Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Sandgerði | Hópur meistara- og doktorsnema frá öllum Norð-
urlöndunum, Eistlandi og Bandaríkjunum eru þessa dagana á nám-
skeiði í Háskólasetri Suðurnesja í Sandgerði til að læra á forrit sem
notað er við að greina og lýsa óþekktum dýra- og plöntutegundum.
Með kennurum, sem meðal annars koma frá Ástralíu þar sem for-
ritið var hannað, telur hópurinn um 28 manns.
Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Ís-
lands og formaður stjórnar Háskólasetursins í Sandgerði, segir að
forritið hafi reynst vel við lýsingu á áður óþekktum dýra- og plöntu-
tegundum og endurlýsingu á þekktum tegundum, auk þess sem
nota megi það til að útbúa hefðbundna eða gagnvirka greining-
arlykla. Þá sé forritið ákaflega gagnlegt á svæðum þar sem menn
vinni með fjölbreytilegt lífríki.
Segir Jörundur að þetta forrit hafi verið lítið notað á Norðurlönd-
unum og því hafi verið ákveðið að standa sameiginlega að nám-
skeiðinu. Það er styrkt af norrænum sjóði, Nordic Marine Academy.
Líffræðistofnun Háskóla Íslands stendur að framkvæmdinni ásamt
Háskólasetrinu.
Í Sandgerði er unnið að verkefninu Botndýr á Íslandsmiðum og
telur Jörundur að forritið geti komið að góðum notum þar. Þá segir
hann að kjöraðstæður séu til að halda námskeið sem þetta í Sand-
gerði og því hafi staðurinn orðið fyrir valinu.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Greining Meistara- og doktorsnemar frá Norðurlöndunum og víðar
sækja námskeið um Delta-forritið í Háskólasetrinu í Sandgerði.
Norrænir meist-
aranemar læra á
greiningarforrit
Reykjanesbraut | „Auðvitað
er maður ánægður með að
hafa nóg að gera en við hefð-
um viljað hafa verðin hærri,“
segir Karl Hannesson,
stjórnarformaður Jarðvéla
ehf. í Kópavogi, sem átti
lægsta tilboð í annan áfanga
breikkunar Reykjanesbraut-
ar.
Nýi vegurinn liggur frá
enda tvöfalda kaflans á
Strandarheiði og endar í mis-
lægum gatnamótum í Njarð-
vík. Hann er liðlega 12 kíló-
metrar að lengd með fernum
gatnamótum, mislæg tveggja
brúa gatnamót verða við
Vogaveg, Grindavíkurveg og
við Tjarnahverfi í Innri
Njarðvík og að auki brýr við
Skógfellaveg sem er útivist-
arvegur. Gert er ráð fyrir því
að lögð verði ný akbraut
sunnan við núverandi braut,
síðan verði tengt saman
beggja vegna og eftir það
byggðar brýr á núverandi
Reykjanesbraut. Fram-
kvæmdum á að vera lokið í
júní 2008 en verktakinn get-
ur fengið aukagreiðslu ef
hann skilar fyrr af sér.
Glæsileg tilboð
Tilboð voru opnuð hjá
Vegagerðinni í gær. Átta til-
boð bárust, auk eins frávik-
stilboðs. Jarðvélar ehf. í
Kópavogi áttu lægsta tilboð-
ið, liðlega 1175 milljónir kr.
sem er rétt yfir 75% af áætl-
uðum verktakakostnaði sem
var 1560 milljónir. Jarðvélar
ina, koma upp aðstöðu, gera
verkáætlun og útvega stór-
virk tæki og mannskap. Seg-
ist hann vonast til að geta
hafist handa mjög fljótlega,
jafnvel fyrir áramót. Trúlega
verði reynt að ljúka verkinu
fyrr en áskilið er til að fá
aukagreiðslur, svokallað flý-
tifé.
