Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 45 UMRÆÐAN h ö n n u n : w ww . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Hetthi eikarlína Rúm án dýnu Queen stærð Verð: 19.900.- 69.000.- Cal king stærð Verð: 75.000.- Náttborð Verð: Sjónvarpsskenkur Fáanlegur í tveimur stærðum 240cm Verð: 29.500.- 69.000.- 183cm Verð: 65.000.- Hilla með ljósi Verð: Sjónvarpsskenkur 200cm Verð: 67.000.- BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG þakka Þórólfi Jónssyni, garð- yrkjustjóra Reykjavíkur, fyrir svar hans í bréfi til blaðsins 12. sept. síð- astliðinn við grein minni um um- gengnina við Hljómskálagarðinn. Í svari hans kemur fram að það sem fyrir mig og fleiri er sóðaskap- ur í umgengni við lystigarð á borð við Hljómskálagarðinn sé af hálfu garðyrkjustjóra meðvituð stefna þar sem „náttúrulegir ferlar“ fái að njóta sín. Þessa stefnu segir hann byggða á „vaxandi umhverfisvit- und“ og samkvæmt henni skuli tak- marka venjubundna umhirðu garða, leyfa ill- gresi að vaxa og eitra ekki fyrir lús og trjámaðk. Þessi stefna hef- ur notið sín vel víðar en í Hljóm- skálagarðinum og má nefna runn- ana meðfram Tjörninni við Tjarnargötu, sem hafa verið grálúsugir í sumar með tilheyrandi afleiðingum. Vera kann að þessi stefna sé vistvæn fyrir ill- gresið og óværuna en hún er það ekki fyrir mannfólkið í borginni. Fáa langar til að flatmaga í njóla- stóði eða sitja undir lúsugum runn- um í miðri borg. Kjarni málsins, sem birtist í svari garðyrkjustjóra, er að þetta er með- vituð stefna í garðyrkju. Í því lýð- ræðisskipulagi sem við búum við gefst okkur tækifæri til að velja stefnur í borgarmálum á fjögurra ára fresti. Það er því hluti af lýðræð- inu að við fáum að vita hvaða stefnu þeir flokkar, sem bjóða fram í kom- andi borgarstjórnarkosningum, hafa í garðyrkjumálum borgarinnar. SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR, Bjarkargötu 10, 101 Reykjavík. Garðyrkjustefna Reykjavíkurborgar Frá Sigríði Dúnu Krtistmundsdóttur: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ELLERT Guðmundsson símaverk- stjóri sem kom á dögunum heim úr róðri og sá ógnvænlegan mink á bryggjunni greip til þeirra úrræða sem dugðu og skaut óvættinn til bana. Nýir eigendur Símans komu á miðvikudag á Blönduós á ferð sinni um landið og hittu fyrir ógnvænlega dýrategund, starfsmenn Símans á Blönduósi, tegund sem skilar ekki arði en er mikilvæg fyrir þjónustu við landsbyggðina og það samfélag sem hún lifir í. Síminn tók ekki upp hólkinn en sagði þess í stað þessum lykilmönnum símaþjónustu í A-Hún. upp störfum frá og með 1. nóv- ember. Gangi þetta eftir fækkar störfum á Blönduósi um 3 í það minnsta og skekur samfélag sem á í vök að verjast. Fólki er brugðið á Blönduósi við þessi nýjustu tíðindi og bjartsýni í atvinnumálum héraðs- ins eykst ekki að neinu marki. Einkavæðingin jók ekki fylgi sitt í A-Hún. við þessa nýjustu atburðarás en ferðaþjónustunni á höfuðborg- arsvæðinu sem hyggur á útrás er hollt að hafa í huga á þessum há- marksarðsemistímum að af- greiðslutími ÁTVR á Blönduósi hef- ur styst til mikilla muna til að auka arðsemi, símaþjónusta er úr sögunni til að auka arðsemi og svo mætti lengi telja. Störfum hins opinbera fækkar á okkar svæði en fjölgar á höfuðborgarsvæðinu til að auka arð- semi. Það eru húsbílar sem framtíð eiga fyrir sér með eldsneytistank í eftirdragi og nægan matarforða til að geta skilað sér heim eftir að hafa litið á heimahagana, gróðurskemmd- irnar eða hina „arðbæru“ þjóðgarða sem helst ættu að geyma hina sér- kennilegu sveitarómantík og skrítnu kalla sem svífa langt fyrir ofan allt venjulegt arðsemishjal. JÓN SIGURÐSSON, Blönduósi. Jón Sigurðsson Ellert Guðmundsson símaverkstjóri með minkinn. Skjótt skipast veður í lofti Frá Jóni Sigurðssyni: Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.