Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 30

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 30
30 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þegar Margrét Þórhildur tók við krún-unni urðu tímamót í lífi hennar þótthún hefði undirbúið sig undir hannfrá því að hún var 13 ára. Hér erfjallað um andlát Friðriks IX og fyrstu spor Margrétar í hlutverki drottningar. Laugardagurinn 15. janúar 1972 er ískaldur dagur í Danmörku. Dagurinn er þó samtímis svo geislandi heiðríkur, að litirnir í sorgarfána landsins loga af sérlegri glóð. Klukkan er að nálgast þrjú og þau hundruð þúsunda Dana sem hafa streymt til Kristjáns- borgarhallar horfa öll í áttina að litlu svölunum á Hásætissalnum. Andrúmsloftið er þögult af söknuði, hátíðleika og eftirvæntingu. Innan múra þinghússins safnast hin opinbera Danmörk saman: Ríkisstjórnin, hæstiréttur, sjó- og landher, lögregla og borgarstjórar. Svartklæddir karlar raða sér í langa röð, Jens Otto Krag forsætisráðherra er næstur hásætinu og sama kvöld kallar hann hásætið „fagurfræði- legan hrylling“ í dagbók sinni. Hálfri mínútu fyrir klukkan þrjú stígur Krag fram til þess að taka á móti ungu drottningunni og Hinriki prinsi. Margrét er í síðum svörtum kjól sem minnir forsætisráðherrann á „íslensk- an frúarkjól“. Hún ber fílaorðuna og einn skart- grip, litla nælu með rúbínskeifu, sem faðir henn- ar gaf henni árið 1953, þegar nýju ríkisarfalögin voru undirrituð. Við hægri hlið forsætisráðherra gengur drottningin að svölunum. Svo stíga þau út á sval- irnar – drottningin fyrst. Nístandi austanáttin rykkir í síða sorgarslörið hennar og alda sam- úðar og hollustu streymir upp til þessarar ein- manalegu veru. Það eru aðeins nítján klukku- stundir síðan hún sat við dánarbeð föður síns. Fyrir ungu konuna er þetta í senn annarlegt og mikilvægt andartak. Henni finnst hún eins og borin á risaöldu af velvild. Svo tekur forsætisráðherrann til máls, hátt og hægt, svo að bergmál hverrar setningar nái að deyja út: „Friðrik konungur níundi er allur. Lengi lifi hennar hátign Margrét drottning önn- ur“, hljómar þrisvar. Eftir útnefninguna víkur Krag til hliðar, svo drottningin nýja komist að öllum hljóðnemunum. Hún talar hægt og af still- ingu: „Heittelskaður faðir minn, konungur vor, er látinn og vér erum öll harmi slegin …“ Nú gerist það! Á þessu andartaki er konungs- dóttirin Margrét orðin að því sem hún hefur bú- ið sig undir að verða frá því að hún var þrettán ára: Drottning Danmerkur. Margrétar-tímabilið er hafið. Dauði konungs Hinn 31. desember 1971 heldur Friðrik IX það sem á eftir að verða síðasta nýársræðan hans í sjónvarpi. Danir sjá glöggt, að konungur þeirra virðist þreyttur og sárlasinn. Og um leið og konungur hefur lokið ræðunni fer hann í rúmið. Sjálfur telur hann, að hann sé með inflú- ensu. Um kvöldið er hiti hans þó kominn upp í 40 stig og kallað er á líflækni konungs. Lungu kon- ungs eru veikluð eftir margra ára stórreyking- ar. Hann er með langvinna berkjubólgu og reyk- ingalungu. Þann 3. janúar fær konungur bráðahjarta- áfall. Sjúkrabíll er kvaddur til Amalíenborgar svo lítið beri á og konungi ekið á sjúkrahús. Sjúkdómsgreiningin er gáttarflökt og óregluleg blóðrásarstarfsemi: „Ég held að pabbi hafi vitað hvert stefndi. Það var mikil mildi, að fá leyfi til að deyja svona hratt. Faðir minn var gæddur þeim eiginleika að geta sleppt. Það er náðargjöf. Pabbi átti hina einföldu og gamaldags trú sjómannsins, hann treysti Guði og var fær um að fela sig skapara sínum.