Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 36
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞETTA VAR FRÚ GUÐRÚN
JÁ?
ÉG SKILDI HANA EKKI ALVEG,
EN HÚN MINNTIST ETTHVAÐ Á
LITLA HUNDINN SINN OG
KLÓSETTPAPPÍR
VIÐ SKULUM BARA
ORÐA ÞAÐ SEM SVO AÐ
MÚMÍA SÉ FARIN Á STJÁ
GEÐHJÁLP
5 kr. ÞUNG-
LYNDUR
FUGL?
HVAÐA ÁSTÆÐU HEFUR ÞÚ
FYRIR ÞVÍ AÐ LÍÐA ILLA? ÞÚ
ERT EKKERT ÖÐRUVÍSI EN
AÐRIR FUGLAR. HÆTTU AÐ
VORKENNA SJÁLFUM ÞÉR
MUNDU AÐ...
HIMINNINN ER STÓR
ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR
ÞETTA GERIST. ÉG LÆKNAÐI
HANN SVO HRATT AÐ HANN
GLEYMDI AÐ BORGA
HÉR
ER
ÉG!
SÆLL
ELSKAN,
HVERNIG GEKK?
ÞETTA GEKK HRYLLILEGA.
ÉG FESTI BUXURNAR MÍNAR Í
RENNILÁSNUM Á BÚNINGNUM
MÍNUM. ÞAÐ VARÐ AÐ STOPPA
LEIKRITIÐ OG FÁ HÚSVÖRÐINN
TIL AÐ LOSA MIG
MIKIÐ ER ÞAÐ LEITT
JÁ, ÞAÐ
EYÐILAGÐI
LEIKRITIÐ
... EN ÉG MUNDI
LÍNURNAR MÍNAR
MANSTU ÞEGAR ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞÚ MYNDIR KAUPA HANDA
MÉR DÝRAR HÁLSFESTAR OG PERSNESKAN UNDIRFATNAÐ UM
LEIÐ OG VIÐ BYGGJUM VIÐ FJÁRHAGSLEGT ÖRYGGI?
JÁ?
ÉG HELD AÐ ÉG LÁTI LOÐNA
KANÍNUINNISKÓ BARA DUGA
AF HVERJU ÞARF ÉG
AÐ FARA Í SJÁLFS-
VARNARTÍMA?
VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ
VILT EKKI AÐ HUND-
URINN Í NÆSTA HÚSI
KOMIST UPP MEÐ AÐ
KALLA ÞIG LÍTINN,
AUMAN HUND
EN... HANN ER
LÍTILL OG AUMUR
HUNDUR?
VILTU TAKA
ÞETTA AFTUR!
ÉG HEF ÁHYGGJUR
AF ÞÉR PABBI VEGNA ÞESS AÐ ÉG
LENTI Í SMÁ
ÁREKSTRI
ÞAÐ FÆR ENGINN AÐ TAKA AF
MÉR SKÍRTEINIÐ FYRR
EN ÉG ER ALLUR
ÞAÐ ER
EINMITT ÞAÐ
SEM ÉG ER AÐ
REYNA AÐ
FORÐAST
FÆRÐU ÞIG,
KONA. ÉG Á
EKKERT SÖKÓTT
VIÐ ÞIG
NEI!
HVERSKONAR
SKRÍMSLI ERTU
EIGINLEGA ER ÉGORÐINN
SKRÍMSLI?
SKRÍMSLI?
ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ
TAKA ÖKUPRÓFIÐ AFTUR. ÞAÐ
ER BARA EÐLILEGT Á ÞÍNUM
ALDRI
Dagbók
Í dag er miðvikudagur 9. nóvember, 313. dagur ársins 2005
Víkverja er orðavant yfir þjón-
ustuveri Símans. Bið-
in eftir því að komast í
samband við einhverja
manneskju af holdi og
blóði, ekki bara sjálf-
virkar símsvör-
unarraddir, er oft á
tíðum óbærileg. Er þá
ekki minnst á „bið-
tónlistina“.
Víkverji lenti í því
um helgina að Breið-
bandið datt út og allur
meðfylgjandi áskrift-
arpakki, þ.m.t. Enski
boltinn, og það á ör-
lagastundu þegar stórleikur Man.
Utd. og Chelsea átti að hefjast. Eftir
nokkrar tilraunir við að ná sambandi
við númerið 800 7000 gafst Víkverji
upp, ekki síst þegar „röddin“ til-
kynnti: Þú ert númer 26 í röðinni!
Síðar um kvöldið var ákveðið að
fara í röðina og eftir nærri hálftíma
bið fékk Víkverji loksins lausn sinna
mála. Í ljós kom að einhver bilun
hafði orðið á Breiðbandinu og það
svo sem skýrði að einhverju leyti
biðina. Eftir sem áður verður Sím-
inn að taka sig á í þessum efnum.
Víkverji er að heyra alltof mörg
dæmi af svipaðri reynslu og hann
lenti í. Þjónustusíminn verður að
standa undir nafni,
jafnt á álagstímum
sem öðrum. Síminn
þarf einnig að standa
undir því nafni að vera
markaðsfyrirtæki árs-
ins. Það er ekki nóg að
auglýsa og aftur aug-
lýsa, menn verða að
svara fljótt og vel í
símann.
x x x
Víkverji hélt ískamma stund að
eigendur stórmarkaða
hefðu tekið hann á
orðinu á dögunum og
sett ávexti við afgreiðslukassana í
stað sælgætisins. Kunningi Víkverja
fór í 10–11 í Lágmúla og sagðist hafa
getað fengið ávexti á leið sinni í
gegnum afgreiðslukassana. Þegar
gengið var á hann kom í ljós að
ávöxtunum var dreift frítt handa við-
skiptavinunum, eftir að þeir höfðu
borgað við kassann. Í sjálfu sér
ágætt framtak en betur má ef duga
skal. Víkverji krefst þess að neyt-
endum standi til boða hollustuvörur
við afgreiðslukassana, ef á annað
borð er verið að setja þar upp sölu-
vörur, en ekki allt þetta nammidrasl.
Nægt framboð er af því inni í versl-
ununum.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Ópera | Gamanóperettan Gestur – síðasta máltíðin verður flutt í Bíóhöllinni á
Akranesi á föstudagskvöldið kl. 20. Verkið var frumsýnt 22. október sl. í Iðnó
og er þar til sýninga um þessar mundir. Höfundar verksins, þeir Gautur G.
Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson, syngja aðalhlutverkin en þess má
geta að þeir eru báðir fæddir og uppaldir á Skaganum. Auk Gauts og Gunnars
syngur Hrólfur Sæmundsson örlagavaldinn Gest og með- eða undirleikur á pí-
anó er í höndum Spánverjans Raúl Jiménez. Þröstur Guðbjartsson leikstýrði.
Morgunblaðið/Eggert
Gestur á Akranesi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni,
svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Róm. 15, 15, 13.)