Morgunblaðið - 03.10.2005, Qupperneq 25
Aðalbjörg ætíð tandurhreinni og var
það ærinn starfi yfir háannatímann
vegna þess mikla fjölda ferðamanna
sem lengi hefur lagt leið sína á stað-
inn.
Félagsstörf skipuðu mikilvægan
sess í lífi Aðalbjargar. Til sveita var
um fátt annað að velja en þátttöku í
kvenfélagi og kirkjukór. Hvort
tveggja naut krafta hennar til hins
ýtrasta en eigi að velja á milli er ótví-
rætt að Kirkjukór Grenjaðarstaðar-
kirkju var henni hjartfólgnari. Hún
lagði vissulega upp úr góðum prédik-
unum og annarri frammistöðu
manns síns, en ef söngurinn var slak-
ur, einkum í heimakirkjunni, mátti
heita að athöfnin væri ónýt. Þar
gerði hún stífar kröfur til bæði
sjálfrar sín og annarra. Síðustu tvo
áratugina var Friðrik Jónsson á
Halldórsstöðum organisti og söng-
stjóri kórsins á Grenjaðarstað. Með
honum og Aðalbjörgu tókst einkar
náið samstarf og oft drakk hann kaffi
í eldhúskróknum hjá henni. Það er
því ekki undarlegt að tónsmíðar
Fikka hafi verið Aðalbjörgu kærar
og tvær þeirra, Rósin og Við gengum
tvö, fylgja henni síðasta spölinn á út-
farardegi.
Ég kveð kæra tengdamóður er var
mér sem besta móðir í full þrjátíu ár.
Hún er að öllum öðrum ólöstuðum
einhver mikilhæfasti einstaklingur
sem ég hef þekkt. Það var sannköll-
uð gæfa að fá að skrifa sameiginlega
sögu hennar og Sigurðar tengdaföð-
ur míns fyrir rúmum áratug. Þá
gafst mér einstakt tækifæri til þess
að kynnast þeim báðum býsna náið
og að því mun ég búa ævilangt. Nú
hverfur hún af vettvangi að loknu
löngu dagsverki og ég er sannfærður
um að á himnum verður koma henn-
ar ekki grátin þótt við hin sem jarð-
nesk erum verðum voteyg um sinn.
Bragi Guðmundsson.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængjavíddir,
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn, rósin mín,
er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður kyssa blómið,
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldrei það er minning þín.
(Guðm. G. Halld.)
Við viljum með örfáum orðum fá
að kveðja hana Aðalbjörgu ömmu
okkar. Það voru skemmtilegir tímar
sem við áttum með henni og afa þeg-
ar við komum norður. Tekið var á
móti okkur með opnum örmum og
hlýhug. Amma var vinnusöm og
munaði ekkert um að taka á móti
stórfjölskyldu frá Hvanneyri. Þegar
við komum eftir langa ferð beið okk-
ar kvöldkaffi og uppábúin rúm.
Minningarnar eru margar og erf-
itt að taka einhverjar umfram aðrar.
Ein minning er þó sterk hjá okkur
systkinunum. Þegar búið var að
opna pakkana á aðfangadagskvöldið
var beðið eftir því að amma og afi
hringdu. Við systkinin kepptumst
um símtólið og sögðum frá jólagjöf-
unum sem við höfðum fengið.
Einnig er okkur minnisstætt þeg-
ar amma fór með okkur í gamla bæ-
inn á Grenjaðarstað og sýndi okkur
alla gömlu hlutina. Hún sagði okkur
til hvers hlutirnir voru notaðir og bú-
um við vel að því enn þann dag í dag.
Annað sem við systkinin munum
eftir, er þegar við kvöddum ömmu þá
fengum við alltaf koss á kollinn. Í
seinni tíð eftir að amma og afi fluttu
til Akureyrar fengu barnabarna-
börnin einnig koss á kollinn í kveðju-
skyni svo að sumt breytist aldrei. Og
eitt er það sem aldrei gleymist og
það er minning okkar yndislegu
ömmu.
Elsku afi, við hugsum til þín, guð
veri með þér í sorg þinni.
Þegar lífsins leiðir skilja,
læðist sorg að hugum manna.
En þá sálir alltaf finna
yl frá geislum minninganna.
(Helga Halld. frá Dagverðará.)
