Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍFLEGA 500 aðilar ræktuðu korn á 3.600 hekturum og fram- leiddu um 11.000 tonn af korni í ár. Hefur ræktendum fjölgað um rúm- lega 100 milli ára, flatarmál rækt- unar aukist um fjórðung en heild- aruppskera á landinu um 11.000 tonn sem er svipað og í fyrra sök- um slæmra skilyrða til kornrækt- ar. Meðaluppskera á hvern hekt- ara hefur því minnkað úr 3,8 tonnum af þurru korni í 3,1 tonn/ ha. Þetta kemur fram í samantekt Ingvars Björnssonar, sérfræðings Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum, yfir kornræktina í landinu í ár. Suðurland, frá Árnessýslu aust- ur í Austur-Skaftafellssýslu, er sem fyrr helsta kornræktarsvæðið en þar standa um 260 aðilar fyrir kornrækt og framleiða 59% alls korns í landinu. Þar af er Rangár- vallasýsla stærsta kornræktar- svæðið en þar ræktar 101 aðili korn á um 1.020 hekturum og er framleiðslan þar ein og sér áætluð um 3.600 tonn af 85% þurru korni. Vætutíð og ágangur fugla olli skaða Sé litið til einstakra ræktunar- svæða kemur í ljós að uppskeran er æði misjöfn. Kalt vor, blautt sumar og snemmbúinn vetur höfðu sitt að segja þegar kom að upp- skerunni. Í samantektinni segir að tuttugu aðilar í Húnavatnssýslum ræktuðu korn í ár sem er mikil aukning en á síðasta ári ræktuðu sex aðilar korn á svæðinu. Sáð var í 44 hektara en 40 hektarar þresktir, en korn misfórst vegna tíðarfars og ágangs fugla. Þá var sáð í 350 hektara í vor í Skagafirði en nokkuð var um þurrkskemmdir í kornökrum. Norðanhríð í september setti strik í reikninginn og tafði þreskingu. Í Eyjafirði sáðu 66 aðilar korni í 470 hektara. Mikla kuldatíð gerði í maí og sáust frostskemmdir víða á ökrum. Um mitt sumar hófst vætu- tíð og mikið af korni lenti undir snjó í haust og svo fór að 140 hekt- arar af 470, sem sáð var til, urðu ónýtir en það er um 30% korn- ræktarsvæðisins. Svipaða sögu er að segja af kornræktinni í Þingeyjarsýslum og í Eyjafirði. Vorkuldar og þurrkar settu strik í reikninginn en mest munaði um hörmungartíð í ágúst og september. Nokkur afföll urðu í haust og voru 32 ha óskornir vegna snjóa. Þá gekk kornrækt illa á Austur- landi í sumar. Samtals ræktuðu 14 aðilar korn á svæðinu og nam framleiðsla svæðisins um 120 tonn- um. Ellefu kornbændur sáðu í 58 hektara í Austur-Skaftafellssýslu. Þetta er ríflega tvöföldun í hekt- arafjölda á milli ára og var heildar- framleiðsla svæðisins um 150 tonn. Ræktunin gekk yfirleitt vel í Vestur-Skaftafellssýslu og heildar- framleiðslan nam um 420 tonnum. Rangárvallasýsla er sem fyrr langstærsta kornræktarhéraðið en þar var skráður 101 ræktandi á um 1.020 hekturum. Heildarfram- leiðslan var um 3.600 tonn af þurru korni. Líkt og árið 2004 er Árnessýsla næststærsta kornræktarhérað landsins. Þar hefur þeim sem stunda kornrækt fjölgað nokkuð á milli ára og voru þeir 114 á þessu ári með um 650 hektara ræktun. Í Borgarfirði ræktuðu 25 aðilar korn á samtals 290 hekturum. Vor- ið var þurrt og olli það nokkrum skemmdum á korni og var heildar- uppskera um 900 tonn. Að ræktun hjá Kornræktar- félagi Kolbeinsstaðahrepps stóðu níu aðilar á 70 hekturum. Nokkuð tapaðist í hvassviðrum og rign- ingum í haust. Heildarframleiðsla á svæðinu hefur því líklega numið um 920 tonnum. Samantekt sem gerð var