Morgunblaðið - 03.10.2005, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 267. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Friðrik Ómar góður Presley Það var „Las Vegas-stemning“ í Broadway á föstudagskvöld | 35 Fasteignir | Vindmyllur  Glæsibygging  Verðspá  Nýbýli Íþróttir | Borgvardt og Laufey valin best  Brynjar Björn hetja Reading  Guðjón Valur markahæstur  Haukar sjálfum sér verstir Dresden. AP, AFP. | Kristilegir demó- kratar báru sigur úr býtum í borg- inni Dresden í Þýskalandi en þar var kosið til þings í gær, hálfum mánuði síðar en annars staðar í landinu. Kosningunum í Dresden var frest- að vegna andláts eins frambjóðand- ans en niðurstaðan í gær var sú, að kristilegir demókratar fengu 37,0% atkvæða en jafnaðarmenn 32,1%. Þótt niðurstaðan breyti litlu á lands- vísu, er hún samt mikilvægur sigur fyrir Angelu Merkel, leiðtoga kristi- legra demókrata, og styrkir enn frekar kröfu hennar til kanslara- embættisins. Strandar ekki á kanslaraembættinu Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari og leiðtogi jafnaðarmanna, hefur einnig krafist þess að verða kanslari í hugsanlegri samstjórn stóru flokkanna en yfirlýsingar ým- issa frammámanna jafnaðarmanna benda þó til, að ekki muni stranda á þeirri kröfu, náist samningar að öðru leyti. Merkel fékk mann í Dresden AP Angela Merkel, leiðtogi og kansl- araefni kristilegra demókrata. PÁLL Pálsson frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal smal- aði ásamt fleirum fé úr Hálsi á laugardag, þar sem Hálslón Kárahnjúkavirkjunar verður í framtíðinni. Vegna snjóa þurftu gangnamenn að fara með féð eftir Kárahnjúkaveginum. Farið var á tveimur vélsleðum vítt og breitt um Hálsinn í yndislegu vélsleðaleiði en hvergi fannst fé nema á litlu svæði í Lindum. Um 50 kindur voru í Hálsinum og úti á Dysjarárdal voru rúmlega tuttugu. „Féð var að hluta talsvert mikið brynjað, sem er ósköp eðlilegt því þarna var hrakningsveður á tímabili,“ sagði Páll í gær. Þá var komið indæl- isveður í Hrafnkelsdal eftir leiðinlegan óveðurs- kafla með hraglanda og hvassviðri. Ljósmynd/Andrés Brynjuð lömb úr Lindum Bagdad. AP, AFP. | Bandarískir her- menn hertu í gær sóknina gegn skæruliðum í og við borgina Sadah í Vestur-Írak, skammt frá sýrlensku landamærunum. Sagt er, að hundruð manna hafi flúið þaðan og úr nálæg- um þorpum og yfir til Sýrlands. Um 1.000 hermenn taka þátt í sókninni og vöruðu þeir fólk í nokkr- um þorpum, þar á meðal Karabila og Rumana, við að fara út úr húsi. Haft var eftir vitnum, að skotið hefði verið á nokkur hús úr þyrlum. Vill að al-Jaafari segi af sér Kúrdinn Jalal Talabani, forseti Íraks, hefur skorað á sjítann Ibra- him al-Jaafari, forsætisráðherra landsins, að segja af sér. Kom það fram hjá talsmanni Talabanis í gær en vaxandi væringar eru með tveim- ur stærstu fylkingunum, Kúrdum og sjítum, á þingi og í stjórn landsins. Kúrdar saka sjíta um að einoka allt vald í landinu og að neita að ræða ýmis mál, til dæmis að leyfa Kúrd- um, sem Saddam Hussein, fyrrver- andi forseti, rak frá borginni Kirkuk, að setjast þar að aftur. Talsmaður Talabanis vildi ekki svara því hvort Kúrdar myndu hugs- anlega segja sig úr stjórn en Talab- ani hefur verið með óbeinar hótanir um það. Hert á sókn í V-Írak Talabani vill afsögn Jaafaris FÓLSKULEG líkamsárás átti sér stað