Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Mar-grét Georgs- dóttir fæddist í Reykjavík, nánar tiltekið á Berg- staðastæti 17, hinn 6. mars 1948. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut 19. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árný Fjóla Stefánsdóttir (f. 1923, d. 1996) verkakona og Georg Bergfors, uppeldisfaðir var Stefán Agnar Magnússon (f. 1916, d. 1974). Systkini Þuríðar sammæðra eru Vigdís (f. 1956), Ósk (f. 1950), Jósúa Steinar (f. 1952). Börn Þuríðar og Róberts eru 1) Fjóla Margrét (f. 1973) gift Ingólfi Jóhannessyni (f. 1976), synir þeirra eru Jóhann- es Esra (f. 2002) og Róbert Elí (f. 2005). 2) Jósef Agnar (f. 1978) í sambúð með Ethel Orongan (f. 1981), dóttir þeirra er Margrét Ísabel (f. 2004), dóttir Jósefs af fyrra hjóna- bandi er Tanya Rós (f. 2000), móðir hennar er Kristina Gore- mykina (f. 1979). Þuríður fluttist til Vest- mannaeyja 1972, þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum. Þar bjuggu þau til ársins 2003 og fluttu síðan í Kópavog- inn. Þuríður vann við fisk- vinnslu mestallt sitt líf, og síð- ustu sex ár vann hún sem verkstjóri. Þuríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Gunnar Héðinn (f. 1957), Ríkharður Jón (f. 1959), Hild- ur Hrönn (f. 1962), Hreiðar Örn (f. 1962), Kai August (f. 1964). Þuríður giftist 30. september Páli Róbert Óskarsyni (f. 1946). Foreldrar Róberts voru Óskar Jósúason (f. 1915, d. 1987) trésmíða- meistari og Jóseb- ína Grímsdóttir (f. 1921, d.1993) húsfreyja. Systk- ini Róberts eru Elías Fannar (f. 1939, d. 1998), Ester (f. 1941), Hallgrímur (f. 1943), Steinunn Síðustu dagar hafa verið mjög óraunverulegir, það er svo skrítið að þú sért dáin, þetta gerðist allt svo snöggt. Þú gekkst í gegnum svo mik- ið á þessu ári, margir hefðu bugast, en þú varst jákvæð og sterk fram á síðasta dag, ég var svo stolt af þér. Þú varst ein sterkasta manneskja sem ég veit um, en það skiptir víst ekki miklu máli þegar krabbamein knýr dyra. Það er svo skrítið að geta ekki hringt í þig og kjaftað, við gát- um talað endalaust og ég sem þoli ekki að tala í síma, nema við þig. Þú fannst alltaf á þér hvenær ég var að hringja, sagðir alltaf: Ég vissi að þetta værir þú eða, ég var að fara að hringja í þig. Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að sjá hann Róbert Elí, þér fannst hann alveg eins og Esra, sem þér fannst sko ekki slæmt, því þú sagðir alltaf að Esra væri eins og engill, svona ljós yfirlitum og blíður. Einnig er ég þakklát fyrir að þú varst viðstödd brúðkaup okkar Ingó í fyrra. Maður verður að þakka fyrir þá tíma sem maður átti með þér. Elsku mamma mín, ég vona svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert núna og sért búin að finna friðinn. Við hugsum vel um pabba, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir, Fjóla. Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bólið blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. Í haustblæ lengi, lengi um lyngmó titrar kvein. Við sólhvörf silfrin strengi þar sorgin bærir ein. (Guðm. Guðm.) Yndisleg systir hefur kvatt þenn- an heim og eftir er mikið tómarúm sem svo erfitt er að fylla. Þegar horft er til baka leitar hugurinn til þeirra fjölmörgu stunda sem við áttum saman, allt frá erfiðleikum í kringum gosið í Heimaey til gleðistunda í eld- húsinu. Það má með sanni segja að áhugi okkar Þurýjar á matargerð hafi alltaf verið mikill. Það er eins og allt hafi snúist um mat. Það var sama hvenær maður heimsótti hana, fyrsta hugsunin hennar var alltaf að setja á borð góðan mat, já, allt frá ósoðnum lunda til veglegra hlað- borða. Það voru ekki fáar veislurnar í Eyjum sem hún var fengin til að sjá um. Ég held að þessi áhugi hennar á mat og matargerð hafi