Morgunblaðið - 03.10.2005, Page 30

Morgunblaðið - 03.10.2005, Page 30
30 MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það skiptir ekki máli hvort verkefnið er lítið eða stórt þú kláraðir það og getur hlegið framan í alla sem ætluðu/hefðu get- að/hefðu átt. Í guðanna bænum vertu ánægður með sjálfan þig, annars verður erfitt að halda áfram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú berð kennsl á verðugt verkefni ef þú sérð það, það er engu líkara en að það knýi sig sjálft. Þú færð bara far. Vertu á varðbergi gagnvart verkefnum sem hafa verið of erfið of lengi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hvaðan færðu allan þennan kraft? Veittu því eftirtekt, það er í þann mund að breyt- ast. Í framtíðinni verður þú knúinn áfram af nýjum og gerbreyttum orkugjafa. Bara að restin af heiminum færi að þínu dæmi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ræddu við klárustu og mest skapandi vini þína. Ein góð hugmynd getur af sér fleiri. Hlutirnir þurfa ekki að vera erfiðir eða flóknir til þess að vera snjallir. Einfalt er gott. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samband ljónsins við foreldra sína er í brennidepli. Auðvitað er allt þeim að kenna, en hvers vegna að eyða tíma í að skella skuldinni á aðra? Bættu skaðann og haltu þína leið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er yfirleitt í hlutverki lítillátu og auðmjúku manngerðarinnar, en býr nán- ast yfir hrokafullu sjálfstrausti þessa dag- ana. Aðrir geta ekki annað en fylgt þér að málum. Það er gott að vera treyst. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þriðjungur af þrákelkni og tveir þriðju af vitneskju eru uppskriftin að yfirráðum á vinnustaðnum. Gakktu úr skugga um að þín nálgun sé áhrifaríkust. Steingeit og hrútur eru líklegust til þess að láta þig vita. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í hnotskurn vantar þig meiri peninga. Ef þú hugsar of smátt er erfitt að auka tekj- urnar. Færðu út kvíarnar með því að tala við fólk sem býr yfir gerólíkri sér- fræðiþekkingu en þú. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli, hæðirnar og lægðirnar eru farnar að vera dálítið fyrirsjáanlegar. Stökktu af. Jafn- vel rússíbani væri skárri, að minnsta kosti meira spennandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þín innri rödd líkist samvisku Gosa, sem alltaf var að prédika um rétt og rangt. Einhver sem þú lítur upp til reynir að sannfæra þig um að tiltekið athæfi sé í lagi, en þú og krybban vitið að svo er ekki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn hefur unun af því misjafna; ósamstæðum hópum og dögum þegar allt getur gerst – eins og til dæmis í dag. Vertu laus við og ekki lofa neinu, svo þú getir hlaupið frá með litlum fyrirvara. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er viðkvæmur núna og þarf að gera upp við sig hvort hann vilji að fólk segi að hann sé fullkominn eða leggi spilin á borðið. Bæði viðhorfin eru þroskandi, það er undir þér komið hvað þú telur þig ráða við. Stjörnuspá Holiday Mathis Nýtt tungl í vog er eins og ballerína í ballettkjól. Hún lítur út eins og hver annar dansari en er í raun of góð til þess að falla inn í hópinn. Þótt hún feli hæfileika sína, sjá allir eitthvað sérstakt í henni. Kannski ert þú að leyna hæfileikum þín- um fyrir öðrum líka. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com  Myndlist 101 gallery | Sigurður Árni Sigurðsson til 22. október. 