Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég ætla að skrifa til þín nokkrar
línur í tilefni þess að þú hefðir orðið
75 ára 1. nóvember, ef við hefðum
fengið að hafa þig lengur hjá okkur.
Við komum samt öll saman í sumar í
tilefni af afmæli ykkar ömmu. Það
var bara það sem þú vildir fá í afmæl-
isgjöf, að fá alla fjölskylduna, börn,
barnabörn og langafabörn, saman.
Ég er viss um að pabbi, Jói frændi og
Smári hafa tekið á móti þér. Ég verð
að þakka þér allar stundirnar og
hjálpina sem þú veittir okkur
mömmu og stundirnar sem þið
amma pössuðuð mig og því bið ég
englana að passa þig núna.
Ég og mamma og auðvitað öll hin
líka ætlum að passa ömmu vel og
reyna að hjálpa henni að lifa með
sorginni og söknuðinum.
Hvíldu í friði.
Þín afastelpa
Elísabet Kristín.
JÚLÍUS A.
FOSSDAL
✝ Júlíus Arason Fossdal fæddistá Akureyri 1. nóvember 1930.
Hann lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 11. september síð-
astliðinn og var útför hans gerð
frá Akureyrarkirkju 23. septem-
ber.
GUÐLAUG Þorsteinsdóttir er Ís-
landsmeistari kvenna árið 2005 þó að
hún eigi eina skák óteflda á mótinu
þegar þessar línur eru ritaðar. Hún
náði forystunni á mótinu með sigri á
Lenku Ptácníkovu í fjórðu umferð og
áður en níunda umferð hófst hafði
hún 5½ vinning af 6 mögulegum en
Lenka hafði 6 vinninga af 7 mögu-
legum. Þetta var lokaskák Lenku á
mótinu og með sigri myndi hún
tryggja sér titilinn en tap myndi þýða
að Íslandsmeistaratitillinn rynni í
skaut Guðlaugar í fimmta sinn. Skák
þeirra varð mjög spennandi og stóð
hún sannarlega undir nafni sem úr-
slitaskák mótsins.
Hvítt: Lenka Ptácníková (2181)
Svart: Guðlaug Þorsteinsd. (2114)
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Bd3 Dc7 6. O-O Rf6 7.
De2 d6 8. c4 g6 9. Rc3 Bg7 10. Rf3
Rc6 11. Hd1 O-O 12. h3 Rd7 13. Bd2
Hér er venjulega leikið 13. Be3.
13...Rce5 14. Rxe5 Rxe5 15. Hac1
Bd7?!
Miðað við framhald skákarinnar
var rökréttara að leika 15...b6 og svo
næst Bb7.
16. b3 Bc6?!
Enn var 16...b6 betra eða jafnvel
Re5-c6 með hugmyndinni að koma
riddaranum fyrir á d4. Eftir þessa
ónákvæmni svarts nær hvítur nú
undirtökunum.
17. Bb1 b6 18. Be3 Hfd8 19. f4 Rd7
20. Rb5!
Hvítur tryggir sér nú varanlegt
frumkvæði í skjóli biskupaparsins og
peðaveikleikanna í svörtu stöðunni.
20...axb5 21. cxb5 Bxb5 22. Dxb5
Db8 23. b4 Ha3!
Snjall leikur sem reynir að skapa
usla í herbúðum hvíts.
24. Bf2 Bh6 25. g3 e5 26. Hc6!
Vel leikið þar sem nú gengur
26...exf4 ekki upp vegna 27. Hcxd6 og
riddari svarts á d7 fellur.
26...Bf8 27. f5 gxf5?
Mistök sem hefðu átt að kosta
svartan skákina þar sem nú opnast
línur fyrir hvítreita biskup hvíts.
28. exf5 Da8 29. Dc4! Db7
30. Be4?!
30. f6! hefði knúið svartan brátt til
uppgjafar þar sem eftir 30...Rxf6 31.
Hc7 Df3 32. Dxf7+ Kh8 33. Hxd6!
væri öll sund lokuð fyrir svartan.
30...b5?! 31. Dc1! Rf6 32. Dg5+?!
32. Hcxd6! var betra þar sem eftir
32...Rxe4 33. Hxd8 yrði leppun bisk-
upsins á f8 svörtum ofviða.
