Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 25
Í grein sem ég ritaði um mála-ferlin gegn stjórnendumHafskips og Útvegsbankansí ljósi Baugsmálsins komst
ég að þeirri niðurstöðu að margt
væri líkt en þó einnig margt afar
ólíkt með þessum umfangsmiklu
æsingamálum. Ég vil nú gera nán-
ari grein fyrir því hvernig ég tel
að einelti fjölmiðla og raunar
sumra alþingismanna hafi skaðað
Hafskip og komið í veg fyrir að
tókst að selja það í rekstri og
koma þannig í veg fyrir gjaldþrot
þess.
Erfiðleikar Hafskips
á árinu 1984
Eftir að sæmilega hafði gengið
á árunum á undan varð verulegt
tap á rekstri Hafskips árið 1984.
Það stafaði að verulegum hluta af
ástæðum sem voru óviðráðanlegar
fyrir stjórnendur félagsins, t.d.
missti það flutninga fyrir varn-
arliðið vegna ákvæða í gömlum
bandarískum lögum.
Þessir flutningar voru
mikil kjölfesta í
rekstri þess. Stjórnin
ákvað í lok ársins að
mæta þessu með
verulegri hlutafjár-
aukningu og útrás
eins og nú er kölluð,
þ.e. með því að taka
upp siglingar beint á
milli Evrópu og
Bandaríkjanna án við-
komu á Íslandi. Í
febrúar á árinu 1985
ákvað hluthafafundur
að ráðast í þessa aukningu hluta-
fjár. Þess má geta að bankastjórn
Útvegsbankans ákvað að styðja
þessa aðgerð með því að lána fé-
laginu peninga með tryggingu í
skuldabréfum, sem gefin voru út
vegna hlutafjárloforðanna. Það
var raunar eina aukningin á útlán-
um til félagsins í tíð starfandi
bankastjóra, enda var tekið fram í
rökstuðningi sýknudóms í máli
þeirra að dómarar Sakadóms
teldu þá með þessu og fleiru hafa
staðið í „björgunaraðgerðum“ fyr-
ir félagið og bankann. Í þessari út-
rás þurfti félagið á mikilli tiltrú að
halda bæði hér heima en ekki síst
erlendis. Að þeirri tiltrú var auð-
vitað vegið með þessum æsiskrif-
um.
Atgangur fjölmiðla
hófst á árinu 1985
Í júní eftir ákvörðun um hluta-
fjáraukninguna og rétt fyrir aðal-
fund félagsins birtist fræg grein í
Helgarpóstinum sem bar heitið:
„Er Hafskip að sökkva?“ Þar var
ráðist mjög hart að fyrirtækinu
með dylgjum um tvöfalt meira tap
á árinu 1984 en kom fram í reikn-
ingum, skip þess væru lítils sem
einskis virði og spurt: „Fer Haf-
skip á hausinn?“ Innan skamms
tóku aðrir fjölmiðlar undir þennan
söng og málið var tekið upp á Al-
þingi í sama dúr. Það skal tekið
fram að Morgunblaðið skar sig úr
í þessari umræðu og hélt sig við
staðreyndir í skrifum sínum og
fréttaflutningi. Auðvitað stórskað-
aði þessi ofsafengna og neikvæða
umræða fyrirtækið. Þó varð tjónið
mest eftir að stjórn Hafskips og
bankastjórn Útvegsbankans tóku
sameiginlega ákvörðun á síðari
helmingi ársins 1985 að eina leiðin
til þess að forðast stórslys, eins og
það var orðað, væri að selja fyr-
irtækið í rekstri. Til þess þurfti
auðvitað að koma í veg fyrir
rekstrarstöðvun þess og kaupandi
að finnast sem vildi kaupa við-
skiptasambönd eða „goodwill“
þess á einhverju umtalsverðu
verði. Í augum uppi liggur að
þessi umræða var afskaplega
þung í skauti fyrir stjórnendur fé-
lagsins og Útvegsbankans sem
tóku þátt í þessum sölutilraunum.
Þessi ákvörðun um sölu Hafskips í
rekstri var tekin eftir að í ljós kom
töluverðu eftir birtingu grein-
arinnar í Helgarpóstinum að álíka
tap varð á fyrstu mánuðum ársins
1985 eins og nam tapi á öllu árinu
1984 og nýtt hlutafé því allt tapað
og miklu meira til.
