Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 15 ERLENT ÍTALSKA ríkissjónvarpið, RAI, hefur sýnt heimildamynd þar sem bandaríski herinn er sakaður um að hafa beitt íkveikjusprengjum, fosfórsprengjum, gegn óbreyttum borgurum í árásum á borgina Fall- ujah í Írak. Í myndinni segja vitni og fyrr- verandi bandarískir hermenn, sem gegndu herþjónustu í Írak, frá því, að hvítum fosfórsprengjum hafi verið varpað á íbúðahverfi. Er því haldið fram í myndinni, að þetta jafnist á við að beita efnavopnum, sem er ólöglegt. Talsmenn Bandaríkjahers viður- kenna, að hvítum fosfórsprengjum hafi verið beitt í Írak en segja, að þær hafi aðeins verið notaðar til að lýsa upp vígvöllinn en ekki varpað á mannabústaði. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar ekki samþykkt al- þjóðlega sáttmála, sem takmarka notkun slíkra vopna að því er segir á fréttavef BBC, breska ríkisút- varpsins. Ársafmæli árásarinnar RAI sýndi heimildamyndina daginn eftir að Jalal Talabani, for- seti Íraks, kom í fimm daga op- inbera heimsókn til Ítalíu. Bar sýninguna einnig upp á ársafmæli árásarinnar á Fallujah en þá var borgin lögð í rúst að miklu leyti og flestir íbúanna, 300.000 manns, hraktir brott. Myndin hófst með því, að sýnt var frá afleiðingum napalm-árása Bandaríkjamanna í Víetnam-stríð- inu og birtar myndir af líkum þar sem fötin voru óskemmd en allt hold brunnið af. Sagt var, að hvítar fosfórsprengjur hefðu sömu áhrif. Í myndinni er sagt, að Banda- ríkjastjórn hafi skipulega reynt að eyða öllum myndum, sem teknar voru af afleiðingum fosfórspreng- juárásanna á óbreytta borgara í Fallujah. Sagðir hafa beitt fos- fórsprengjum í Írak Ítalska ríkis- sjónvarpið sakar Bandaríkja- menn um efna- vopnahernað HU Jintao, forseti Kína, kom í opinbera heimsókn til Bretlands í gær og var honum fagnað með kostum og kynjum, meðal annars ekið í gullnum vagni á vit El- ísabetar II í Buckinghamhöll. Í London tóku líka á móti honum nokkur hundruð manna, sem kröfðust þess, að bundinn yrði endi á kúgun Kínverja í Tíbet. Varðaði fólkið veginn, sem vagninum var ekið eftir. Þá tilkynnti talsmaður Falun Gong-hreyfingarinnar, að höfðað yrði mál í Bretlandi og þess krafist, að Bo Xilai, við- skiptaráðherra Kína, sem er í för með Hu, yrði handtek- inn fyrir að bera ábyrgð á pyntingum Falun Gong- félaga. Erindi Hus til Bretlands er annars að ræða við- skipti, alþjóðleg öryggismál og loftslagsbreytingar. Mun hann einnig leggja leið sína til annarra Evrópuríkja. Reuters Krefjast frelsis í Tíbet Ósló. AFP. | Fjórir Norðmenn gengu inn í kvikmyndahús snemma síðastliðinn föstudag og komu út í gær, 38 kvikmynd- um, 70 klukkustundum og 33 mínútum síðar. Mun það vera nýtt heimsmet í kvikmynda- glápi. Heimsmethafarnir, þrír karl- menn og ein kona, voru gráir og guggnir þegar þeir komu aftur út undir bert loft eftir að hafa horft á hverja myndina á fætur annarri í þrjá sólarhringa. Voru þær af ýmsu tagi, allt frá „Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni“ til „Zozo“, sögu af ungum Líbana sem á erfitt með að aðlagast í Svíþjóð. „Í morgun kastaði ég upp. Ég gat ekkert borðað og skalf eins og strá í vindi. Mér leið verulega illa,“ sagði einn met- hafanna, táningurinn Mats Peder Nilsen. Þau voru raunar 11, sem hófu maraþonglápið á föstudag, en sjö þeirra sigraði svefninn. Heimsmet í kvikmynda- glápi Bagdad. AFP. | Lögmaður sem ráðinn hafði verið til að halda uppi vörnum í máli eins af undirsátum Saddams Hússeins Íraksforseta var skotinn til bana í Bagdad í gær. Félagi manns- ins og starfsbróðir særðist í árásinni. Lögmaðurinn, Adel Mohammed Abbas, var verjandi Taha Yassin Ramadans, fyrrverandi varaforseta Íraks, sem sakaður er um að hafa ásamt fleiri ráðamönnum borið ábyrgð á fjöldamorði í sjíta-þorpi ár- ið 1982. Starfsbróðir hans, Tamer Hammud Hadi, kom að undirbúningi varnar Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróður Saddams. Þetta er í annað skiptið að vitað er sem lögmönnum í máli Saddams og undirmanna hans er sýnt banatil- ræði. Í október var lögmanninum Sadoun Nasouaf al-Janabi rænt og hann síðan myrtur. Verjendur í málinu hafa lagt til að réttarhaldið verði flutt úr landi þar sem allir er því tengjast séu augljós- lega í lífshættu. Lögmaður myrtur í Írak Peking. AFP. | Bandarískt fyrirtæki, Lunar Embassy, hefur verið svipt leyfi til að starfa í Kína en fyr- irtækið hugðist reyna að selja þar- lendum jarðir á tunglinu. Fyrirtækið hugðist setja upp útibú í Peking og var ætlunin að nýta sér þannig aukinn áhuga með- al Kínverja á geimferðum. Kína hefur tvisvar sent á loft mannað geimfar. Ekran á tunglinu átti að kosta 37 dollara eða um 2.300 krón- ur. Gerður var alþjóðlegur samn- ingur 1967 þar sem ríkjum var bannað að krefjast til eigna úti í geimnum. Ekki er þó minnst á einkafyrirtæki í samningnum og hefur Lunar Embassy notfært sér þá smugu. Fyrirtækið segir að alls hafi um 3,5 milljónir manna keypt sér lóð á tunglinu. Bannað að selja tungljarðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.