Morgunblaðið - 03.10.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.10.2005, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Aðalbjörg Hall-dórsdóttir fædd- ist á Öngulsstöðum í Eyjafirði 21. maí 1918. Hún lést á Ak- ureyri að morgni þriðjudagsins 27. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- gerður Siggeirsdóttir, f. 21.11. 1890, d. 11.5. 1986, og Halldór Sigurgeirsson, f. 13.12. 1891, d. 25.2. 1967, bændur á Öngulsstöðum. Systkini Aðalbjargar eru fjögur: Þórhallur, smiður á Öngulsstöð- um, f. 1915, hann er látinn; Helga, húsfreyja á Akureyri, f. 1920, hún er látin; Sigurgeir, bóndi á Öng- ulsstöðum, f. 1921, kvæntur Guð- nýju Magnúsdóttur frá Litladal í Saurbæjarhreppi; Jóhanna, hús- freyja á Brúum í Aðaldal, f. 1923, hún var gift Gísla Ólafssyni frá Kraunastöðum í sömu sveit. Hann lést fyrr á þessu ári. Hinn 12. febrúar 1944 giftist Að- albjörg Sigurði Guðmundssyni frá Naustum við Akureyri, f. 16.4. 1920, sóknarpresti á Grenjaðar- stað í Aðaldal 1944–1986, hann var prófastur Þingeyjarprófastsdæmis 1957–1958 og 1962–1986, vígslu- biskup Hólastiftis hins forna 1982– 1991. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Steinunn Sigríður, f. 29.9. 1944, læknafulltrúi við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, gift Ingólfi Steinari Ingólfssyni, f. 7.5. 1944, rafvélavirkjameistara. Börn þeirra eru: Sigurður, bókmennta- fræðingur og menntaskólakenn- ari, kvæntur Ólöfu Björk Braga- dóttur, myndlistarmanni og menntaskólakennara, þau eiga tvo syni; Benedikt tónlistarmaður, í sambúð með Hugrúnu Ragnheiði Hólmgeirsdóttur málfræðingi, þau skólanemi. 5) Ragnheiður, f. 15.10. 1954, yfirbókavörður Menntaskól- ans á Akureyri, gift Braga Guð- mundssyni, f. 19.1. 1955, dósent við Háskólann á Akureyri. Börn þeirra eru: Aðalbjörg háskóla- nemi, í sambúð með Valgarði Reynissyni háskólanema; Guð- mundur grunnskólanemi. Aðalbjörg gekk í farskóla í Öng- ulsstaðahreppi frá tíu ára aldri og fram að fermingu en var síðan í Húsmæðraskólanum á Laugalandi fyrsta starfsár hans, veturinn 1937–1938. Hún var í vist á nokkr- um heimilum í Reykjavík næstu vetur, starfaði eitt sumar á leik- skólanum Tjarnarborg en önnur sumur var hún heima á Önguls- stöðum uns hún flutti að Grenjað- arstað um mitt ár 1944. Aðalbjörg bjó á Grenjaðarstað í Aðaldal 1944–1986, á Hólum í Hjaltadal 1986–1991 en eftir það á Akureyri. Hún rak bréfahirðingu og símstöð á Grenjaðarstað 1944– 1953 og annaðist safnvörslu í Byggðasafni Suður-Þingeyinga í gamla bænum þar 1975–1986. Þá hafði hún alla tíð umsjón með Grenjaðarstaðarkirkju. Hún hafði lengi mörg börn og unglinga í heimavist á heimili sínu og þar var einnig farskólakennsla fyrstu tólf árin. Þá bjuggu hjá þeim hjónum margir nemendur unglingaskóla, „prestaskóla“, sem Sigurður rak á Grenjaðarstað nær samfleytt 1944–1969. Aðalbjörg Halldórsdóttir var fé- lagslynd kona. Hún var lengi lífið og sálin í Kirkjukór Grenjaðar- staðarsóknar og seinna tók hún virkan þátt í Kirkjukór Hólasókn- ar. Segja má að hún hafi tilheyrt síðustu