“ Konungur ræddi ekki beinum orðum við dótt- ur sína um valdaskiptin þær tvær vikur, sem menn höfðu til að búa sig undir þau: „Við vissum hvert stefndi. Öðru hverju, þegar rofaði til hjá pabba, átti hann til að segja eitt- hvað sem sýndi að hann vissi það líka: „Nú er komið að þér að taka til hendinni!“ Það var stór- kostlegt að heyra hann segja það. Og mamma var á sömu skoðun: „Daisy, nú ert þú við stjórn- völinn!“ „,Það skipti mig mjög miklu máli að sýna pabba fram á, að ég réði við þá framtíð sem við mér blasti. Þetta voru mín örlög og þú átt ekki að snúa baki við örlögum þínum. Pabbi og mamma höfðu borið þetta traust til mín og árið 1953 höfðu menn borið það traust til mín, að ég gæti orðið nothæfur ríkisarfi. Nú var komið að mér að sýna fram á, að fólk hefði ekki haft rangt fyrir sér. Að minnsta kosti ekki varðandi það, að ég myndi gera mitt besta.“ Friðrik konungur lést föstudaginn 14. janúar 1972, klukkan 19.50. Hirðsiðameistari sendi út opinbera tilkynningu um dauða konungs klukk- an 20.24 og klukkan 21.20 voru fánar Lífvarð- arsveitarinnar færðir frá höll Friðriks VIII að heimili Margrétar drottningar. Konungsvaldið var flutt um set, en hringrás hins konunglega lífs hélt áfram: „Við höfðum komið því þannig fyrir að við værum hjá pabba til skiptis, svo eitt okkar væri alltaf við. Og þegar okkur var ljóst að nú gæti ekki liðið á löngu fórum við öll upp á spítala. Dauðinn kom eins og lausn. Það var ekk- ert ógnvekjandi við hann. Hægt, hljótt!“ […] Danir fá tíðindin um dauða konungs í auka- útsendingu í sjónvarpinu klukkan 20.32 og strax á eftir taka Kaupmannahafnarbúar að streyma til hallarinnar til þess að kveðja konung, sem aldrei hafði brugðist vonum neins. Skömmu síðar snúa hennar hátign og Hinrik prins aftur í nýja hallarbústaðinn: ,,Eitt af því allra fyrsta sem gerðist var að fán- arnir voru færðir yfir. Það var stórt andartak, því þeir eru helsta tákn órofna samhengisins. Þessi athöfn hafði sömuleiðis verið afar stórt andartak hjá pabba. Ég veit, að þegar fánarnir voru færðir úr höll Kristjáns VIII yfir í höll Friðriks VIII, nóttina þá árið 1947, tók pabbi fánann og kyssti hann. Nú gerði ég slíkt hið sama: „Nú er þetta orðið að veruleika! Núna ert þú við stjórnina.“ Það var mikill sjómennsku- bragur á þessu öllu saman.“ Drottning með vit á stjórnmálum Ríkisarfaskipti eru ævinlega framlenging – og endurnýjun. Í dagbók Jens Otto Krags for- sætisráðherra frá 1971–72, má sjá hugleiðingar manna á Amalíenborg og Kristjánsborg. Á nýja drottningin að heita Margrét fyrsta eða önnur? Á að fella niður titilinn „konungur Vinda og Gota og hertogi af Slésvík“? Krag var á þeirri skoðun, en vildi láta Margréti það eftir að skera úr um það. Um þetta atriði voru forsætisráðherra og tilvonandi þjóðhöfðingi sammála. Aftur á móti voru þau ekki alveg sammála um aðferðina við konungstökuna. Krag viðraði þá skoðun sína að gera meira úr henni – „með tilliti til þeirra rúmlega tveggja milljóna áhorfenda sem reiknað var með“, eins og hann orðaði það. Kannski hentaði það ekki forsætisráðherranum að vera bara kallari við þetta tækifæri, en drottningu varð ekki haggað frá hefðinni. „Það er ekki verið að halda þessa hátíðlegu athöfn vegna sjónvarpsútsendingar!