Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vetrarfrí hófst hjágrunnskólum víðaum land í vikunni. Í langflestum grunnskól- um Reykjavíkur er t.d. frí tvo til þrjá daga í þessari viku. Vetrarfríið má rekja til kjarasamnings Kenn- arasambands Íslands fyrir grunnskólana frá árinu 2001. Í inngangi kjarasamn- ingsins er kveðið á um að skólaárið skuli lengt um tíu daga, þ.e. úr 170 í 180 daga. Þar segir ennfremur að skólum sé heimilt „að taka upp vetrarleyfi nemenda og sveigjanlegt upphaf og lok skóla- starfs með samþykki fræðsluyfir- valda hlutaðeigandi sveitarfélags.“ Skólastarf skuli þó ekki hefjast fyrr en 15. ágúst og ljúka eigi síðar en 15. júní. Anna Kristín Sigurðardóttir, skrifstofustjóri grunnskólaskrif- stofu menntasviðs Reykjavíkur- borgar, segir að einn megintil- gangur þessarar heimildar fyrir vetrarfríi hafi verið sá að brjóta upp skólastarfið, dreifa álaginu á skólabörn og þar með fríum þeirra yfir árið. Síðan umrætt ákvæði var sett inn í kjarasamninginn hafa skólar í auknum mæli veitt vetrarfrí; á haustönn og/eða á vorönn. Skólun- um er í sjálfsvald sett hvenær þeir nákvæmlega veita vetrarfríið, en sum sveitarfélög, eins og t.d. Garðabær og Reykjavík, hafa reynt að stuðla að því að skólarnir veiti frí nákvæmlega sömu daga. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík beindu því til að mynda til grunn- skóla Reykjavíkur að veita frí dag- ana 2., 3. og 4. nóvember á þessari haustönn og dagana 27. og 28. febrúar á næstu vorönn. Allir skólar í Reykjavík nema tveir, Hvassaleitisskóli og Ísaks- skóli, veita vetrarleyfi og hafa þeir, þ.e. allir þeir sem veita vetrarleyfi, orðið við tilmælum Reykjavíkur- borgar um að veita frí fyrrgreinda daga. Í stað vetrarfrísins lýkur skólaárinu hjá Hvassaleitisskóla og Ísakskóla fyrr en ella næsta vor. Hólmfríður Guðjónsdóttir, for- maður Skólastjórafélags Reykja- víkur, segir að vetrarleyfi skól- anna og önnur frí þurfi að koma fram á skóladagatali skólanna. „Skóladagatalið fer fyrir kennara- fund og foreldraráð, en eftir það er það kynnt, með umsögn foreldra- ráðs, og samþykkt í menntaráði Reykjavíkurborgar,“ útskýrir hún. Vetrarleyfi og önnur leyfi séu m.ö.o. ekki ákveðin nema í samráði við foreldra. Þrátt fyrir þetta virðast ekki all- ir sáttir við það hvernig vetrarfríin hafa þróast. Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir til að mynda að vetr- arfríin hafi ekki nýst börnum og fjölskyldum þeirra sem skyldi. „Upphaflega var t.d. lagt upp með það að börnum þeirra foreldra sem ekki ættu heimangengt, yrði boðið upp á skipulagða dagskrá, fyrir ut- an skólana, s.s. á vegum íþrótta- félaga eða skátanna, en það hefur ekki gengið eftir.“ Mörg börn séu því á hálfgerðum vergangi í fríinu, enda margir foreldrar ekki í neinu fríi heldur í vinnunni. Elín segir að ef til vill hafi „jarð- vegurinn“ undir vetrarfríin ekki verið nógu vel undirbúinn; skort hafi á samstarfi milli hagsmuna- aðila, s.s. foreldra, skóla og at- vinnurekenda. Elín tekur fram að vetrarfríin hafi vissulega sína kosti; þau brjóti upp skólaárið, og margir tali um að börnin séu „ferskari“ þegar þau komi til baka. „En samfélagið er ekki samstiga í þessu,“ ítrekar hún. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, er einnig á því að það þurfi að fara betur yfir vetrarfríin; þau veiti ekki fjöl- skyldum það tækifæri til að vera saman, eins og rætt hafi verið um í upphafi. Til dæmis þurfi að sam- ræma fríin betur milli skóla og sveitarfélaga. Gústaf Adolf Skúlason, for- stöðumaður hjá Samtökum at- vinnulífsins, segir að atvinnurek- endur hafi fyrst í stað kvartað mikið yfir vetrarfríum skólanna enda hafi þau verið illa kynnt og komið mörgum í opna skjöldu. Nú heyrist hins vegar minna frá stjórnendum fyrirtækjanna enda séu þeir betur undirbúnir. „Engu að síður veldur þetta víða mikilli röskun á starfsemi fyrirtækja, ekki síst í þjónustufyrirtækjum, þar sem hátt hlutfall starfsfólks á börn á skólaaldri.