Morgunblaðið - 09.11.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 45
KEFLAVÍKÁLFABAKKI KRINGLAN
Óskarsverðlaunhafi nn Al
Pacino er í essinu sínu og
hefur aldrei verið betri.
Frá hÖfundi LEthal weApon.
L.I.B. / topp5.is
H.J. / Mbl.
Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton
(“Charlie and the ChocolateFactory”).
Með hinum eina sanna Johnny Depp.
Ein frumlegasta mynd ársins.
topp5.is
DV
Spenntu beltin og undirbúðu þig undir
háspennumynd ársins með
Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.
„Meistaraverk!” - San Fran Chronicle
„Fullkomin!“ - The New Yorkera
„Langbesta mynd ársins!“ - Slate
TWO FOR THE MONEY kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12
TWO FOR THE MONEY VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30
CORPSE BRIDE kl. 4 - 6 - 8 - 10.10
KISS KISS BANG.. kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i.16
FLIGHT PLAN kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12
WALLACE AND GROMIT - Ísl tal. kl. 4
WALLACE AND GROMIT- ensku.tali kl. 6 - 10.30
THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 8 B.i. 14
SKY HIGH kl. 4
TWO FOR THE.. kl.8 - 10 B.i.12
FLIGHT PLAN kl. 10
MUST LOVE DOGS kl. 8
AKUREYRI
KynLíf.
MoRð.
DulúÐ.
Velkomin í partýið.
GlettiLega gÓð og frumLEg
spEnnuGrínmynd með töFf leiKUrum.
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ
Ó.Ö.H / DV
Val Kilmer
Robert Downey Jr.
TWO FOR THE MONEY kl.5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12
KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
FLIGHT PLAN kl. 8 - 10 B.i. 12
WALLACE AND GROMIT - Ísl tal. kl. 6
TRANSPORTER 2 kl. 8
HISTORY OF... kl. 8
M.M.J. / Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
S.V. / MBL
En auk hans fara þau Matthew McConaughey
(„Sahara“) og Rene Russo („The Thomas Crown
Affair“) á kostum í kraftmikilli mynd
TOPP5.is
S.V. / MBL
Peysudagar
20% afsláttur af peysum
í nokkra daga
TÓNLIST
Geisladiskur
Daníel Ágúst - Swallowed a Star
Öll lög og textar eru eftir Daníel Ágúst Haralds-
son að undanskildu „Intersection“ em er eftir
Daníel og Bix og textanum við „Someone Who
Swallowed a Star“ sem er eftir Gabríelu Frið-
riksdóttur. Upptöku önnuðust Arnar Guð-
jónsson, Sveinn Kjartansson og Rick Parker.
Hljóðblöndun var í höndum Daníels og Bix.
Daníel útsetti fyrir strengjahljóðfæri. One Little
Indian gefur út.
Á ANNARRI plötu Gusgus, This is
Normal, mátti finna lagið „Bambi“ í
miðju plötunnar, innan um misgóða húss-
melli. Lagið var sungið af Daníel Ágústi
Haraldssyni, samanstóð af strengja-
hljóðfærum, sparsömum slagverksleik og
hugljúfum texta, og reyndist vera eitt
besta lag plötunnar. Þeir tónar sem voru
viðraðir í því lagi virt-
ust þó gleymdir á plöt-
unni Attention, enda
hafði Daníel þá sagt
skilið við sveitina.
Nú, fimm árum síðar,
hljóta þessir tónar upp-
reisn æru með útgáfu sólóplötunnar
Swallowed a Star. Hér er á ferðinni sann-
kallað kammerpopp; lágstemmd popplög
útsett fyrir strengjakvintett og sinfónískt
slagverk, krydduð með smávægilegum
rafgöldrum. Útkoman er virkilega áhuga-
verð plata sem vex við hverja hlustun.
Til vitnis um gæði laganna og útsetn-
inganna á plötunni má benda á lagið „Int-
ersection“. Það er eina lag plötunnar sem
er ósungið, en þrátt fyrir það er það með
betri lögum á plötunni. Hógvær útsetn-
ingin fyrir klarínett, trompet, píanó,
strengi, hljóðbrellur og slagverk undir-
strikar einfaldan en fagran hljómagang-
inn og umvefur hlustandann dularfullri
hlýju. Hlýja er lykilorð plötunnar; lög,
hljómur og textar eru afskaplega hlýleg
svo úr verður tónverk sem er afskaplega
kærkomið þessa köldu vetrardaga.