101 opið fim. til laug. kl. 14–17 eða eftir samkomulagi. Byggðasafn Árnesinga | Á Washington- eyju – Grasjurtir í Norður-Dakóta. Sýning og ætigarðsfróðleikur í Húsinu á Eyr- arbakka. Opið um helgar frá 14 til 17. Til nóvemberloka. Gallerí 100° | Guðbjörg Lind, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Til 25. okt. Gallerí BOX | Elín Hansdóttir til 22. októ- ber. Gallerí Húnoghún | Anne K. Kalsgaard og Leif M. Nielsen til 21. okt. Gallerí I8 | Ólöf Nordal til 15. okt. Gallerí Sævars Karls | Völuspá, útgáfu- sýning á myndum Kristínar Rögnu við ljóð Þórarins Eldjárns. Gallerí Terpentine | Ásdís Spanó sýnir til 3. október. Garðaberg | Árni Björn Guðjónsson opnar málverkasýningu í Garðabergi Garðatorgi 7, Garðabæ, 3. okóber. Sýningin er opin til 31. október. Opið alla virka daga kl. 12.30– 16.30, nema þriðjudaga. Gerðuberg | Þórdís Zoëga til 13. nóv. Einar Árnason til 6. nóv. Grafíksafn Íslands | Helga Ármannsdóttir sýnir verk sín. Hafnarborg | Myndhöggvarafélagið í Reykjavík til 31. október. Háskólabíó | Bjarki Reyr til 23. október. Hrafnista, Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir til 4. október. Hönnunarsafn Íslands | Átta norskir gler- listamenn til 30. október. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir með myndlistarsýningu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir til 22. október. Kirkjuhvoll Listasetur | Erna Hafnes sýnir til 9. okt. Listasafn ASÍ | Anna Þ. Guðjónsdóttir og Kristleifur Björnsson. Til 9. okt. Opið alla daga nema mán. frá 13–17. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í baðstofunni til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm: Else Alfelt og Carl-Henning Ped- ersen. Einnig Svavar Guðnason og Sig- urjón Ólafsson. Til 27. nóv. Listhús Ófeigs | Gunnar S. Magnússon til 26. október. Listvinafélagið Skúli í túni | Sýningin „Skúli í vinnunni“ að Skúlatúni 4, 3. hæð. Opið frá 15–18, fim. til sun. til 9. okt. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóvember. Næsti Bar | Áslaug Sigvaldadóttir sýnir olíu á striga. Til 14. október. Orkuveita Reykjavíkur | The Roads of Ki- arostami til 28. október. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pétur“ til nóvember. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ til miðs október. Skaftfell | Bryndís Ragnarsdóttir til 8. okt. Suðsuðvestur | Jón Sæmundur Auðarson. VG Akureyri | Sex ungir listamenn sýna verk sín til 14. október. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Sýningin stendur til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Sýning á tillögum að tónlistarhúsi. Til 5. október. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýningin Þjóð verður til –menning og samfélag í 1200 ár. Opið alla daga nema mán 11–17. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal Þjóð- minjasafns Íslands stendur sýningin Mynd á þili. Er hún afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur, sérfræðings í kirkjulist, á listgripum safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Til 23. okt. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson til 5. október. Listasýning Húfur sem hlæja | Bergljóst Gunn- arsdóttir sýnir mósaíkspegla til 22. okt. Söfn Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavík- ur-Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705–1779), ævi hans og störf. Til 1. des. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru ný- stárlegar og vandaðar sýningar auk safn- búðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningar- arfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Op- ið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi 4. októ- ber kl. 12–17. Allir velkomnir. Fundir Hverfisráð Laugardals | Hverfisráð Laug- ardals býður eldri borgurum sem búsettir eru í Laugardal á íbúaþing á Grand Hótel kl. 12.30–16.30. Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og að- standendur, heldur fræðslufund 4. október kl. 20, í húsnæði Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8. Gestur fundarins er Ágústa Erna Hilmarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Hún mun ræða um mismunandi hlutverk, aðstæður og rétt aðstandenda þeirra sem greinast með krabbamein. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn | Aðalfundur Kristi- legs félags heilbrigðisstétta verður hald- inn kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Jón Jóhannsson djákni flytur hugvekju. Kaffi- veitingar að fundi loknum. Kvenfélagið Heimaey | Fundur í Ársal Hótel Sögu 3. október kl. 19.30. Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju | Fjallkonur verða með fund 4. október kl. 20. Kynning á heilsu- og snyrtivörum. Fyrirlestrar Askja-Nátturufræðihús HÍ | Dr. Klaus von See greinir frá þeirri reynslu sem hann hefur orðið fyrir sem norrænufræðingur á starfsævi sinni, í fyrirlestri sem er í boði hugvísindadeildar HÍ. Fyrirlesturinn er haldinn 4. október, í Öskju, náttúrufræði- húsi Háskóla Íslands, sal 132 og hefst kl. 16. Fyrirlesturinn er á þýsku og öllum op- inn. Opni Listaháskólinn | Einar Þorsteinn Ás- geirsson arkitekt flytur fyrirlestur í LHÍ í Laugarnesi kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefn- ist: sköpun–list–manneskja og fer Einar yf- ir farinn veg með megináherslu á síðustu þrjú ár. Námskeið Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður 8. október kl. 10–16, á Suðurlandsbr. 10, 2. hæð. Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur, fjallar um aðferðir við höndlun streitu og að ná jafnvægi undir álagi. Skráning á: info@life-navigation.com eða gsm 6638927. Nánari upplýsingar: www.lifena- vigation.com. Gigtarfélag Íslands | 3 kvölda fræðslu- námskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst 5. okt. Markmið námskeiðsins er að miðla aukinni þekkingu um sjúkdóminn, afleið- ingar hans og hvað hægt sé að gera til að stuðla að betri líðan. Skráning og frekari upplýsingar veittar á skrifstofu í síma 5303600. Grafarvogskirkja | Foreldraskólinn, for- eldrar barna 0–7 mánaða, er að byrja aft- ur með námskeið. Efni þess er: Hvernig er hægt að þróa rólega, góðar svefn- og matarvenjur. Einnig verður fjallað um þroska barna. Frekari upplýsingar og skráning á heimasíðunni www.foreldra- skoli.is. Ráðstefnur Háskólinn á Akureyri | Kennaradeild Há- skólans á Akureyri boðar til ráðstefnu um siðfræði Immanuels Kants dagana 8. og 9. október. Heiti ráðstefnunnar er Rætur sið- ferðisins: um verklega heimspeki Imm- anuels Kants. Meðal fyrirlesara eru nokkr- ir af fremstu sérfræðingum í verkum Kants. Nánari upplýsingar á www.unak.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð um Von- arskarð 7.–9. okt., sem hefst í Hrauneyjum en þangað er ekið á föstudagskvöldi. Verð 4.200/4.900 kr. Sjá nánar www.utivist.is. Jöfn skipti. Norður ♠872 ♥9764 S/Allir ♦G4 ♣ÁD54 Suður ♠104 ♥ÁKD52 ♦ÁKD10 ♣106 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út með spaðaníu og austur tekur tvo slagi á spaða og spilar þeim þriðja. Hvernig á sagnhafi að spila? Þetta er óþægileg vörn, því ef vestur á tvílit í spaða (sem virðist augljóst), fær vörnin sennilega slag á tromp í 3-1 legunni. Og þá er spilið í stórhættu, því það verður að teljast líklegt að austur sé með laufkóng. En kannski er hægt að skipta á jöfnu. Ef austur á þrílitinn í trompi má hann fá þar slag, því hann verður að skila honum til baka: Norður ♠872 ♥9764 ♦G4 ♣ÁD54 Vestur Austur ♠93 ♠ÁKDG65 ♥10 ♥G83 ♦97532 ♦86 ♣G9873 ♣K2 Suður ♠104 ♥ÁKD52 ♦ÁKD10 ♣106 Best er að stinga frá með hát- rompi og taka svo tvisvar hjarta. Vissulega uppfærist slagur á tromp- gosa austurs, en það gerir ekkert til. Tígli er næst spilað svo lengi sem þörf krefur. Kannski neitar austur að trompa, en þá verður hann bara sendur inn á hjartagosa til að spila laufi upp í ÁD eða spaða í tvöfalda eyðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hrakninga, 4 ávöxtur, 7 úrskurður, 8 formæður, 9 mergð, 11 leðju, 13 at, 14 málm- inum, 15 haf, 17 södd, 20 lamdi, 22 ber, 23 snúa upp á, 24 þurrkuð út, 25 hafa fyrir sið. Lóðrétt | 1 víntegund, 2 ber, 3 harmur, 4 líf, 5 lestrarmerki, 6 hinar, 10 gestagangur, 12 und, 13 nokkur, 15 gefa gaum að, 16 árnum, 18 líkamshlut- inn, 19 fugl, 20 lögun, 21 dá. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rekkjuvoð, 8 eljan, 9 dáður, 10 nýr, 11 dorma, 13 aumur, 15 stáls, 18 slæða, 21 vol, 22 fræða, 23 ásinn, 24 villingur. Lóðrétt: 2 erjur, 3 kenna, 4 undra, 5 orðum, 6 held, 7 þrír, 12 mál, 14 uml, 15 saft, 16 áræði, 17 svall, 18 sláin, 19 æðinu, 20 asni. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.