“ Hann segir jafnframt að vetrarfríin „bitni því miður fremur á konum en körlum á vinnumarkaðinum því konur taki, enn sem komið er, ábyrgðina ef slík röskun kemur til.“ Það hafi komið berlega í ljós í könnun Jafn- réttisráðs á áhrifum kennaraverk- fallsins á síðasta ári. Gústaf tekur þó fram að Samtök atvinnulífsins séu ekki alfarið á móti vetrarfríum skólanna. „Við erum reiðubúin að koma að því að skoða þetta fyrirkomulag. Við telj- um að það þurfi að samræma og tryggja einsleitni eins og hægt er, þ.e. varðandi vetrarfrí og starfs- og námskeiðsdaga í grunn- og leik- skólum,“ segir hann. „Almennt er orlofstaka á Íslandi í verulegum ólestri; hún dreifist yfir gríðarlega langan tíma. Ástæða er til að fara yfir þá heildarmynd.“ Fréttaskýring | Kveðið á um heimild til vetrarfría í kjarasamningum kennara Samræma þarf vetrarfrí Megintilgangur vetrarfría að brjóta upp skólastarfið og dreifa álaginu Börn að leik í vetrarfríi. Allir skólar í Reykjavík ut- an tveggja veita vetrarfrí  Allir grunnskólar í Reykjavík veita vetrarfrí á þessu skólaári; ýmist á haustönn og/eða á vor- önn. Tveir skólar, Hvassaleitis- skóli og Ísaksskóli, veita þó ekk- ert vetrarfrí. Í staðinn fara nemendur þeirra fyrr í sumarfrí. Skólastjórar þessara tveggja skóla segja að foreldrar og nem- endur séu mjög sáttir við það fyrirkomulag. Í könnun Hvassa- leitisskóla hafi t.d. komið fram að 80% nemenda og 70% foreldra vilji ekki vetrarfrí. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Á DÖGUNUM urðu talsverðar ham- farir í Hvalnes- og Þvottárskriðum á Austurlandi þegar mikið vatnsveður gekk þar yfir svæðið, vegur rann þá í sjó fram á kafla og fjallháar skriður fylltu veginn á stóru svæði. Ekki er enn búið að ljúka viðgerð- um í Þvottárskriðum sem létu mest á sjá í vatnsveðrinu. Meðan unnið er að viðgerðum heldur grjótið áfram að fljúga niður fjallshlíðina óhindrað sem áður, niður á veginn við Hval- nesskriður sem eru í beinu framhaldi af Þvottárskriðunum. Fljúgandi grjóthnullungur Haukur Elísson bílstjóri sem held- ur uppi áætlunarferðum milli Hafnar og Djúpavogs átti sem oftar leið um veginn síðastliðinn mánudag í ann- ars frekar meinlausu veðri að hans sögn. Engu að síður kom fljúgandi mikill grjóthnullungur ofan úr skriðunum á framrúðu bifreiðar hans, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Taldi Haukur að sáralitlu hefði munað að hann hefði fengið steininn inn um rúðuna. Skemmdir á bifreið- um vegna grjóthruns eru að verða nær daglegt brauð á þessu svæði. Það má segja að keyrt hafi um þverbak á þessum vegarkafla að undanförnu og er aðeins tímaspurs- mál að margra mati hvenær verður alvarlegt slys þarna. Er það mat þeirra er gleggst þekkja þarna til á svæðinu, vega- gerðarmanna og annarra, að ekkert annað en jarðgöng geti leyst þennan hættulega farartálma af hólmi. Viðhaldskostnaður á veginum hef- ur aukist jafnt og þétt á liðnum árum og hefur án nokkurs vafa aldrei verið meiri en einmitt á þessu ári. Bílstjórar í lífshættu í Hvalnes- og Þvottárskriðum Grjót dynur á vegfar- endum um skriðurnar Morgunblaðið/Andrés Skúlason Haukur Elísson við bíl sinn, en stærðarhnullungur mölvaði framrúðuna hjá honum er hann átti leið um skriðurnar í meinlausu veðri á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.