í Garðabæ aðfaranótt sunnu- dags þegar fjórir átján ára piltar réðust á tvo jafnaldra sína með stóru eggvopni. Særðist annar drengurinn alvarlega en hinn minna. Liggur sá alvarlegar slas- aði nú á Landspítala með alvarlega áverka á höndum og höfði. Tildrög málsins voru þau að ungu piltarnir tveir mættu ásamt vinum sínum í samkvæmi í heima- húsi þar sem árásarmennirnir voru fyrir. Ku árásarmönnum ekki hafa hugnast viðvera þeirra. Upp- hófust þá átök sem bárust út á götu þar sem hópurinn veittist að drengjunum tveimur. Sá sem reglumönnum frá ríkislögreglu- stjóra og lögreglunni í Reykjavík, að húsinu þar sem samkvæmið var skömmu síðar og leitaði árásar- mannanna, en þá var samkvæmið enn yfirstandandi. Fjöldi vitna voru að árásinni og var þegar ljóst hverja lögregla þurfti að sækja. Árásarmennirnir hafa allir komið áður við sögu lögreglu vegna of- beldismála. Þeir voru yfirheyrðir í gær og var óskað eftir gæsluvarð- haldi yfir þremur af hinum fjórum sem handteknir voru. Sá sem fremstur fór í atlögunni hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. október en enn var beðið úr- skurðar dómara þegar Morgun- blaðið fór í prentun. Hlutur þess fjórða var ekki mikill í málinu og taldist upplýstur. særðist alvarlegar er með slæm sár á höfði og höfuðkúpubrotinn. Þá er hann með alvarleg sár á höndum eftir að hafa reynt að verjast höggum árásarmannsins. Áverkar hins drengsins voru öllu minni, en hann reyndi að ganga á milli og koma félaga sínum til að- stoðar. Óskað eftir gæsluvarðhaldi Árásarmennirnir skildu við drenginn þar sem hann lá í göt- unni og fengu þeir félagar far með vinafólki sínu á slysadeild Land- spítalans – háskólasjúkrahúss (LSH), en þaðan var lögreglu gert viðvart um alvarlega áverka drengsins. Lögreglumenn frá lögreglunni í Hafnarfirði mættu, ásamt lög- Piltar höggnir með eggvopni Óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur mönnum Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is „ÞETTA er stór- kostleg flug- eldasýning þar sem hæfi- leikaríkasti leik- ari þjóðarinnar sýnir algera virt- úósatakta,“ segir í dómi Þorgeirs Tryggvasonar um frammistöðu Hilmis Snæs Guðnasonar í leikrit- inu Ég er mín eigin kona, sem frumsýnt var í Iðnó á föstudags- kvöld. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Baldursson. Leikritið Ég er mín eigin kona er byggt á ótrúlegu lífshlaupi klæð- skiptingsins Charlottu von Mahls- dorf, sem var uppi á árunum 1928– 2002. Alls leikur Hilmir Snær 35 hlut- verk í sýningunni, að aðalhlutverk- inu meðtöldu. Í dómi sínum segir Þorgeir enn- fremur: „Fyrir þá sem njóta þess að upplifa list leikarans þar sem hún er hvað sýnilegust er Ég er mín eig- in kona einhver stærsti og safarík- asti konfektmoli sem boðið hefur verið upp á hér um árabil.“ | 32 „Hvílíkur leikari!“ Fasteignir og Íþróttir í dag New York. AP, AFP. | Tuttugu og einn maður fórst er báti, með 49 manns um borð, hvolfdi á vatni í New York- ríki í gær. Báturinn var í útsýnisferð með fólk frá Kanada og veðrið mjög gott og vatnið spegilslétt. Er ekki vitað hvað olli því, að bátnum hvolfdi en yfirvöld segjast vera að kanna hvort annar bátur, sem sigldi hjá, hafi átt þátt í slysinu. Vatnið, Georgsvatn, er mjög vinsælt hjá ferðafólki. Báti hvolfdi og 21 fórst ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.