Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 26

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 26
26 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ – Af hverju huldukonur í íslenzkri myndlist? „Ég kalla þær huldukonur vegna þess að þær hafa verið ósýnilegar löndum sínum að mestu, þar sem að- eins tvær sýndu myndverk sín opin- berlega á listsýningum. Þær áttu ekki listferil að loknu námi og verk þeirra rötuðu ekki inn á söfn heldur hélzt það sem þær ekki gáfu frá sér í eigu ættingja þeirra og afkomenda. En þótt þessar konur hafi ekki gert myndlistina að ævistarfi, er framlag þeirra engu að síður hluti íslenzkrar listasögu og um leið menningar- og kvennasögu.“ – Hvað hindraði þær í að leggja listina fyrir sig? „Þessar tíu konur, sem ég valdi að skrifa um, en frá 1873 til 1909 sóttu hátt á annan tug kvenna myndlist- arnám erlendis, eru fæddar á 40 ára tímabili; sú elzta 1847 og sú yngsta 1890. Þær voru dætur góðborgara; embættismanna, kaupmanna og efn- aðra bænda og fóru allar til útlanda, studdar af sínum fjölskyldum. Náms- dvöl flestra varð stutt og allar sneru aftur heim til Íslands. Heimar karla og kvenna í borgara- stétt voru ólíkir og aðskildir. Í heimi karla ríkti hraðinn; þeir fengust við stjórnmál og viðskipti, en heimur kvenna var hljóður einkaheimur hús- stjórnar og uppeldis. Listnámið var liður í því að dætur yfirstéttarinnar gætu betur sinnt sínu hlutverki sem eiginkonur. Áherzlan var á fágun þeirra en ekki menntun. Það þótti kvenlegt að spila á píanó, mála og tala um bókmenntir í stofu- hjali. En það var aldrei ætlazt til þess að þær tækju listina alvarlega. Hún var bara til þess að gera þær útgengi- legri á hjónabandsmarkaðnum.“ Andstaðan lá í loftinu – Giftust þær þá allar, huldukon- urnar þínar? „Af tíu giftust sjö; Þóra Pjeturs- dóttir, Þóra Jónsdóttir, Kristín Vídal- ín, Þuríður Jakobsdóttir, Kristín Þor- láksdóttir Bernhöft, Johanne Finn- bogason, Hanna Davíðsson, og Svava Þórhallsdóttir. Þrjár voru barnlausar og ógiftar alla ævi; Kristín Þorvalds- dóttir, Sigríður Björnsdóttir og Sig- ríður Gunnarsson. Ekki var það vegna þess að enginn vildi þær fyrir konur, þær áttu sína aðdáendur og ein þeirra átti sex vonbiðla og hafnaði öllum! En þegar hinar sjö sneru heim frá námi giftust þær innan sinnar stéttar og gengu inn í viðhorf hennar, sem meðal annars töldu ekki við hæfi giftra kvenna að stunda listsköpun. Þær lögðu hana því einfaldlega til hliðar. Það er ofan á allt saman einhver ís- lenzk eigind í þessari afstöðu, að leggja listina til hliðar fyrst þær fengu ekki að sinna henni af alvöru. Þeim hentaði ekki það næstbezta. Þær vildu heldur hætta en vera ama- törar.“ – En hvað með þær ógiftu? „Það var eins með þær. Þær lögðu ekki stund á listina eftir að þær komu heim.“ – Af hverju ekki? „Tíðarandinn var á móti slíku og þær megnuðu einhvern veginn ekki að rísa upp gegn honum. Andstaðan við listsköpun kvenna lá í loftinu; and- rúminu og umhverfinu. En allar þessar konur voru engu að síður komnar með sérnám, sem þær gátu nýtt sér, ef þær vildu; tvær stofnuðu teikniskóla í Reykjavík, Þóra Pjetursdóttir, sem meðal annarra kenndi Þórarni B. Þorlákssyni einum karlnemanda, og Kristín Vídalín, og Krist- ín Þorvaldsdóttir stofn- aði listverzlun í Reykja- vík, þá fyrstu á Íslandi. Þannig má segja, að þær hafi undirbúið jarðveg- inn fyrir þá sem við köll- um frumherjana; þær kenndu meðal annarra Ásgrími Jónssyni, Ein- ari Jónssyni og Þórarni B. Þorlákssyni.