komið með móðurmjólkinni. Ég minnist stunda úr eldhúsinu heima þegar ég, mamma og Þurý vorum að fletja út flatkökur og smyrja smurbrauð fyr- ir einhverja fermingarveislu. Þar var mikið hlegið og sungið. Þessar stundir voru okkur mikilvægar þá og einnig nú í minningunni. Eitt sumarið, að mig minnir 1976, sá Þurý um sjoppuna inni í Friðarhöfn vegna sumarleyfis eiganda. Þar fékk stráklingurinn ég að vera með. Það þurfti að laga samlokur og salöt ásamt meiru. Það var þá sem ég vissi að ég hafði fengið sömu bakteríuna og hún Þurý systir. Ég minnist góðr- ar systur sem var bæði vinur og fé- lagi og kveð hana með sorg í hjarta. Kæra fjölskylda, við biðjum algóð- an guð að styrkja ykkur og leiða, í ykkar miklu sorg. Minningarnar um afar kæra eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu mun lýsa ykkur veginn um hinn dimma dal uns það birtir að nýju. Guð veri með þér, systir. Blessuð sé minning þín. Hreiðar Örn, Sólveig og Ragnar Bjarni. Mánudaginn 19. september sl. lést systir mín hún Þurý. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þurý var laus við allt pjall og prjál. Duglegri konu hef ég ekki kynnst. Hún var vinamörg og skemmtileg kona. Hún hafði allt frá mömmu, fljótfærnina, þrjóskuna og óþolin- mæðina, ég sá oft mömmu fyrir mér. Ekki það að það hafi verið leiðinlegt heldur þvert á móti æðislegt. Ýmsar myndir áranna koma upp í hugann þegar ég sit og hugsa um þig. Það er bara af svo miklu að taka og hugurinn fer bara í hringi, kannski að ég vilji bara eiga þessar myndir fyrir mig eins og er. Þú varst svo gjafmild að eiginlega fannst mér þú stundum of gjafmild. En þú sagð- ir að það væri sælla að gefa en að þiggja. Þú varst einstök systir. Þú varst strákunum mínum, Hreiðari og Óskari, alltaf svo góð. Ef ég ætti eina ósk mundi sú ósk vera þú heil á ný. Núna ertu komin til mömmu og pabba og allra hinna sem eru farnir. Ég ímynda mér að þar sé stór og mikil veisla hjá ykkur núna og þú laus frá erfiðum sjúkdómi sem krabbamein er. Ég talaði mikið við þig þegar ég sat hjá þér síðustu nótt- ina þína og ég veit að þú heyrðir og skildir mig. Ég bið Guð að varðveita þig og minningu þína og veita fjöl- skyldunni styrk í sorg og söknuði. Þín elskandi systir, Hildur. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú. Ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson.) Ástkær svil- og mágkona hefur kvatt þetta jarðneska líf. Við viljum á þessari stundu þakka henni sam- fylgdina, og það að hafa fengið að kynnast henni. Þurý, eða Dudda, eins og við fengum að kalla hana, var einstök, hún átti svo gott með að vera í samskiptum við aðra og hún var góð og hlý við alla, enda var hún vinamörg, og mikill gestagangur á hennar heimili. Í manngreinarálit fór hún ekki, hún bauð heim til veislu jafnt háum sem lágum, henni var ekkert eðlilegra. Hún var meistara- kokkur og nutum við þess ekki svo sjaldan. Eitt matarboð er sérstak- lega minnisstætt. Við höfum líklega verið um átta manns þetta kvöld hjá þeim hjónum. Þessi elska eldaði lambakótilettur, þá var ekkert verið að fara léttustu leiðina til að flýta fyrir elduninni, það var aldrei henn- ar hugsun. Þessi kjarnorkukven- maður kenndi okkur hjónum að borða skötu. Á Þorláksmessu bauð hún til matar, þar átti hver sitt Þor- láksmessusæti og þá var yfirleitt mjög fjölmennt hjá þeim Robba. Þegar eitthvað mikið stóð til, af- mæli, útskrift, ferming eða aðrar stórveislur, þá var hún tilbúin að leggja undir sig eldhúsið sitt og mikla vinnu. Þegar svo dagurinn rann upp, þá komu heilu kassarnir af góðu og fallegu snittunum hennar heim á bæ. Svona var Dudda, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd þegar hennar var þörf. Hún hafði svo marga kosti, einn þó alveg einstak- an, hún