Morgunblaðið - 09.11.2005, Síða 16
Reykjahverfi | Hrognatöku er nú lokið hjá Norð-
urlaxi hf. í Reykjahverfi og hefur gengið vel að ná
þeim hrognum sem tekin eru. Laxinn var vel á sig
kominn en samt er ekki reiknað með að hrygn-
urnar lifi það að hrygna aftur. Það er m.a. vegna
þess að úr þeim eru tekin sýni vegna sjúkdóma-
varna.
Öðru máli gegnir með hængana því þeim sem
koma úr Laxá er sleppt og þeir merktir með
slöngumerki í bakuggann með sérstöku númeri.
Tilgangurinn með þessu er að komast að því hvort
laxinn lifir þetta af og hvort hann veiðist aftur í
ánni.
Á myndinni eru þeir Jón Helgi Björnsson og
Jón Helgi Vigfússon hjá Norðurlaxi að sleppa
hængum við Hólmatagl eftir að hafa merkt þá.
Ekki var að sjá annað en að laxarnir væru frelsinu
fegnir þegar þeir syntu frjálslega í ánni.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Frelsinu fegnir
Laxeldi
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Læra að synda | Sundnámskeið fyrir full-
orðna er hafið á Hólmavík. Ása Einars-
dóttir kennir á námskeiðinu, en kennt verð-
ur einu sinni í viku næstu tíu vikurnar. Ása
segir í samtali við vefinn bb.is að nokkur að-
sókn sé að námskeiðum sem þessu en öðru
sams konar námskeiði lauk nú nýlega.
„Sundlaugin hér er rétt rúmlega ársgömul,
og því margir á svæðinu sem ekki hafa haft
aðstöðu til að læra að synda eða halda sund-
kunnáttu sinni við. Mikið af fólkinu er
kannski að synda í fyrsta skipti síðan á ung-
lingsárunum.“ Sundlaugin á Hólmavík var
opnuð í júlí í fyrra, en þangað til hún var
byggð var næsta sundlaug á Laugarhóli í
Bjarnarfirði.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Sjónlistaverðlaun | Á fundi menningar-
málanefndar var farið yfir þá undirbúnings-
vinnu sem átt hefur sér stað vegna hinna
Íslensku sjónlistaverðlauna sem stofnað
verður til á Akureyri á næsta ári. Ljóst er
að verkefnið er umfangsmikið, en hug-
myndin er að stofna félag um verðlaunin
með þátttöku bæjarins og fleiri aðila.
Vegna þess undirbúnings sem fram þarf að
fara á yfirstandandi ári hefur menningar-
málanefnd óskað eftir því við bæjarráð að
850.000 krónum verði bætt við heimildir
nefndarinnar í fjárhagsáætlun ársins 2005.
Pítsur | Nýr pítsustaður hefur verið opn-
aður í Ólafsfirði. Hann heitir Höllin og er
við Hafnargötu 16 þar sem bakaríið Brauð-
ver var áður. Eigendur Hallarinnar eru
þær Bjarkey Gunnarsdóttir og Aðalbjörg
Ólafsdóttir. Á vef Ólafsfjarðarbæjar segir
að boðið verði upp á heimsendingu en einn-
ig getur fólk sótt pítsurnar.
Ljósmynd/Magnús Sveinsson
Skrifað hefur veriðundir nýjan sam-starfssamning milli
Nettó og handknattleiks-
deildar KA. Nettó hefur
verið helsti stuðningsaðili
handknattleiksdeild-
arinnar undanfarin ár og
hefur félagið unnið marga
titla á þeim tíma, Íslands-,
deildar- og bikarmeist-
aratitla. Forvarnarstarf er
eitt mikilvægasta verkefni
íþróttanna og með því að
styrkja meistaraflokka fé-
laganna og um leið að búa
til fyrirmyndir er verið að
leggja drjúgan skerf til
uppbyggingar og hvatn-
ingar fyrir unga krakka að
feta braut íþróttanna.
Samstarf KA og Nettó
hefur einmitt miðað að
því, segir í fréttatilkynn-
ingu. Það voru Sigmundur
Sigurðsson, versl-
unarstjóri Nettó á Ak-
ureyri, og Hannes Karls-
son, formaður
handknattleiksdeildar
KA, sem undirrituðu
samninginn.
Nýr samstarfssamningur
Morgunblaðið/Kristján
Gísli Ásgeirsson yrk-ir eftir prófkjörum helgina.
Þó ekki rættust allar spár
ýmsir fylltust kæti
og sumir greiddu fúlgur fjár
fyrir aftursæti.
Davíð Hjálmar Har-
aldsson bætir við:
Varla nokkur sýnist súr
né sakna gullsins dýra
en margir vilja eflaust úr
aftursæti stýra.
