Morgunblaðið - 03.10.2005, Side 6

Morgunblaðið - 03.10.2005, Side 6
6 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INNFLUTNINGSHRAÐSENDINGAR DHL ALLT SVO AUÐVELT AÐ ÞAÐ ÞARF NÆSTUM EKKERT AÐ GERA. OG ÞESS VEGNA NÆSTUM EKKERT AÐ ÚTSKÝRA. Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði fjölmiðla og lýðræðið m.a. að umtalsefni í setningarræðu sinni á Alþingi á laugardag. Hann sagði m.a. að Alþingi hefði verið meginstoð í þjóðarvitund Íslendinga og að það hefði löngum notið þess að þjóðin bjó öll við áþekkan veruleika. Viðmið umræðunnar hefðu verið öll- um ljós og tilvísanir hefðu verið sótt- ar í sameiginlegan sagnasjóð. „Nú bendir hins vegar margt til þess að sú samkennd sé að breytast því lífsreynsla þjóðarinnar er orðin miklu margbrotnari, heildarmyndin ærið flókin og landsmenn sækja í vaxandi mæli efnivið í ólíkar lendur.“ Ólafur sagði að áður fyrr hefðu all- ir fengið sömu fréttir, útvarpið hefði verið með eina rás og dagblöðin hefðu verið í föstum skorðum flokka- kerfis. „Nú ræður fjölbreytileikinn fréttum dagsins, margar stöðvar keppa um hylli fólksins og flokkarnir eiga ekki lengur á vísan að róa í fjöl- miðlunum. Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum áttum. Enginn miðill nær lengur til allra.“ Hann sagði auk þess m.a. að net- tæknin hefði í auknum mæli fært hverjum og einum tækifæri til að láta í sér heyra. „Frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar er nú meira en nokkru sinni fyrr og for- ræði valdsmanna á fréttum og um- ræðuefnum nánast horfið.“ Ólafur sagði að þessi þróun gæti á margan hátt orðið lýðræðinu til auk- ins þroska, fært einstaklingum og al- menningi tækifæri til áhrifa og stefnumótunar til jafns við þá sem formlega önnuðust ákvarðanir. Tölvan áhrifameiri? Síðar í ræðu sinni velti Ólafur því fyrir sér hvort tölvan væri orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóllinn á Alþingi. „Þarf hinn kjörni fulltrúi ekki lengur á þing- fundi að halda til að koma viðhorfum sínum til kjósendanna?“ spurði hann. „Getur rödd eins þingmanns sem berst eftir netslóðum orðið áhrifaríkari en ályktanir þingflokk- anna?“ Hann sagði að það væri erfitt að svara slíku með skýrum hætti. „En eitt er víst að viðbrögðin við þessari þróun munu ráða miklu um stöðu þingsins í framtíðinni, um sess þess meðal þjóðarinnar og skipan valds hér innan veggja.“ Þakkar Davíð samstarfið Ólafur Ragnar vakti einnig máls á því í ræðu sinni að þrír þingmenn hefðu að undanförnu látið af þing- mennsku, þ.e. þau Bryndís Hlöð- versdóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson og Davíð Oddsson. Síðan sagði hann: „Þegar Davíð Oddsson hvarf úr forsæti ríkisstjórnarinnar færði ég honum við þingsetningu þakkir fyrir farsæl störf í þágu þjóð- ar og samstarf okkar á liðnum árum. Skulu þær þakkir ítrekaðar enn á ný þegar hann víkur af vettvangi þings- ins. Ferill hans hefur markað djúp spor í sögu okkar og erfitt mun reyn- ast að fjalla um örlög Íslendinga við aldahvörf án þess að gera þætti fyrr- um forsætisráðherra ítarleg skil.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp við setningu Alþingis Er tölvan áhrifameiri en ræðustóll á Alþingi? Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Ragnar Grímsson flutti að venju ávarp við setningu Alþingis. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SÓLVEIG Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, sagði í ávarpi sínu til þingheims við setningu Alþingis að hún vildi eiga samvinnu við alla þing- flokka um breytingar á þingsköpum. Hún nefndi m.a. að vert væri að skoða hugmyndir um breytingar á starfstíma þingsins. „Starfshættir Alþingis eru sífellt umhugsunarefni þeirra sem stjórna hér málum,“ sagði hún. „Um það get- ur enginn farið í grafgötur að margt má bæta og mörgu breyta í því efni. Ég vil lýsa vilja mínum til þess að eiga samvinnu við alla þingflokka um breytingar á þingsköpum með það að leiðarljósi að færa vinnubrögð okkar nær því sem tíðkast í samtímanum og svara þeirri gagnrýni á störf okk- ar sem er borin fram með rökum og af velvilja og heilindum. Mikilvægt er þó að þingflokkarnir móti hug- myndir sínar fyrst svo að skýrt komi fram hverju menn vilja breyta.“ Sólveig sagði að starfsaðstaða og starfskjör alþingismanna hefðu batnað á síðustu áratugum. Samt sem áður hefði umgjörð þinghaldsins ekki breyst mikið. „Þannig hefur t.d. starfstími þingsins verið hinn sami frá stríðslokum og er nokkru skemmri hér en í nálægum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þar skeikar um fjórar til átta vikur. Þótt mikilvægt sé fyrir stofn- un eins og Alþingi að halda fast í hefðir og venjur verður þingið eigi að síður að laga sig að tíðaranda og þjóðlífsbreytingum hverju sinni. Hugmyndir um breytingar í þessum efnum eru ekki nýjar af nálinni, en eru jafngóðar fyrir því, og vert að kanna þær nánar.