átti svo gott með að sam- gleðjast öðrum, og það gerði hún af heilindum. Margar góðar stundir áttum við saman með þeim hjónum, og þá sér- staklega þegar Dudda hafði það í gegn að kenna okkur fyrstu skrefin í bridge. Elsku Þurý, hafðu þökk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Hittumst við í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar. (J. J.) Elsku Róbert, Fjóla, Jósep og fjölsk. Við biðjum Guð að vera með ykk- ur. Kristín og Jósúa Steinar. Það haustar að, laufblöð falla, það kular í hjartað að þú skulir vera far- in, elsku Þurí mín. Ég óskaði þess svo innilega að þú myndir hafa betur gegn krabbameininu, þú varst ótrú- leg hetja í allt sumar – endalausar meðferðir en uppgjöf var ekki inni í myndinni. En lífið er ekki alltaf eins og við vildum að það væri, þú þurftir að líða og láta undan, elskan mín. Ég mun aldrei gleyma dugnaði þínum og bjartsýni. Tilveran verður tómleg og skrýtin án þín, þessi vika hefur verið stanslaus upprifjun frá því við sáumst fyrst er þú komst heim með Robba bróður mínum, þú komin heim eftir mörg ár í Köben. Glæsipía og þvílíkur karakter, og svo ótrúlega skemmtileg. Þú sættir þig við það sem þú vissir að þú fengir ekki breytt og sýndir æðruleysi og kjark. Þetta allt mun ég muna, hetjan mín stóra. Takk fyr- ir að hafa verið öll þessi ár í minni til- veru – alltaf. Þín Steinunn Ósk. Þurý var alltaf mér svo góð. Alltaf þegar ég kom í heimsókn gaf hún mér nammi. Hún átti heima á Heimaey í 30 ár og svo í Kópavogi í tvö ár. Ég vona að henni líði vel hjá Guði og Jesú. Amen. Þinn elskandi frændi Hreiðar Örn. Þegar Þurý fór til útlanda gaf hún mér píluspjald og nammi. Þegar ég kom til hennar gaf hún mér nammi. Og þegar ég fór til útlanda þá gaf hún mér 150 evrur og þá átti ég 900 evrur. Hún var alltaf svo góð við alla og hún var mjög skemmtileg. Guð blessi hana og geymi hana alltaf. Þinn frændi Óskar Elías. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að skrifa minningargrein um þig, elsku Þurý mín. Mitt hlut- verk í skrifum var frekar þegar skemmtanir voru í vinnunni hjá okk- ur. Ég kynntist Þurý þegar við unn- um saman hjá Íslenskum matvælum og byrjuðum við sjö við vinnslu á síldinni en sameinuðumst svo laxa- vinnslunni. Ég man þegar við fórum á sæl- kerakvöldið til Jónu og ég mætti með hárkollu og þú hélst að ég hefði verið í klippingu, en við gátum nú hlegið að því eftir á. Ég man þegar við sátum alltaf á móti hvor annarri í kaffistofunni og Bossý var með Lu-kexið sem við borðuðum alltaf frá henni. Man ég þegar ég keypti mér glæ- nýjan bíl og þú vissir að hann væri silfurgrár. Svo bentir þú á eldgaml- an bíl og sagðir: ,,Vá, hvað hann er flottur.“ En ég var fljót að fyrirgefa þér. Ég man þegar við vorum búin í pásu og þú fórst alltaf í vitlausan slopp þar sem þú mundir aldrei eftir hvar þú hefðir farið úr þínum, en varst svo farin að bíða eftir að við hin klæddum okkur og þá hékk þinn sloppur eftir. Ég man að þú þoldir ekki þegar Liverpool var með leiki því þá varð Jobbi svo æstur eða sagði ekki orð eftir leikinn. Ég man þegar þú fórst að kaupa veggklukkur og þær voru alltaf bil- aðar þannig að við græddum nú oft lengri pásu en við áttum að fá. Ég get endalaust haldið áfram að rifja upp eins og pakkaskiptin á jól- unum, þú að láta leggja á hnífana uppi í Ísfélagi fyrir okkur, marblett- urinn sem ég fékk þegar ég datt í tröppunum, crepes-pönnukökurnar ÞURÍÐUR MARGRÉT GEORGSDÓTTIR ✝ AðalheiðurHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 17. