Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp til nýrravatnalaga er eittþeirra þingmála sem tekist er á um á þessu þingi. Frumvarpið kemur úr iðnaðarráðuneytinu og er því ætlað að leysa af hólmi vatnalög frá árinu 1923. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra segir stefnt að því að frum- varpið verði samþykkt á vorþingi. Hún mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi fyr- ir nokkrum vikum og mætti það harðri andstöðu þingmanna stjórnarand- stöðunnar. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í iðnaðarnefnd þings- ins en Birkir J. Jónsson, formaður nefndarinnar, gerir ekki ráð fyrir því að það verði afgreitt úr nefnd fyrr en eftir áramót. Endurskoðun núgildandi vatna- laga hófst í iðnaðarráðuneytinu árið 2001 og var markmið hennar að samræma ákvæði vatnalaga annarri löggjöf sem sett hefur ver- ið á þeim tíma sem liðinn er frá gildistöku laganna, að því er fram kemur í skýringum frumvarpsins. Sérstök nefnd var svo skipuð, af iðnaðarráðherra, í mars 2003 til að gera tillögu um frumvarp til nýrra vatnalaga. Formaður nefndarinn- ar var Karl Axelsson hrl. Frumvarpið leit dagsins ljós á síðasta löggjafarþingi, en hlaut ekki afgreiðslu. Það var svo lagt fram að nýju, eitthvað endurbætt, nú á haustþingi, og hefur þegar farið í fyrstu umræðu, eins og áður sagði. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt ýmsa þætti frumvarps- ins, m.a. eftirfarandi ákvæði, sem fjallar um eignarrétt að vatni: „Fasteign hverri, þar með talið þjóðlendu, fylgir eignarréttur að því vatni sem á henni eða undir henni er eða um hana rennur.“ Iðnaðarráðherra segir að þetta ákvæði feli einungis í sér form- breytingu, þ.e. ekki sé verið að færa landeigendum nein ný rétt- indi. Ekki eru þó allir sammála þeirri túlkun, þ.á m. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, eins og síðar verður vikið að. Iðnaðarráðherra sagði, er hún mælti fyrir frumvarpinu, að með umræddri breytingu væri verið að falla frá hinni jákvæðu skilgrein- ingu á eignarrétti á vatni, sem nú- gildandi lög byggðust á. Í annarri grein núgildandi laga segir: „Landareign hverri fylgir réttur til umráða og hagnýtingar því vatni, straumvatni eða stöðuvatni, sem á henni er, á þann hátt, sem lög þessi heimila.“ Kaupa þurfi réttinn Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra muninn á jákvæðri og neikvæðri skilgreiningu á eignar- rétti. Í athugasemdum frumvarps- ins segir að neikvæð skilgreining tilgreini ekki með upptalningu hverjar heimildir eigandinn hafi yfir verðmætinu „heldur er gengið út frá því að eigandinn njóti allra heimilda nema þeirra sem eru með beinum hætti undanskildar eignarráðum hans, hvort heldur sem það hefur gerst með lögum eða samningi“. Jákvæð skilgrein- ing er hins vegar sú skilgreining „þar sem taldar eru upp allar heimildir eiganda, sem í eignarétti geta falist […]“, að því er fram kemur í athugasemdum frum- varpsins. Iðnaðarráðherra sagði er hún mælti fyrir frumvarpinu að nú- gildandi lög heimiluðu fasteignar- eiganda aðeins þá hagnýtingu vatns sem sérstaklega væri leyfð. „Í þessu frumvarpi er aftur á móti lagt til að hin neikvæða skilgrein- ing eignarréttar verði lögð til grundvallar,“ sagði hún. „Þannig má segja að fasteignareiganda sé heimil öll hagnýting vatns sem ekki er sérstaklega takmörkuð.“ Valgerður ítrekar í samtali við blaðamann að eignarrétturinn á vatni sé skv. núgildandi lögum í hendi landeigenda eða fasteignar- eigenda. Dómaframkvæmdir hafi staðfest það. „Ef breyta á þessum rétti, eins og þingmenn Vinstri grænna tala um, þarf að kaupa hann af viðkomandi aðilum.“ Ögmundur Jónasson er þessu ósammála. „Ágreiningurinn snýst um það hvort ráðstöfunarréttur einstaklinga á vatni í núgildandi lögum sé ígildi eignarréttarins, sem nú á að festa í lög. Við teljum svo ekki vera.