Ástríður, Sigurður, Kristján
og Davíð Guðmundsbörn.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sér horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Hvíl í friði, elsku langamma.
Takk fyrir allt.
Halldór Stefán, Hadda Mar-
grét og Harpa Elín.
Undarlegt er allífið,
elsku börnin mín
með ömmunum og öfunum
og undralöndin sín.
Það getur verið grimmilegt
og grátlegt sérhvern dag
en oft er eins og syngi
englar spánýtt lag.
En einhvern veginn er það
að allt sem fyrir var
það fer í framtíð ykkar
og fegurðin er þar.
Og ekki gráta ömmu
sem er í nýjum stað
því hún er alltaf hjá ykkur
og hjartað veit um það.
Sigurður Ingólfsson.
Víst er það mikið happ fyrir ungt
fólk, sem er á leið út í lífið, að fá leið-
sögn og handleiðslu þeirra sem eldri
eru og reyndari.
Við, prófastshjónin í Laufási, vor-
um svo heppin á okkar fyrstu sam-
búðarárum að eiga prófastshjónin á
Grenjaðarstað, þau Aðalbjörgu og
sr. Sigurð, sem trausta vini og leið-
beinendur. Og mörg sporin hafa þau
hjón síðan fetað á undan okkur og
verið okkur mikilvægar fyrirmyndir.
Þau hjón hafa alltaf tekið okkur
eins og við værum börnin þeirra,
sýnt okkur skilning og hlýju. Þau
hafa hvatt okkur til dáða og stutt
okkur þegar í móti hefur blásið.
Aðalbjörg var ein af þessum sí-
vinnandi prestsfrúm, sem voru e.t.v.
ekki eins áberandi og eiginmenn
þeirra. En verkin sögðu sitt, og hlý-
leiki Aðalbjargar og gestrisni veitti
gestum og gangandi þá tilfinningu,
að sérhver sem kom í heimsókn var
innilega velkominn.
Aðalbjörg hefur í gegnum áratug-
ina staðið við hlið sr. Sigurðar og
stutt hann á marga vegu í annasömu
starfi.
Og heimili þeirra hjóna hefur ver-
ið söfnuðum og vinum sem annað
heimili. Þar fóru kirkjukórsæfingar
fram og margs konar fundir haldnir,
að ógleymdum skólarekstri.
Og árin liðu, samskiptin ávallt hlý
og vináttan traust, og þegar þau
vígslubiskupshjón luku starfsferli
sínum og fluttu frá Hólum til Ak-
ureyrar áttuðuðum við okkur fyrst á
því, að þau hjón voru farin að eldast.
Og við gerðum okkur grein fyrir því,
að heilsu Aðalbjargar hnignaði meir
en sr. Sigurðar. Og nú síðustu miss-
erin var ljóst að heilsa Aðalbjargar
var orðin svo slök, að erfitt var fyrir
sr. Sigurð og dætur þeirra á Akur-
eyri að sinna henni sem skyldi.
Og nú er Aðalbjörg gengin til him-
insins heim, en eftir lifir hlý minning
um konu sem lagði sig af lífi og sál í
þjónustustarf fyrir kirkju og kristni.
Við þökkum henni trausta vináttu,
gott uppeldi og notalegt samstarf lið-
inna áratuga.
Við vottum sr. Sigurði og fjöl-
skyldu hans innilega samúð og biðj-
um Guð að blessa minningu Aðal-
bjargar.
Inga og Pétur, Laufási.
Útsýnisferð í Bárðardal á sól-
breyskju sumardegi fyrir tveimur
árum. Jökulgormað Skjálfandafljót
mætir tærri Svartá. Vatnsföllin
bugðast samhliða norður úr svo
langt sem augað eygir. Eins og tvær
persónur, svo ólík, svo náin. Í aft-
ursætinu Aðalbjörg og sr. Sigurður,
ólík, náin, heilsteypt eins og nátt-
úruöfl.
Í framsætinu dóttir þeirra Þor-
gerður, kær sambýliskona mín í tæp-
an áratug, í síðustu heimsókn til
Norðurlands. Að ferðast með þessu
fólki var alltaf eins og að vera í op-
inberri heimsókn. Aðalbjörg og Sig-
urður voru ævintýralyklar að landi
og þjóð. Ferðin er í minningunni eins
og samnefnari ferðalaganna og sam-
skiptanna, heit og faðmandi.