kynslóð þeirra prests- kvenna í sveit sem greindu lítt á milli einkaheimilis síns og embætt- isbústaðarins. Dyr hennar stóðu ævinlega opnar sóknarbörnunum við skírnir, fermingarundirbún- ing, hjónavígslur, kirkjukaffi eftir messu eða erfidrykkjur, svo fátt eitt sé nefnt. Útför Aðalbjargar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eiga tvær dætur; Rut háskólanemi, í sam- búð með Hreggviði Ársælssyni grafísk- um hönnuði, þau eiga einn son. 2) Þorgerð- ur, f. 28.11. 1945, d. 14.10. 2003, myndlist- armaður og kennari í Reykjavík. Hún var gift Gylfa Jónssyni, f. 28.4. 1945, presti. Þau skildu. Sonur þeirra er Jón Gunnar Gylfason kerfisfræð- ingur, sambýliskona hans er Solveig Edda Vilhjálms- dóttir nemi. Sambýlismaður Þor- gerðar var Ólafur Hermann Torfa- son, f. 27.7. 1947, rithöfundur. 3) Halldór, f. 2.11. 1947, skólastjóri í Þorlákshöfn, kvæntur Ester Hjart- ardóttur, f. 25.2. 1952, grunnskóla- kennara. Dóttir þeirra er Aðal- björg framhaldsskólanemi. Halldór var áður kvæntur Ástu Finnbogadóttur, f. 27.11. 1948, innanhússarkitekt. Synir þeirra eru Haraldur, vörustjóri hjá Víf- ilfelli, í sambúð með Helenu Hall- dórsdóttur, ritara hjá fasteigna- sölu. Haraldur var áður kvæntur Áslaugu Rannveigu Stefánsdóttur háskólanema og á með henni þrjú börn; Davíð umhverfisstjóri sveit- arfélagsins Ölfuss, kvæntur Elsu Gunnarsdóttur, starfsmanni Ís- landspósts, þau hafa eignast þrjú börn, eitt þeirra er látið. 4) Guð- mundur, f. 13.8. 1949, ráðunautur Vesturlandsskóga á Hvanneyri, kvæntur Sigrúnu Kristjánsdóttur, f. 24.12. 1955, starfsmanni Anda- kílsskóla. Börn þeirra eru: Ástríð- ur leikskólakennari, gift Birni Hauki Einarssyni tamningamanni, þau eiga tvö börn; Sigurður, tré- smiður og háskólanemi, í sambúð með Aldísi Örnu Tryggvadóttur viðskiptafræðingi; Kristján fram- haldsskólanemi; Davíð grunn- Móðir mín Aðalbjörg er fallin frá. Minningarnar streyma hjá nú á þessum tímamótum, minningar frá bernskuárunum á Grenjaðarstað og allt til þessara síðustu ára hennar. Frá bernskuárum er margs að minn- ast, t.d. heyskapar á engjum, ég sem lítill snáði að leika mér við hlið mömmu sem þá var ef til vill að raka saman heyi. Eitt sinn álpaðist sá litli að þröngum læk í nágrenninu og í forvitni sinni þurfti hann að hvolfa sér á höfuðið í lækinn. Mér er sagt að skyndilega hafi mamma rokið af stað og stefnt að læknum, einmitt þar sem ég var, og dregið mig upp úr rennandi og hóstandi, varla með réttu ráði. Þarna kom hún mér til bjargar og sagði eftir á að hún hefði fundið þetta á sér og vitað nákvæm- lega hvar ég var. En þetta var bara upphafið. Milli okkar hefur alltaf verið sérstakt samband, skilningur og lík gamansemi á ólíkum stundum, strengur allt til hinsta dags. Mamma var ein af þessum konum sem áttu alltaf tíma og hún tók þátt í útistörfum jafnt sem öðrum heimilis- störfum. Sem prestsfrú tók hún á móti ótrúlegum fjölda gesta en á þessum tímum var boðið inn í kirkju- kaffi eftir flestar kirkjuathafnir. Í mínum minningum sé ég alltaf fyrir mér fullt hús af gestum á