Verðmæt eign
Hafskips eyðilögð
Síðari hluta ársins 1985 voru
stjórnendur Hafskips og síðar Út-
vegsbankans í viðræðum við for-
ráðamenn Eimskips um sölu á
Hafskip í rekstri. Af hálfu Eim-
skips tóku þátt í viðræðunum þeir
Halldór Jónsson stjórnarformað-
ur, Indriði Pálsson og Hörður Sig-
urgestsson forstjóri. Í viðræðun-
um kom í upphafi fram að þeirra
mat var að viðskiptasambönd eða
„goodwill“ fyrirtækisins væri 8
millj. dollara virði. Þótt þetta sýn-
ist ekki há fjárhæð á nútíma-
mælikvarða nam hún mun hærri
upphæð en uppsöfn-
uðu tapi fyrirtæk-
isins. Ég er sann-
færður um og
fullyrði að með sölu
á fyrirtækinu í
rekstri á eðlilegu
verði m.v. fram-
angreint verðmæti
viðskiptavildar, hefði
aldrei þurft að koma
til þess að félagið
yrði gjaldþrota.
Einmitt á þessum
tíma stóð einelti fjöl-
miðla sem hæst og
Jón Baldvin Hannibalsson tók
málið upp á Alþingi á sömu nótum
og Helgarpósturinn. Hann mót-
mælti því sem hluthafi í Eimskip
að það keypti Hafskip í rekstri.
„Hvað á Eimskip að kaupa?“,
spurði hann og í málskrúði hans
fólst að eignir Hafskips væru
nokkur úrelt skip, sem væru lítils
sem einskis virði. Skipadeild SÍS
sýndi um þetta leyti áhuga á að
stofna hlutafélag til kaupa á Haf-
skip í rekstri. Sú hugmynd for-
ráðamanna Sambandsins var felld
með naumum meirihluta í stjórn,
en fáheyrt var að stjórn SÍS á
þessum tíma tæki afstöðu gegn til-
lögum forstjóra þess fyrirtækis.
Þá var Eimskip orðið eitt um hit-
una og einelti fjölmiðlanna í há-
marki.
Alkunna er hvernig þessi at-
burðarás endaði. Hafskip var úr-
skurðað gjaldþrota í desember
1985 og þar með glötuðust þau
verðmæti sem forráðamenn Eim-
skips mátu fyrr í viðræðunum á 8
millj. dollara. Þess er rétt að geta
að allan tímann sem þessar sölu-
viðræður áttu sér stað settu fyrr-
greindir forráðamenn Eimskips
fram þá óskiljanlegu kröfu að Út-
vegsbankinn ábyrgðist að Eim-
skip fengi ákveðið hátt hlutfall af
þeim viðskiptum, sem Hafskip
hafði haft í skipaflutningum. Ljóst
er að ómögulegt var fyrir bankann
að tryggja þetta og með öllu óeðli-
legt. Hins vegar skiptu fyrrgreind
æsiumræða í fjölmiðlum og á Al-
þingi sköpum um samningsstöðu
forráðamanna Hafskips og Út-
vegsbankans.
Gjörbreytt umhverfi
í viðskiptalífinu
Þegar menn rifja upp þessi
ósköp þurfa menn að hafa í huga
að í dag er gjörbreytt umhverfi á
Íslandi í viðskiptalífinu, bankar og
fjármálastofnanir hafa nú enda-
lausa möguleika miðað við það
sem var á þessum tíma til þess að
kljást við slík mál ef þau koma
upp. Margir hafa velt því upp
hvort Hafskip hafi í raun aldrei
verið gjaldþrota. Þá benda menn á
að allt að 70% af kröfum í þrotabú-
ið fengust greidd til kröfuhafa.
Líta verður í því sambandi á að
þrátt fyrir allt tókst að selja Eim-
skip áþreifanlegar eignir þrotabús
Hafskips í einu lagi sem var tví-
mælalaust mjög hagstætt fyrir
búið. Einnig þarf að hafa í huga
hversu margfaldri fjárhæð nýs
hlutafjár fyrirtækið tapaði á árinu
1984 og 1985. Markaðsverð skipa
þeirra var mjög lágt og veð engin
til staðar. Hvaðan átti félaginu að
koma fjármagn til áframhaldandi
rekstrar?