um kornuppskeru á landinu í sumar liggur fyrir Ræktendum fjölgaði um hundrað en uppskeran sú sama Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Skilyrði til kornræktar voru lakari í ár en undanfarin ár og heildar- uppskera á landinu um 11.000 tonn sem er svipað og í fyrra. JARÐBORANIR hf. og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær verk- samning um jarðboranir á Hellis- heiði og Hengilssvæði. Er um að ræða stærsta samning sinnar teg- undar á Íslandi og mesta einstaka borverkefni sem ráðist hefur verið í hérlendis. Tekur samningurinn til borunar á 30 háhitaholum, bæði rannsóknar- holum og vinnsluholum, 10 niður- rennslisholum, fimm holum til þess að afla ferskvatns og 13 svelgholum. Fjárhæð samningsins er 7,4 millj- arðar króna. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist vorið 2006 en heild- arverktími nær til ársins 2009 hið minnsta. Orkuveitan bauð verkið út og bár- ust tvö tilboð. Buðu Jarðboranir 7,8 milljarða og samstæða Ístaks og Ís- lenskra aðalverktaka 8,3 milljarða króna. Kostnaðaráætlun ráðgjafa Orkuveitu Reykjavíkur nam tæplega 10 milljörðum króna. Sigur fyrir íslenska jarðhitaþekkingu Að sögn Bents S. Einarssonar for- stjóra Jarðborana er um að ræða langstærsta samning sem Jarðbor- anir hafa gert og að því er hann best veit eitt stærsta jarðhitaverkefni í heiminum. Jafnframt segir hann samninginn mikilvægan þegar litið er til lengdar framkvæmdatíma þar sem samningurinn er til fjögurra ára en fyrri samningar félagsins við Orkuveituna hafa verið til 12-18 mánaða. „Það var mikil samkeppni um verkið en við erum með mjög mikla reynslu, bæði hér heima og erlendis. Þetta er sigur fyrir íslenska jarðhita- þekkingu sem hugsanlega hefði ann- ars glatast,“ segir Bent. Hann segir að efla þurfi borflota Jarðborana og nýráðningar muni eiga sér stað næsta vor þegar áætlað er að framkvæmdir hefjist. Segir Bent að tíminn fram á vor verði nýtt- ur til að undirbúa þetta gríðarlega flókna og kröfuharða verkefni. Stöðugra atvinnuástand en ella Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur, segir samninginn tímamótasamning vegna þess hversu stór og víðtækur hann er. „Talað hefur verið um að það verði hér brotlending í efnahags- lífinu árið 2007 þegar framkvæmd- um við Kárahnjúka og álverið í Reyðarfirði lýkur en þær fram- kvæmdir sem tengjast þessu bor- verkefni munu draga mjög úr harka- legri lendingu efnahagslífsins því þær eru mjög mannfrekar og munu því tryggja að atvinnuástand hér verður mun stöðugra en ella hefði orðið“, segir Alfreð og bætir við að með samningnum muni skapast ýmis tækifæri til nýsköpunar við nýtingu á orkunni sem borað verður fyrir. 7,4 milljarða samningur gerður um jarðboranir Jarðboranir munu efla borflotann og fjölga starfsfólki Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, að lokinni undirritun samningsins í gær. GJALDÞROTASKIPTUM vegna gjaldþrots Eignarhaldsfélagsins Brúar ehf., sem stóð fyrir stækkun á Hótel Selfossi, er lokið. Upp í veð- kröfur á 1. veðrétti greiddust 236,5 milljónir króna eða um 48%. Ekkert var greitt upp í aðrar kröfur en alls námu kröfur í þrotabúið 736 millj- ónum króna. Kaupfélag Árnesinga var stærsti eigandi eignarhaldsfélagsins með um 63% hlutafjár þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 