Grenjaðar- stað og kaffiveitingar. Mamma var virkur félagi í kirkjukór Grenjaðar- staðar og oftar en ekki voru æfingar heima í stofu. Ég fylgdist að sjálf- sögðu með þessum æfingum á mín- um fyrstu árum og lifði mig svo inn í þær að stundum var ég víst kominn í spor stjórnandans, pínu pollinn. Mamma fann oft ýmislegt á sér og gat ráðið drauma sem síðan rættust eins og hún hafði spáð fyrir um. Stundum sagði hún við mig jafnt sem lítinn strák og sem fullorðinn mann: „Halldór minn, þú skalt ekki gera þetta,“ eða: „Þú skalt framkvæma þetta eins og þú ætlar þér,“ og eins sagði hún oft: „Þú skalt skoða þetta vandlega áður en þú tekur ákvörð- un.“ Það var hægt að treysta henni, það var ég búinn að læra og þessa fyrirhyggju hennar hef ég haft að leiðarljósi í lífi mínu. Í mörg ár ráku þau mamma og pabbi unglingaskóla á Grenjaðar- stað. Það starf bættist við öll önnur störf mömmu vetur eftir vetur og alltaf voru einhverjir unglinganna búsettir heima á meðan á skóla- göngu þeirra stóð. Hún tók þeim sem viðbótarbörnum sínum og þjón- aði þeim af kostgæfni eins og henni var einni lagið. Við systkinin eign- uðumst marga vini og kunningja á þessum árum, vini sem hafa tengst fjölskyldunni traustum böndum. Mamma hafði sérstakan áhuga á blómum og var garðurinn hennar á Grenjaðarstað alltaf fallegur og vel hirtur. Mér er það mjög vel minn- isstætt hvað það skipti hana miklu máli að garðurinn væri sleginn og hún átti alltaf stundir til að hlúa að blómum og öðrum jurtum þar. Við systkinin vissum alltaf að garðinn hennar mömmu yrðum við að ganga vel um. Að gefa mömmu blóm var líka alltaf sérstakt því hún tók þeim svo fagnandi og var svo þakklát, þau voru viðbót við allt það lifandi og fal- lega sem lífið bauð upp á. Jólin á Grenjaðarstað voru alltaf sérstök með miklum hefðum, lamba- læri að hætti mömmu og appelsínum og eplum sem voru á þessum tíma bara um jól. Eftir að við krakkarnir vorum komin með fjölskyldur og flutt að heiman kom aldrei annað til greina en að fara austur að Grenj- aðarstað um jól, nýár og páska. Allt- af mættu fjölskyldurnar þó þær stækkuðu og stækkuðu, þar var allt- af pláss og þessi ár eru í minningunni sem ævintýri þar sem eitthvað skemmtilegt var að gerast. Við systkinin áttum þarna ótrúleg ár þar sem mamma stóð sem klettur í öllu því sem þurfti að gera. Það var ekki nóg með að við værum þarna á jólum og páskum, við áttum margar góðar vikur saman á sumrin. Synir mínir tveir hafa oft talað um gömlu, góðu árin á Grenjaðarstað en þeir voru sem litlir strákar oft hjá ömmu og afa í sveitinni og muna ömmu sína sem ömmu sem alltaf var svo góð við þá, átti alltaf tíma fyrir þá, bjó alltaf til svo góðan mat, var virkileg amma. Þegar ég var lítill strákur sagði mamma einu sinni við mig: „Halldór minn, ef þú eignast stelpu þegar þú ert orðinn stór þá vil ég að hún verði skírð Aðalbjörg.“ „Auðvitað, mamma mín,“ sagði litli strákurinn og brosti til mömmu sinnar. Árin liðu og litli strákurinn, sem var orðinn stór, átti tvo stráka sem amma þeirra elskaði, en engin var komin stelpan. Árum síðar hitti strákurinn mömmu sína og sagði: „Það er komin stelpa og þú veist hvað hún á að heita.