Morgunblaðið - 09.11.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 17
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Á skólaþinginu verða umræður
um framtíðarsýn skólanna og
einnig verður unnið í hópum þar
sem hvert skólastig verður tekið
fyrir. Í umræðunni verður notuð
aðferð sem gerir öllum mögulegt
að tjá skoðanir sínar á auðveldan
og skemmtilegan hátt.
Foreldrar og aðrir Garðbæingar
eru hvattir til að grípa tækifærið
og taka virkan þátt í að móta
stefnu skólanna í bænum.
Dagskrá skólaþingsins er á vef
Garðabæjar, www.gardabaer.is
Garðabær | Öllum Garðbæingum
er boðið að taka þátt í að móta
stefnu skólanna í Garðabæ til
næstu ára á skólaþingi sem haldið
verður í Flataskóla á morgun kl.
19.30–22.
Á þinginu verður fjallað um
leikskóla, grunnskóla og Tónlistar-
skólann í Garðabæ.
Yfirskrift þingsins er „Skólar
framtíðar – nemandinn í nær-
mynd“ en þingið er liður í vinnu
við endurskoðun heildstæðrar
skólastefnu Garðabæjar sem nær
til leikskóla, grunnskóla og tónlist-
arskóla bæjarins. Núgildandi
skólastefna var samþykkt árið
2002 og nær til ársins 2005. Með
samþykkt hennar var Garðabær
eitt af fyrstu sveitarfélögum lands-
ins til að móta heildstæða stefnu í
skólamálum sem tekur til allra
þeirra skóla sem bærinn rekur.
Skólastefnan hefur, að sögn bæj-
aryfirvalda, skilað margvíslegum
ávinningi ekki síst hvað varðar
samfellu og samstarf á milli skóla-
stiga.
Skólaþing í Garðabæ Heilbrigðiseftirlitið mælir magnPAH-efna á Hvaleyrarholti
Vilja þekkja
stöðuna í
íbúabyggð
Hafnarfjörður | Starfsmenn Heil-
brigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og
Kópavogssvæðis (HHK) mæla
reglulega magn ýmissra eiturefna
sem finna má í andrúmsloftinu. Þar
á meðal má nefna mælingar á loft-
mengun á Hvaleyrarholti vegna
iðnaðarsvæðisins fyrir sunnan
Hafnarfjörð. Þannig hafa mælingar
m.a. á brennisteinsdíoxíði og flúor-
samböndum staðið yfir að mestu
óslitið frá lokum níunda áratugar-
ins og svifryksmælingar frá miðjum
tíunda áratugnum.
Í ár ákvað Heilbrigðisnefnd
Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis
að gera tilraunir með mælingar á
efnum úr efnisflokknum PAH
(Polýarómatískar vetniskolefnis-
sameindir) í andrúmsloftinu, en
nokkur af hinum ólíku PAH-efnum
eru eitruð, geta skaðað erfðaefni
líkamans og valdið krabbameini.
Þá geta sum efni í PAH-flokkn-
um virkað sem hormón og truflað
eðlilega starfsemi líkamans, m.a.
æxlun. PAH-efni verða til við ófull-
kominn bruna á lífrænu efni, en
slíkur bruni á sér m.a. stað í umferð
og ýmiss konar iðnaðarstarfsemi,
m.a. malbikunarstöðvum, álverum
og fleiri stöðum.
Mælast í sjávarfangi
PAH-efni hafa mælst í skelfiski
nálægt álverum og í seinni tíð hafa
þau fundist í nokkru magni í fiski
og þá sérstaklega í lifur fisks.
Manneldisyfirvöld í Noregi hafa
m.a. mælt með takmörkun á neyslu
fisks og skelfisks úr nokkrum
norskum fjörðum vegna PAH-
mengunar.
Að sögn Tore Skjenstad, heil-
brigðisfulltrúa hjá HHK, var það
vilji heilbrigðisnefndar að sjá
hversu langt mengun frá iðnaðar-
svæðum dreifðist. „M.a. skoðum við
hvernig mengunin frá álverinu í
Straumsvík og fleiri fyrirtækjum
dreifist,“ segir Tore. „Magn brenni-
steinstvíildis og flúorssambanda
hefur verið vel undir viðmiðunar-
mörkum og við bjuggumst ekki við
öðru. Þessar sýnatökur voru upp-
haflega svolítið slitróttar, vegna
mikils kostnaðar við efnamælingar,
en nú hafa þær verið mun reglu-
bundnari um nokkurt skeið.“
Ekki búist við miklu
Tore segir heilbrigðisfulltrúa
ekki búast við því að PAH-meng-
unin sé yfir viðmiðunarmörkum, en
mikilvægt sé að gera slíkar mæl-
ingar til að þekkja stöðuna. „Þetta
eru líka, frá umhverfislegu sjónar-
miði séð, sérstaklega spennandi
mælingar þegar haft er í huga að
PAH-efni hafa aldrei verið mæld
fyrr utandyra hér á landi,“ segir
Tore, en mælingarnar hafa staðið
frá því í september með nokkurri
slembidreifingu. „Við vonumst til
að fá vísbendingar um hvort PAH-
efni greinist í námunda við iðnaðar-
hverfi og ef svo er hvort það verði
eitthvað í námunda við viðurkennd
umhverfismörk. Það má búast við
bráðabirgðaniðurstöðum innan
nokkurra vikna frá því að við send-
um sýnin til greiningar út til NILU
(Norsk Institut for Luftforurens-
ing) í Noregi) nú í lok nóvember.
Við höfum leigt sýnabúnað frá þeim
og þeir hafa kennt okkur á sýnatök-
urnar. Við ættum síðan að hafa eitt-
hvað í höndunum rétt eftir áramót.“
Árvökull Tore Skjenstad stillir mengunarmælingartækin á ný.
Morgunblaðið/Árni Sæberg