Morgunblaðið - 03.10.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.10.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA Lilja Valdimarsdóttir, Hornaleikari: Til að vera frísk og svo er ég líka einbeittari. Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfari: Keppnisgolf er mjög krefj- andi, þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið. Ragnheiður Runólfsdóttir, Sundþjálfari: Það er gott fyrir heilsuna og eflir mann í leik og starfi. Spurning: Lesandi hafði samband og spyr: Er í lagi að taka tvær (500 mg) verkjatöflur á dag í langan tíma til að slá á bakverk fyrir svefninn? Hver eru áhrifin til lengdar? Skemmir það eitt- hvað innvortis? Svar: Við reiknum með að þú eigir við 2 verkja- töflur með 500 mg af parasetamóli sem eru al- gengar verkjatöflur. Fyrir hraustan einstakling sem ekki á við önnur vandamál að stríða en bak- verk er það í lagi. Hins vegar ber að gæta þess að neyta ekki áfengis samhliða því að það eykur verulega lík- ur á lifrarskemmdum. Lifrin er þá upptekin við að losa sig við alkóhólið, hætta er á að paraseta- mól hlaðist upp og skaði lifrina. Þess vegna er parasetamól heldur ekki heppilegt við timbur- mönnum (nota heldur ibuprofen eða aspirín). Langtímanotkun getur verið varasöm ef sjúk- lingur er á blóðþynningu (kóvar), einnig ef nýrnastarfsemi er mikið skert. Ekki gefa kett- inum þinum parasetamól, fyrir hann er það ban- eitrað (kettir geta ekki losað sig við það). Parasetamól er eitt allra öruggasta verkjalyf sem við eigum. Milliverkanir eru venjulega ekk- ert vandamál nema fyrir þá sem eru jafnframt á blóðþynningu (sbr. ofan, aukin hætta á blæð- ingum) eða á flogaveikilyfjum. Þeir eiga að minnka parasetamól-skammta. Lyfið skaðar ekki slímhúðir í maga og görnum eins og bólgu- eyðandi verkja- og gigtarlyf. Það er jafnáhrifa- ríkt og gigtarlyfin gegn verkjum til dæmis við slitgigt, ef skammtar eru fullnægjandi. Nýleg rannsókn frá Ástralíu staðfestir þetta og það er mun öruggara og ódýrara en gigtarlyfin. Þetta á líklega við um 80% tilvika. Þannig að ef bak- verkirnir varna þér svefns og 2 parasetamól 500 mg duga til að slá á verkina eru önnur lyf ekki betri. Við reiknum með að þú sért búinn að fara til læknis vegna þessara verkja því ekki er nógu gott að taka bara verkjalyf án þess að láta at- huga málið. Almennt er ekki rétt að taka lyf að staðaldri við verkjum án þess að hafa haft sam- ráð við lækna. Rétt er að benda á að oft má finna aðrar lausnir við bakverkjum Við langvar- andi bakverkjum hefur t.d. verið sýnt fram á að þjálfun getur haft mjög jákvæð áhrif, en það er að sjálfsögðu háð eðli kvillans. Einnig er rétt að athuga hvort minnka má verki með öðrum að- ferðum s.s. hitameðferð. Margvísleg hreyfing s.s. gönguferðir, sund, dans, hjólreiðar og jóga hefur jákvæð áhrif. Breyting á vinnustöðu og hvíldarstöðu getur verið til bóta. Hér á við, eins og alltaf, reykingar eru skaðlegar. Reykingar skemma æðakerfið eins og allir vita og blóðflæði versnar, líka í hryggþófum og til smáliðanna í bakinu. Það að vera í góðu formi líkamlega hef- ur góð áhrif á bakverki og óheppilegt er að burðast með mörg aukakíló. Þá er mikilvægt að verkjalyfjataka verði ekki að vana. Alla lyfjagjöf er rétt að endurmeta a.m.k. árlega. Verkjalyfin eru góð til síns brúks og gott að geta gripið til þeirra, en betra er þó að geta verið án þeirra. Er í lagi að taka verkjatöflur daglega? Morgunblaðið/Arnaldur  HVERJU SVARAR LÆKNIRINN | Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir læknar svara fyrirspurnum lesenda LÍKAMLEG áreynsla er börnum nauðsynleg svo þau vaxi eðlilega og öðlist nægan hreyfiþroska, styrk og fimi. Þá er vitað að regluleg hreyfing dregur úr líkum á geðrænum