Ólík rulla fjölmiðla
í Hafskips- og Baugsmáli
Ef menn skoða staðreyndir um
þátt fjölmiðla og alþingismanna í
þessum málum gegn stjórnendum
Hafskips og Útvegsbankans ann-
ars vegar og forráðamönnum
Baugs hins vegar held ég að eng-
um dyljist að hér er gjörólíku
saman að jafna. Því miður held ég
að ekkert sé ofsagt í því að um-
ræðan í fjölmiðlum og á Alþingi
sem átti mikinn þátt í múgæsingu
meðal þjóðarinnar þegar Haf-
skipsmálið var og hét megi líkja
við einelti þar sem ekkert var
sparað til þess að koma félaginu á
kné.
Ég sé ekki betur en að fjöl-
miðlar séu nú í því hlutverki að
verja þá sem sæta ákærum í
Baugsmálinu áður en málið kemur
til efnislegrar meðferðar dóm-
stóla. Það er þó líkt með þessum
tveimur málum að umfjöllunin er
ofsafengin, oft á tíðum ekki sæm-
andi og hefur valdið múgæsingu
sem heltekið hefur þjóðina.
Hvenær brotnar fjöreggið?
Að lokum vil ég gera breyt-
ingum á lífsskilyrðum þjóðarinnar
undanfarna áratugi örlítil skil.
Það er margt sem gerist í við-
skiptalífi þjóðarinnar. Það kraum-
ar og vellur í þessum ferlegu átök-
um, sem eiga sér stað í bardögum
gróðaaflanna innbyrðis. Ég er
orðinn aldraður maður, en man þó
allvel heimskreppuna í byrjun
fjórða áratugs síðustu aldar. Þá
var gífurleg fátækt og atvinnu-
leysi, höft á innflutningi og of-
stjórn á öllum sviðum. Bann var
við allflestum framkvæmdum og
stöðnun lífskjara. Fram-
kvæmdamenn voru kærðir og
sektaðir fyrir að byggja íbúðir og
atvinnuhúsnæði. Nú er öldin önn-
ur. Fjárfestarnir eins og þeir eru
nú kallaðir eru að kaupa áhrif á
Norðurlöndum, Eystrasalts-
ríkjum og meira að segja hjá
breska heimsveldinu.
Á barnsaldri las maður sögur
um tröllin sem köstuðu fjöreggi á
milli sín og hlutu dauða ef ekki
tókst að grípa. Nú kasta auðmenn
fjöreggi sín á milli. Hvenær kem-
ur sú stund að fjöreggið brotnar?
Hvað tekur þá við?
Fjölmiðlar og alþingis-
menn lögðu stjórnend-
ur Hafskips í einelti
Eftir Matthías
Bjarnason ’Ef menn skoða stað-reyndir um þátt fjöl-
miðla og alþingismanna
í þessum málum gegn
stjórnendum Hafskips
og Útvegsbankans ann-
ars vegar og forráða-
mönnum Baugs hins
vegar held ég að engum
dyljist að hér er gjör-
ólíku saman að jafna.‘
Matthías Bjarnason
Höfundur er fyrrv. alþingismaður og
fyrrv. ráðherra, m.a. viðskipta- og
bankamálaráðherra.
Og beint
milljónir
Árið 2004
manna til
and sem
nuleysi og
mjög fyrir
stað,“ var
usan Lec-
rð í lestina
dag. „Nei,
t því slag
nvel yfir-
ndra fjöl-
a þó for-
ferðamála
gnin „Al-
tyrkneska
nin „París
ðum þang-
herra seg-
hafi flutt
m. „Fólk
Frakkland
ð streymi,
ekki hægt
en það eru
gir Bertr-
ðbundnar
igin raun.
ginn und-
ær.
maðurinn
ýr í hverf-
eins eins
ggu óeirð-
drei hafa
ennu var.
etta á net-
l.is,“ segir
nt“
m múslím-
ótin bein-
nna hefur
La Made-
dí í fram-
verslunar-
meiddist
m helgina.
g araba á
kanna en
númer eitt
sráðherra
i á dögun-
rir ofbeldi
um borga
og bæja væru „skítapakk“.
