Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9
-40%
AFSLÁTTUR
AF VÖLDUM VÖRUM
SÍÐUSTU DAGAR
NÓVEMBER
ÚTSÖLUNNAR
TÍSKUVÖRUVERSLUN
Samkomulag hefurnáðst milli fulltrúaHáskóla Íslands og
Landsbóksafns – Há-
skólabókasafns um fjár-
magn frá Háskólanum
sem notað verður til þess
að áfram verði hægt að
hafa safnið opið fram á
kvöld á virkum dögum og
til klukkan 17 um helgar
yfir vetrartímann líkt og
verið hefur undanfarin ár.
Þetta varð niðurstaða
fundar um málið í gær en
það verður tekið fyrir í há-
skólaráði á morgun þar
sem lokaákvörðun verður tekin.
Samkomulagið gildir út árið 2006.
Áður hafði Sigrún Klara Hannes-
dóttir landsbókavörður boðað að
safninu yrði lokað frá klukkan 17
á virkum dögum og að það yrði
lokað um helgar.
Stærstur hluti þeirra sem nýta
sér þjónustu Landsbókasafns er
nemendur í Háskóla Íslands. Há-
skólinn hefur einnig aukið þjón-
ustu við nemendur með því að
hafa helstu byggingar háskólans
opnar lengur og stendur til að
bæta enn frekar þar úr á næst-
unni.
Besta lesrýmið
Elías Jón Guðjónsson, formað-
ur Stúdentaráðs, segir stúdenta
hafa lagt mikla áherslu á að bók-
hlaðan sé opin á kvöldin og um
helgar. Hann segir að á Lands-
bókasafninu sé að finna besta les-
rýmið á háskólasvæðinu auk þess
sem bókasafnið sé mjög mikil-
vægt fyrir nemendur í bóknámi
sem þurfa að skrifa ritgerðir og
vinna margs konar verkefni.
Elías Jón segir stúdenta jafn-
framt ánægða með aukinn aðgang
að byggingum Háskóla Íslands til
lestrar. Þeir vilji þó ekki að sá að-
gangur verði bættur á kostnað
þjónustu í bókhlöðunni. „Það er
engin ástæða til þess að draga úr
þjónustu á einum stað um leið og
hún er bætt á öðrum,“ segir hann.
Áslaug Agnarsdóttir, sviðs-
stjóri þjónustusviðs Landsbóka-
safns Íslands – Háskólabóka-
safns, segir það vera mat
starfsfólks Landsbókasafns að að-
sókn í safnið hafi aukist í haust og
í fyrra. „Það hefur orðið talsverð
aukning yfir daginn og talningar
styðja það líka,“ segir Áslaug.
Hún segir að aðsóknin nái há-
marki á próftímum en einnig sé
hún góð á miðju misseri. „Safnið
er alltaf vel sótt og jafnvel líka á
sumrin en þá eru menn hér að
vinna ritgerðir,“ bætir hún við.
Nemendur í HÍ
flestir í hópi gesta
Áslaug segir að reglulega sé tal-
ið hversu margir sæki safnið. Á
hverju kvöldi sé gestafjöldinn tal-
inn og það sé einnig gert að degi
til í fyrstu viku hvers mánaðar
sem og allar helgar. Hún segir að
stærstur hluti safngesta sé nem-
endur í Háskóla Íslands og aðrir
sem tengjast skólanum. Í mars á
þessu ári var gerð stór könnun á
þessu, en þá var 400 spurninga-
blöðum dreift til gesta í bókhlöð-
unni og bárust 343 svör. Af þeim
sem svöruðu reyndust 83,1% vera
nemendur við Háskóla Íslands,
2,3% voru kennarar við skólann
og 1,7% voru starfsmenn HÍ. Því
tengdust 87,1% þeirra sem svör-
uðu Háskólanum,“ segir Áslaug.
Hún segir að það hafi verið kann-
að nokkrum sinnum á undanförn-
um árum hverjir nýti sér bókhlöð-
una. Í þeim hafi komið í ljós að
háskólanemar eru á bilinu 85–88%
allra sem hana sækja. Áslaug seg-
ir að á kvöldin sé aðeins meira um
það en á daginn að aðrir en há-
skólanemar nýti sér þjónustuna.
Hún bendir á að sérlestrarsalur
sé í þjóðdeild sem er á fyrstu hæð
safnsins. Aldrei hefur verið talið
hversu margir sitja þar en í hús-
inu eru alls 430 borðsæti.
