Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 27

Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 27 UMRÆÐAN Í SVARGREIN Sæunnar Ólafs- dóttur við viðhorfspistli mínum, sem birtist 4. nóvember síðastlið- inn, bendir hún á að fegurð- arsamkeppnir séu hluti af sögu kvenna, en það er staðreynd sem ég tek undir. Sæunn segir að vegna óbeitar minnar á slíkri keppni hiki ég ekki við að fordæma bók sem ég hafi ekki lesið. Vísar hún þar í nýútkomið verk sitt, Brosað gegnum tárin. Ég kannast hvorki við að hafa dæmt né for- dæmt bók Sæunnar. Í viðhorfspistlinum tók ég skýrt fram að ég hefði ekki lesið bókina spjalda á milli heldur flett henni í bókabúð. Ég stend enn fast við það sem ég sagði í pistlinum – að mér hefði virst sem ekki færi mikið fyrir gagnrýni í bók- inni. Það virðist ekki hafa komist nægilega vel til skila hvað ég átti við með þessu, en þarna vísaði ég til þess að í bókinni er ekki tek- in gagnrýnin afstaða til fegurð- arsamkeppna. Eflaust var það heldur ekki ætlunin – ef til vill er bókinni ágætlega lýst sem almennri samantekt um fegurðarsamkeppnir á Íslandi og þá umfjöllun sem þær hafa fengið. Ég hef auðvitað ekkert um efnistökin að segja en lít svo á að mér sé frjálst að lýsa skoðunum mínum á því sem fyrir mín augu bar. Pistillinn sem ég skrifaði í síð- ustu viku snerist ekki um bók Sæ- unnar, heldur byggðist á vangavelt- um um jafnrétti og þau skilaboð sem konum berast úr ýmsum átt- um um að þær eigi helst að vera ungar og sætar. Ummæli Sæunnar í viðtali sem birtist við hana í Fréttablaðinu 29. október voru meðal þess sem vöktu mig til umhugsunar. Þar sagði hún að í dag væru kröfur um útlit kvenna orðnar háværari á öll- um vígstöðvum. Mér þykir leitt ef Sæunn telur að ég hafi reynt gera hana að talsmanni þeirra sem halda því að konum að þær eigi að hafa endalausar áhyggjur af útlitinu, eða ábyrga fyrir því að konur „eru gerðar að skotspæni markaðs- aflanna“ eins og hún segir í svargrein sinni. Sæunn hefur rétt fyrir sér þegar hún segist ekki geta betur séð en að ég taki undir orð hennar um útlitskröf- urnar. Það geri ég einmitt. Fegurðarsamkeppnir hafa í gegnum tíðina verið umdeilt fyr- irbæri. Þegar út kemur bók sem fjallar um sögu slíkra keppna hljóta þeir sem hana skrifa og gefa út að búast við umræðu og jafnvel gagnrýni. Fegurðarrýni Elva Björk Sverrisdóttir svarar grein Sæunnar Ólafsdóttur Elva Björk Sverrisdóttir ’Ég kannasthvorki við að hafa dæmt né fordæmt bók Sæunnar.‘ Höfundur er blaðamaður. NÚ í haust greindir þú frá því í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu að ákveðið hefði verið að leggja Listdansskóla Íslands niður frá og með næsta hausti (2006). Óhætt er að segja að þessi tíðindi hafi kom- ið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af þessum sök- um og telja óvissuna sem nú ríkir um fram- tíð listdansins og list- danskennslu á Íslandi slæma og reyndar óviðunandi. Má í þessu sambandi rifja upp það sem fram kom á fjölmennum fundi sem haldinn var í Listaháskóla Íslands á dögunum og fréttir voru sagðar af, m.a. í Morgunblaðinu. Við getum ekki látið hjá líða að benda á viðtal sem birtist í Morgunblaðinu 2. þ.m. við Anne Marie Vessel Schlüter, skóla- stjóra listdansskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Í viðtalinu kemur fram að henni hafi litist afar vel á ungu dansarana í Listdansskólanum sem æfðu með flokki hennar á dögunum í húsa- kynnum skólans. Þá lýsti hún því áliti sínu að sorglegt sé að List- dansskóli Íslands verði lagður nið- ur. Í viðtalinu rökstyður hún álit sitt og greinir frá sérstöðu list- dansnáms og nauðsyn þess að rekstrarformið sé eins og það er. Má hiklaust benda þér á að lesa viðtalið við þessa virtu og reynslu- miklu konu því þar koma að þessu leyti fram svipuð eða sams konar sjónarmið og komið hafa fram hjá fagaðilum hér á landi sem helst til þessa þekkja og hafa tjáð sig um málið í ræðu og/eða riti. Nemendur skólans og foreldrar þeirra eru því í algerri óvissu um framhald grunnskólans í listdansi. Allir sem við höfum rætt við, en þeir eru margir, lýsa áhyggjum sínum. Þá hafa birst blaðagreinar í sömu veru. Við ætlum ekki að lýsa hér efni ágæts fundar okkar með þér, Þorgerður Katrín, um þetta efni nema að þá kom fram að þú myndir greina frá því hvað tæki við eftir lokun skólans. Síðan eru liðnar margar vikur, mánuðir, einn lands- fundur Sjálfstæðisflokksins og þingið komið saman. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert heyrst frá þér um málið. Þú veist að við ætlum ekki að blanda okkur í það hvernig listdanskennslu verður háttað hér á landi í framtíðinni, hvort hún verður á vegum ríkisins, sveitarfé- laga eða einstaklinga. Afskipti okkar af þessu máli eru vegna dætra okkar sem eru nem- endur við skólann. Þær eru því miður of ungar til að tala sínu máli sjálfar en ekki skortir þær viljann. Má segja að það sé þér til happs, því að dætur okkar, og fleiri nem- endur skólans, eru þér mjög reiðar. Þær hafa notað allan tilfinn- ingaskalann. Því máttu trúa. Þetta er eins og að svipta börnin hluta af lífssýn sinni. Ríkið rekur skólann sem tekur inn nemendur á ákveðnum for- sendum. Allir vita hvernig námið fer fram, um lengd þess, stunda- fjölda, kostnað o.fl. Við teljum þá leið ótæka að leggja skólann niður og vísa nemendum sem þegar eru þar í námi út á gaddinn, ef svo má segja. Meðan þú hefur ekki greint frá því hvað verður um nemend- urna í grunnskólanum verður að álíta að þú hafir lagt þetta nám endanlega niður. Við teljum skyldu þína sem menntamálaráðherra að tryggja að núverandi nemendum skólans verði unnt að ljúka náminu sem þeir hafa þegar hafið. Varla þarf að taka fram að gera verður þeim unnt að ljúka náminu undir sömu kröfum, svo sem tímafjölda, undir leiðsögn hæfra kennara o.s.frv. Annað væri óásættanleg breyting á eðli námsins. Því spyrj- um við þig hvort þú sért sammála þessu og þá hvernig þetta verði tryggt. Sértu ósammála, þá hvers vegna? Telur þú ríkið, sem rekur skólann, og þig sem mennta- málaráðherra hafa einhverjar skyldur til að tryggja að nemend- unum verði gert kleift að ljúka námi sínu í samræmi við ofanritað? Við trúum ekki öðru en að þú viljir gera vel í þessu máli eins og reyndar fram kom á fundi okkar í september sl. Við erum aðeins að gæta hagsmuna dætra okkar sem eru í raun sameiginlegir hagsmunir allra núverandi nemenda skólans. Við erum ekki að biðja þig um að greina frá framtíðarfyrirkomulagi listdanskennslunnar í landinu. Að- eins hvernig hagsmunir núverandi nemenda verða tryggðir. Við vænt- um svars sem róar reiðar og sárar dætur okkar. Með kveðju. Heggur sá er hlífa skyldi Guðjón St. Marteinsson og Jens G. Einarsson skrifa opið bréf til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra ’…dætur okkar, ogfleiri nemendur skólans, eru þér mjög reiðar. Þær hafa notað allan til- finningaskalann.‘ Guðjón St. Marteinsson Höfundar eru feður nemenda í Listdansskóla Íslands. Jens G. Einarsson ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Suðurlandsbraut 46  www.skeifan.is Sími 568 5556  Fax 568 5515 LANGHOLTSVEGUR - BYGGINGALÓÐ Vorum að fá í einkasölu 613 fm byggingalóð við Langholtsveg. Á lóðinni er gamalt lítið timbur- hús til niðurrifs. Einnig er á lóðinni 65 fm bíl- skúr sem mætti standa. Óskað er eftir tilboðum í eignina. ÆGISÍÐA - EINBÝLI Glæsilegt átta herbergja einbýlishús með ósamþykktri aukaíbúð í kjallara, alls 304,1 fm. Á neðri hæð eru hol, eldhús, borðstofa, stór stofa og bókastofa. Á efri hæð eru hol, þrjú lítil og tvö stærri svefnherbergi, og baðherbergi. Svalir liggja eftir allri húshliðinni. Stórglæsilegt útsýni. Heimilt er að auka byggingarmagn á lóðinni með því að byggja ris með kvistum sem falla vel að stíl hússins og bílageymslu. Einstök staðsetning. Verð kr. 85 millj. Fr u m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.