Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald www.dyrabaer.is Hundabúr - hundabæli 30% afsl. Nutro þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæðaflokki. Full búð af nýjum vörum. 30% af- sláttur af öllu. Opið mán.-fös. kl. 10- 18, lau. 10-16 og sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Beagle hvolpur til sölu. Hvolpur- inn er 6 mánaða. Hvolpurinn er þrifinn, örmerktur og bólusettur. Hefur ættbókarvottorð. Tvö búr fylgja með. Upplýssingar í síma 848 6483/rl@mk.is. Heilsa Yaktrax - fótaðu þig í hálkunni! Yaktrax - broddalausu mann- broddarnir! www.yaktrax.go.is Nudd Höfuðbeina- og spjaldhryggjar- meðferð. 12. nóvember heldur Upledger stofnunin Clinical Symposium dag. Þá mun kennari á vegum UI meðhöndla einstak- linga með HBSM. Upplýsingar og skráning í síma 863 0611 eða á www.upledger.is. Listmunir Tékkneskar og slóvanskar kristalsljósakrónur. Handslípaðar. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 544 4331. Námskeið Viltu algjört fjárhagslegt frelsi? Viltu læra í eitt skipti fyrir öll hvernig á að ná toppárangri í alþjóðlegum netviðskiptum? Kíktu þá inn á www.Samskipti.com og kynntu þér magnað námskeið ... Íþróttir Óskast. Gott 10 feta snókerborð, á ekki meira en 100.000 krónur. Einnig vantar 8 feta poolborð á undir 60.000 krónur, en er opin fyrir öllu t.d. skiptum, tilboðum og staðgreiðslu. Hafið samband í síma 868 9449. Til sölu Sedrusviður Utanhússklæðningar og pallaefni sem endist og endist. Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, s. 567 5550 sponn@islandia.is Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti, endurnýjun á raflögnum. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 • lögg. rafverktaki Ýmislegt Ullarsjölin komin kr. 1.690. Alpahúfur kr. 990. Treflar frá kr. 1.290. Flísfóðraðir vettlingar. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Ný sending Pilgrim skartgripir. Ný sending. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Kuldaskór á herra úr sérstak- lega góðu leðri og með rennilás. Lambaskinnsfóðraðir með inn- leggi og höggdeyfi. Litir: Svart og brúnt, st. 40-47, verð 11.500. Litur: Svartur. St. 40-47. Verð 9.500. Litir: Svart og brúnt. St. 41-46, Verð 8.500. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Bílar Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, ný tímareim, sk. '06. Vetrardekk fylgja. Glæsilegur bíl. Áhv. 675 þús. Fæst gegn yfir- töku láns. Uppl. í síma 669 1195. TIL SÖLU VOLVO XC-70 Cross Country, 4x4, árg. '99, ek- inn 140 þús., sjálfskiptur, rafdrifin sóllúga, rúður og speglar, ljóst leðuráklæði. Skr. 7 manna. Fallegur bíll. Verð 1.590 þús. Sími 663 2595 eða 553 9865. Subaru Impreza ST 5/97, 2.0. Ek- inn 177 þús., ný skoðaður. Verð 390 þús./Visa/Euro. Upplýsingar í síma 587 5058. Polo gullmoli á aðeins 390.000 þús. árg. 12.98, 1000 V, ek. 70 þ., ný vél, ek. 5 þús. Nýtt púst, ný nagladekk. Sk. '06 án athuga- semda, 1 eigandi, gullfallegur bíll. Ásett 450 þús., tilboð 390 þús. stgr. S. 661 8185. Lincoln LS árg. 2000, ek. 90 þús. km. V6, 3000cc, einn með öllum þægindum. Skipti á dýrari jepp- ling, skipti á ódýrari koma einnig til greina. Uppl. í síma 864 6984. Árgerð 2005, ekinn 36 þús. km, silfurlitaður, sjálfsk., 3,7 l vél, 17" dekk. Verð 2.900 þ. kr. stgr. Upp- lýsingar í síma 848 4553. Jeppar Daewoo Musso 5/2001 E23 Grand Luxe, ek. 51 þús., sjálfsk., bensín. Sem ný negld vetrardekk + heilsársdekk, 31", dráttarkúla, stigbretti, loftkæling o.fl. Verð 1.650 þús. staðgr. S. 896 5806. Bílaþjónusta Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif - djúp- hreinsun. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmu- vegi 22, sími 564 6415. Hjólbarðar Negld vetrardekk tilboð 4 stk. 165 R 13 + vinna kr. 24.900. