Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 33 Atvinnuauglýsingar Vélstjóri 1. vélstjóri óskast á ísfisktogara frá Norður- landi. Upplýsingar í síma 843 4146. Heildv. Borgarnesi Óskum eftir að ráða þjónustulipran mann. Starf við sölu, lager og útkeyrslu. Þarf að hafa meirapróf. Umsóknir sendist á netfang jgr@simnet.is. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Þingmál vetrarins Samband ungra sjálfstæðismanna heldur op- inn fund í kvöld miðvikudag kl. 20:30 í Valhöll um þingmál vetrarins. Gestir fundarins verða þingmennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Bjarni Benediktsson og Einar Oddur Kristjánsson. Fundarstjóri verður Illugi Gunnarsson. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Seltirninga Aðalfundur Aðalfundur hjá Sjálfstæðisfélagi Seltirninga verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember 2005 kl. 20.00 í félagsheimili sjálfstæðismanna á Austurströnd 3, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Haustfundur Heilsuhringsins verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.00. Fyrirlesarar: Hildur Guðmundsdóttir: Næring á meðgöngu. Margrét Aðalsteinsdóttir: Meðvitund um efnislegt og andlegt samfélag. Aðgangur ókeypis. — Allir velkomnir. Stjórn Heilsuhringsins. Aðalfundur Menntar verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 15-17 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsaðilar tilkynni þátttöku til skrifstofu Menntar á netfangið mennt@mennt.is Tilboð/Útboð Útboð Vífilfell hf. óskar eftir tilboðum í vátryggingar félagsins. Um er að ræða almennt útboð. Nálgast má útboðsgögn og tilboðseyðublöð á skrifstofu félagsins á Stuðlahálsi 1, Reykjavík, hjá Sveini Ragnarssyni (sveinn@vifilfell.is). Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en kl. 10.00 þann 28. nóvember nk. og verða tilboð þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Vífilfell hf., Stuðlahálsi 1, Reykjavík. 13973 — Fullbúið skrifstofuhúsnæði á Selfossi óskast á leigu fyrir Landbúnaðarstofnun Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu skrifstofu- húsnæði á Selfossi fyrir Landbúnaðarstofnun eigi síðar en 1. september 2006. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu, full- búið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu, gott aðgengi og næg bílastæði. Nauðsynlegt er að húsnæðið og staðsetning þess gefi framtíðarmöguleika á leigu skrifstofuhúsnæðis fyrir Landbúnaðar- stofnun umfram núverandi húsrýmisþörf. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 1200 fermetrar. Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16.00 mánudag- inn 21. nóvember 2005. Til viðbótar við framangreinda húsrýmisþörf þarf stofnunin 40 til 50 fermetra geymslurými með stórri hurð. Ef leigusali vill gera ráð fyrir þessu geymslurými í skrifstofuhúsnæði stofnun- arinnar eða í tengslum við það, verður gerð krafa um lægri leigu fyrir þetta rými. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem hús- næðið verður að uppfylla liggja frammi á skrif- stofum Ríkiskaupa, Borgartúni 7. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Vestfjarðavegur nr. 60, Bjarkalundur- Eyri, Reykhólahreppi Vegagerðin hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um Vestfjarðaveg nr. 60, Bjarkalundur-Eyri, Reykhólahreppi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. nóvember til 21. desember 2005 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Reykhólahrepps, Tálknafjarðar- hrepps, Vesturbyggðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er að- gengileg á heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða: www.nave.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. desember 2005 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn- fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf- isáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Félagslíf  HELGAFELL 6005110919 IV/V  GLITNIR 6005110919 I I.O.O.F. 9  18611098½  I.O.O.F. 7  1861197½  II I.O.O.F.181861198Bk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 1. nóvember var spilað á 13 borðum og var meðalskor 312. Úrslit í N/S: Ólafur Ingvarss – Sigurberg Elentínuss. 372 Eysteinn Einarsson – Ragnar Björnss. 358 Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 356 A/V Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 408 Jóhanna Gunnlaugsd. – Oddur Halldórss. 356 Skarphéðinn Lýðss. – Jón Ó. Bjarnason 353 Föstudaginn 4. nóvember var spil- að á 12 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 265 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss.259 Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 239 A/V Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 263 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 260 Ingimundur Jónss. – Helgi Einarsson 237 60 ára afmælismót Bridsfélags Hafnarfjarðar Mótið verður haldið laugardaginn 12. nóvember og verður spilað í Flatahrauni 4 í Hafnarfirði. Spilamennska byrjar kl. 12 og lýk- ur u.þ.b. kl. 19 (silfurstigamót). Glæsileg verðlaun eru í boði: 1. verðlaun 100 þúsund kr. vöruúttekt hjá Bræðrunum Ormsson. 2. verðlaun 60 þúsund kr. vöruúttekt hjá Bræðrunum Ormsson. 3. verðlaun 40 þúsund kr. vöruúttekt hjá Bræðrunum Ormsson. Auk þess verða dregin út aukaverðlaun. Æskilegt er að keppendur skrái sig hjá Bridssambandinu (bridge.is) eða hjá Hafþóri í síma 899 7590 eða Atla í síma 692 5513. Keppnisgjald er 2.500 kr. á mann- inn. Norðurlandsmótið nk. laugardag á Dalvík Norðurlandsmót í tvímenningi verður haldið í Mímisbrunni, Mím- isvegi 6, Dalvík laugardaginn 12. nóvember. Spilamennska byrjar kl. 10:00 og mótslok áætluð um kl. 17:30–18. Spilað verður samkvæmt baró- meterfyrirkomulagi. Keppnisgjald er 2.000 kr. pr. mann. Kaffi innifalið. Spilað er um silfurstig. Við hvetjum eindregið til góðrar þátttöku í skemmtilegu móti. Skráning er hjá Stefáni V., símar 898 4475 og 462 2468, stefan@bu- gardur.is. Skráning fyrir kl. 19 fimmtudaginn 10. nóv. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 3. nóvember sl. hófst keppni í Málarbutlernum. Í mótinu taka 15 pör þátt, og spiluð er einföld umferð, fimm spil á milli para, fimm umferðir á kvöldi. Reikn- að er með sveitakeppnisútreikningi en mótið er tvímenningur. Þessi pör skoruðu mest fyrsta kvöldið: Garðar Garðarsson – Gunnar Þórðarson 43 Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 28 Helgi Hermannss. – Vilhj. Þór Pálsson 25 Brynjólfur Gestss. – Guðm. Theodórsson 21 Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. 16 Mótinu verður framhaldið fimmtudagskvöldið 10. nóvember kl. 19:30 í Tryggvaskála. Sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands sigraði í deildakeppninni um helgina. Sveitin tekur hér við verðlaunagripum sínum. Frá vinstri eru Guðmundur Baldursson, nýkjörinn forseti BSÍ, en hann afhenti verðlaunin, Ljósbrá Baldursdóttir, Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Matthías G. Þorvaldsson og Magnús Magnússon. Auk þeirra spilaði Stefán Jóhannsson einnig í sveitinni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.