32...Bg7 33. Hcxd6 Hxd6 34. Hxd6
De7 35. Bc5 h6 36. Dh4 Hxg3+! 37.
Dxg3 Rxe4 38. Hd3?!
Svörtum hefur tekist að þyrla upp
nógu miklu moldviðri til þess að eiga
praktíska jafnteflismöguleika og
nauðsynlegt er fyrir hvítan að tefla af
mikilli nákvæmni. Textaleikurinn
gerir verkefni svarts auðveldara þar
sem t.d. 38. Hb6 hefði verið öflugri í
ljósi þess að 38...Rxc5 gengi þá ekki
upp vegna 39. f6.
38... Rxc5 39. bxc5 Dxc5+ 40. De3
Dc4 41. Hd2 Dc1+
Nú er komin upp staða sem erfitt
er fyrir hvítan að vinna en sjálfsagt
hafa báðir keppendur haft lítinn um-
hugsunartíma þegar hér er komið
sögu. Hvítur reyndi að bæta stöðu
sína en það gekk erfiðlega.
42. Kg2 Dc6+ 43. Kg3 Kh7 44.
He2 Bf6 45. Df3 Dc4 46. Kg2 b4 47.
De4 Db5 48. Hb2 Dd7 49. Hc2 Dd1
50. Dc4 Dd7 51. Hf2 Db7+ 52. Kg3
De7 53. Hc2 Dd7 54. Hf2 De7 55. Kf3
Dd7 56. Ke4 Da7 57. Hd2 Bg5 58.
Hd3 Bf6 59. Hb3 Db7+ 60. Dd5 Dc7
61. Hd3 Kg7 62. Hg3+ Kh7 63. Hg2
Da7 64. Hc2 Kg7 65. Hg2+ Kh7 66.
Hb2 Dc7 67. Hh2 Da7 68. h4 Kg7 69.
Hg2+ Kh7 70. h5 Dc7 71. Hd2 Kg7
og í þessari stöðu, sem er betri á
hvítt, féll Lenka á tíma og við það
varð Guðlaug Íslandsmeistari. Þessi
áhugaverða skák er báðum keppend-
um til sóma sem og íslenskri kvenna-
skák. Í næsta skákþætti verður gerð
grein fyrir endanlegum lyktum Ís-
landsmóts kvenna í skák árið 2005 en
heimasíða mótsins hefur vefslóðina
http://www.skaksamband.com/
ice05w.
Kínverjar með pálmann
í höndunum á HM í skák
Á heimsmeistaramóti landsliða
sem fram fer þessa dagana í Beer-
Sheva í Ísrael hefur karlalið Kína
afar þægilega stöðu í efsta sæti móts-
ins þegar sex umferðum er lokið af
tíu.
Kínverska liðið hefur 16 vinninga í
efsta sæti en það hefur tekið þátt í
fimm viðureignum á meðan helstu
keppinautar þeirra, lið Rússlands
hefur 15½ vinning eftir sex viður-
eignir.
Það yrði sannarlega saga til næsta
bæjar að fjölmennasta ríki heims
yrði heimsmeistari í liðakeppni í skák
en það er eingöngu aldarfjórðungur
síðan sú stefna var tekin upp hjá þar-
lendum yfirvöldum að beina athygli
fleiri þegna alþýðuveldisins að skák-
listinni. Á þeim tíma hefur afskap-
lega góður árangur náðst hjá kín-
versku kvenþjóðinni en hvað eftir
annað hefur lið þess unnið Ólympíu-
skákmót og aðrar keppnir í kvenna-
flokki.
Nú er ljóst að röðin er komin að
karlpeningnum að sýna mátt sinn og
megin.
Hægt er að fylgjast með skákum
keppninnar á Netinu á vefslóðinni
http://www.wccisrael.com.
Ljósmynd/Helgi Áss Grétarsson
Guðlaug Þorsteinsdóttir sigraði Lenku Ptácníkovu og er Íslandsmeistari.
Guðlaug Íslands-
meistari kvenna
SKÁK
Skáksamband Íslands
30. október–8. nóvember 2005
SKÁKÞING ÍSLANDS, KVENNAFLOKKUR
daggi@internet.is
Helgi Áss Grétaesson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRNI SIGHVATSSON,
Dyngjuvegi 17,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu-
daginn 31. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
10. nóvember kl. 13.00.