Flytja verður til landsins
stærstu tækin sem notuð
verða enda segir Karl að
tækin sem notuð hafi verið
við fyrri áfangann séu flest
komin úr landi. Áætlar hann
að 40 til 50 manns verði við
verkið, þegar mest gengur á,
og var á Karli að heyra að
erfitt gæti verið að fá viðbót-
armannskap.
tilboð, með öllum fyrirvörum
um að þau reynist rétt. Það
er glæsilegt að fá tilboð sem
er 75% af kostnaðaráætlun,
ekki síst þegar það kemur frá
verktaka sem nýlega er stig-
inn upp frá því að vinna fyrri
áfanga verksins og þekkir
allar aðstæður,“ segir Sturla
Böðvarsson samgönguráð-
herra sem var viðstaddur
opnun tilboðanna. Vonast
hann til að þetta tryggi hraða
framvindu verksins.
Þarf að flytja inn tæki
Karl Hannesson, stjórnar-
formaður Jarðvéla, segir að
ef samið verði við fyrirtækið
muni það hefjast strax handa
við að undirbúa framkvæmd-
unnu að fyrri áfanga tvöföld-
unar Reykjanesbrautar
ásamt Háfelli ehf. og Eykt hf.
Svo vildi til nú að Háfell, í
samvinnu við Ris hf., er helsti
keppinautur Jarðvéla. Þeir
buðu tæplega 1197 milljónir í
verkið. Tvö önnur tilboð voru
litlu hærri en hæsta tilboðið
var 1654 milljónir.
Starfsmenn Vegagerðar-
innar munu nú fara yfir til-
boðin og ganga til samninga
við verktaka. Jón Rögnvalds-
son vegamálastjóri vekur at-
hygli á því að lægstu tilboðin
séu tiltölulega þétt. Hann
vonast til að verktakinn hefj-
ist handa sem fyrst eftir að
samið verður.
„Mér líst mjög vel á þessi
Lægsta tilboð í Reykjanesbrautina 75% af áætlun Vegagerðar
Gott að hafa nóg að gera
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Tilboð Vegagerðin fékk níu tilboð frá alls þrettán verktökum í annan áfanga Reykjanes-
brautar. Sumir stóðu saman að tilboði. Nú verður gengið til samninga við lægstbjóðanda.
HEILDARTEKJUR Akureyrar-
bæjar verða tæpir 10,7 milljarðar
króna á næsta ári og heildarútgjöld
um 10,3 milljarðar króna þannig að
rekstrarafgangur verður um 400
þúsund krónur að því er fram kem-
ur í fjárhagsætlun sem lögð var
fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Akureyrar síðdegis í gær.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri sagði vöxt og grósku einkenna
bæjarlífið um þessar mundir, sem
m.a. mætti sjá í íbúaþróun síðastlið-
inna ára og í þróun á fasteigna-
markaði. „Þessar tvær breytur
segja mest um hvort vöxtur eða
samdráttur er í samfélaginu,“ sagði
Kristján Þór.
Veltureikningur samstæðureikn-
ings er 1.03 og eiginfjárhlutfall
0,36%. „Fjárhagur bæjarins er
mjög sterkur,“ sagði bæjarstjóri.
Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár
gerir ráð fyrir miklum framkvæmd-
um, eða fyrir alls um 1,5 milljarða
króna. Vegur þar stærst bygging
dvalarheimilis fyrir aldraða við Hlíð
og þá er gert ráð fyrir að hafist
verði handa við byggingu menning-
arhúss og eins við nýjan grunnskóla
í Naustahverfi. Framkvæmdir við
fráveitu- og gatnagerð á komandi
ári nema um hálfum milljarði.
Framkvæmdir vegna fræðslu- og
uppeldismála verða þó nokkrar á
árinu 2006, eða fyrir samtals 264
milljónir og 234 milljónir vegna
æskulýðs- og íþróttamála. Áætlun
gerir ráð fyrir að framkvæmdir á
vegum Norðurorku nemi 155 millj-
ónum og 82 milljónir á vegum Hafn-
arsamlagsins svo eitthvað sé nefnt.
Í marsmánuði næstkomandi verð-
ur tekin í notkun nýr leikskóli,
Hólmasól og verður hann einkarek-
in, en það er nýmæli norðan heiða.
Til marks um aukin umsvif í
rekstri bæjarins má nefna að hann
er með starfsemi í nær 95 þúsund
fermetrum af húsnæði og hefur það
aukist á fáum árum um nær 24 þús-
und fermetra, en að auki eru leigðir
tæpir 11 þúsund fermetrar húsnæð-
is undir reksturinn.
