Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 8

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vetrarfrí hófst hjágrunnskólum víðaum land í vikunni. Í langflestum grunnskól- um Reykjavíkur er t.d. frí tvo til þrjá daga í þessari viku. Vetrarfríið má rekja til kjarasamnings Kenn- arasambands Íslands fyrir grunnskólana frá árinu 2001. Í inngangi kjarasamn- ingsins er kveðið á um að skólaárið skuli lengt um tíu daga, þ.e. úr 170 í 180 daga. Þar segir ennfremur að skólum sé heimilt „að taka upp vetrarleyfi nemenda og sveigjanlegt upphaf og lok skóla- starfs með samþykki fræðsluyfir- valda hlutaðeigandi sveitarfélags.“ Skólastarf skuli þó ekki hefjast fyrr en 15. ágúst og ljúka eigi síðar en 15. júní. Anna Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrif- stofu menntasviðs Reykjavíkur- borgar, segir að einn megintil- gangur þessarar heimildar fyrir vetrarfríi hafi verið sá að brjóta upp skólastarfið, dreifa álaginu á skólabörn og þar með fríum þeirra yfir árið. Síðan umrætt ákvæði var sett inn í kjarasamninginn hafa skólar í auknum mæli veitt vetrarfrí; á haustönn og/eða á vorönn. Skólun- um er í sjálfsvald sett hvenær þeir nákvæmlega veita vetrarfríið, en sum sveitarfélög, eins og t.d. Garðabær og Reykjavík, hafa reynt að stuðla að því að skólarnir veiti frí nákvæmlega sömu daga. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík beindu því til að mynda til grunn- skóla Reykjavíkur að veita frí dag- ana 2., 3. og 4. nóvember á þessari haustönn og dagana 27. og 28. febrúar á næstu vorönn. Allir skólar í Reykjavík nema tveir, Hvassaleitisskóli og Ísaks- skóli, veita vetrarleyfi og hafa þeir, þ.e. allir þeir sem veita vetrarleyfi, orðið við tilmælum Reykjavíkur- borgar um að veita frí fyrrgreinda daga. Í stað vetrarfrísins lýkur skólaárinu hjá Hvassaleitisskóla og Ísakskóla fyrr en ella næsta vor. Hólmfríður Guðjónsdóttir, for- maður Skólastjórafélags Reykja- víkur, segir að vetrarleyfi skól- anna og önnur frí þurfi að koma fram á skóladagatali skólanna. „Skóladagatalið fer fyrir kennara- fund og foreldraráð, en eftir það er það kynnt, með umsögn foreldra- ráðs, og samþykkt í menntaráði Reykjavíkurborgar,“ útskýrir hún. Vetrarleyfi og önnur leyfi séu m.ö.o. ekki ákveðin nema í samráði við foreldra. Þrátt fyrir þetta virðast ekki all- ir sáttir við það hvernig vetrarfríin hafa þróast. Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir til að mynda að vetr- arfríin hafi ekki nýst börnum og fjölskyldum þeirra sem skyldi. „Upphaflega var t.d. lagt upp með það að börnum þeirra foreldra sem ekki ættu heimangengt, yrði boðið upp á skipulagða dagskrá, fyrir ut- an skólana, s.s. á vegum íþrótta- félaga eða skátanna, en það hefur ekki gengið eftir.“ Mörg börn séu því á hálfgerðum vergangi í fríinu, enda margir foreldrar ekki í neinu fríi heldur í vinnunni. Elín segir að ef til vill hafi „jarð- vegurinn“ undir vetrarfríin ekki verið nógu vel undirbúinn; skort hafi á samstarfi milli hagsmuna- aðila, s.s. foreldra, skóla og at- vinnurekenda. Elín tekur fram að vetrarfríin hafi vissulega sína kosti; þau brjóti upp skólaárið, og margir tali um að börnin séu „ferskari“ þegar þau komi til baka. „En samfélagið er ekki samstiga í þessu,“ ítrekar hún. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, er einnig á því að það þurfi að fara betur yfir vetrarfríin; þau veiti ekki fjöl- skyldum það tækifæri til að vera saman, eins og rætt hafi verið um í upphafi. Til dæmis þurfi að sam- ræma fríin betur milli skóla og sveitarfélaga. Gústaf Adolf Skúlason, for- stöðumaður hjá Samtökum at- vinnulífsins, segir að atvinnurek- endur hafi fyrst í stað kvartað mikið yfir vetrarfríum skólanna enda hafi þau verið illa kynnt og komið mörgum í opna skjöldu. Nú heyrist hins vegar minna frá stjórnendum fyrirtækjanna enda séu þeir betur undirbúnir. „Engu að síður veldur þetta víða mikilli röskun á starfsemi fyrirtækja, ekki síst í þjónustufyrirtækjum, þar sem hátt hlutfall starfsfólks á börn á skólaaldri.