Aðalbjörg tók mér einkar hlýlega
þegar Þorgerður kynnti mig fyrir
fjölskyldunni og hún lét sér annt um
mig í smáatriðum í þau fjölmörgu
skipti sem við gistum hjá þeim hjón-
um á Akureyri. Ég er Aðalbjörgu
óendanlega þakklátur fyrir um-
hyggju og ástúð. Og það eru svo
margir aðrir sem þakka og virða.
Aragrúi nafna og þakkarorða í fjölda
gestabóka spanna tugi ára á heim-
ilinu. Við utan-þjóðkirkjufólk í vina-
hópnum erum kannski ekki síst
þakklát, Aðalbjörg og Sigurður hafa
hjálpað okkur að skynja betur, meta
og virða þjóðkirkjuna.
Aðalbjörg Halldórsdóttir hafði
mikla og merka reynslu, sterka nær-
veru og áhrifaríkt viðmót. Hún átti
inni fyrir því að vera skorinorð og
skoðanaföst. Hún sagði það sem hún
meinti og meinti það sem hún sagði.
En gat líka verið uppátækjasöm
sagnakona. Oft rakti hún fyrir mér
liðna tíð í bundnu og lausu máli og
skondnum lýsingum. Hún kom
merkingu og tilfinningu í stuttar og
hnitmiðaðar setningar. Þannig var
kímnigáfa hennar líka.
Lífsstarf Aðalbjargar var mikið og
uppskeran er ríkuleg í glæsilegri og
öflugri fjölskyldu. Áhrif hennar hafa
síast víða út í samfélagið. Ég bið Guð
að blessa Aðalbjörgu Halldórsdóttur
og minningu hennar.
Ólafur H. Torfason.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 25
MINNINGAR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og systir,
JÓNA VILBORG PÉTURSDÓTTIR,
Fannborg 1,
Kópavogi,
áður til heimilis á Siglufirði,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudag-
inn 4. október kl. 13:00.
Jóhann Örn Matthíasson, Hulda Ágústsdóttir,
Elísabet Kristjana Matthíasdóttir, Jón Einar Valgeirsson,
Hjördís Sigurbjörg Matthíasdóttir, Einar Þór Sigurjónsson,
Pétur Björgvin Matthíasson, Ólafía Einarsdóttir,
Halldóra Sigurjóna Matthíasdóttir, Snævar Valentínus Vagnsson,
Matthildur Guðmunda Matthíasdóttir, Gunnar Júlíus Jónsson,
Stella María Matthíasdóttir, Ásgeir Þórðarson,
Kristján Jóhann Matthíasson, Sigríður Halldóra Ragnarsd.,
Braghildur Sif Matthíasdóttir, Ásgrímur Ari Jósefsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Ársölum 3,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðviku-
daginn 5. október kl. 13:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð MND félagsins.
Ragnar Jón Jónsson,
Ragnar Helgi Ragnarsson, Maren Kjartansdóttir,
Heiðrún Ragnarsdóttir, Ragnar F. Magnússon,
Ragnheiður Anna Ragnarsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁSKELL EINARSSON
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Norðlendinga,
sem lést sunnudaginn 25. september sl., verður
jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
8. október nk. kl. 14.00.
Guðrún Áskelsdóttir, Örn Gíslason,
Steinunn Áskelsdóttir, Birgir Steingrímsson,
Ása B. Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson,
Ólafía Áskelsdóttir, Haraldur Jóhannsson,
Einar Áskelsson, María Sif Sævarsdóttir,
Valdimar Steinar Guðjónson, Eygerður Bj. Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins hf.,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
30. september.
Málfríður I. Vilhjálmsdóttir,
Sigurlaug Vilhjálmsdóttir,
Jón Vilhjálmsson, Jóhanna Rósa Arnardóttir,
Arnar Sch. Thorsteinsson, Harpa Guðfinnsdóttir,
Sverrir Sch. Thorsteinsson, Rannveig Þorvaldsdóttir,
Vilhjálmur Jónsson,
Svavar Brynjúlfsson,
Erna Dís Brynjúlfsdóttir, Valur Tómasson,
Katrín Sigríður Arnarsdóttir,
KAMILLA BRIEM
frá Melstað,
Grettisgötu 74,
Reykjavík,
lést að elliheimilinu Grund 1. október.
Soffía Briem og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Minningargreinar