1. septem- ber 2003. KÁ lenti í verulegum fjár- hagslegum hremmingum, fyrst og fremst vegna hótelbyggingarinnar og hafði fengið greiðslustöðvun þeg- ar Eignarhaldsfélagið Brú fór í þrot. Með sölu eigna og samningum við lánardrottna tókst að afstýra gjald- þroti þessa fornfræga kaupfélags sem var stofnað árið 1930. Að sögn Einars Gauts Steingríms- sonar hrl., sem var aðstoðarmaður félagsins meðan á greiðslustöðvun stóð, voru fasteignir seldar fyrir nokkuð hundruð milljónir auk þess sem rekstrardeildir voru seldar. Nauðasamningur hafi verið gerður við lánardrottna og við hann hafi verið staðið. Mjög lítil starfsemi sé hjá félaginu í dag og engin eiginleg atvinnustarfsemi. Hótelið selt upp í kröfur Eftir gjaldþrot eignarhaldsfélags- ins haustið 2003 var hótelið selt og skv. heimildum Morgunblaðsins á þeim tíma var söluverðið 250 millj- ónir króna. Þeir fjármunir sem feng- ust með sölu hótelsins voru einu fjármunirnir sem hægt var að nota til að greiða upp í kröfur í þrotabúið. Skiptastjóri eignarhaldsfélagsins var Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. Samkvæmt upplýsingum frá henni voru kröfur á 1. veðrétti alls rúm- lega 454 milljónir og af þeim voru greiddar 236,5 milljónir. Almennar kröfur voru um 282,5 milljónir en þar sem ljóst var að ekki fengist greitt upp í þær var ekki tekin af- staða til þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hótel Selfoss er eftir stækkun ríflega 10.000 fermetrar að stærð og 100 herbergja. Uppbyggingin varð Kaupfélagi Árnesinga ofviða. Gjaldþrot Eignarhaldsfélagsins Brúar ehf. á Selfossi nam 736 milljónum 236,5 milljónir upp í kröfur Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞAÐ er fjarri sanni að með bréfi til umboðsmanns Alþingis hafi Háskóli Íslands (HÍ) verið að senda einhver ómakleg skilaboð til Stúdentaráðs HÍ, segir Tryggvi Þórhallsson, lög- fræðingur á skrifstofu háskólarekt- ors, um gagnrýni þar að lútandi í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis, Tryggva Gunnarssonar. Segir Tryggvi Þórhallsson að Há- skólinn hafi enga athugasemd gert við þá niðurstöðu umboðsmanns, að á það hafi skort að umrædd tilkynn- ing til stúdenta væri nægjanlega skýr. Háskólinn fylgi þeirri reglu að bregðast ævinlega við álitum um- boðsmanns og gera umboðsmanni jafnframt grein fyrir því hver við- brögð skólans eru. Unnið að því að tryggja betri upplýsingagjöf Í þessu tilviki hafi viðbrögðin verið þau að fara yfir málið í heild og þar á meðal ákvæði í þjónustusamningum við Stúdentaráð HÍ sem lúta að upp- lýsingamiðlun ráðsins til stúdenta enda snerist mál þetta fyrst og fremst um upplýsingagjöf. Segir Tryggvi þetta hafa verið gert til þess að tryggja að bæta mætti úr því ef upplýsingagjöf til stúdenta væri ekki nægjanlega skýr. Þetta hafi verið að- alatriði umrædds bréfs til umboðs- manns. Að sögn Tryggva voru haldnir tveir fundir með forsvarsmönnum stúdentaráðs þar sem farið var yfir umrædd ákvæði þjónustusamning- anna. Þessir fundir voru mjög gagn- legir fyrir báða aðila, HÍ og Stúd- entaráð HÍ, að sögn Tryggva. Í kjölfar málsins var jafnframt endur- skoðað verklag við innheimtu skrá- setningargjaldsins. Engar athugasemdir gerðar við álit umboðsmanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.