Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 29 Ármúla 10 • Sími: 5689950 w w w .is ak w in th er .c om Sænsku Rúmin Eftirsótt lífsgæði Það er ekki bara stelpan, líka bíll-inn,“ sagði ungi maðurinn meðáherslu. Stúlkan í framsætinuhjá honum brosti svolítið feimn-islega en bjálfinn ég, sem varla geri greinarmun á Austin Mini og Range Rover, stóð eins og þvara á miðri götu á dimmum nóvemberdegi. „Þú ert kominn með flotta stelpu,“ hafði ég sagt þeg- ar ég kom manninum loks- ins fyrir mig eftir að hann stoppaði fyrir mér og heilsaði kankvíslega út um bílgluggann, vísast í þeim tilgangi að sýna mér eitthvað merkilegt. Ætli hann hafi ekki verið tveggja ára þegar ég sá hann fyrst, ljóshærðan, svolít- ið kringlóttan í framan með skýrleg augu. Stundum kom hann heim til mín með mömmu sinni og stundum heimsótti ég þau og alltaf var sólskinsbjart yfir honum. Svo fór hann að trítla einsamall yfir götuna milli húsanna okkar, hringja upp á í ýms- um erindagjörðum og alltaf var sólskins- bjart yfir honum. „Er hún mamma þín heima,“ spurði hann eitt sinn manninn minn, honum til mikillar kátínu og fyrir vikið fékk ég ýmsar glósur um að ég hlyti að bera aldurinn nokkuð illa. En strákur jafnaði fyrir mig metin þegar hann nokkru síðar heilsaði bóndanum með þessum orð- um: „Æ, komdu nú sæll og blessaður, gamli vinur.“ Hann var skemmtilegur nágranni þótt hann ætti það til að gerast leiðtogi ungra stigamanna uppi á þakinu okkar. Og kött- inn sinn kallaði hann aldrei annað en morðingja í okkar eyru því að hann vissi að við grunuðum hann um ýmis óhæfuverk úti í garði. Hann átti hjá okkur athvarf þegar hann læsti sig úti og allaf var hann kurteis og kumpánlegur, kringlóttur í framan með andlitið fullt af sólskini. Glymjandi rokktónar yfir götuna færðu okkur heim sanninn um að vinurinn væri smám saman að breytast í ungling sem nennti ekki lengur af fara með foreldrum sínum í sumarbústað. Eina slíka helgi bauð hann kunningjum heim til sín upp á heitan pott og þegar í ljós kom að slíkt ílát var þar hvergi að finna var lúin jeppa- kerra á bílaplaninu fyllt með heitu vatni og dubbuð upp í óvænt hlutverk. Svo var sullað og skvampað inn í ljósa sumarnótt og ekki spillti ánægjunni að leikvangurinn stóð í þéttbýlu hverfi og starandi augu bak við gluggatjöld og bílrúður. En þegar hann stoppaði fyrir mér bílinn þarna um daginn var mér ljóst að ég hafði ekki séð hann lengi og litlar spurnir af honum haft. Vísast er hann kominn eitt- hvað á þrítugsaldur, hefur sjálfsagt þekkt stelpuna sína lengi og keyrt marga bíla þótt þessi nýjasti sé langflottastur. Yfir honum var þó sama sólskinsbirtan og áður og það hlýtur að teljast virðingarvottur við gamla grannkonu þegar ungur maður nemur staðar í svörtu skammdegi til að sýna henni það merkilegasta í lífi sínu, hvort sem það er fjórhjóladrifinn dreki eða glæsileg stúlka. Bíll, stelpa og skíma í skammdeginu HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson ’Það er ekkert gaman að verasnillingur. Það er kvöl og pína.‘John Lennon í óbirtu viðtali sem sýna átti á BBC 4 í gærkvöldi, laugardag. ’Takk.‘38 ára frönsk kona þegar hún vaknaði eftir aðgerð þar sem græddur var á hana hluti nefsins, varir og haka. Hún var bitin af hundi í maí og hlaut við það alvarleg meiðsl. ’Þessi gríðarlega aukning áskattbyrði tiltekinna þjóð- félagshópa er óvenjuleg ... og ef til vill furðulegri fyrir þá sök að á þessum tíma hafa stjórnvöld haft þá stefnu að minnka skattheimtu.‘Stefán Ólafsson, prófessor, kynnti á fimmtudag skýrslu sem sýnir að skatt- byrði öryrkja af heildartekjum hefur auk- ist verulega frá 1995. ’Ég er ekki að biðja um mikiðþví þó að ég hefði milljón í bætur á mánuði þá liði mér ekkert betur. En bara ef ég hefði að borða, þá væri ég að- eins hressari.‘Sigríður Bachman Egilsdóttir talaði við Morgunblaðið eftir að opið bréf hennar til ríkisstjórnarinnar birtist í blaðinu á þriðjudag. Sigríður er öryrki. ’Þessi mannlegi harmleikurer enn óafsakanlegri en ella vegna þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hann.‘Jan Eliasson, forseti allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna er fórnarlamba alnæmis var minnst um heim allan á fimmtudag. ’Við sættum okkur aðeins viðfullnaðarsigur.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu á miðvikudag um innrásina í Írak og ástandið í landinu. ’Við skulum þora að aukafrelsið.‘Angela Merkel í fyrstu stefnuræðu sinni sem kanslari Þýskalands. ’Við munum vinna kosning-arnar.‘Paul Martin, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, eftir að minnihlutastjórn hans hafði verið felld á þingi. ’Fari þeir til fjandans. Fólkiðvill þá ekki.‘Jose Vicente Rangel, varaforseti Vene- súela, eftir að þrír stjórnarand- stöðuflokkar höfðu ákveðið að hætta þátt- töku í þingkosningum sem fram eiga að fara í dag, sunnudag. Ummæli vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.