„Fólk er yfirspennt og það þurfti
aðeins lítinn neista til að kveikja bál-
ið. Sá neisti var Nicolas Sarkozy.
Hann ætti að skammast sín,“ segir
Youssef Larraji, 39 ára starfsmaður
á spítala. „Sarkozy er sökudólgur-
inn. Hefði hann ekki svívirt íbúa út-
hverfa hefði ekki soðið upp úr. Þeir
sem misst hafa bíla sína eiga að lög-
sækja ráðherrann,“ sagði vinur hans
Jamel, 32 ára starfsmaður fé-
lagsþjónustunnar.
Eldri kynslóðir norður-afrískra
innflytjenda segjast hafa skilning á
ofbeldinu þótt þeir styðji það ekki.
Ekkert sé fyrir unga fólkið við að
vera – það sé fátækt og eigi enga
framtíð fyrir sér. Við þetta hafi síðan
bæst svívirðingar Sarkoz. „Vita-
skuld er ekki rétt að kveikja í bílum,
en Sarko hefði aldrei átt að stökkva
olíu á eldana,“ sagði eldri maður við
blaðamann á götu úti.
Frönsk kona blandaði sér í málið.
„Láttu ekki svona, ég skil ekki
hvernig fólk reynir að búa til afsak-
anir fyrir unglingana sem tóku þátt í
ofbeldinu. Öll þekkjum við þá, það
eru þessir í nýjustu Nike-skónum og
með nýju farsímana,“ sagði hún. „Ég
er svo eyðilögð. Hér hef ég búið í 30
ár og aldrei höfum við kynnst öðru
eins,“ bætti konan, Marie-George
Lebrun, 57 ára borgarstarfsmaður á
eftirlaunum, við.
„Auðvitað er einhver veila hér á
ferð – það eru brestir alls staðar. En
það reitir mig til reiði hvernig for-
eldrar afsaka og leysa börnin, sem
að ofbeldinu stóðu, undan ábyrgð.
Hvaða erindi áttu þessir 13 og 14 ára
unglingar fyrir það fyrsta út á göt-
urnar seint að kvöldi?“ spurði Le-
brun.
Hópur hvítra manna stóð í hnapp
við bíl og ræddi málið. „Að okkur
setur viðbjóð. En auðvitað getum við
ekkert sagt. Við verðum bara að sitja
og horfa á þetta,“ sagði Jules, 38 ára
gamall bifvélavirki. „Við ólumst upp
með foreldrum þessara krakka. Spil-
uðum við þá fótbolta, gengum í sama
skóla og tuskuðumst stundum á. En
það var aldrei talað um kynþáttafor-
dóma. Og nú dragast þeir inn í þetta
ofbeldi og réttlæta gjörðir barna
sinna. Auðvitað ríkir gremja. Ég er
reiður líka, allir eru reiðir. Ég er í
skítavinnu og á lélegu kaupi, á skrjóð
fyrir bíl. En geng samt ekki um eyði-
leggjandi fyrir öðrum,“ bætir Jules
við.
Ofbeldið í frönsku úthverfunum
þykir og varpa ljósi á upplausn for-
eldravalds í fjölskyldum innflytj-
enda. Þar hafi mæður og feður enga
stjórn lengur á mótþróafullum börn-
um sínum. Langflestir þeirra hund-
raða manna sem handteknir hafa
verið í óeirðum undanfarin 12 kvöld
og nætur eru táningar og jafnvel
yngri en það. Nær allir eru þeldökk-
ir eða af arabísku bergi brotnir.
„Í augum barna minna er ég hold-
tekja hins misheppnaða manns,“
segir Meziane, fimmtugur fyrrver-
andi blaðamaður sem flutti frá Alsír
til Frakklands seint á níunda áratug
nýliðinnar aldar og býr í Parísarút-
hverfinu La Courneuve. Hann er
þriggja barna faðir og hefur starfað
sem húsamálari og þjónn en gengur
nú atvinnulaus.
„Er við því að búast að börnin taki
tillit til mín eða vilji feta í fótspor mín
þegar ég get aldrei veitt þeim neitt
sem hugur þeirra girnist? Og það í
samfélagi þar sem þau eru undir
stöðugum þrýstingi neyslunnar,“
bætir hann við.
