Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR – Lárus Jóhannesson í 12 Tónum BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Gildir til 15. nóvember 2005 30% afsláttur ,,Ég gat bara ekki staðið upp frá bókinni fyrr en ég var kominn með svo mikinn hláturkrampa að ég varð að standa upp." Magnús Kjartansson Kristján Hreinsson segir sögu Péturs af hreinni snilld og er trúr minningu popparans. Pétur poppari, grátið með bros á vör HÚSFÉLAG Skúlagötu 32 til 34 vinnur nú að, í samráði við lög- fræðinga sína, að kæra ákvörðun borgarinnar um byggingu á svo- kölluðum Barónsreit sem afmark- ast af Vitastíg, Skúlagötu, Bar- ónsstíg og Hverfisgötu. Þar er fyrirhuguð bygging tveggja íbúða- húsa, með um hundrað íbúðir fyrir stúdenta, á fjórum og fimm hæð- um. Meðal þeirra athugasemda sem gerðar verða eru vegna skerðingar á birtu en nokkrar íbúðirnar eru aðeins með glugga að reitnum. Þá er einnig gerð at- hugasemd við götumyndina sem húsfélagið telur að muni ekki halda sér með framkvæmdunum. Kristófer Már Kristinsson, íbúi í húsinu, segir að þegar hann hafi keypt íbúðina hafi bygging á svæðinu verið fyrirhuguð en sam- kvæmt deiliskipulagi þá hafi verið gert ráð fyrir tveimur byggingum sem hvor um sig myndu vera tvær hæðir og ris. „Síðan komu fram breytingartillögur sem virtust búnar til svo síðar væri hægt að koma með málamiðlun. Fyrst kom tillaga um sjö hæða hús en nið- urstaðan verður semsé fimm hæð- ir,“ segir Kristófer sem hefur áhyggjur af því að íbúð hans, sem er á þriðju hæð, endi sem kjall- araíbúð í samanburði við nýbygg- ingarnar sem standi talsvert hærra en Skúlagata 32 til 34. Ingi Björn Poulsen, formaður húsfélagsins, segir jafnframt at- hyglisvert að fyrirhugað sé að byggja um hundrað námsmanna- íbúðir en ekki sé gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Segir hann að ráða megi af fundi skipulagsráðs að það sé stefna hjá borginni og gera megi því ráð fyrir því að þær námsmannaíbúðir, sem byggðar verða í framtíðinni, muni fylgja sömu stefnu. „Hundrað íbúðir er ekki lítið og það er alveg fyrirséð að bílastæðavandinn á svæðinu, sem er slæmur fyrir, á eftir að fara vaxandi.“ Einn aðili í skipulagsráði greiddi atkvæði Að auki er gert ráð fyrir bygg- ingu þriggja fimmtán hæða íbú- ðaturna við Skúlagötu og bílakjall- ara fyrir þá. Ingi Björn bendir á að fyrir nokkrum árum voru gerðar end- urbætur á Skúlagötu 32 til 34 og einnig á hóteli sem samfast er byggingunni. Þá hafi aðeins feng- ist leyfi fyrir að bæta einni hæð ofan á húsin en hærri húsum neit- að á þeim forsendum að deili- skipulagið gerði ekki ráð fyrir hærri húsum og að þau þyrftu að liggja vel í götumyndinni. „Síðan tveimur til þremur árum síðar er búið að teikna upp fimmtán hæða turna sem eru í engu samræmi við götumyndina,“ segir Ingi Björn og bendir jafnframt á að það hljóti að vera furðuleg vinnubrögð að að- eins einn aðili í skipulagsráði hafi greitt tillögunni um Barónsreitinn atkvæði en allir hinir hafi setið hjá, meðal annars á grundvelli mótmæla húsfélagsins. Í borg- arráði hafi svo þrír aðilar greitt atkvæði en aðrir setið hjá. „Það vekur því athygli, allavega mína, að þarna getur einn aðili og svo þrír þrýst svona mikilli breytingu á miðborginni í gegn með hand- afli.“ Mikil lyftistöng fyrir miðborgina Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, segir framkvæmd- irnar vera hluta af stóru verkefni við andlitslyftingu svæðisins í kringum Hlemm og með þeim sé verið að styrkja bakland miðborg- arinnar. Hann segir málið hafa verið töluvert lengi í vinnslu og nokkrar útfærslur hafi verið lagð- ar fram. Hann segir að málið hafi verið nokkuð umdeilt, einkum þar sem námsmannaíbúðirnar eiga að rísa, en dregið hafi verið úr hæð bygginganna til að koma til móts við ábendingar íbúa á svæðinu. „Nú er þetta í sæmilegu samræmi við það skipulag sem var í gildi. Að minnsta kosti þannig að skuggavarpið er ekki verra heldur en það sem fyrir var þó það breyt- ist aðeins. Það komu ábendingar um það að þessi uppbygging væri of mikil, sérstaklega inni á reitn- um. Við tókum mið af því eins og við gátum en það er ekki hægt að koma til móts við alla en við lögð- um okkur sannarlega fram og gerðum okkar besta,“ segir Dagur og bætti við að þarna þyrfti að byggja upp og gera það almenni- lega. Hann segir námsmannaíbúð- irnar verða mikla lyftistöng fyrir miðborgina og yfirvöld vilji fá stúdenta þangað. Hann segir að gert sér ráð fyrir að íbúðirnar verði valkostur fyrir þá nema sem annaðhvort séu