“ Með breytingunum sé verið að festa eignarrétt ein- staklinga á vatni. Nær hefði verið að ganga í gagnstæða átt, segir hann, og tryggja rétt almennings til vatnsins. „Ég vona að ríkis- stjórnin beri gæfu til að endur- skoða þetta mál frá grunni.“ Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sæti á í iðnaðarnefnd, telur varhugavert að breyta skilgreiningunni á eign- arréttinum. Hann kveðst til að mynda ekki skilja hvernig menn geti átt vatnið sem renni undir eigninni fremur en vindinn sem blási yfir henni. „Mér finnst hins vegar sjálfsagt að menn hafi nýt- ingarréttinn,“ segir hann. Sigur- jón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins í iðnaðarnefnd, gerir einnig ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en ekki þó við eignarhaldið á vatni, eins og þing- menn Samfylkingar og Vinstri grænna. Fréttaskýring | Þingmenn takast á um frumvarp til nýrra vatnalaga Formbreyting eða ekki? Iðnaðarráðherra hafnar því að verið sé að færa landeigendum ný réttindi Frumvarp til nýrra vatnalaga er rætt á þingi. Ráðherra segist vilja falla frá jákvæðri skilgreiningu  Í athugasemdum frumvarps- ins til nýrra vatnalaga segir að þess séu fá dæmi að í lögum sé á jákvæðan og tæmandi hátt kveð- ið á um það hvað felist í til- teknum heimildum eignarréttar. Glöggt dæmi þess séu þó vatns- réttindi, sbr. 2. grein núgildandi vatnalaga. Þar segir m.a. að landareign hverri fylgi réttur til umráða og hagnýtingar á því vatni, sem á henni sé. Þetta er kölluð jákvæð skilgreining á eignarrétti. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is edda.is Ný ljóðabók frá Þórarni Eldjárn „Þeir sem aðhyllast orðaglens, ákveðnar skoðanir og leiki með hætti fá hér einnig töluvert fyrir sinn snúð, og allt er þetta vel gert.“ Gunnþórunn Guðmundsdóttir, bokmenntir.is Misrétti Að jafnrétti náist er veruleg von um því vekur það furðu að enn er bærinn svo fullur af fallegum konum sem fengu sér ljóta menn. MBL 22. – 28. nóv. 2. Ljóð „Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín. Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð, alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur - vald Þórarins á málinu er einstakt.“ Egill Helgason, Silfur Egils, visir.is „Eiturlyfjasala er ein arðvænlegasta „atvinnugrein“ heimsins í dag. Bankar og aðrar virðulegar peningastofnanir græða gífurlegar upphæðir að ráðstafa eiturlyfjagróða sem hljóðar uppá meira en 500 milljarða dollara á ári.“ Svavar Sigurðsson, sími 699 3357 AUGLÝSING Tilvitnun í bókina „Falið vald eiturlyfja kolkrabbans“, sem er til útláns á bókasöfnum landsins. Kt. 190237-2069 - Banki: 1101-26-111557 EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra fagnaði fimm- tugsafmæli sínu í félagsheimilinu Víkurbæ í Bolungarvík á föstu- dagskvöld. Fjölmörg skemmti- atriði voru í boði og m.a. flutti karlakórinn Ernir af Vestfjörðum níðvísur um ráðherrann. Á með- fylgjandi mynd eru Einar, Sigrún J. Þórisdóttir eiginkona hans og börn, Guðfinnur Ólafur, Sigrún María og Pétur með eintak af níðvísunum svo þau gætu tekið undir. Að sögn fréttaritara Morg- unblaðsins á Vestfjörðum voru á milli þrjú og fjögur hundruð manns saman komin og gríðarleg stemning í félagsheimilinu. Margt góðra manna mátti þar finna og kom víða að en á meðal gesta voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ráðherrar og þingmenn úr öllum flokkum. Ræðuhöld voru tíð en að beiðni veislustjórans, Halldórs Halldórs- sonar bæjarstjóra á Ísafirði, voru þær hafðar í styttra lagi, eða svo- kallaðar ör-ræður, svo fleiri kæmust að. Eftir afmælisdagskrá var svo slegið upp dansiballi þar sem gleðisveitin Halli og Þórunn lék fyrir dansi fram á nótt. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Fagnaði fimmtugsafmæli í Bolungarvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.