Er hundruð þúsunda afrískra inn-
flytjenda streymdu til Frakklands á
sjöunda og áttunda áratug nýliðinn-
ar aldar fluttust þeir flestir í úthverfi
Parísar. Ólíkt afkomendum þeirra í
dag áttu þeir tiltölulega auðvelt með
að fá vinnu. Saga Sadeks nokkurs, 31
árs framhaldsskólagengins manns,
þykir dæmigerð fyrir þá og endur-
spegla í hnotskurn atvinnumögu-
leika barna og barnabarna íslamskra
innflytjenda í Frakklandi. Þau
kunna vera frönsk á pappírunum en
eru meðvituð um að Ali og Rachid
munu að öllum líkindum þurfa að
víkja fyrir Alain eða Richard.
Sadek hætti nýlega að sendast
með heimpantanir nýlenduvöru-
verslunar í hverfinu Saint-Denis í
norðurjaðri Parísar því hann var
orðinn þreyttur á að þramma upp
margar hæðir með þunga poka.
Hann dreymir um betra starf. En
hann gerir sér grein fyrir að mögu-
leikarnir eru takmarkaðir. „Með
nafn eins og mitt get ég ekki fengið
sölustarf,“ segir hann.
Starf við símasölu væri að vísu
mögulegt – þar sem arabískur upp-
runi hans væri ósýnilegur. En hann
yrði þó að nota annað nafn í því
starfi.
Óttast efnahagssamdrátt
Franskir hagfræðingar óttast að
óeirðirnar kunni að draga úr al-
mennri eftirspurn neytenda og einn-
ig fjárfestingu útlendinga í frönsku
efnahagslífi.
Búist hefur verið við að hagvöxtur
nemi 1,5% í Frakklandi í ár en Marc
Touati hagfræðingur hjá bankanum
Natexis Banques Populaires segir
að upplausn og skortur á röð og
reglu í samfélaginu kunni að bitna á
neyslu á lokafjórðungi ársins sem sé
einn sá mikilvægasti fyrir smásölu-
verslunina. Kunni því að hægja á
vexti á næsta ári.
Óeirðirnar knýja frönsk yfirvöld
til að takast á við reiði sem grafið
hefur um sig í áratugi í vanræktum
úthverfum meðal barna arabískra og
annarra afrískra innflytjenda sem
fædd eru í Frakklandi. Sáttatónn
þótti vera í Jacques Chirac forseta
er hann játaði á mánudag, að Frökk-
um hefði mistekist að aðlaga börn
innflytjenda frönsku samfélagi sem
skyldi. Þá sagði Chirac – fyrrum
borgarstjóri Parísar – að „gettóa-
væðing“ franskra borga væri for-
kastanleg.
Rúmlega sjö af hverjum 10
Frökkum telja að stefna yfirvalda í
málefnum fátækari úthverfa hafi
mistekist, samkvæmt skoðanakönn-
un sem birt var í fyrradag. Er spurt
var almennt um afstöðu ríkisstjórn-
arinnar til „ástands í úthverfum“ –
án sérstakrar skírskotunar til óeirð-
anna – sögðu 71% aðgerðir stjórn-
arinnar hafa stefnt í öfuga átt.
Aðeins fimmtungur studdi að-
gerðir ríkisstjórnarinnar, sam-
kvæmt könnuninni sem gerð var fyr-
ir vefsetrið Yahoo, blaðið Liberation
og fréttasjónvarpsstöðina iTele. Þá
sögðust 58% aðspurðra ósátt við
stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart
atvinnuleysi – meginástæðu uppþot-
anna – en aðeins 33% lýstu sig fylgj-
andi stefnu stjórnarinnar.
smun-
grunar
ozy
Reuters
hverfa Toulouse í suðvesturhluta Frakklands.
agas@mbl.is
’Er við því að búast aðbörnin taki tillit til mín
eða vilji feta í fótspor
mín þegar ég get aldrei
veitt þeim neitt sem
hugur þeirra girnist?
Og það í samfélagi þar
sem þau eru undir
stöðugum þrýstingi
neyslunnar.‘