“ Það komu tár í hvarma henn- ar og þau urðu fleiri þegar strák- urinn hennar sagði henni að hún ætti að halda á stelpunni undir skírn. Í dag er þessi litla stúlka sem litli strákurinn hennar mömmu sinnar lofaði henni á sínum tíma, 17 ára stúlka sem saknar ömmu sinnar og nöfnu. Árið 1986 tók pabbi við embætti vígslubiskups og tóku þá foreldrar mínir þá ákvörðun að flytja að Hól- um í Hjaltadal og gera þann stað aft- ur að biskupssetri. Þau ár sem þau bjuggu þar eignuðust þau marga vini og þar var mamma virt sem vígslu- biskupsfrú af Skagfirðingum engu síður en hún var virt og metin sem prestsfrú, bóndakona, símamær, húsmóðir, móðir og ótalmargt fleira af Þingeyingum öll árin á Grenjaðar- stað. Síðustu ár hafa þau mamma og pabbi búið á Akureyri og þangað hef- ur ætíð verið gott að koma. Þegar mamma vissi að ég væri á leið með fjölskyldu mína til Akureyrar var farið í búðina og keypt eitthvað sem mér finnst gott, og þegar komið var í hús eftir langan akstur var gott að setjast t.d. að heitu hangikjöti með kartöflum og hvítri sósu. Við Ester og öll mín fjölskylda komum til með að sakna mömmu sem var svo sterk allt sitt líf, gaf okk- ur svo margar stundir, kenndi okkur svo margt. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hana, þakklát fyrir að hún fékk að lifa og starfa öll þessi ár og áorkaði svo miklu, skilaði svo miklu til okkar og annarra samferða- manna. Megi góður Guð styrkja okk- ur öll er við kveðjum elskulega móð- ur, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Halldór. Hún var greind, viljasterk, fram- takssöm, listræn, smekkvís, gestris- in, greiðvikin, söngelsk, lagvís – og er þá fátt eitt talið sem prýddi hana tengdamóður mína. Mér mun seint líða úr minni er ég sótti hana fyrst heim að Grenjaðarstað á hvítasunnu 1975. Hjartað sló ört. Hvernig skyldi prófastsfrúin taka mannsefni yngstu dótturinnar? Hvernig átti að um- gangast konu í hennar stöðu? Það var húnvetnskum sveitadreng alls ekki ljóst en efinn hvarf fljótt því móttökur voru því líkastar að koma heim, allt var svo yfirmáta eðlilegt og áreynslulaust. Síðan þá hefur bát- ur okkar Ragnheiðar löngum siglt farsællega í grennd við fley þeirra Aðalbjargar og Sigurðar. Á háskóla- árunum í Reykjavík tókum við marg- sinnis á móti þeim syðra, ellegar sóttum þau heim í lengri fríum og á sumrum, seinna ferðuðumst við sam- an landshorna á milli og loks deildum við fjölbreyttum samverustundum á Akureyri síðustu fjórtán árin. Allur þessi tími auðgaði og gaf, ekki síst hin sterka nærvera eyfirsku bónda- dótturinnar sem var hvort tveggja í senn, mikið náttúrubarn og heilmik- ill aristókrat. Aðalbjörg var vinmörg kona en gekk þó ekki alltaf sömu braut og aðrir. Það lét hún sig litlu skipta. Knúin áfram af ríkri réttlætiskennd og sterkum vilja hélt hún þá leið sem hún vissi réttasta hverju sinni og ef samferðafólkið var henni ekki full- komlega samstiga varð einfaldlega að hafa það. Hún