Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 33

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 33
var, og þeir gátu hönd á fest, hrópuðu og kölluðu hver öðrum hærra og buðu Íslendinga vel- komna … Út úr öllum gluggum var stungið flaggstöngum og sums staðar á strætum voru heiðurs- bogar skreyttir blómum og blóm- vöndlum.“ Hannes og konungur mestu mátar Það er ekki lítið við haft. Síðan er gengið til hallar og taka kamm- erherrar og þjónar á móti þing- mönnunum og vísa þeim til her- bergja þar sem þeir geta þvegið sér og greitt. Konungur og drottning taka síðan á móti þeim í Drottningarsal hallarinnar. Veisl- an sjálf fer fram í svokölluðum Kuppelsal og eru 300 manns í henni. Konungur flytur fyrst skrifaða ræðu en tekur síðar til máls undir borðum blaðalaust sem er óvenjulegt, örvaður af kampa- víni og hrifningu stundarinnar. Heyra má saumnál detta meðan konungur heldur ræðuna og allir skynja að hún er mælt beint frá hjartanu. Hann fullvissar Íslend- inga um elsku sína til þeirra. Það vekur nokkra kátínu og reyndar hneykslun þeirra Íslendinga, sem telja sig veraldarvana, að séra Árni Jónsson á Skútustöðum gengur til drottningar eftir mál- tíðina og þakkar fyrir matinn að góðum og gömlum íslenskum sið. Loks eru veislugestir ljósmynd- aðir ásamt konungsfjölskyldunni á tröppum Garðsalarins og síðan reika þeir um stund um hinn und- urfagra Hallargarð og leikur Frið- rik VIII á als oddi í garðinum. Þeir Hannes Hafstein eru mestu mátar. Hinn lífsglaði konungur kann vel að meta heimsmennsku íslenska ráðherrans. Síðar minnt- ist J.C. Christensen forsætisráð- herra þessa dags er hann mælti minningarorð um Friðrik VIII í danska þinginu eftir andlát hans 1912 og sagði: „Þá mælti kon- ungur það aftur og aftur að sá dagur væri hinn fegursti, er hann hefði lifað, af því hann væri þá staddur mitt á meðal þjóða sinna og vér fundum allir að þau orð komu frá hjartans rótum. Hann unni þessum tveim þjóðum, er hann átti yfir að ráða, og ekkert lá honum ríkara á hjarta en að vinna að því að andi samkomulags yrði drottnandi meðal þeirra.“ Endalausar raðir símastaura Íslensku þingmennirnir fara heimleiðis með Lauru að morgni 30. júlí. Það er grenjandi rigning þegar Laura kemur til Seyðisfjarðar. Hannes Hafstein tekur þann kost að fara af skipinu og skilur þar leiðir hans og flestra þingmann- anna. Ráðherrann ætlar að kynna sér af eigin raun framkvæmdir við símalagningu, sem langt er komin, og ríða frá Seyðisfirði með línunni norður um landið og suður. Magn- ús Vigfússon dyravörður úr Stjórnarráðinu er kominn með gæðinga Hannesar og verður fylgdarmaður hans og einnig eru hestasveinar með í för. Nú eru komnar endalausar raðir síma- staura um firði og heiðar og er það mikil breyting á ásýnd lands- ins frá því sem áður var. Í ræðu síðar um haustið segir Hannes: „Á ferð minni að norðan eftir ritsímalínunni heyrði ég haft eftir manni, sem oft þarf að vera einn á ferð um fjöllin, að þegar hann sjái ritsímastaurana, sem í beinum og fögrum röðum standi hól af hól, leiti af leiti, þá finnist honum hann ekki lengur vera einn. Honum finnist hann þá kominn í mannlegt samfélag og óbyggðin orðin að byggðu bóli. Líkri tilfinningu hefi ég heyrt fleiri lýsa er þeir í fyrsta skipti sáu stauraraðirnar rísa þar sem auðnin var áður.