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Negld vetrardekk 155 R 13 kr. 4790 175/70 R 13 kr. 4990 195/65 R 15 kr. 5950 185 R 14 C kr. 7530 195/70 R 15 C kr. 7730 195/75 R 16 C kr. 8890 Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Smáauglýsingar augl@mbl.is KB BANKI hefur greitt Krabba- meinsfélagi Íslands alls 1,5 milljónir króna og er fjárhæðin stuðningur við velunnarasöfnunina, en síðasti þriðjungur framlagsins var afhent- ur nýlega. Krabbameinsfélag Ís- lands og KB banki hafa í rúmt ár átt samstarf um söfnun velunnara fyrir félagið undir heitinu „Þitt framlag skiptir máli“, að því er fram kemur í frétt frá Krabbameinsfélaginu. Viðskiptavinum KB banka og öðrum bauðst að bætast í hóp þeirra sem nú þegar styrkja félagið með reglulegu framlagi og hét KB banki því að leggja fram 500 krónur fyrir fyrstu þrjú þúsund velunnarana sem bættust í hópinn, en því marki hefur nú verið náð. Í fréttatilkynningu Krabbameins- félagsins segir að stuðningur KB banka sé félaginu mikils virði, en bankinn hefur verið aðalstyrkt- araðili þess síðan 1998 og lagt fé- laginu lið með margvíslegum hætti. Jafnframt vill félagið þakka öllum þeim sem hafa gerst velunnarar Krabbameinsfélagsins síðustu mán- uði og ár, en sá hópur fer sífellt stækkandi. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, þakkar Ingólfi Helgasyni, forstjóra KB banka á Íslandi, fyrir stuðninginn við félagið. KB banki styrkir Krabbameinsfélagið FRÉTTIR VERÐI heimilað að selja léttvín, bjór og sterkt áfengi í matvöruverslunum mun það bitna harkalega á vöruúr- vali, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem búast má við að fjöldi tegunda sem í boði eru verði einungis brot af því sem það er í dag. Þetta er skoðun Alfreðs Almarssonar, verslunarstjóra í Vínbúðinni á Akureyri. „Fólk stend- ur í þeirri trú að það úrval sem er í vínbúðunum flytjist yfir í matvöru- búðina. Það gerist augljóslega ekki. Úrvalið minnkar örugglega og verðið hækkar örugglega,“ segir Alfreð. Í dag eru rúmlega 800 tegundir af áfengi á boðstólum í verslun ÁTVR á Akureyri, en verði sala á áfengi færð í matvöruverslanir geta neytendur á Akureyri reiknað með að geta valið úr samtals 50–100 tegundum af áfengi. Þegar við bætist að ljóst er að verð muni hækka segir Alfreð ljóst að ekki sé fýsilegt að leggja niður vínbúðir ÁTVR. „Ef það sem kemur í staðinn fyrir áfengisverslun ríkisins er verra en það sem við höfum núna er ég ekki sammála því að gefa eigi áfengissöl- una frjálsa,“ segir Alfreð. Úrvalið í smærri vínbúðum á lands- byggðinni er ekki jafn gott og á Ak- ureyri, og segir Alfreð að í minni verslunum séu gjarnan um 100 teg- undir á boðstólum. Ef heimilað verði að selja áfengi í dagvöruverslunum megi búast við því að verslanir á staðnum selji nokkrar tegundir, en úrvalið verði sama og ekkert. Alfreð segir að almenningur verði að gera sér grein fyrir því að það sé ekki möguleiki að einungis léttvín og bjór flytjist frá ÁTVR, það sé einfald- lega ekki hægt að reka verslanir ÁTVR með einungis sterku áfengi. Það væri svipað eins og að ætla sér að reka bensínstöð án þess að selja bens- ín og olíu. Ekki gangi heldur upp að leyfa sölu á bjór og léttvíni í versl- unum og halda áfram óbreyttum rekstri ÁTVR, þá hefðu verslanir ÁTVR yfirburði yfir aðra samkeppn- isaðila þar sem einungis í verslunum ÁTVR mætti selja sterkt áfengi, sem standist ekki samkeppnislög. Villandi kannanir Þar af leiðir að kannanir sem gerð- ar hafa verið á undanförnum árum séu villandi að mati Alfreðs, þar sem í þeim er spurt hvort viðkomandi vilji að sala á léttvíni og bjór verði leyfð í dagvöruverslunum, þegar ljóst er að sterkt áfengi þurfi að fylgja á eftir. Réttara væri að spyrja hvort fólk vilji að sala á öllu áfengi verði leyfð í dag- vöruverslunum þar sem ljóst er að það verði afleiðingin. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að hagnaður af tóbaks- sölu sé notaður til þess að halda álagningu á áfengi lágri. Alfreð segir að ekki þurfi að gera annað en skoða ársskýrslur ÁTVR til þess að stað- festa þetta. Segir úrval áfengis minnka verði það selt í matvörubúðum Kæmi verst niður á íbú- um landsbyggðarinnar Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Úrval áfengistegunda gæti minnk- að úr 800 í 50–100 á Akureyri, segir Alfreð Almarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.