vandamálum og bæt- ir sjálfstraust, sjálfsímynd og námsárangur. Almennt er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig í minnst sex- tíu mínútur á dag. Það er hins vegar ljóst að aðeins tæpur þriðj- ungur íslenskra nemenda í 6., 8. og 10. bekk nær þessu markmiði 5 daga vikunnar eða oftar. Takmarka kyrrsetu Foreldrar gegna lykilhlutverki og geta haft mikil áhrif á hvort barnið fullnægir hreyfiþörf sinni. Þeir geta t.d. takmarkað þann tíma sem varið er í kyrrsetu svo sem í tölvuleiki og sjónvarpsáhorf og þess í stað hvatt og stutt barn- ið til frjálsra leikja og mögulega til þátttöku í skipulögðu tóm- stundastarfi sem felur í sér hreyf- ingu. Þá er mikilvægt að taka til- lit til áhuga og getustigs hvers og eins og leita eftir tilboðum við hæfi. Það sem hentar einum hent- ar ekki öllum. Ef barnið er mikið fyrir að ,,dunda sér“ getur það þurft meiri hvatningu til hreyf- ingar en annars. Foreldrar eru fyrirmyndir og sameiginleg hreyf- istund fjölskyldu er verðmæt gæðastund. Ein besta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að nota eigin orku til að ferðast á milli staða. Er verið að keyra barnið styttri vegalengdir, s.s. í skóla eða tómstundastarf sem það gæti ann- ars gengið eða hjólað? Hlakkar barnið til íþróttatíma? Skólar gegna einnig ábyrgð- armiklu hlutverki þegar kemur að heilsueflingu barna og er mik- ilvægt að foreldrar fylgist vel með og taki þátt í því starfi. Sam- kvæmt aðalnámskrá grunnskóla eiga nemendur að fá lágmark 3 kennslustundir í íþróttum í hverri viku skólaársins. Þar af skal nem- endum ætlaður a.m.k. einn sund- tími í viku. Samtals þýðir þetta minnst eitt hundrað og tvær kennslustundir í íþróttum yfir vet- urinn. Ef aðstæður valda því að ekki er mögulegt að kenna sundið í þessu formi skulu nemendur fá samtals tuttugu kennslustundir í það minnsta í sundi og skal þá nýta þær stundir sem eftir standa til annarrar íþróttakennslu. Það er ekki nóg að boðið sé upp á íþróttatíma heldur skiptir einnig máli hversu virk þátttaka barns- ins er í tímum. Hlakkar það til íþróttatíma eða reynir það að koma sér undan þátttöku í þeim? Ef þannig háttar til er mikilvægt að komast að því hvað veldur og leita úrlausna. Skólaíþróttir eru ekki eini vett- vangurinn fyrir hreyfingu í skól- anum. Vel búin, aðlaðandi og örugg skólalóð ýtir undir hreyf- ingu barnanna í frímínútum og eins er mögulegt að flétta hreyf- ingu inn í aðrar kennslustundir. Ekki má gleyma mikilvægi reglulegra, heilsusamlegra mál- tíða til að barnið hafi þá orku sem þarf til að hreyfa sig. Ef langt er á milli máltíða lækkar blóðsyk- urinn, barnið finnur fyrir orku- leysi og þreytu og er þannig ólík- legra til að taka þátt í fjörugum leikjum.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA |Lýðheilsustöð Börn eiga að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag Morgunblaðið/Ómar Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar á Lýðheilsustöð. www.leikjavefurinn.is Samvinnu- og þróunarverkefni kennara og nemenda KHÍ www.olympic.is Heimasíða Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands www.ganga.is Gönguleiðir víðs vegar um Ísland FYRIR nokkru fékk Daglegt líf tíu holl ráð fyrir unglinga hjá námskeiðshöldurunum, þeim Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur og Arnari Grant.  Ekki sofa of mikið.  Stundið hreyfingu daglega.  Borðið ávexti og grænmeti.  Minnkið sykurinn.  Drekkið mikið af vatni.  Veljið rétta og upplífgandi vini.  Andið rétt.  Verið jákvæð og njótið augnabliksins.  Stefnið að einhverju og ekki eyða tíma í að líta til baka.  Hrósið öðrum og sjálfum ykkur og lærið að taka við hrósi. Tíu holl ráð fyrir unglinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.