Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Yfirgefið aldrei vistarverur þar sem kertaljós logar Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Átjánda nóvembersíðastliðinn voruHönnunarverð-launin veitt ífyrsta skipti. Það var hinn nýstofnaði Hönnunar- vettvangur sem stóð að verð- launaveitingunni. Hönnunar- vettvangur var stofnaður í maí á þessu ári með það að mark- miði að stuðla að faglegu og virku hönnunarsamfélagi. Í stjórn Hönnunarvettvangs sitja fulltrúar frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Samtök- um iðnaðarins, útflutningsráði, Iðntæknistofnun, Reykjavík- urborg og Form Ísland. Í tilefni þess að í ár voru í fyrsta skipti haldnir hönnunardagar á veg- um Hönnunarvettvangs var ákveðið að veita hönnunarverðlaun. Reykja- víkurborg gaf í ár verðlaunaféð að upphæð 500.000 kr. Meginmarkmiðið með verðlaunun- um er að vekja athygli á góðri hönnun og virkja og hvetja hönnunarsam- félagið hér á landi. Hönnunarvett- vangur skipaði dómnefnd með það að markmiði að ná fram mikilli faglegri breidd og ná til bæði ungra og eldri hönnuða. Það er ljóst að þessi verð- laun eru kærkomin nýjung í vaxandi samfélagi hönnunar hér á landi og þau munu með árunum þróast og ná sterkari stöðu og um leið efla og styrkja hönnun sem mikilvægt fag hér á landi. Gera hversdaginn áhugaverðari Verðlaunahafinn í ár er Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður. Tinna hefur verið starfandi hönnuður hér á landi undanfarin 15 ár og sýnt hönn- un sína á öllum helstu hönnunarsýn- ingum heimsins undanfarin ár. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í þrívíðri hönnun frá WSCAD í Englandi og ár- ið 1997 með mastersgráðu í iðnhönn- un frá Domous Academy í Mílanó. Á árunum 1993 til ’96 rak Tinna Gallerí Greip sem stóð fyrir ýmsum hönnun- ar- og myndlistarsýningum. Frá árinu 1999 hefur hún kennt og haldið fyrirlestra við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Tinna er mjög fjölhæfur hönnuður, en eitt af því sem einkennir hennar verk er að hlutirnir hennar gera okk- ar hversdagslega umhverfi áhuga- verðara. Þetta eru gjarnan hlutir sem fá okkur til að líta tvisvar, gott dæmi eru krómhellur sem hún sýndi í fyrsta skipti í Japan árið 2004 á samsýningu framsækinnar hönnunar frá Skandin- avíu í galleríi Issey Miyake. Götuhell- urnar úr krómi setja himininn og um- hverfið undir fæturna okkar og fá okkur til að skynja umhverfið á al- gjörlega nýjan hátt. Hinn klassíski hvíti blúndudúkur er orðinn svartur og er skorinn með hátæknilegri að- ferð í svart iðnaðargúmmí sem mun endast margar kynslóðir. Munstrin í dúkunum eru leikur að geómetrísk- um formum eða flugum og skordýr- um. Hönnun Tinnu vísar á skemmti- legan hátt til náttúrunnar og hefðarinnar. Svörtu gúmmíútimott- urnar símunstruðu vísa í svarta sand- inn og hans náttúrulega símunstur í kringum Vík í Mýrdal en þangað á Tinna ættir að rekja. Kollar hafa ver- ið Tinnu hugleiknir og hefur hún bæði komið með nýja sýn á erkitýpur af kollum og gefið kollum algjörlega nýtt form eins og í „geómetrísku blómunum“, það eru kollar í formi kúlu sem hafa þungan botn þannig að þeir vagga fallega eins og veltibollar sem smábörn nota iðulega. Margt af því sem Tinna hannar er framleitt hér á landi og hefur hún þannig nýtt sér þá þekkingu og tækni sem er að finna í litlum framleiðslu- og iðnaðarfyrir- tækjum hér á landi sem er mjög já- kvætt og vonandi að fleiri fari að taka sér til fyrirmyndar. Framundan hjá Tinnu eru fleiri sýningar á erlendri grundu, í febrúar á næsta ári verður hún með einkasýn- ingu á Hönnunarsýningunni í Stokk- hólmi (Stockholm Furniture Fair) á svæði sem kallast Green House og er ætlað ungum og áhugaverðum hönn- uðum. Í apríl næstkomandi mun Tinna ásamt tveimur öðrum íslensk- um hönnuðum, þeim Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Sigríði Sigur- jónsdóttur, sýna á Salone Satellite sem er hluti af hinni heimsfrægu hönnunarmessu í Mílanó. Við hér heima fáum að njóta