Þótt draga megi þá ályktun af ofan-
greindum lýsingum að platan líkist Five
Leaves Left með Nick Drake þá stendur
hún mun nær Bryter Layter ef eitthvað
er. Lögin eru oft á tíðum ansi hressileg -
lagið „The Sting Ray“ minnir t.d. á Tom
Waits, þó rödd Daníels sé öllu þýðari. Þá
myndar óvenjulegur hljóðheimurinn oft á
tíðum skemmtileg „grúv“ sem auðvelt er
að kinka kolli við. Þessi grúv enduróma
síðan í raddnotkun Daníels sem minnir á
köflum á sálar- eða gospelsöngvara, t.d. í
hinu frábæra „Sparks Fly“. Í því lagi er
einnig að heyra eina smekklegustu notk-
unina á rafeindahljóðum.
Það er óumflýjanlegt að líkja Swallow-
ed a Star við Homogenic Bjarkar, eins
besta samruna klassískra hljóðfæra og
rafeindafikts sem út hefur komið. Röddin
sem slagverkshljóðfæri er einnig í stóru
hlutverki hér og vekur því upp hugrenn-
ingatengsl við Medúllu. Þótt plata Daní-
els slái ekki Homogenic við þá gengur
hann að sumu leyti lengra en Björk í
bræðingi hins nýja og hins gamla því
hann sækir sér föng á fleiri staði og fleiri
tímabil eins og fram hefur komið. Platan
hefur geysilega víða skírskotun fyrir vik-
ið.
Swallowed a Star gæti vel verið nýtt
upphaf á ferli Daníels Ágústs sem fram-
sækins söngvara og það kæmi mér ekki á
óvart ef platan myndi slá í gegn erlendis
þegar dómar birtast og fólk fer að
skiptast á skoðunum (og tölvuskrám).
Það er því um að gera að krossleggja
fingur og vona að stjarnan sem Daníel
gleypti hafi hann með sér upp á stjörnu-
himininn, hún hefur alla burði til þess.
Atli Bollason
Með stjörnuna í hálsinum
!
!
!
"
# $
%#
'( )
(
!
) Á HEIMASÍÐU Iceland Airwav-
es-hátíðarinnar er hægt að nálg-
ast svokallaða Podcast-þætti sem
teknir voru upp meðan á hátíð-
inni stóð. Þættirnir fjórir inni-
halda viðtöl við gesti hátíð-
arinnar, blaðamenn og listamenn
en á síðunni er bæði hægt að
sækja hvern þátt fyrir sig og ger-
ast áskrifandi að væntanlegum
þáttum þegar þeir komast í um-
ferð.
Samkvæmt Arnþóri Snæ Sæv-
arssyni, sem sá um framkvæmd
Airwaves Podcast ásamt Stuart
Rogers, njóta þættirnir þegar
mikilla vinsælda og hafa rúmlega
300 manns gerst áskrifendur að
Airwaves Podcast auk þess sem
hver þáttur hefur verið sóttur af
700 notendum frá því hátíðinni
lauk. Því hefur verið ákveðið að
búa til sérstakan aukaþátt af því
efni sem tekið var upp á Airwav-
es í ár, sem hlotið hefur nafnið
Episode X og reiknar Arnþór
með því að hann komi út í næsta
mánuði. Stefnt er að því að bjóða
síðan upp á fleiri Airwaves Pod-
cast-þætti þegar nær dregur
næstu Airwaves-hátíð og verða
áskrifendur þeirra látnir vita um
leið og nýir þættir eru tilbúnir.
„Broadcast“ – „Podcast“
Faðir Podcastsins er hinn
kunni umsjónarmaður MTV
Adam Curry, sem hóf feril sinn
sem umsjónarmaður Headbang-
ers Ball. Curry kynnti Airwaves-
Podcastið sérstaklega í sínum
eigin Podcast-þætti sem nýtur
mikilla vinsælda og virðingar
meðal Podcast-áhugamanna um
allan heim. Adam skapaði Pod-
castið fyrir rúmu ári þegar hann
víraði saman tækni sem var til á
sínum tíma til þess að grípa
hljóðskrár á netinu og setja þær
á mp3-spilara og skýrði það
„podcasting“ með vísun í enska
orðið fyrir útsendingu; „broad-
casting“. Síðan þá er óhætt að
segja að Podcast-tæknin hafi far-
ið sigurför um heiminn.
Tónlist | Iceland Airwaves færir út kvíarnar á netinu
Morgunblaðið/Árni TorfasonIceland Airwaves-hátíðin var stærri en nokkru sinni áður í ár.
www.icelandairwaves.com
Airwaves í
spilastokki