“ Krag, sem ekki tilheyrði eldheitustu kon- ungssinnum, hugsar sitt um pólitískt innsæi drottningarinnar nýju. Hann skrifar í dagbók sína: „Konungur er vænn maður, vel liðinn og vel þenkjandi, hugsar ekki um stjórnmál og kærir sig ekki um að nota meira en þörf krefur af tíma sínum og okkar, til þess sem gera skal. Við höld- um ríkisráðsfundi sem taka innan við 20 mín- útur. Og hann er jafngeðja og kurteis. Ný drottning getur orðið þyngri í taumi. Þar að auki hefur hún vit á stjórnmálum, sem þarf ekki að vera kostur.“ „Hugsanlega gerði Krag sér ekki grein fyrir því að ég er nægilega vel upp alin til að vita hvar ég á ekki að vasast. Einnig mætti segja mér, að honum hafi þótt stúlkubarnið fremur ungt. Og hvernig kæmi þetta til með að ganga með nýja drottningu? Sjálfri fannst mér ég mjög ung. Flestir þeir aðilar sem ég var í tengslum við voru frændakynslóðin. Á hinn bóginn var það eiginlega mjög þægilegt, vegna þess að þá þurfti ég ekki að láta eins og ég væri alveg jafn fróð og þeir. Því auðvitað var öllum ljóst, að svo var ekki.“ […] Á laugardagsmorgni birta dagblöðin minningargreinar um Friðrik konung níunda og stjórnartíð hans. Konungur fær falleg eftirmæli. Undir yfirskriftinni „Konungur hinna ham- ingjuríku ára“ skrifar Politiken: „Þakkað veri lipurri lund, mildi og eðlislægri hæversku, hefur sjómannskonungur vor siglt konungsríkinu lipurlega í gegnum þennan ald- arfjórðung.“ […] Frumraun Margrétar fyrsta daginn sem drottning Danmerkur á sér stað á óformlegum fundi ríkisráðsins, sem haldinn var í nýja hall- arbústaðnum, þar sem ráðherrarnir voru saman komnir til þess að ræða aðferðina við konungs- tökuna. Opinbert líf kóngafólksins er röð af sviðssett- um hátíðaleikatriðum. Þetta á ekki síst við þegar um ríkisarfaskipti er að ræða. Þar sýnir kon- ungsfjölskyldan framúrskarandi hæfileika sína til þess að skapa alþýðlegan viðburð með tign- arlegu ívafi. Á Amalíenborg voru menn sammála um að nýja drottningin ætti að vera í síðum kjól meðan á opinberu dagskránni stæði: „Mamma átti sítt svart pils sem ég fékk lánað. Blússuna átti ég sjálf. Svo var ég með sorg- arhattinn minn með sorgarslörinu – í minni fjöl- skyldu berum við slör, þegar verið er við stóru útfarirnar. Fílaorðuborðann, að sjálfsögðu. Og litlu rúbínskeifuna sem pabbi gaf mér við und- irritun stjórnarskrárinnar árið 1953, nælan sú átti að vera með!“ Klukkan tvö er fundur í ríkisráði þar sem embættistakan fer fram og drottningin heldur ræðuna sem hún hefur undirbúið dögum saman. […] „Ég held ekki að ég hafi tárfellt þennan dag, fyrr en það rann upp fyrir mér, hve margt fólk stóð niðri á hallartorginu. Það hefði mér aldrei dottið í hug á því Herrans ári 1972. Og það á svona nístandi köldum janúardegi! Ég hugsaði með mér: „Nei, það getur ekki verið!““ „Erfitt er að sjá niður á hallartorgið úr Há- sætissalnum á Kristjánsborg, vegna þess að svalirnar eru djúpar og með breiðu graníthand- riði. Svo ég sá ekki hve margir voru mættir, fyrr en ég steig út á svalirnar. Það var alveg hljóð, en mér fannst ég sem borin á bylgju samúðar og stuðnings, sem ég gleymi aldrei. […] .“ Berlingske Tidende hyllir hina nýju drottn- ingu í leiðara: „Danska þjóðin ber traust til Margrétar drottningar, vegna þess að hún hefur ávallt sýnt hreinlyndi og gæsku, skynsemi og skarp- skyggni. Hún hefur til að bera einlægni föður síns, eðlislæga kurteisi og hyggindi móður sinn- ar, auðmýkt gagnvart verkefni sínu og miðað við þá festu sem lýsti út úr fyrstu orðum hennar sem drottningar af Danmörku, er hún vel undir starf sitt búin.