“ Sólveig sagði einnig í ávarpi sínu að hún teldi brýnt að treysta böndin milli Alþingis og Þingvalla. Hún sagði að Alþingi ætti að hafa hús eða aðstöðu á Þingvöllum til þess að geta tekið á móti gestum þingsins og til þess að halda smærri fundi til hátíða- brigða. „Þannig mætti minna oftar og meira á hina löngu og einstæðu sögu Alþingis sem við erum svo stolt af.“ Umskipti í húsnæðismálum Þrír þingmenn hafa látið af þing- mennsku síðustu mánuði, þ.e. þau Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylk- ingu, Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, og Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki. Sólveig óskaði þeim allra heilla og vék síðan orðum sínum sérstaklega að Davíð Odds- syni. „Persónulega þakka ég honum fyrir gott samstarf sem við höfum átt, bæði hér á Alþingi og í ríkis- stjórn. Um það verður varla deilt að nú kveður Alþingi afar áhrifamikill stjórnmálamaður. Hann hefur stjórnað þjóðarskútunni lengur en aðrir og það á miklu breytingaskeiði í íslensku samfélagi.“ Sólveig þakkaði einnig fráfarandi forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, störf hans á þeim rúmlega sex árum sem hann hefði gegnt forsetaemb- ættinu á Alþingi. „Í embættistíð Halldórs Blöndals hafa orðið mikil umskipti í húsnæðismálum Alþingis. Vestan við Alþingishúsið er risin ný- bygging og á þinghúsinu sjálfu hafa verið gerðar gagngerar endurbætur á síðastliðnum þremur árum. Var verkalokum fagnað fyrir stuttu. Það er sérstaklega ánægjulegt að nú hafa aðgengismál fatlaðra verið leyst á viðunandi hátt og til frambúðar í þinghúsinu. Eftir er þá utanhússvið- gerð að hluta, svo og endurnýjun loftræstikerfis, og raunar eitthvað smálegt að auki, en mikið er af og vil ég færa forvera mínum þakkir fyrir ötula forustu um þessi verk. Það verður svo hlutverk nýrrar forsæt- isnefndar að halda áfram uppbygg- ingarstarfi á Alþingisreitnum.“ Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis Tilbúin að skoða breyt- ingar á starfstíma þings Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis í stað Halldórs Blöndals. TVEGGJA fyrrverandi alþingis- manna, þeirra Bergs Sigurbjörns- sonar og Steinþórs Gestssonar, var minnst á Alþingi á laugardag. Berg- ur andaðist hinn 28. júlí sl., 88 ára að aldri, og Steinþór Gestsson and- aðist 4. september sl., 92 ára að aldri. Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra og starfsaldursforseti þings- ins, flutti minningarorð um þá í upphafi þingfundar. Halldór rakti menntun þeirra og stjórnmálastörf. Hann sagði m.a. um Berg að hann hefði verið félagslyndur, hugkvæm- ur og starfsamur. Halldór sagði um Steinþór að hann hefði áunnið sér traust fyrir réttsýni og drenglyndi. Er Halldór hafði flutt minningar- orð um Berg og Steinþór minntust þingmenn þeirra með því að rísa úr sætum. Tveggja látinna þing- manna minnst MAGNÚS Þór Hafsteinsson, alþing- ismaður Frjálslynda flokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að þing- menn Frjálslynda flokksins hefðu ætlað að segja nei við kjöri Sólveigar Pétursdóttur í embætti forseta Al- þingis við þingsetninguna síðastlið- inn laugardag. Þeir hefðu reynt að þrýsta á nei-hnapp atkvæðagreiðslu- kerfis þingsins, án árangurs. Taldi Magnús Þór atkvæðagreiðsluna vera skrípaleik. Morgunblaðið leitaði skýringa á áhrifaleysi „nei“-hnappsins í þessu tilviki, hjá Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis. Helgi sagði að gera þyrfti greinarmun á kosningu og atkvæðagreiðslu á Al- þingi þegar þrír kostir eru í boði: „Já“, „nei“ og „greiðir ekki atkvæði“. Í þessu tilviki var ekki um atkvæða- greiðslu að ræða heldur kosningu. „Slík kosning á að réttu, og sam- kvæmt þingsköpum, að fara fram með atkvæðaseðlum,“ sagði Helgi. „Fyrr meir fóru þingverðir með at- kvæðaseðil á borð hvers þingmanns og menn skrifuðu nafn þess sem þeir vildu kjósa. Nú var það svo að það var einn í kjöri samkvæmt þingsköp- um. Forseti sagði: „Mér hefur borist tilnefning um Sólveigu Pétursdóttur, eru fleiri tilnefningar?“ Það kom engin önnur tilnefning. Í þingsköp- um segir að sá sé í kjöri sem tilnefnd- ur er og hreyfir ekki andmælum. Ef dreift hefði verið seðlum hefðu þingmenn getað skrifað nafn Sól- veigar Pétursdóttur, eða skilað auðu. Til að flýta kosningunni notuðum við atkvæðagreiðslukerfið og stilltum það þannig að það jafngilti skriflegri atkvæðagreiðslu. Því var einungis hægt að ýta á „já“-hnappinn til að greiða Sólveigu atkvæði eða sitja hjá.“ Þótt Sólveig væri ein í kjöri gat hún ekki talist sjálfkjörin því sam- kvæmt þingsköpum skal kosning fara fram, hvort sem einn eða fleiri eru í framboði til embættis forseta Alþingis. Kjör forseta Alþingis Kosning en ekki atkvæða- greiðsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.