Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 11
FRÉTTIR
RÚMLEGA 100 kennarar í fimm
framhaldsskólum mótmæltu stytt-
ingu náms til stúdentsprófs á Aust-
urvelli eftir hádegi í gær. Hugðist
hópurinn afhenda mennta-
málaráðherra undirskriftalista úr
skólunum, en þar sem ráðherra var
staddur á Akureyri tók Sólveig Pét-
ursdóttir, forseti Alþingis, við undir-
skriftalistunum.
Um var að ræða kennara úr
Menntaskólanum í Reykjavík,
Kvennaskólanum, Menntaskólanum
við Sund, Verzlunarskóla Íslands og
Menntaskólanum á Akureyri. Allir
eru skólarnir bekkjarkerfisskólar,
og hafa forsvarsmenn kennaranna
m.a. áhyggjur af því að stytting
náms komi illa niður á skólunum,
auki einhæfni og takmarki mögu-
leika til sérhæfingar.
Ekkert hefur komið fram um
hvort eða hvernig eigi að taka tillit
til sérstöðu bekkjarkerfisskólanna,
segir Sigurður Hlíðar, líffræðikenn-
ari í Verzlunarskólanum, einn þeirra
sem mótmæltu á Austurvelli. Hann
sagðist ekki vongóður um að mark
yrði tekið á mótmælum og undir-
skriftalistum.
„En auðvitað vona ég að málið
verði skoðað til hlítar. Það þarf að
skoða styttinguna í meira heildar-
samhengi, skoða námsferilinn alla
leið, ef á annað borð á að stytta. En
svo eru auðvitað til ansi margar leið-
ir fyrir nemendur til þess að stytta
nám sitt nú þegar og óþarfi að
hrófla við skólaumhverfinu, kerfið
er ágætt eins og það er. Það hentar
ekki öllum að stytta nám sitt en þeir
sem það vilja gera geta farið ýmsar
leiðir til þess,“ segir Sigurður.
Útilokað að kenna
efnið á 3 árum
„Það er augljóst að með þessu er
verið að skerða menntun,“ segir
Sigríður Arnbjarnardóttir, ensku-
kennari í MR, sem segir að frekar
sé hægt að gefa möguleika á því að
ljúka grunnskólanámi á skemmri
tíma en að stytta nám í framhalds-
skóla. „Það vita það allir kennarar
og nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík að það er útilokað að
kenna það efni sem er kennt þar á
þremur árum. Nemendunum er
haldið við efnið þar, og maður hugs-
ar stundum um hvað þetta er dug-
legt fólk að komast í gegnum þetta,
því kröfurnar eru svo miklar.“
Sigríður segir íslensk ungmenni
sem ljúka stúdentsprófi mjög vel
undirbúin fyrir háskólanám. „Í
Bandaríkjunum fá íslenskir stúd-
entar að taka BA- eða BS-nám á
þremur árum en ekki fjórum eins og
tíðkast þar. Það myndi væntanlega
breytast. Krakkar myndu því ljúka
námi yngri, en það er alls ekki víst
að þau hefðu sama aðgang að skól-
um í öðrum löndum.“
Fórna ýmist dýpt eða breidd
Enn hefur ekki gefist tækifæri til
þess að meta árangur af nýrri nám-
skrá sem komið var í gagnið árið
1999, enda fyrstu nemendurnir sem
stunduðu nám samkvæmt þeirri
námskrá útskrifaðir á síðasta ári,
segir Sigríður Hlíðar, stærð-
fræðikennari í MR. Hún segir mikla
vinnu hafa farið í bæði að gera nám-
skrána og aðlaga starf skólanna að
henni, og kostað mikla baráttu fyrir
bekkjarskólana að halda sérkennum
skólanna.
„Hvað þýðir það ef við tökum þá
stefnu í Menntaskólanum í Reykja-
vík að halda dýptinni í fögunum,
keyra þetta í gegn á þremur árum.
