Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í þessari heimsókn í Öskjuhlíð-arskóla upplifði ég sterkt aðbörnin fá að vera þau sjálf ogþað dylst heldur engum aðfólkið sem vinnur þarna elsk- ar börnin. Kennurunum þykir vænt um nemendurna og persónuleika þeirra, þeir eru opnir fyrir hug- myndum þeirra og skammast sín ekki fyrir þau.“ Mary Ellen Mark situr á vinnu- stofu sinni í New York og er að skoða myndirnar sem hún tók af fötluðum nemendunum í heimsókn sinni í Öskjuhlíðarskóla einn föstu- dag í haust. Vikuna á undan hafði hún verið að mynda nokkur verkefni fyrir Morgunblaðið en hafði jafn- framt mikinn áhuga á að heimsækja skólann. Meðan hún beið eftir leyfi til að mynda í skólanum frá forsvars- mönnum og foreldrum barnanna, myndaði hún íslenska myndlistar- menn og unglingamenningu. En þegar boð barst um að heimsækja Öskjuhlíðarskóla, eyddi hún þar lunga úr degi og vill ólm koma aftur og vinna meira í skólanum. „Ég hef komið í skóla og stofnanir sem annast fatlaða, þar sem for- stöðumennirnir skammast sín og vilja helst ekki að maður hitti skjól- stæðinga þeirra. Í Öskjuhlíðarskóla eru börnin virt fyrir það hver þau eru, allir eru fullir af ást og hlýju og þess vegna er umhverfið svo nota- legt,“ segir Mary Ellen. Þessi hálfsjötuga kona er einn virtasti ljósmyndari samtímans. Um aldamótin var hún valin áhrifamesti starfandi kvenljósmyndarinn af einu helsta ljósmyndatímariti Bandaríkj- anna. Hún er ekki listamaður sem lítur undan eða forðast sannleikann; þess í stað hefur hún í fjóra áratugi ljósmyndað fólk á barmi hengiflugs- ins, skrásett líf þeirra sem minna mega sín og þeirra sem hafa orðið undir í lífsgæðakapphlaupinu. Ferill Mary Ellen Mark er annars afar fjölbreyttur og meðal kunnustu myndefna hennar eru sirkusar á Indlandi, heimilislaus ungmenni í Seattle, geðdeild kvenna í Oregon, líknarstofnun móður Teresu í Kal- kútta og vændiskonur í Bombay. Hún hefur gefið út á annan tug bóka og unnið til fjölda viðurkenninga. Mary Ellen Mark hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland og tvisvar hafa verk hennar verið sýnd á Kjar- valsstöðum. En hvers vegna skyldi hún hafa verið svona áhugasöm um að kynna sér aðstæður fatlaðra barna á Ís- landi? „Á ferlinum hef ég tekið mikið af myndum af fólki sem glímir við ein- hvers konar fötlun. Ég er líka mjög áhugasöm um hvers kyns frásagnir af lækningum og meðferðar- úrræðum, og um aðstæður þeirra sem eru andlega vanheilir. Sum þessara barna í skólanum eru fötluð andlega og líkamlega, önnur bara andlega. En þau eru mjög frjáls og opin. Þau eru tilgerð- arlaus og heiðarleg. Ég hef alltaf dregist að þessum hreinleika. Líf fatlaðra getur vissulega verið dap- urlegt en einnig svo fullt af lífi og húmor. Þetta eru bara venjuleg börn en þau hafa fötlun sem heilbrigð börn hafa ekki. Stundum tekst mér að fanga áhugaverð augnablik í lífi þeirra,“ segir hún um leið og hún velur þær myndir sem hún kann best að meta úr heimsókn sinni. „Þetta var einstök upplifun. Mig langar mjög mikið til að koma aftur og eyða lengri tíma í skólanum, ég var bara að mynda í rúmlega hálfan dag – en það var frábær dagur. Mörg barnanna eru svo sterkir ein- staklingar. Ég held þau hafi líka not- ið þess að vera ljósmynduð – þau elska athyglina. Þarna er strákurinn með húfuna – ég kallaði hann Herra Svalan – í frí- mínútum leyfði hann einni stelpunni að vera með húfuna sína. Og svo Al- exander sem var svo fallegur og elskulegur. En þetta eru bara krakkar.“ Hún horfir á myndir af pilti með býflugu í krukku, öðrum með sjó- ræningjamerki á húfunni og Alex- ander skellihlæjandi í sundlauginni. „Þessi skóli er dásamlegur. Íslend- ingar eiga hrós skilið fyrir að búa svona vel að fötluðum.“ „Þessi skóli er dásamlegur“ Ljósmyndarinn Mary Ellen Mark fylgdist með skóladegi í Öskjuhlíðarskóla Í Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft og fjölfötluð börn á grunnskólaaldri. Bandaríski ljósmyndarinn Mary Ellen Mark, sem er einn áhrifamesti ljósmyndari samtímans, fylgdist með skóladegi og myndaði börnin við iðju sína. Hún segir að þrátt fyrir fötlunina séu börnin mjög frjáls og opin, tilgerðarlaus og heiðarleg. Hún naut heimsókn- arinnar og vill snúa aftur. Einar Falur Ingólfsson fylgdist með og ræddi við foreldra eins nemanda og skólastjórann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.