“ Enginn tími fyrir örvilnan Til er orðtak sem segir „gleðidagar sorgar- innar“. Þannig upplifðu mæðgurnar þá tíu daga, sem liðu frá dauða konungs og þar til útförin var gerð þann 24. janúar. „Við áttum svo annríkt, að það var alls enginn tími fyrir örvilnan. Það er heldur ekkert til að örvilnast yfir, þegar gamall maður hlýtur fal- legan dauðdaga. Það er sorglegt og fullt af sökn- uði. […] Útför konungs er söguleg athöfn, þar sem öll veldistákn konungdæmis gegna sínu hlutverki. „Þegar að því kom að leggja kórónuna á kistuna bað mamma mig að gera það, rétt eins og pabbi hafði gert það við útför föður síns. Þannig að þetta voru dagar fullir af táknum, minnum og hugsunum.“ Ein þeirra mynda sem Danir hafa í sínum minningabókum um þann viðburð sem dauði konungs og jarðarför var er myndin af fjórum svartklæddum konum gangandi hina löngu göngu á eftir vagninum með kistu konungs á. „Þetta hafði ekki verið gert áður. Sem drottn- ing var ég ekki í vafa um, að ég ætlaði að gera þetta og mamma lagði til, að við gerðum það all- ar. […] “ Það lék ekki nokkur vafi á því að fá ætti sjó- liða til að draga vagninn með kistunni um stræti Kaupmannahafnar og að ósk konungs, sem hafði miklar mætur á lestum, fór kista hans með járnbrautarlest frá Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn til Hróarskeldu: „Það var voldugu ævintýri næst að stíga út úr lestinni. Göturnar höfðu verið stráðar greni- greinum. Þétt, þétt, þétt! Það var svo fallegt! [...]“ Útför konungs á að undirstrika samhengið milli konungsættarinnar og ríkisins. Í Hróars- keldudómkirkju átti þetta sér stað, þegar kista konungs var borin til kapellu Kristjáns IX við undirleik sorgarmars eftir Hartmann. Skyndi- lega birtust þrír litlir prinsar í dökkbláum matr- ósafötum. Þetta voru Friðrik krónprins, Jóakim prins og Gustav prins frá Berleburg. Þegar gangan náði til prinsanna, gekk Ingiríður drottning að dætrasonum sínum, beygði sig nið- ur og kyssti þá og ásamt Margréti drottningu og Hinriki prins gengu kynslóðirnar þrjár hönd í hönd að kapellunni: „Þetta var mín hugmynd og mömmu leist ekkert á hana í fyrstu. Mamma var á þeirri skoð- un, að börn ættu ekki að vera við útfarir, en ég vildi að drengirnir fengju tækifæri til að muna útför móðurafa síns, eða myndu eftir sér þar. Og ég held reyndar að það hafi glatt mömmu mikið að þeir voru með. Ég hafði vonast eftir að fólk skildi þetta þannig, að það virkaði ekki sem sýndarmennska. Pabbi hafði verið svo lukkuleg- ur yfir barnabörnunum sínum og litla drengnum sem hét Friðrik og einn góðan veðurdag yrði Friðrik krónprins. Honum hafði alltaf þótt það hljóma svo fallega: Friðrik krónprins!“ Bókarkafli | Ævisaga Margrétar Þórhildar Danadrottningar vakti athygli og umtal í Danmörku þegar hún kom út þar fyrr á þessu ári. Margrét kemur nú út í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann. Margrét var kjörin ríkisarfi þegar hún var 13 ára. Hún varð drottning 1972 og hefur því setið á valdastóli í 33 ár. Í bókinni segir Danadrottning frá uppvexti sínum og ferli og gerir grein fyrir lífsskoðunum sínum. Gleðidagur sorgarinnar Margrét á svölum þinghússins þennan örlagaríka dag ásamt Jens Otto Krag forsætisráðherra. Drottningin ung að árum. Margrét Danadrottning uppábúin. Bókin Margrét er 280 blaðsíður og kemur út á íslensku í þýðingu Þórdísar Bachmann hjá forlaginu Töru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.