Í gær var rangfeðruð
vísa Helga Zimsens og er
hann beðinn forláts á því.
Vísan er svohljóðandi:
Þó að vetur kóngur kynni
kuldatíð og skafla spinni
varla slíku vafstri sinni
vorið býr í sálu minni.
Helgi Zimsen sendir
kveðjur vegna vísunnar:
Vegna þessa ærist ei
óðar fæ úr bætt leiða
þetta væmna vísugrey
vel má Þórir ættleiða.
Af prófkjöri
pebl@mbl.is
FJÁRMÁLARÁÐSTEFNA sveitarfé-
laga 2005 verður haldin á Nordica Hotel
í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 10.
nóvember, og föstudaginn 11 nóvember.
Ráðstefnan hefst kl. 10 með ræðu Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns
Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá
mun Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra fjalla um samskipti ríkis og sveit-
arfélaga og framtíðarsýn ríkisstjórnar-
innar um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga.
Á fyrri degi ráðstefnunnar verða flutt
fimm erindi um fjárhagsstöðu sveitarfé-
laga, um kjarasamninga og vinnumark-
aðsmál, endurskoðun á hlutverki Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga, álagningu
fasteignaskatts o.fl.
Síðar sama dag verða pallborðsum-
ræður með þátttöku fulltrúa þingflokka
á Alþingi um framtíðarsýn í málefnum
sveitarfélaganna.
Síðari daginn verður ráðstefnunni
skipt upp í tvær málstofur. Í annarri
verður m.a. birt tölfræði um þróun
grunnskólans 1996–2004, fjallað um
reikningsskil sveitarfélaga og þjóðhags-
reikninga og gerð grein fyrir upplýs-
ingaveitu sveitarfélaga. Í hinni málstof-
unni verður m.a. fjallað um innkaupamál
sveitarfélaga frá ýmsum sjónarhornum.
Öll erindi og ávörp sem flutt verða á
ráðstefnunni verða birt á upplýsinga- og
samskiptavef Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, www.samband.is, eins fljótt og
auðið er eftir að þau verða flutt.
Fjármála-
ráðstefna
sveitarfélaga
Vesturbyggð| Bæjarráð Vesturbyggðar
hefur samþykkt að leggja til við stjórn of-
anflóðasjóðs að áfram verði haldið við
frumhönnun snjóflóðavarna neðan Búðar-
gils á Bíldudal á grunni þeirra draga sem
fyrir liggja. Tekur bæjarráð undir sjónar-
mið skipulags-, umhverfis- og byggingar-
nefndar sem fram komu á fundi nefndar-
innar nýlega og felur bæjarstjóra að fylgja
málinu eftir. Nefndin leggur til að kannað
verði hvort mögulegt sé að sveigja garðinn
meira til norðurs til að verja athafnasvæðið
sem er á hættusvæði nú. Einnig leggur
nefndin til að tenging milli Lönguhlíðar og
Tjarnarbrautar (Ásbrekka) verði færð
sunnar þannig að hún verði ekki á hættu-
svæði. Að öðru leyti lýsir nefndin sig
ánægða með fyrirliggjandi drög að frum-
athugun og leggur til að þeim verði lokið og
verkefnið tilkynnt til Skipulagsstofnunar í
samráði við stjórn ofanflóðasjóðs svo fljótt
sem kostur er.
Frumhönnun
snjóflóðavarna
♦♦♦
◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆
Fyrirtæki til sölu
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
533 4200
eða 892 0667
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar:
Ársalir ehf - fasteignamiðlun.
GARÐATORG 1
- Einn besti söluturn á Höfuðborgarsvæðinu er til sölu, með eða án hús-
næðis, sem er til sölu eða leigu. Spilakassar, Lottó og Happaþrennur.
Mikil ís-sala og frá grilli. Leiga og sala á myndböndum.
FATAHREINSUN OG ÞVOTTAHÚS
Vel staðsett fyrirtæki í Reykjavík, með nýleg tæki og búnað. Er vel rekið
og skilar hagnaði. Mikil vinna framundan og góð viðskiptasambönd
fylgja. Til afhendingar strax.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Geitabúskapur| Indriði Haraldsson í
Kvistási er búinn að fá sér tvær geitur. Þær
komu frá Rauðará í Þingeyrarsveit og eru
báðar huðnur segir á vefnum kelduhverfi-
.is. Geitur í Kelduhverfi eru því orðnar sex,
en nýlega fékk Aðalsteinn á Víkingavatni
geithafur, einnig frá Rauðá, en fyrir átti
hann þrjár huðnur. Einnig kemur fram að
geiturnar eru sólgnar í bygg og geta orð-
ið nokkuð aðgangsharðar þegar þær reyna
að ná í góðgætið úr höndum Indriða.