Nemendur fái aðgangskort
að byggingum HÍ
Guðmundur R. Jónsson, pró-
fessor og framkvæmdastjóri á
rekstrar- og framkvæmdasviði
Háskóla Íslands, segir að miðað
við það samkomulag sem náðst
hafi um fjármagn vegna opnunar-
tíma Þjóðarbókhlöðu, sem nú bíð-
ur afgreiðslu háskólaráðs, verði
hægt að halda opnunartíma
Landsbókasafns óbreyttum. Guð-
mundur segir ekki liggja fyrir
hversu mikla fjármuni Háskólinn
leggi í verkefnið, en menn telji sig
hafa „teygt sig eins langt og
mögulegt er“. Hann segir að um
þessar mundir sé unnið að því af
fullum krafti, í samráði við stúd-
enta, að lengja opnunartíma í
byggingum Háskólans. Nú er þar
opið til klukkan 22 virka daga og á
sunnudögum en til klukkan 20 á
laugardögum.
Guðmundur segir að verið sé að
vinna því að koma á svonefndu að-
gangskortakerfi fyrir stúdenta
svo þeir geti farið inn í byggingar
Háskólans á þeim tímum sem
þeim hentar. „Þegar þetta að-
gangskortakerfi verður komið á
getum við haft margar bygging-
anna opnar allan sólarhringinn,“
segir hann. Stefnt sé að því að
þetta náist á næstunni.
Áætlaður kostnaður við að opna
byggingarnar er 2,5–3 milljónir á
ári. Um er að ræða aukakostnað
vegna ræstinga og umsjónar-
manna.
Fréttaskýring | Lesaðstaða nemenda í HÍ
Lesið allan
sólarhringinn
Samkomulag um fjármagn vegna
afgreiðslutíma Landsbókasafns
Frá Landsbókasafni.
Mögulegt að nýta
kennslustofur til lestrar
Hátt í 8.900 manns voru skráð-
ir til náms í Háskólanum í haust.
Í bókhlöðunni eru alls 430 borð-
sæti sem nemendur geta nýtt til
lestrar, en fjöldi lesrýma í bygg-
ingum Háskólans er mismun-
andi. Til stendur að nemendur
skólans fái sérstök aðgangskort
að byggingum hans og geti því
leitað þangað þegar þeim hentar.
Er hugmyndin meðal annars sú
að nemendur geti lesið í kennslu-
stofum utan kennslutíma.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Hann er svo ungur, hann ætti að geta nagað helling. Svo er hann líka með sínar eigin
geiflur.
ALMANAK Þjóðvinafélagsins fyrir
árið 2006 er komið út og er þetta
132. árgangur ritsins. Það hefur að
venju að geyma Almanak Háskól-
ans, sem Þorsteinn Sæmundsson
reiknaði og bjó til prentunar, og
Árbók Íslands 2004, sem Heimir
Þorleifsson hefur samið.
Í almanakinu er m.a. að finna
dagatal með upplýsingum um sjáv-
arföll, gang himintungla og messur
kirkjuársins, en í árbókinni er yf-
irlit um árferði, atvinnuvegi, íþrótt-
ir, stjórnmál, verklegar fram-
kvæmdir og margt fleira.
Sérstaklega er fjallað um forseta-
kosningarnar 2004 og fjölmiðla-
málið fær góða umfjöllun. Fjöldi
mynda er í ritinu, sem að þessu
sinni er 216 bls. að stærð. Almanak-
ið er prentað í prentsmiðjunni
Odda, útgefandi er Hið íslenska
Þjóðvinafélag, en Sögufélag sér um
dreifingu.
Almanak
Þjóðvina-
félagsins
komið út
SÁ hluti Baugsmálsins sem Hæsti-
réttur vísaði til héraðsdóms, þ.e.
átta ákæruliðir af 40, verður tekinn
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur
mánudaginn 14. nóvember nk.
klukkan 9:15. Í þinghaldinu verður
framhald málsins ákveðið.
Hæstiréttur vísaði 32 liðum
ákærunnar frá dómi og hefur Sig-
urði Tómasi Magnússyni, fyrrv.
héraðsdómara, verið falið að fara
yfir málsskjölin sem ákæruliðirnir
byggja á og taka afstöðu til þess
hvort tilefni sé til að ákæra vegna
þeirra. Varðandi hina ákæruliðina
átta mælti Hæstiréttur fyrir um að
þeir skyldu teknir til meðferðar
fyrir héraðsdómi og mun saksókn-
ari efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra sjá um saksókn í þeim
þætti málsins.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
♦♦♦
Fyrirtaka í
Baugsmálinu
á mánudag