hönnunar Tinnu á sýningu sem verður haldin í Ás- mundarsal í janúar, þar sem Tinna sýnir ásamt hönnuðinum og keramik- smiðnum Ragnheiði Ingunni Ágústs- dóttur og myndlistarmönnunum Sig- tryggi Bjarna Baldvinssyni og Sigríði Ólafsdóttur. Ekki nógu sýnilegt Þar sem hönnun er á vissan hátt ungt fag hér á landi og hefur ekki ver- ið eins sýnilegt og aðrar menningar- tengdar greinar er alltaf hollt að horfa til annarra þjóða og sjá hvernig staða hönnunar er þar. Holland hefur á undanförnum 10 árum getið af sér nokkra af áhuga- verðustu hönnuðum heims. Ár eftir ár spretta upp í Hollandi nýir hönnuðir sem ná að heilla heiminn með ferskri og spennandi hönnun. Ástæðan fyrir þessari grósku er mjög sennilega sú að Hollendingar eru þekktir fyrir góða hönnunarskóla og samfélag sem styður dyggilega við bakið á hönnuð- um og hönnun. Gott styrkjakerfi rík- isins veitir ungum og nýútskrifuðum hönnuðum tækifæri á að starfa sem hönnuðir sem síðan skilar sér til baka í margvíslegum formum eins og til dæmis jákvæðri umfjöllun um Hol- land, hollenska hönnun og hugvit. Hollensk hönnun er í dag orðin ákveðinn gæðastimpill eins og hin klassíska danska hönnun hefur verið í nokkra áratugi. Hollenska hönnunarsamfélagið er búið að festa sig í sessi og orðið þekkt og eftirsótt um heim allan. Í stærstu borgum Hollands er starfræktur fjöldinn allur af hönnunargalleríum, vinnustofum, stofnunum og söfnum sem sérhæfa sig í fræðilegum rann- sóknum, fræðslu og sýningum á hönnun. Hollensku hönnunarverðlaunin Árið 2003 voru hollensku hönnun- arverðlaunin (The Dutch Design Aw- ards) veitt í fyrsta skipti. Það voru samtök hollenskra hönnuða og ým- issa bakhjarla sem stóðu fyrir verð- launaveitingunni. Markmiðið með þessum verðlaunum var að vekja at- hygli á hönnuðum og hönnun, nota- gildi hönnunar og aðgengileika bæði til að ná athygli fleiri bakhjarla og eins almennings. Verðlaunin eru veitt í fimmtán flokkum og er sérvalin dómnefnd fagfólks sem útnefnir og veitir verðlaun í hverjum flokki fyrir sig. Til dæmis eru veitt verðlaun í flokknum Hönnun fyrir alla (design for all) en það er flokkur sem skoðar notagildi hönnunar, hún þarf að nýt- ast sem flestum, óháð aldri fólks og líkamlegu ásigkomulagi. Í kringum afhendingu hönnunarverðlaunanna er haldin sýning þar sem allir þeir sem tilnefndir voru og þeir sem verð- launin hlutu sýna. Með þessu er sýnt allt það besta sem hollensk hönnun hefur upp á að bjóða, frá vefsíðugerð til umbúðahönnunar, frá innanhúss- hönnun til hönnunar á almennings- svæðum og frá listrænni hönnun til iðnhönnunar. Hin íslensku hönnunarverðlaun munu vonandi gera góða íslenska hönnun aðgengilegri almenningi og sýna fram á að hönnun er ekki bara fyrir ríka og sérfróða. Með aukinni umfjöllun fá hönnuðir vonandi viður- kenningu og tækifæri til að starfa við sitt fag af fullum krafti og auka út- breiðslu og notkun á hönnun. Hönnun endurspeglar menningu hvers lands og er hluti af menningunni rétt eins og bókmenntir, tónlist, myndlist og leiklist. Þessi verðlaun eiga jafnmikið erindi við fólk og verðlaun í öðrum geirum því hönnun kemur öllum við. Hollt væri því fyrir okkur að líta til Hollands og fleiri landa og sjá hvern- ig stutt er við bakið á hönnuðum og með því að efla iðnað og menningu tengda hönnun styrkjum við þjóð- arbúið. Hvatt til dáða Í hlutarins eðli | Fagverðlaun eru hvetjandi fyrir þann sem þau fær, þau veita viðmið fyrir aðra í sama fagi og hvetja þá jafnvel líka til dáða skrifar Brynhildur Pálsdóttir. Tinna þykir fjölhæfur hönnuður, en eitt af því sem einkennir verk hennar er að hlutirnir hennar gera okkar hversdagslega umhverfi áhugaverðara. Tinna er mjög fjölhæfur hönnuður, en eitt af því sem einkennir hennar verk er að hlutirnir hennar gera okkar hversdagslega umhverfi áhugaverð- ara. Munstrin í dúkunum eru leikur að geometrískum formum. Tinna Gunnarsdóttir tekur við Hönnunarverðlaununum. Höfundur er vöruhönnuður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.