Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppgangur í Borgarnesi  Loftorka, golfhótelið og Límtré/Vírnet sótt heim VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS á morgun BALDUR Ingólfsson, þýskukennari og löggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi í þýsku og íslensku, hlaut á dögunum heiðursorðu frá þýska ríkinu fyrir störf í þágu þýskrar menningar og tungu á Íslandi. Það var Johann Wenzl, sendiherra Þýskalands á Íslandi, sem afhenti Baldri orðuna í móttöku sem fram fór í þýska sendiherrabústaðnum. Orðunni fylgdi heiðursskjal und- irritað af Horst Köhler, forseta Þýskalands. Baldur kenndi þýsku í áratugi. Hann var kennari við Mennta- skólann í Reykjavík í 30 ár, kenndi á Akureyri í tvö ár og hefur kennt þýsku víðar. Þá stóð hann fyrir þýskukennslu í sjónvarpinu um tíma. Baldur hefur í áratugi unnið við skjalaþýðingar úr þýsku. Hann hefur einnig þýtt nokkrar bækur úr þýsku yfir á íslensku, meðal annars eftir höfundana Heinrich Böll, Sig- fried Lenz og Friedrich Dürren- matt. Um þessar mundir er Baldur að þýða skáldsögu eftir Dürren- matt og hefur nýlokið við þýðingu bókar um sögu Kötlugosa eftir svissneskan höfund. Johann Wenzl, sendiherrra Þýskalands á Íslandi, afhenti Baldri Ingólfssyni heiðursorðuna. Hlaut heiðursorðu fyrir störf í þágu þýskrar tungu BEITA varð klippum til að ná konu út úr bifreið eftir árekstur hennar við stóra rútu skammt frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi um há- degi í gær. Konan var flutt með þyrlu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hún gekkst und- ir aðgerð. Slysið varð á Snæfellsnesvegi, við veginn að Bjarnarhöfn. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Stykkishólmi rann bíll kon- unnar til í hálku og skall af miklu afli framan á rútuna. Einn farþegi var í rútunni auk ökumanns og skarst farþeginn á höku. Eftir að slökkviliðsmönnum hafði tekist að losa konuna úr bílnum var hún flutt á sjúkrahús í Stykkishólmi og síðan út á flugvöll þangað sem TF- LÍF sótti hana. Konan, sem er á þrítugsaldri, missti ekki meðvitund við slysið og að sögn vakthafandi læknis á slysadeild hlaut hún bein- brot en ekki lífshættulega áverka. Bíll konunnar er gjörónýtur og rútan er stórskemmd. Kona á þrítugsaldri flutt á slysadeild í þyrlu Bíllinn skall framan á rútu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.