“ Stórkostleg undur Sæstrengurinn og ritsímalínan eru stórkostleg mannvirki og und- ur í augum allra Íslendinga, eitt- hvert hið mesta sem þeir hafa upplifað. Brátt geta Seyðfirðingar talað við Akureyringa og Akur- eyringar við Reykvíkinga þegar þeim sýnist og sent skeyti eða fengið skeyti frá útlöndum. Þetta á eftir að valda gjörbyltingu í verslun og viðskiptum og öllum samskiptum. Það er glaður Hann- es Hafstein sem ríður með nýju símalínunum. Þó að ekkert annað liggi eftir hann mun síminn halda nafni hans á lofti. Hann tekur norsku símakarlana tali og er kumpánlegur við þá. Þeir hafa unnið þrekvirki á þeim stutta tíma sem Hannes krafðist að verkið skyldi taka. Allt er samkvæmt tímaáætlun þrátt fyrir snjóþyngsli og kulda langt fram eftir vori. Alþýðlegur og vinsæll ráðherra Þegar von er á Hannesi til Ak- ureyrar 10. ágúst 1906 fara flokk- ar manna úr Eyjafirði, kjördæmi hans, til móts við hann. Einn flokkur bíður við Goðafoss, annar í Vaglaskógi og svo áfram og verður úr mikil og tignarleg hóp- reið síðasta spölinn til Akureyrar. Daginn eftir komuna þangað bjóða eyfirskir bændur ráðherra sínum til fjölmenns samkvæmis á Grund í Eyjafirði, hinu forna höf- uðbóli þangað sem hann sjálfur á ætt að rekja. Daginn eftir heldur Hannes af stað til Reykjavíkur, ríður um æskustöðvarnar, Hörgárdalinn, og áleiðis upp á Öxnadalsheiði og síð- an um blómlegar sveitir Skaga- fjarðar. Hannes er alþýðlegur í hátt og að því leyti ólíkur mörgum eldri valdsmönnum á Íslandi. Hann lætur fylgdarmenn sína ávallt sitja til borðs með sér þar sem snætt er á bæjum og hjálpar gjarnan sjálfur til við að ná saman hestum þar sem áð er. Hann tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega. Samt ber persóna hans svo mikla virð- ingu að engum dettur annað í hug en að sýna honum fyllstu kurteisi. Guðjón Friðriksson: Ég elska þig storm- ur – ævisaga Hannesar Hafstein kemur út hjá Máli og menningu. Bókin er 726 bls. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 33 Komnar í næstu verslun NÝJAR FRÁBÆRAR FERILSPLÖTUR Johnny Cash · Ring Of Fire The Legend Of Johnny Cash Johnny Cash var 71 árs þegar hann féll frá þann 12. september, 2003, en goðsögnin lifir áfram. Ring Of Fire: The Legend of Johnny Cash er fyrsta platan sem spannar allan tónlistarferil hans, sem stóð frá 1955-2003. Ring Of Fire · I Walk The Line · Jackson · Folsom Prison Blues · A Boy Named Sue (Live) · Big River · Get Rhythm · Cry Cry Cry · Hey Porter · A Thing Called Love · Guess Things Happen That Way · San Quentin (Live) · The Man In Black · The Highwayman · The Wanderer · I’ve Been Everywhere · Rusty Cage · Personal Jesus · Give My Love To Rose · One · Hurt John Fogerty & Creedence Clearwater Revival · The Long Road Home Ultimate Collection Frábær safnplata sem inniheldur öll þekktustu lögin frá sólóferli John Fogerty og Creedence Clearwater Revival. Einnig fylgja með fjórar nýjar upptökur. Born On The Bayou · Bad Moon Rising · Centerfield · Who’ll Stop The Rain · Rambunctious Boy · Fortunate Son · Lookin’ Out My Back Door · Up Around The Bend · Almost Saturday Night (live) · Down On The Corner · Bootleg (live) · Have You Ever Seen The Rain? · Sweet Hitch-Hiker · Hey Tonight (live) · The Old Man Down The Road · Rockin’ All Over The World (live) · Lodi · Keep On Chooglin’ (live) · Green River · Déjà Vu (All Over Again) · Run Through The Jungle · Hot Rod Heart · Travelin’ Band · Proud Mary · Fortunate Son (live) Fjórar nýja r upptökur. Spannar al lan tónlista rferil Johnny Cas h, sem stóð frá 1955-2003

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.