margrét eru leikin af þeim Valdimar Erni Flygenring og Rósu Guðnýju Þórsdóttur. Kalli og Margrét Silja Dröfn er einkabarn þeirra Kalla og Margrétar. Hún vinnur fyrir sér á Kallakaffi meðan hún reynir að finna út úr því hvað hana langi að gera í framtíðinni. Silja Dröfn á í stormasömu sambandi við tónlistarmanninn Sjonna þar sem oft gengur á ýmsu. Farsíminn er hennar besti vinur en með hans hjálp eru heimsmálin rædd með miklum tilþrifum við vinkonurnar, oftar en ekki tímunum saman. Silja Dröfn er leikin af Lovísu Ósk Gunnarsdóttur. Gísli vagnstjóri Gísli er hálfbróðir Margrétar og tíður gestur á Kallakaffi. Hann starfar nefnilega sem stræt- isvagnabílstjóri og endastöðin hans er í næsta nágrenni við kaffi- húsið. Gísli kippir sér lítið upp við það þótt farþegar hans verði óþol- inmóðir við kaffiþamb og hangs bílstjórans á Kallakaffi. Gísli hefur aldrei verið við kven- mann kenndur og hefur sterkar skoðanir á mönnum og málefnum sem hann er óhræddur við að bás- úna. Með hlutverk Gísla fer Þórhall- ur „Laddi“ Sigurðsson. Silja Dröfn Hann Áslákur, eða Láki eins og hann er oftast kallaður, er einn fastagesta á Kallakaffi enda vinnur hann í næsta nágrenni. Hann er læknanemi en mannleg samskipti eru ekki hans sterka hlið. Áslákur rennir hýru auga til Silju Daggar en þorir lítið að gera í málinu, bæði vegna þess að hún er frátekin en aðallega vegna skorts á framtakssemi. Það er Ívar Örn Sverrisson sem fer með hlutverk Ásláks. Áslákur Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! . Sýnd kl. 4 og 6 b.i. 14 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! kl 2, 4 og 6 í þrívídd Sýnd kl. 8 og 10Sýnd kl. 6, 8 og 10 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 8 og 10.15 Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri BETRA SEINT EN ALDREI  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 2 og 3.50 ísl talSýnd kl. 4 ísl tal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.