Guðrún Jónsdóttir,
Sighvatur Sævar Árnason, Þórhalla Arnljótsdóttir,
Ásta Árnadóttir, Gunnar Árni Ólason,
Kristín Árnadóttir, Hlynur Reimarsson,
afabörn og langafabarn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN BÚASON,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 12. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalar-
heimili aldraðra, Borgarnesi.
Georg Hermannsson, Helga Helgadóttir,
Björn Hermannsson, Þóra Þorkelsdóttir,
Brandur Hermannsson, Sigríður Sverrisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför el-
skulegrar konu minnar, móður okkar, tengd-
amóður og ömmu,
ÁSDÍSAR BJÖRNSDÓTTUR,
Ögmundarstöðum,
Skagafirði.
Hróðmar Margeirsson,
Sigríður Hróðmarsdóttir, Guðmundur Kr. Eydal,
Jón Margeir Hróðmarsson, María Jónsdóttir,
Hróðmar, Ríkey, Urður og Hörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, sambýlis-
maður, afi og langafi,
ÓLAFUR H. JÓHANNESSON
fyrrverandi lögregluþjónn
í Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstu-
daginn 11. nóvember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Jóhannes Ólafsson, Guðrún Birna Eggertsdóttir,
Einar Loftsson,
Ólafur Örn Ólafsson,
Heiðrún Björnsdóttir,
María Erla Geirsdóttir, Theódór Þórðarson,
Hrafnhildur Valdimarsdóttir,
Trausti Örn Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar við vorum að
vakna í hlöðunni á
Gilsbakka í Borgar-
firði grillti, í morgun-
skímunni, í mann sem
sat í hlöðuopinu. Þarna var kominn
Daníel Eysteinsson skólafélagi okk-
ar úr Garðyrkjuskólanum. Áður en
leiðir skildi eftir útskrift vorið 1944
hafði okkur talast til um að gaman
DANÍEL
EYSTEINSSON
✝ Daníel Eysteins-son fæddist á
Höfða í Þverárhlíð
24. janúar 1915.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 16.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Borgarnes-
kirkju 21. október.
væri að fara í skóla-
ferðalag upp í Borg-
arfjörð og skoða
Surtshelli. Daníel
kvaðst geta útvegað
okkur hesta til farar-
innar. Þegar fór að
líða á sumarið var
vörubíll skólans feng-
inn til fararinnar og á
hann sett 16-20
manna farþegahús
(boddí) sem skólinn
átti og það skemmti-
lega var að skóla-
stjórahjónin Unn-
steinn og Elna Ólafsson ætluðu að
koma með. Farið var frá Garðyrkju-
skólanum um Uxahryggi í Hvítár-
síðu og gist í hlöðunni á Gilsbakka.
Í Þverárhlíð hafði Daníel, ásamt
dyggri aðstoð Ásmundar bróður
síns, smalað saman hátt í þrjátíu
hestum, ásamt reiðtygjum, sem
þeir, ásamt tveim aðstoðarmönnum,
komu með að Gilsbakka í Hvítársíðu
um nóttina. Það var ekki fyrr en
þarna að ég gerði mér grein fyrir
hverskonar átak þetta hefur verið
fyrir Daníel og hans félaga. Ferðin
frá Gilsbakka í Surtshelli er
ógleymanleg og tókst eins og best
var á kosið. Þar sem ég átti stóran
þátt í því að þessi ferð var farin er
ég óendanlega þakklátur Daníel og
Ásmundi bróður hans fyrir þátt
þeirra. Ekki minnist ég þess að um
peninga hafi verið að ræða í þessu
sambandi.
Hláturmildi Daníels er mér
ógleymanleg, hann virtist alltaf svo
geðgóður og léttur í skapi.
Árið 1975 heimsótti ég, ásamt
fjölskyldu minni, Daníel að Högna-
stöðum. 1994, á fimmtíu ára út-
skriftarafmæli okkar, heimsóttum
við bekkjarsystkin Daníels hann að
Dvalaheimilinu í Borgarnesi og á 90
ára afmæli hans heimsóttum við
Svavar Kjærnested, skólabróðir,
Daníel. Í þau fáu skipti sem ég hef
átt leið um Borgarnes heimsótti ég
hann þegar tækifæri gafst. Daníel
var sá maður sem manni gat ekki
annað en þótt vænt um.
Jón H. Björnsson.