Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 24.09.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 45 UMRÆÐAN h ö n n u n : w ww . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Hetthi eikarlína Rúm án dýnu Queen stærð Verð: 19.900.- 69.000.- Cal king stærð Verð: 75.000.- Náttborð Verð: Sjónvarpsskenkur Fáanlegur í tveimur stærðum 240cm Verð: 29.500.- 69.000.- 183cm Verð: 65.000.- Hilla með ljósi Verð: Sjónvarpsskenkur 200cm Verð: 67.000.- BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG þakka Þórólfi Jónssyni, garð- yrkjustjóra Reykjavíkur, fyrir svar hans í bréfi til blaðsins 12. sept. síð- astliðinn við grein minni um um- gengnina við Hljómskálagarðinn. Í svari hans kemur fram að það sem fyrir mig og fleiri er sóðaskap- ur í umgengni við lystigarð á borð við Hljómskálagarðinn sé af hálfu garðyrkjustjóra meðvituð stefna þar sem „náttúrulegir ferlar“ fái að njóta sín. Þessa stefnu segir hann byggða á „vaxandi umhverfisvit- und“ og samkvæmt henni skuli tak- marka venjubundna umhirðu garða, leyfa ill- gresi að vaxa og eitra ekki fyrir lús og trjámaðk. Þessi stefna hef- ur notið sín vel víðar en í Hljóm- skálagarðinum og má nefna runn- ana meðfram Tjörninni við Tjarnargötu, sem hafa verið grálúsugir í sumar með tilheyrandi afleiðingum. Vera kann að þessi stefna sé vistvæn fyrir ill- gresið og óværuna en hún er það ekki fyrir mannfólkið í borginni. Fáa langar til að flatmaga í njóla- stóði eða sitja undir lúsugum runn- um í miðri borg. Kjarni málsins, sem birtist í svari garðyrkjustjóra, er að þetta er með- vituð stefna í garðyrkju. Í því lýð- ræðisskipulagi sem við búum við gefst okkur tækifæri til að velja stefnur í borgarmálum á fjögurra ára fresti. Það er því hluti af lýðræð- inu að við fáum að vita hvaða stefnu þeir flokkar, sem bjóða fram í kom- andi borgarstjórnarkosningum, hafa í garðyrkjumálum borgarinnar. SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR, Bjarkargötu 10, 101 Reykjavík. Garðyrkjustefna Reykjavíkurborgar Frá Sigríði Dúnu Krtistmundsdóttur: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir ELLERT Guðmundsson símaverk- stjóri sem kom á dögunum heim úr róðri og sá ógnvænlegan mink á bryggjunni greip til þeirra úrræða sem dugðu og skaut óvættinn til bana. Nýir eigendur Símans komu á miðvikudag á Blönduós á ferð sinni um landið og hittu fyrir ógnvænlega dýrategund, starfsmenn Símans á Blönduósi, tegund sem skilar ekki arði en er mikilvæg fyrir þjónustu við landsbyggðina og það samfélag sem hún lifir í. Síminn tók ekki upp hólkinn en sagði þess í stað þessum lykilmönnum símaþjónustu í A-Hún. upp störfum frá og með 1. nóv- ember. Gangi þetta eftir fækkar störfum á Blönduósi um 3 í það minnsta og skekur samfélag sem á í vök að verjast. Fólki er brugðið á Blönduósi við þessi nýjustu tíðindi og bjartsýni í atvinnumálum héraðs- ins eykst ekki að neinu marki. Einkavæðingin jók ekki fylgi sitt í A-Hún. við þessa nýjustu atburðarás en ferðaþjónustunni á höfuðborg- arsvæðinu sem hyggur á útrás er hollt að hafa í huga á þessum há- marksarðsemistímum að af- greiðslutími ÁTVR á Blönduósi hef- ur styst til mikilla muna til að auka arðsemi, símaþjónusta er úr sögunni til að auka arðsemi og svo mætti lengi telja. Störfum hins opinbera fækkar á okkar svæði en fjölgar á höfuðborgarsvæðinu til að auka arð- semi. Það eru húsbílar sem framtíð eiga fyrir sér með eldsneytistank í eftirdragi og nægan matarforða til að geta skilað sér heim eftir að hafa litið á heimahagana, gróðurskemmd- irnar eða hina „arðbæru“ þjóðgarða sem helst ættu að geyma hina sér- kennilegu sveitarómantík og skrítnu kalla sem svífa langt fyrir ofan allt venjulegt arðsemishjal. JÓN SIGURÐSSON, Blönduósi. Jón Sigurðsson Ellert Guðmundsson símaverkstjóri með minkinn. Skjótt skipast veður í lofti Frá Jóni Sigurðssyni: Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.