ekki á bíl eða kaupi sér einfaldlega bílastæði í nærliggjandi bílastæðahúsum. Um fimmtán hæða turnana sem rísa eiga við Skúlagötu segir Dag- ur að töluvert langt sé síðan sú lína var lögð að byggðin teygði sig nokkuð til himins næst Skúlagöt- unni. Það sé í ágætis samræmi við strandlengjuna þó svo að ákvörð- unin hafi verið umdeild á sínum tíma. Húsfélag Skúlagötu 32 til 34 áformar að kæra ákvörðun um byggingu á svokölluðum Barónsreit Segja breytingu á miðborginni þrýst í gegn af fáum Morgunblaðið/Golli Gert er ráð fyrir eitt hundrað námsmannaíbúðum í 4–5 hæða húsum á Barónsreitnum. Einnig er áformað að bygg- ingar á horni Skúlagötu og Vitastígs verði rifnar og þrír fimmtán hæða íbúðaturnar verði byggðir þar í staðinn. Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt frá- vísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi ákæru sýslu- mannsins í Keflavík á hendur fyr- irsvarsmanni tveggja fyrirtækja sem hafði sex útlendinga í vinnu hér á landi. Hann var ákærður fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi út- lendinga. Héraðsdómi þótti vera það miklir annmarkar á ákærunni að vísa ætti henni frá dómi. Í ákæru hafi m.a. sagt að sex- menningarnir hafi verið ráðnir til starfa við byggingarvinnu á vegum tiltekins félags frá því í september 2002 með hléum fram í september 2003 en hið rétta væri að þeir unnu fyrir áramót við niðurrif verksmiðju en það verk var ekki á vegum um- rædds félags. Þá væri nokkuð á reiki í málinu á hvaða tíma hver og einn þeirra vann við framkvæmdir á vegum félagsins. Vísaði héraðsdóm- ur því ákærunni frá en úrskurður þess efnis var kærður til Hæsta- réttar sem felldi hann úr gildi. Að mati Hæstaréttar var ekki ástæða til að vísa málinu frá vegna óskýrleika í málatilbúnaði ákæru- valdsins. Taldi Hæstiréttur að ákæruvaldið hefði með útgáfu ákæru tekið afstöðu til sakarefn- isins samkvæmt mati sínu á fyr- irliggjandi sönnunargögnum. Fælist því í ákærunni fullyrðing um máls- atvik og yrði málinu hvorki vísað frá vegna óskýrleika né af öðrum ástæðum. Var úrskurður héraðs- dóms því felldur úr gildi og lagt fyr- ir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Árni Kol- beinsson og Ingibjörg Benedikts- dóttir. Jón Eysteinsson sýslumaður flutti málið fyrir ákæruvaldið og Jón Einar Jakobsson hdl. fyrir ákærða. Ekki fallist á frávísun ákæru ÁRNI M. Mathiesen, fjármálaráð- herra, sat fund fjármálaráðherra EFTA og ESB ríkjanna í gær þar sem fjallað var um atvinnusköpun, hagvöxt og hnattvæðingu. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, bauð EFTA ríkin vel- komin á fundinn og sagði mikilvægt að ræða um hvað ríkin gætu gert til að bregðast við hnattvæðingunni, en hún gerir sömu kröfur til þeirra allra. Árni veitti sendinefnd EFTA ríkjanna forystu og flutti erindi af því tilefni um sameiginlegar áherslur EFTA ríkjanna og góða reynslu Íslendinga af EES samn- ingnum og skipulagsbreytingum í efnahagsmálum. Ráðherrar Noregs, Sviss og Liechtenstein tóku einnig til máls og þá ráðherrar Hollands, Slóveníu, Póllands og Bretlands. Það var sameiginleg niðurstaða ráð- herranna að ljóst væri hvað þyrfti að gera, vandinn væri að koma því framkvæmd, segir í frétt frá ráðu- neytinu. Ráðherrar ræða áhrif hnattvæðingar Árni M. Mathiesen og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. ÖKUMENN sem aka á búfénað þurfa að sitja uppi með tjónið sjálfir að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Tryggingafélög koma ekki til móts við tjón ökumanna og því hafa vaknað spurningar um til hvers bann við lausa- göngu búfjár hafi verið sett úr því það breyti engu. Fyrir skemmstu var ekið á á annan tug kinda þar sem lausa- göngubann er í gildi og í fyrra- kvöld var ekið á hross í Húna- þingi eystra þar sem ekki er lausagöngubann. Burtséð frá þessu hefur ekki kveðið rammt að lausagöngu í Húnaþingi vestra og eystra. Í Húnaþingi vestra sér Vegagerð- in um að taka út girðingar með- fram vegum vegna lausagöngu- bannsins og ábyrgist hún að þær séu í lagi. Lögreglan á Blönduósi segir núorðið lítið um að skepnur fari út á hringveginn en hins vegar geti slíkt hent þegar girðingar fenni í kaf. Einnig bendir lögreglan á að við marga bæi séu ristarhlið sem geti fyllst af snjó með þeim af- leiðingum að skepnur komast yfir með tilheyrandi hættu fyrir þær jafnt sem ökumenn. Þess vegna verði bændur að fylgjast vel með hliðunum til að fyrir- byggja þennan vanda. Ökumenn sitja uppi með tjónið sjálfir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.