Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 21
DAGLEGT LÍF
„Í BARNASKÓLA var ég með frá-
bæran handavinnukennara sem kom
mér á föndursporið, eftir þá kennslu
kunni ég að meta handverk og hef
verið að föndra síðan, “ segir Helga
sem blaðamaður hitti einn kaldan
dag á heimili hennar í Reykjavík þar
sem hún býr ásamt manni sínum
Ragnari Valssyni. Hún hefur prófað
margt í föndri og handverki en í dag
er hún aðallega í bútasaum. „Það var
árið 2003 sem ég byrjaði í bútasaum
en ég er líka að gera annað með, eins
og kort og tréverk. Ég prófa allt
föndur og festi mig ekki endilega í
einhverju einu.“ Út um alla íbúð má
sjá bútasaumsteppi, púða og dúka og
borðstofuborðið er fullt af handa-
vinnu sem Helga er að vinna að um
þessar mundir. „Ég er aðallega að
vinna þetta á kvöldin en hitti svo
reglulega bútasaumshópana mína.
Ætli ég eyði ekki að minnsta kosti
tíu klukkustundum á viku í handa-
vinnu allt árið um kring, ég er alltaf
með eitthvað í höndunum. Eftir er-
ilsaman vinnudag slaka ég vel á við
handavinnuna. Mér finnst ofboðs-
lega þægilegt að skella hljóðbók í
geislaspilarann, hlusta og gera
handavinnu. Ég keypti mér Harry
Potter á hljóðbók um daginn og er að
hlusta á hana núna, auk þess sem ég
nota stundirnar fyrir framan sjón-
varpið líka til þess að sauma.“
Föndurkvöld fyrir vinnufélagana
Helga vinnur í verðbréfavakt Ís-
landsbanka, sú hefð hefur skapast
hjá henni að fyrir hver jól heldur
hún föndurkvöld fyrir vinnufélaga
sína. „Ég hef meðal annars látið þá
gera þrívíddar-jólakort, útsagað
jólatré og nammikrans og er núna að
hugsa um hvað ég eigi að kenna
þeim fyrir þessi jól,“ segir Helga og
tekur fram að það séu ekki aðeins
stelpurnar í vinnunni sem mæti í
jólaföndrið því strákarnir séu lið-
tækir líka. „Það koma ýmsir fimir
fingur fram þarna og strákarnir eru
ekki síðri en stelpurnar í föndrinu,“
segir hún og hlær.
Aðspurð segist Helga fara að huga
að jólaföndrinu í október. „Núna fyr-
ir jólin er ég að gera jólasokka, jóla-
kort, jólasveina, jólauglur og svo sá
ég jólapósthús um daginn sem mig
langar líka til að gera en ég veit ekki
hvort ég hef tíma til þess. Ég á fullan
skáp af hlutum sem ég hef ekki klár-
að ennþá en ég er í átaki að klára það
sem ég er byrjuð á áður en ég byrja
á nýju.“ Hún segist aðallega gefa
það sem hún gerir í afmælis- og jóla-
gjafir en þá aðeins til fólks sem kann
að meta handverk. „Um síðustu jól
gerði ég bútasaumsjólasokka og gaf
þá alla, svo núna gerði ég nokkra
bara fyrir sjálfan mig.“
Verslar í Bandaríkjunum
Fyrir um ári fór Helga í versl-
unarferð til Minneapolis í Banda-
ríkjunum. „Þetta eru sérstakar
föndurverslunarferðir sem eru
skipulagðar í Bandaríkjunum, ég og
vinkona mín flugum út og hittum þar
hóp sem hafði bókað sig í sömu
verslunarferð og við og síðan var
bara keyrt á milli föndurverslana og
verslað. Þessi ferð var eingöngu til
að kaupa efni í bútasaum eða föndur
en það mætti kalla Minneapolis
mekka föndursins, bútasaumshefðin
er líka mjög sterk í Bandaríkj-
unum.“ Helga segist aðallega kaupa
efni í bútasauminn erlendis til að fá
öðruvísi vörur en fást hér á landi en
annars segir hún úrvalið hérlendis
ágætt
Á borðstofuborðinu hjá Helgu
standa þrír glæsilegir jólasveinar
sem hún var að klára. „Það eru gos-
flöskur inni í þeim. Á jólaborðinu er
oft ljótt að hafa berar gosflöskur og
því er sniðugt að klæða þær í svona
jólasveinabúning, þá eru þær líka
borðskraut, það er saumur á hliðinni
svo hægt sé að hella úr þeim,“ segir
Helga og stefnir næst að því að gera
svipaða poka utan um vínflöskur.
Hugmyndirnar að bútasaums-
verkefnunum segist hún fá úr blöð-
um og bókum. „Ég er líka meðlimur í
Íslenska bútasaumsfélaginu og þar
eru konur að gera frábæran búta-
saum.“ Hún ráðleggur þeim sem
langar að læra bútasaum að byrja á
því að fara á námskeið. „Á nám-
skeiðum lærir maður mikla tækni og
að nota áhöldin og meðhöndla efnin.“
Fram að jólum ætlar Helga að halda
áfram í jólaföndrinu en svo tekur
önnur handavinna við eftir áramót.
„Ég er ennþá að uppgötva búta-
sauminn svo ég veit að það bíða mín
ýmiss konar spennandi verkefni í
honum auk þess sem það er alltaf
eitthvað nýtt að koma í föndrinu,“
segir þessi hressa handavinnukona
um leið og hún dregur fram fallega
bútasaumsmuni til að sýna blaða-
manni.
ÁHUGAMÁL |Helga Einarsdóttir er alltaf með eitthvað í höndunum
Á kafi í jólaföndri
Morgunblaðið/Sverrir
Helga Einarsdóttir er mikil föndurkona. Hún hefur mjög gaman af búta-
saumi og er nú á fullu í jólaföndrinu.
Að loknum erfiðum
vinnudegi veit Helga
Einarsdóttir fátt betra
en að setjast niður með
handavinnu og hlusta á
góðar sögur eða horfa á
sjónvarpið á meðan hún
saumar. Ingveldur
Geirsdóttir dáðist að
jólaföndrinu hjá Helgu.
Morgunblaðið/Sverrir
„Um seinustu jól gerði ég bútasaumsjólasokka og gaf þá alla svo núna
gerði ég nokkra bara fyrir sjálfan mig,“ segir Helga.
Morgunblaðið/Sverrir
Þessar jólauglur eru í miklu uppá-
haldi hjá Helgu enda ólst hún upp
við að hafa slíkar á jólatrénu. Hún
gerði nokkrar fyrir komandi jól og
fá þessar að hanga á jólatrénu
hennar í ár.
ingveldur@mbl.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
19
10
5
Vertu me› fyrir kl.17.
807
509 1. vinningur
1306milljónir
Bónus-vinningur
10
milljónir
Alltaf á mi›vikudögum!
lotto.is
Me› LOTTÓ Í ÁSKRIFT gætir flú auk fless
hreppt einnaf 30 glæsilegumaukavinningum.LOTTÓ
ÁSKRIFTAR
LEIKUR
Nú hefur›u meiri
tíma til a› vera me›.
Sölukerfi› er opi› til kl. 17 á veturna!