Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 24
24 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miklar umræður urðuum Gerplu þegarhún kom út. Í bók-inni Laxness málesa bréfaskipti
þjóðþekktra manna um bókina og
höfund hennar. Hér er gripið niður
í bréf Ragnars í Smára og Sigurðar
Nordal og eru beinar tilvitnanir í
bréfin skáletraðar.
Sigurður Nordal var hógværari
við Kristin E. Andrésson en trún-
aðarvin sinn, Ragnar Jónsson í
Smára. Ragnar hafði sent honum
Gerplu og bréf um leið með hug-
leiðingum um bókina, sem hann
lofaði að vísu hástöfum, en bætti
við:
Hinu get ég þó ekki neitað, að
stöðugt sækir á mig við lestur bók-
arinnar sá óhugnanlegi óþefur, sem
leggur af ýmsu því, er Laxness
hefur skrifað um heimspólítík, virð-
ingarleysi fyrir helgidómum ann-
arra manna og viss tegund af sýnd-
armennsku, sem kemur fram í því
að eigna sér það, sem aðrir hafa
gert. Kemur mér til dæmis í hug
tvennt, sem hvort tveggja nálgast
fölsun, að eigna sér eins og hann
hefur gert verk Lárusar Pálssonar
í Snæfríði Íslandssól og umfram
allt verk Jóns Helgasonar, sem er í
þessari bók það afgerandi fyrir
bókina, að hún nálgast að vera
verk þeirra beggja. En snilld Hall-
dórs er svo mikil og hugrekki hans
og vinnuþrek svo óvenjulegt, að
maður fyrirgefur þetta allt með
ánægju, er skáldskapur hans flýtur
um æðarnar.
Ragnar vék síðan að efni bók-
arinnar og boðskap.
Mér finnst bókin fjalla um öll
þau vandamál, sem fyrir liggja í
dag. Barátta skáldsins, við skulum
segja þess manns, sem hefur verið
svo ógæfusamur að fæðast ekki
meðal núíta, þeirra manna, sem
einir eru sinnar gæfu smiðir og
hafa allt, sem hugur þeirra girnist
og hönd, gamla sagan um „jarð-
arskika og kvenmann“. Sú barátta
er eilíf og því harðari, sem hann
hefur náð hærri þroska. Köllunin
rekur hann burt frá ást og sælu til
þess að þjóna sínum konungi. Þetta
er svo sem engin ný saga, en hún
er hér sögð með svo gjörsamlega
nýjum hætti, að hún birtist sem
nýr hlutur.
Ragnar hélt áfram:
Raunasaga Þormóðs er ný saga
um Ljósvíkinginn, Bjart í Sumar-
húsum, Napóleón Bónaparti og Jón
Hreggviðsson, en ekki saga um
stríð og frið, eins og Halldór hefur
boðað. Áróður Halldórs fyrir hug-
sjón friðarins er ekki sérlega sann-
færandi á þann hátt, að maður
finni með hjartanu, að hann elski
frið, heldur óttist ófrið. En sá áróð-
ur er snilldarlega felldur inní
skáldskap bókarinnar.
Ragnar taldi upp nokkra áhrifa-
mikla kafla í bókinni og skírskot-
anir þeirra til samtímans, en sagði
síðan:
Hitt þarf ekki endilega að vera
lofgjörð til Stalíns, er hann segir,
að kvæði, sem ort er um konung,
sem ekki er lengur við völd, sé ekki
kvæði, heldur hverri þögn verra,
það eitt sé kvæði, sem ort er sig-
ursælum konungi. Hér mun hann
eiga við, að ekkert þýði að berjast
gegn þróuninni. Okkur, sem lesið
höfum um það, er 15 milljónir
manna voru á einum degi teknir á
einu bretti undir Stalín í Póllandi,
finnst náttúrlega, að þessi orð lykti
dálítið af tækifærissinnuðu hugar-
fari.
Með þessu vísaði Ragnar til
þess, þegar Laxness fagnaði því í
árslok 1939, að hinn Rauði her
Stalíns lagði undir sig austurhluta
Póllands.
Áróður fyrir hugsjónum
friðarins ekki sannfærandi
Sigurður Nordal skrifaði Ragn-
ari á móti langt bréf um Gerplu:
Ég er nýbúinn (í 4. eða 5. sinn)
að mæla með Halldóri til Nób-
elsverðlauna (auk alls persónulegs
áróðurs í sama skyni), svo að ég
veit mig alveg frían af löngun til
þess að meta verk hans miður en
að verðleikum. Og ég hef enga þess
háttar tilfinningu gagnvart fornöld
né fornsögum, að hún skyggi á bók
Halldórs eða ég hneykslist á bók-
inni þess vegna, þótt einhvers kon-
ar samanburður sé vitanlega óhjá-
kvæmilegur. Ég skrifaði einu sinni
á mínum ungu árum skopstælingu
á Gunnlaugs sögu, sem ég því mið-
ur er búinn að týna, og ég met sög-
urnar ekki síst vegna þess, að þær
þola alveg miskunnarlausa gagn-
rýni, þ.e.a.s. þótt harkalega sé með
þær farið, verður alltaf nóg eftir,
Bókarkafli | Laxness, þriðja bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Nóbelsskáldið, er komið út. Í bókinni er fjallað um aðdrandann að
því að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaunin, ýmis stjórnmálaafskipti hans, þar á meðal í Rússlandi, og viðburðaríkar utanlandsferðir. Höfundurinn
leitar víða fanga, meðal annars í bréfasöfnum Sigurðar Nordal og Þórbergs Þórðarsonar á Landsbókasafninu.
Er list mann-
bætandi?
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Nóbelsskáldið Halldór Laxness og skrif hans urðu tilefni ítarlegra bréfaskipta
vinanna Sigurðar Nordals og Ragnars Jónssonar í Smára.
Sigurður Nordal taldi raunasögu Halldórs fólgna í því að hann ætti minna og
minna af tilfinningum afgangs til þess að gefa persónum sínum.
Ólafur K. Magnússon
Ragnari Jónssyin í Smára fannst Gerpla Halldórs Laxness einkennast af vissu
virðingarleysi fyrir helgidómum annarra manna.
Eitt þeirra bréfa sem Ragnar í
Smára sendi Sigurði Nordal.
Morgunblaðið/ Ólafur K. Magnússon