“ Í fyrra kom út skáldsagan Karitas án titils eftir Kristínu Marju Bald- ursdóttur, þar sem aðal- persónan er myndlistar- kona. Bókin hefur nú verið tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2006. Í samtali við Morg- unblaðið gat Kristín Marja þess að hana hefði lengi langað til að skrifa um listakonu og tækifærið gafst, þegar hún fékk upp í hendurnar skissubók frá 1893, sem hún fór með til Hrafnhildar Schram, sem fann strax út að þar væri konin skissubók frá Krist- ínu Þorvaldsdóttur. Síðan sagði Kristín Marja: „Seinna leitaði ég til Hrafnhildar og hún sagði mér frá fyrstu kynslóð listakvenna, benti mér á bækur og rit, og við spjölluðum saman um mikil- væg atriði eins og til að mynda hvaða listamenn hefðu getað haft áhrif á mína listakonu á námsárum hennar í Kaupmannahöfn, hvaða sýningar hún hefði getað séð þar og svo framvegis.“ Af huldukonunum tíu fóru 9 til Kaupmannahafnar og ein, Kristín Þorvaldsdóttir, hélt þaðan til fram- haldsnáms í Þýzkalandi og hugði á enn frekara nám í Róm, en Sigríður María Gunnarsson fór til Bretlands. Kristín Vídalín varð fyrsta íslenzka konan, sem settist í Listaakademíuna í Kaupmannahöfn; í ársbyrjun 1894, og þar var hún á undan „íslenzka karlatríóinu.“ En svo veiktist hún og hvarf frá námi þess vegna. Frjáls myndlist háskaleg „Þegar Kristín hóf nám í Listaaka- demíunni voru aðeins sex ár síðan konum leyfðist að læra þar. Fram til 1888 var Listaakademían lokuð kon- um og þegar þær loksins komust inn, var þeim í öryggisskyni fundinn stað- ur í annarri byggingu en karlarnir lærðu í og þær urðu að una annarri kennsluskrá; máttu til dæmis framan af ekki teikna eða mála nakin kven- eða karlmódel. Þetta útilokaði þær frá stóru myndefnunum; sögulegum og trúarlegum verkum. Þar voru naktir eða hálfnaktir karlmenn í flest- um hlutverkum og aðeins karlmenn höfðu kunnáttu til þess að mála þann karlaheim. Það var útilokað að kon- urnar gætu keppt við karlana á þess- um sviðum. Frjáls myndlist þótti háskaleg og þá einkum fyrir ungar borgaralegar konur. Þær máluðu eft- ir myndum í bókum, tímaritum og á póstkortum og sneru sér því að því sem þær þekktu bezt; sitt nánasta umhverfi, fjölskylduna, garðinn og dýrin sín. Þær stóðu ekki eins og karlarnir úti við og máluðu landslags- myndir, það þótti ekki hæfa og var talið mjög ókvenlegt. Íslenzku huldu- konurnar höguðu sér að þessu leytinu eins og stallsystur þeirra í öðrum löndum og þær fengu með Listasafni Íslands, sem var stofnað 1884, en fyrstu myndirnar komu til landsins árið eftir, nýja möguleika til eftir- myndagerðar. En erlendis tóku margar konur upp gerð andlitsmynda og urðu frábærir listamenn á því sviði. Síðan létti á mismunun karla og kvenna, þegar kvennadeildin í Kaup- mannahöfn var lögð niður og 1924 stóðu konur og karlar hlið við hlið og máluðu nakin módel. Listin vék fyrir lífss Huldukonur í íslenskri myndlist nefnir Hrafnhildur Schram þær og hefur bæði skrifað um þær bók og sett upp sýningu í Bogasalnum á verkum þeirra. Freysteinn Jóhannsson átti orðastað við Hrafnhildi um huldu- konurnar. Kristín Vídalín: Ungur drengur. Kristín Þorvaldsdóttir: Kona við hljóðfæri – þýzk vinkona Kristínar. Leirmunir eftir Sigríði Björns- dóttur. Í eigu Þjóðminjasafnsins. Kaffisett eftir Svövu Þórhallsdóttur. Hanna Davíðsson (Johanne Finn- bogason) var mikil blómakona sem sýndi sig í mörgum verka hennar. Þuríður Jakobsdóttir: Reykjavík 1850–1860. Kristín Þorláksdóttir túlkar fyrirsætu sína; Imbu mey. Gólfskermur skreyttur olíumyndum eftir Sigríði Gunnarsson. Morgunblaðið/Sverrir Hrafnhildur Schram: Þótt þessar konur hafi ekki gert myndlistina að ævistarfi er framlag þeirra engu að síður hluti ís- lenzkrar listasögu og um leið menningar- og kvennasögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.