Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 29
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VIÐ VILJUM veita börnunum okk-
ar það besta. Við setjum því markið
hátt í þeim málefnum sem snerta
ungu kynslóðina. Í Garðabæ hefur
verið lögð gríðarleg áhersla á barna-
og unglingastarf
undanfarin miss-
eri. Flaggstöng
okkar eru skól-
arnir. Í Garðabæ
er unnið markvist
að því að skólar
bæjarins séu í
forystu hvað
varðar árangur
og vellíðan nem-
enda. Starfsmenn
eiga að geta notið
sín í starfi og hafa möguleika á því
að auka þekkingu sína og reynslu.
Við förum fram á faglegan metnað,
skilvirkni, fjölbreytni og val í skólum
bæjarins.
Skólastefna Garðabæjar sem
samþykkt var af bæjarstjórn árið
2002 er metnaðarfull og hefur verið
bæjarfélaginu til sóma enda hefur
Garðabær verið í forystu á landsvísu
á sviði menntamála. En betur má ef
duga skal!
Nú stendur yfir endurskoðun á
skólastefnu Garðabæjar og kallað er
eftir þínum sjónarmiðum. Fimmtu-
daginn 10. nóvember verður haldið
skólaþing í sal Flatarskóla og hefst
skólaþingið kl. 19.30. Þar gefst íbú-
um og starfsmönnum bæjarins færi
á að koma sínum hugmyndum og
skoðunum á framfæri. Markmið
skólaþingsins er að fara yfir málefni
leikskóla, grunnskóla og tónlistar-
skóla með íbúum og starfsmönnum
bæjarins með það að leiðarljósi að
Garðabær verði áfram í forystu-
hlutverki á sviði skólamála á Íslandi.
Búum saman til metnaðarfulla og
framsækna skólastefnu með skýra
framtíðar- og heildarsýn.
Ég skora á þig að sýna ábyrgð
með þátttöku í stefnumörkun og
mótun skólastafs í Garðabæ. Höld-
um Garðabæ áfram í forystu. Taktu
þátt. Sjáumst á fimmtudag!
ÁSLAUG HULDA
JÓNSDÓTTIR,
formaður Leikskólanefndar
Garðabæjar.
Skólaþing í Garðabæ –
sjáumst á fimmtudag!
Frá Áslaugu Huldu Jónsdóttur:
Áslaug Hulda
Jónsdóttir
VANDINN við kosningaundirbún-
ing er meðal annars sá að það skapast
sjaldan friður til að tala um grund-
vallaratriði. Nú þegar prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík er lokið er
mörgum létt og kannski skapast rými
fyrir umræðu um meg-
inatriði. Það hefur út af
fyrir sig verið fróðlegt
að fylgjast með
áherslupunktum fram-
bjóðenda Sjálfstæð-
isflokksins en þeir hafa
að jafnaði verið afar
þokukenndir og flatir
og reynt er að fela allan
ágreining í slagorðum
og innihaldsleysið er
átakanlegt. Markmiðið
er auðvitað að styggja
engan kjósanda Sjálf-
stæðisflokksins; og það
segir sig sjálft að við þær aðstæður er
ekki mikið pláss fyrir frumlega hugs-
un. En nú er grímudansleiknum lokið
og komið að því að einstaklings- og
auðhyggjan komi fram, grímulaus.
Andlit Sjálfstæðisflokksins í komandi
kosningabaráttu heitir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmson sem fyrst var kosinn í
borgarstjórn 1982 – fyrir 24 árum í
vor – fyrir gamla borgarstjórn-
aríhaldið, og sat þar sem einn af liðs-
mönnum þess í 12 ár þar til R-listinn
kom til valda.
Reykvíkingar eiga sig sjálfir
Á akri R-listans spretta nú ný grös
sem aldrei fyrr. Innan raða vinstri
grænna er mikil nýsköpun, fleiri
koma til liðs við flokkinn, nýjar hug-
myndir kvikna, reynsla og framtíð-
arsýn kallast á. Kjósendur í borginni
sjá flokkana sem buðu fram undir
merkjum R-listans og störfuðu í því
umboði árum saman draga fram sín
sérkenni og sína pólitík. Munurinn er
mörgum ekki ljós ennþá en smám
saman munu línur skýrast og ein-
kenni skerpast. Sköpunarkrafturinn
er mikill, tækifærin næg. Samkvæmt
nýjum skoðanakönnunum er fjórð-
ungur kjósenda í Reykjavík enn óráð-
inn með sitt atkvæði auk
þess sem fjöldi fólks
hreifst með í bylgju
sjálfstæðismanna í að-
draganda prófkjörs. All-
ur þessi hópur, fleiri
þúsund Reykvíkingar, á
eftir að taka afstöðu og
móta sér skoðun, velja á
grundvelli myndarinnar
sem á eftir að skýrast
eftir því sem um-
ræðunni vindur fram.