lét stundarfyrir- bæri ekki glepja sig, heldur hélt sí- fellt í þau grundvallarlífsgildi sem hún lærði ung á Öngulsstöðum af foreldrum sínum og móðurforeldr- um. Hugur hennar yfirgaf aldrei þá Staðarbyggð sem fóstraði hana í æsku og uppvexti. Aðalbjörg naut lítillar skólagöngu og hefði sjálf kosið hana lengri. Hún hafði því stundum nokkra minni- máttarkennd gagnvart þeim sem lengur höfðu vermt skólabekki. En það sem hana hugsanlega skorti í formlegri menntun bætti hún rösk- lega upp með eðlislægri greind og hæfni til þess að takast á við ný og ný viðfangsefni. Ótaldar eru til dæmis allar þær móttökur sem hún stóð fyrir af miklum myndarskap á heim- ili sínu, fyrir lærða sem leika, inn- lenda sem erlenda. Ég kom of seint inn í fjölskyldu hennar til þess að kynnast margmenninu og umstang- inu sem fylgdi skólahaldi og heima- vist á Grenjaðarstað, en ég kom nógu snemma til að fylgjast með henni flytja á milli héraða, fara af einu frægðarsetrinu á annað, kynn- ast nýju fólki og marka sér eftir- minnilega stað á Hólum í Hjaltadal. Sá búferlaflutningur varð þjóðkirkj- unni og Hólastað öllum ótvírætt til framdráttar og skipti þar auðvitað mestu hve mikilhæf hjón voru á ferð. Það var tæplega sjötugri konu ekki létt að takast á við slík umskipti en á Hólum varð hún brátt heima svo um munaði. Enda gleymdum við hin oft aldri hennar á þeim árum. Slíkur var viljinn, vitið og krafturinn. Náttúrubarnið Aðalbjörg birtist í mörgu og fléttaðist listhneigð henn- ar og sköpunargáfu órofa böndum. Garðurinn hennar á Grenjaðarstað var sælureitur sem hún sótti í ómælda ánægju og endurnæringu. Í minningunni var þar alltaf sól og lit- skrúðugt blómstur. Þá fegurð flutti hún inn í híbýli sín því að sumarlagi hafði hún gjarnan á borðum vatns- fylltar skálar þar sem ofan á flutu hugkvæmar samsetningar ýmissa plantna. Og einhvern veginn töfraði hún réttu litina saman svo úr urðu sönn listaverk. Sköpunargleði henn- ar fékk einnig útrás í vefnaði, flosi og útsaumi. Mynstrin bjó hún til sjálf og á heimili okkar Ragnheiðar er til dæmis bráðfallegt flosverk sem hún gerði dóttur sinni í tilefni braut- skráningar þeirrar síðarnefndu úr háskóla. Og svo voru það berin. Það var næstum til vandræða ef sumar var gott og haustaði hægt því þá var steðjað í ber og tínt og tínt og tínt. Í Aðaldal voru Hvammabrekkurnar gulls ígildi, á Hólum þurfti aðeins rétt upp fyrir tún. Á slíkum tímum gat búkonan alveg gleymt sér við að bjarga verðmætum, stundum tíndi hún bláber en þó miklu heldur að- albláber sem voru henni aðall ís- lenskra berja. Snyrtimennska var tengdamóður minni í blóð borin, innandyra sem ut- an. Ef skepnur gerðu stykki sín á hlaðinu á Grenjaðarstað eða fyrir framan gamla bæinn var hún óðara mætt og fjarlægði óþrifnaðinn. Kirkjuna og bæinn þreif hún reglu- lega og eftir ótal heimsóknir í sveita- kirkjur vítt um land er mér fullljóst að fiskiflugur í gluggum og á gólfum eru miklu fremur regla en undan- tekning. Grenjaðarstaðarkirkju hélt AÐALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.