“ Hann segir jafnframt að vetrarfríin „bitni því miður fremur á konum en körlum á vinnumarkaðinum því konur taki, enn sem komið er, ábyrgðina ef slík röskun kemur til.“ Það hafi komið berlega í ljós í könnun Jafn- réttisráðs á áhrifum kennaraverk- fallsins á síðasta ári. Gústaf tekur þó fram að Samtök atvinnulífsins séu ekki alfarið á móti vetrarfríum skólanna. „Við erum reiðubúin að koma að því að skoða þetta fyrirkomulag. Við telj- um að það þurfi að samræma og tryggja einsleitni eins og hægt er, þ.e. varðandi vetrarfrí og starfs- og námskeiðsdaga í grunn- og leik- skólum,“ segir hann. „Almennt er orlofstaka á Íslandi í verulegum ólestri; hún dreifist yfir gríðarlega langan tíma. Ástæða er til að fara yfir þá heildarmynd.“ Fréttaskýring | Kveðið á um heimild til vetrarfría í kjarasamningum kennara Samræma þarf vetrarfrí Megintilgangur vetrarfría að brjóta upp skólastarfið og dreifa álaginu Börn að leik í vetrarfríi. Allir skólar í Reykjavík ut- an tveggja veita vetrarfrí  Allir grunnskólar í Reykjavík veita vetrarfrí á þessu skólaári; ýmist á haustönn og/eða á vor- önn. Tveir skólar, Hvassaleitis- skóli og Ísaksskóli, veita þó ekk- ert vetrarfrí. Í staðinn fara nemendur þeirra fyrr í sumarfrí. Skólastjórar þessara tveggja skóla segja að foreldrar og nem- endur séu mjög sáttir við það fyrirkomulag. Í könnun Hvassa- leitisskóla hafi t.d. komið fram að 80% nemenda og 70% foreldra vilji ekki vetrarfrí. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Á DÖGUNUM urðu talsverðar ham- farir í Hvalnes- og Þvottárskriðum á Austurlandi þegar mikið vatnsveður gekk þar yfir svæðið, vegur rann þá í sjó fram á kafla og fjallháar skriður fylltu veginn á stóru svæði. Ekki er enn búið að ljúka viðgerð- um í Þvottárskriðum sem létu mest á sjá í vatnsveðrinu. Meðan unnið er að viðgerðum heldur grjótið áfram að fljúga niður fjallshlíðina óhindrað sem áður, niður á veginn við Hval- nesskriður sem eru í beinu framhaldi af Þvottárskriðunum. Fljúgandi grjóthnullungur Haukur Elísson bílstjóri sem held- ur uppi áætlunarferðum milli Hafnar og Djúpavogs átti sem oftar leið um veginn síðastliðinn mánudag í ann- ars frekar meinlausu veðri að hans sögn. Engu að síður kom fljúgandi mikill grjóthnullungur ofan úr skriðunum á framrúðu bifreiðar hans, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Taldi Haukur að sáralitlu hefði munað að hann hefði fengið steininn inn um rúðuna. Skemmdir á bifreið- um vegna grjóthruns eru að verða nær daglegt brauð á þessu svæði. Það má segja að keyrt hafi um þverbak á þessum vegarkafla að undanförnu og er aðeins tímaspurs- mál að margra mati hvenær verður alvarlegt slys þarna. Er það mat þeirra er gleggst þekkja þarna til á svæðinu, vega- gerðarmanna og annarra, að ekkert annað en jarðgöng geti leyst þennan hættulega farartálma af hólmi. Viðhaldskostnaður á veginum hef- ur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og hefur án nokkurs vafa aldrei verið meiri en einmitt á þessu ári. Bílstjórar í lífshættu í Hvalnes- og Þvottárskriðum Grjót dynur á vegfar- endum um skriðurnar Morgunblaðið/Andrés Skúlason Haukur Elísson við bíl sinn, en stærðarhnullungur mölvaði framrúðuna hjá honum er hann átti leið um skriðurnar í meinlausu veðri á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.