Gert er ráð fyrir að íbúar á Ak-
ureyri verði um 16.800 í lok árs.
Spár gerðu ráð fyrir að íbúum
myndi fjölga um 300 á árinu en
samkvæmt tölum sem lágu fyrir í
gær hafði íbúum fjölgað um 257
alls.
Um 42% hækkun á fermetra
undanfarna mánuði
Á liðnum misserum hefur verið
úthlutað lóðum undir 640 íbúðir.
Möguleiki er á að bæta við um 200
með því að þétta byggð og þá nefndi
bæjarstjóri að unnt væri að byggja
nokkur hundruð íbúðir í miðbænum.
Gera mætti betur að sögn Kristjáns
Þórs í því að bjóða lóðir undir ein-
býlishús, eftirspurnin hefði verið
meiri en framboðið að undanförnu,
„og við munum mæta henni“.
Hækkun hefur orðið á fasteigna-
markaði á Akureyri á undanförnum
mánuðum, en um 42% hækkun hef-
ur orðið á fermetra síðastliðinn 21
mánuð, frá janúar 2004 til septem-
ber í ár.
Ekki er í fjárhagsáætlun gert ráð
fyrir miklum breytingum á gjald-
skrám vegna þeirrar þjónustu sem
bærinn veitir, þannig verður gjald-
skrá leikskóla óbreytt á næsta ári,
en að líkindum verður einhver
hækkun á sorpgjöldum. Útsvar-
sprósenta verður sú sama og á yf-
irstandandi ári, en bæjarstjóri taldi
víst að lækkun yrði á fasteigna-
gjöldum. Ekki væri þó hægt að taka
ákvarðanir í þeim efnum strax,
álagningagrunnurinn lægi enn ekki
fyrir.
Heildartekjur Akureyrarbæjar um 10,7 milljarðar króna á næsta ári
Vöxtur og gróska
einkenna bæjarlífið
Morgunblaðið/Kristján
Fjárhagsáætlun Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar fyrir næsta ár ásamt þeim Dan Brynjarssyni, sviðstjóra
stjórnsýslusviðs, og Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Leikskólalóð | Á fundi skóla-
nefndar var lagt fram uppkast að er-
indi til Fasteigna Akureyrarbæjar.
Samþykkt var að
fela deildarstjóra
skóladeildar að
senda erindi til
Fasteigna Akureyr-
arbæjar, þar sem
óskað verði eftir að
við endurskoðun á
deiliskipulagi í Síðuhverfi verði hug-
að að lóð fyrir nýjan leikskóla í
hverfinu, þar sem samningur um að-
stöðu í Glerárkirkju rennur út árið
2011 og óljóst er um framlengingu á
þeim samningi.
Fundur | Spjallfundur UVG verður
í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. nóv-
ember, í Hafnarstræti 98 og stendur
frá k. 20 til 22.
Sagt verður frá landsfundi Vinstri
grænna, Hlynur Hallsson varaþing-
maður segir frá heitustu málunum á
þingi í vetur, spjallað verður um
prófkjör og undirbúning fyrir bæj-
arstjórnarkosningar auk þess sem
landsmálin og heimsmálin verða
rædd og starf UVG á Akureyri í vet-
ur skipulagt.
Neytendur | Gísli Tryggvason tals-
maður neytenda flytur fyrirlestur í
dag, miðvikudaginn 9. nóvember, kl.
16.30 í stofu L201 á Sólborg en hann
mun fjalla um brýnustu hagsmuna-
og réttindamál neytenda. Embættið
er nýtt, en hlutverk talsmanns er þrí-
þætt – kynning, varðstaða og áhrif á
réttindi og hagsmuni neytenda.
AKUREYRI
Sorg | „Áföll við slys“ er heiti á er-
indi sem sr. Arnaldur Bárðarson
flytur á fundi Samhygðar, samtaka
um sorg og sorgarviðbrögð, á
fimmtudagskvöld, 10. nóvember kl.
20, í safnaðarsal Akureyrarkirkju.
Allir eru velkomnir á fundinn.