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Oddsson, f. 30. ágúst 1886, d. 9. október 1982, og Sigríður Stefáns- dóttir, f. 31. október 1891, d. 16. maí 1964. Þau skildu. Systkini Aðal- heiðar eru Stefán Valberg, f. 22. ágúst 1920, d. 4. október 1994, Oddrún Sigríður, f. 9. febrúar 1923, Óskar Hafsteinn, f. 2. októ- ber 1925, d. 8. febrúar 1985, Ingi- mar Þorsteinn, f. 19. júní 1929, d. 25. febrúar 1980, Hanna, f. 23. október 1931, Oddgeir, f. 18. októ- ber 1933. Samfeðra eru einnig systkinin Guðrún Erla, f. 31. jan- úar 1942, og Oddur Kristinn, f. 8. febrúar 1946. Aðalheiður giftist Eiríki Guð- laugssyni, f. 27. apríl 1926, d. 19. október 1978. Börn þeirra eru: 1) Hafdís, f. 19. nóvember 1952, d. 15. maí 1953, 2) Guðrún Hafdís, f. 7. júní 1957, maki Gunnar M. Gunn- arsson, f. 24. október 1956. Börn þeirra eru: a) Gunnhildur Sara, f. 30. janúar 1978, og b) Daði, f. 19. f. 21. nóvember 1976, maki Gustav Pétursson, f. 7. júlí 1979. Dóttir þeirra er Katrín Valgerður, f. 17. apríl 2003. b) Valgerður Björg, f. 29. september 1980, maki Ólafur B. Bjarkason, f. 28 desember 1977. Dóttir þeirra er Matthildur Agla, f. 20. ágúst 2005. Seinni kona Haf- steins er Berglind María, f. 12. febrúar 1963. Börn þeirra eru: c) Hrefna Björg, f. 10. ágúst 1987, d. 16. janúar 1995, d) Kristján Númi, f. 7. október 1990, d. 16. janúar 1995, e) Aðalsteinn Rafn, f. 20. september 1992, d. 16. janúar 1995, f) Íris Hrefna, f. 13. desem- ber 1996, g) Birta Hlín, f. 25. júní 1998. Sambýlismaður Aðalheiðar frá 1984 var Kristinn Hannesson, f. 14. janúar 1927, d. 26. maí 2000. Aðalheiður fæddist við Lauga- veginn í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar og fór þá að vinna við heimilisstörf og fram- reiðslu á veitingastöðum. Hún flutti að Meiðastöðum í Garði árið 1952 ásamt Eiríki manni sínum, og vann hún þar hjá tengdaforeldrum sínum við saltfiskverkun fyrstu ár- in. Aðalheiður og Eiríkur reistu síðan frystihús að Meiðastöðum 1966. Aðalheiður öðlaðist réttindi sem fiskmatsmaður og starfaði sem verkstjóri í eigin frystihúsi til ársins 1972. Þá seldu þau rekst- urinn og fluttu að Hagaflöt 3 í Garðabæ. Þá hóf Aðalheiður störf á Vífilsstöðum og Landspítalanum þar til hún hætti að vinna sökum heilsubrests. Útför Aðalheiðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ágúst 1983. Dóttir Gunnhildar Söru er Júlía Sara, f. 24. maí 2004. 3) Guðlaugur, f. 16. apríl 1959, maki Dagmar Hallgríms- dóttir, f. 23. janúar 1955. Börn þeirra eru: a) Ellen Svava, f. 9. júlí 1973, maki Magnús Guðlaugs- son, f. 12. júní 1973. Dætur þeirra eru Íris Eva, f. 9. júlí 2000, og Karen Ósk, f. 10. apr- íl 2002, b) Aðalheiður Ósk, f. 5. október 1986, og c) Eirík- ur, f. 9. september 1989. 4) Ásta Ellen, f. 14. september 1963, maki Ólafur Einar Júlíusson, f. 22. júní 1967. Börn þeirra eru: a) Heið- mundur Einar, f. 1. desember 1992, b) Margrét Eydís, f. 10. jan- úar 1995, c) Ragnar Eiríkur, f. 6. desember 1996, d) Charlotta Elín, f. 27. september 2001. Fyrir átti Aðalheiður synina: 5) Sigurð Lár- usson, f. 10. apríl 1944, maki Guð- rún Óla Pétursdóttir, f. 10. maí 1947. Þau skildu. Þeirra börn eru: a) Pétur, f. 16. desember 1966, og b) Elín, f. 16. janúar 1973. Sam- býliskona Sigurðar er Guðrún Greipsdóttir, f. 8. október 1944. 6) Hafstein Númason, f. 22. mars 1951, maki Salvör Jóhannesdóttir, f. 30. október 1957. Þau skildu. Þeirra börn eru a) Jóhanna Helga, Nú er hún Alla, tengdamóðir mín, dáin. Hún hafði verið ansi veik frá því í vor og var, held ég, hvíld- inni fegin þegar dauðinn vitjaði hennar. Ég var bara átján ára þegar við Alla kynntumst og hún bauð mig velkominn á heimili sitt þegar ég var að biðla til Guðrúnar, dóttur hennar. Húsið á Hagaflötinni í Garðabænum var alltaf opið og allt- af var pláss, matur og notalegt spjall til reiðu. Eiríkur, eiginmaður Öllu, lést aðeins rúmlega fimmtug- ur og ég fékk bara þrjú ár til að AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.