Enginn á hinn frjóa ak-
ur R-listans, ekki heldur
gamlir óðalsbændur
sem gera tilkall til nýgræðingsins,
þykjast eiga hvert strá og hverja
þúfu. Reykvíkingar eiga sig sjálfir,
skoðanir sínar og atkvæði. Stjörnur
verða að skína á eigin verðleikum en
ekki vegna fornrar og dvínandi
frægðar.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
hefur nú þegar valið sitt fólk í
fremstu víglínu. Aðrir bíða fram yfir
áramót. Þeim andlitum sem standa
fyrir stefnu og pólitík fer fjölgandi á
næstu mánuðum. Bítandi, hægt en
örugglega hefst baráttan um grunn-
tóninn og meginlínurnar í stjórn
borgarinnar. Það reynir mikið á
borgarbúa í andrúmslofti auglýsinga-
mennsku, heilsíðuauglýsinga, að taka
upplýsta afstöðu um það sem máli
skiptir og má búast við að önnur hol-
skefla innihaldsleysis og yfirborðs-
mennsku ríði yfir í janúar og febrúar
þegar aðrir flokkar heyja sín próf-
kjör.
Gegn peningadekrinu
og með manngildinu
Vonandi tekst í gjörningahríð aug-
lýsingamennskunnar að grilla í aðal-
atriðin. Stóru spurningarnar eru
hvort Reykvíkingar vilja frelsi hinna
ríku þar sem hægt er að kaupa for-
réttindi í menntun og heilsu. Vilja
Reykvíkingar nálgast Bandaríkin í
skipulagi og innviðum eða viljum við
vera nær norrænu samfélagsgerðinni
þar sem keppt er að jöfnuði og þar
sem mannlífi er skipað ofar og æðra
en þörfum fjármagnsins og mark-
aðarins? Það er mín sannfæring að
Reykvíkingar vilji borg í faðmi fé-
lagshyggju, borg þar sem fólk er í
fyrirrúmi, betri borg fyrir börnin,
sköpunina, gamla fólkið, mannlífið,
alla. Líka þá sem ekki eiga peninga.
Við getum tryggt að svo verði ef við
leyfum akri R-listans að njóta frjó-
seminnar og tökum ekki til við bar-
daga um þúfur heldur færum út girð-
inguna og sækjum fram af nýjum
krafti með ungu fólki, hugsjónum og
framtíðarpólitík. Gegn afturhaldinu
og peningadekrinu, með borgarbúum
og manngildinu.
Borg okkar allra
Svandís Svavarsdóttir fjallar
um borgarstjórnarmál
Svandís
Svavarsdóttir
’Enginn á hinn frjóaakur R-listans, ekki
heldur gamlir óðals-
bændur, sem gera tilkall
til nýgræðingsins, þykj-
ast eiga hvert strá og
hverja þúfu. ‘
Höfundur er í 1. sæti V-listans í vor.
RAFLAGNA
ÞJÓNUSTA
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00
Sendum út á land - Upplýsingasími 511 1055
í Perlunni
catmandooR Ö H N I S C H
AND1
Firefly
Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð:
Stakar íþróttabuxur 1.600 kr. 3.990 kr.
NIKE stuttbuxur 1.400 kr. 3.600 kr.
ADIDAS/NIKE/SPEEDO sundbolir Frá 1.000 kr.
RUCANOR sokkar 3 í pakka 500 kr.
ADIDAS innanhússkór STABIL 4.000 kr./7.000 kr. 7.990 kr./13.990 kr.
NIKE alhliðaskór TERRA SEBEC 4.000 kr. 7.990 kr.
NIKE innanhússkór MULTICOURT 2.300 kr. 4.600 kr.
FIRE FLY barnaskór 1.200 kr. 3.990 kr.
NIKE AIR DEFIANT körfuboltaskór 5.500 kr. 10.990 kr.
NIKE anorakkar, fóðraðir 3.500 kr. 10.490 kr.
NIKE gallar, stórar stærðir 3.500 kr. 11.990 kr.
50% afsláttur
frá okkar verðum á
öllum vörum
Okkar takmark:
50-80% lækkun
frá fullu verði
Síðasti dagur miðvikudagurinn 9. nóvember