Þá eru krakkarnir kannski í 10
stærðfræðitímum á viku í þrjú ár,
þá fá þau þessar 30 einingar sem
þau hafa verið að fá í eðlisfræðideild
almennt. Hvað hverfur þá, er það
þýskan? Eða mannkynssagan? Það
er alveg ljóst að þetta hefur áhrif,
spurningin er hverju verður fórnað,
dýptinni eða breiddinni,“ segir Sig-
ríður Hlíðar.
Hún bendir á að áform um að
færa fyrstu áfangana í stærðfræði í
efsta bekk grunnskólans sé viðsnún-
ingur, sú stærðfræði hafi verið flutt
upp í menntaskólana þegar lands-
prófið var fellt niður þar sem þessi
stærðfræði þótti ekki vera fyrir alla.
Ekkert hafi breyst síðan það var
gert.
Kennarar í bekkjarkerfisskólum mótmæltu skerðingu náms til stúdentsprófs
Ekki tekið tillit til
sérstöðu skólanna
Morgunblaðið/Golli
Á annað hundrað kennara úr fimm menntaskólum mótmælti skerðingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í gær.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Sigurður
Hlíðar
Sigríður
Arnbjarnardóttir
Sigríður
Hlíðar
KJARTAN Valgarðsson markaðs-
stjóri hefur ákveðið að gefa kost á
sér í eitt af efstu sætum Samfylking-
arinnar í Reykja-
vík í prófkjöri
flokksins 10.–11.
febrúar nk.
Kjartan hefur
starfað í Samfylk-
ingunni frá stofn-
un hennar og tek-
ið virkan þátt í
störfum flokks-
ins, m.a. í stjórn
Samfylkingar-
félagsins í Reykjavík, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Baráttumál Kjartans eru að öll
börn og unglingar njóti gæða borg-
arsamfélagsins, að grunn- og leik-
skólar verði bættir og að öldrunar-
þjónustan verði endurskoðuð frá
grunni. Í tilkynningu vegna fram-
boðs Kjartans segir að hann vilji láta
gera samstillt átak til að aðstoða þau
börn sem lenda utangátta vegna of-
beldis, eineltis, drykkju eða eitur-
lyfjavanda heimafyrir, ofvirkni,
námsörðugleika, fátæktar eða vegna
þess að þau hætta í skóla. Kjartan
hyggst berjast fyrir minni miðstýr-
ingu í grunn- og leikskólum, því að
fleiri leikskólakennarar komi til
starfa og gjaldfrjálsum leikskóla.
Hann vill að laun leiðbeinenda verði
hækkuð án tafar. Í öldrunarmálum
vill Kjartan beita sér fyrir því að
borgin vinni í því að taka þennan
málaflokk yfir frá ríkinu.
Gefur kost á
sér í eitt af
efstu sætum
Kjartan
Valgarðsson
♦♦♦
HALLDÓR Ásgrímsson forsætis-
ráðherra hefur leyst Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur undan störfum í
stjórnarskrárnefnd að ósk hennar
sjálfrar. Í hennar stað hefur forsæt-
isráðuneytið að tillögu Samfylking-
arinnar skipað Kristrúnu Heimis-
dóttur lögfræðing í nefndina.
Þetta er í annað sinn á fimm vikum
sem mannabreytingar verða í nefnd-
inni frá því hún var sett á laggirnar í
byrjun þessa árs. Í lok september
tók Bjarni Benediktsson alþingis-
maður við nefndarsetu af Geir
Haarde þáverandi fjármálaráðherra
og núverandi utanríkisráðherra sem
jafnframt var varaformaður nefnd-
arinnar. Þorsteinn Pálsson fyrrver-
andi sendiherra er nú varaformaður
og Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra formaður frá upphafi.
Þá sitja fjórir aðilar í séfræðinga-
nefnd sem starfar náið með stjórn-
arskrárnefnd. Þeir eru lagaprófess-
orarnir Eiríkur Tómasson og Björg
Thorarensen, Gunnar Helgi Krist-
insson prófessor í stjórnmálafræði
og Kristján Andri Stefánsson lög-
fræðingur. Ritari beggja nefnda er
Páll Þórhallsson lögfræðingur í for-
sætisráðuneytinu.
Breyting
á stjórnar-
skrárnefnd