Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Í 5. bindi er formáli, sem hér er
gripið niður í:
Þær eru að sönnu ekki beysnar
sumar íslensku sveitakirkjurnar,
reistar úr efnivið, sem vart getur
talist varanlegur, og oftar en ekki
bæði veðurnæmar og viðhaldsfrek-
ar. En þær eiga sér sögu, sem
ástæðulaust er að fari í glatkistuna,
og sé betur að gáð eru þær margar
hverjar smíðaðar af hagleik og
þekkingu og geyma gripi og list-
muni sem ein kynslóð af annarri
hefur lagt ástfóstur við, ýmist af
trúarlegum eða fagurfræðilegum
ástæðum. Kannski er nútímamann-
inum líka hollt að minnast þess að
þau voru ekki hátimbruð musterin,
þar sem fagnaðarboðskapurinn var
fluttur í öndverðu og lærisveinarnir
fengu vissu fyrir að hvar sem tveir
eða þrír væru saman komnir í nafni
Krists, þar væri hann mitt á meðal
þeirra.
Goðdalakirkja –
Byggingarsaga kirkjunnar
Í 5. bindi er m.a. fjallað um Goð-
dalakirkju og Víðimýrarkirkju og
eru eftirfarandi brot úr hvorum
kaflanum um sig:
Timburkirkjan, sem nú stendur í
Goðdölum, var reist sumarið 1904
og vígð hinn 11. september sama
ár. Yfirsmiður var Þorsteinn Sig-
urðsson (1859–1921), þekktur
kirkjusmiður sem smíðað hafði
margar kirkjur í Skagafirði og
Austur-Húnavatnssýslu. Kirkjan er
talin vera reist á grunni annarrar
timburkirkju sem fauk 28. desem-
ber árið áður og „brotnaði að miklu
leyti“ eins og stendur í bréfi pró-
fasts til stiftsyfirvalda snemma árs
1904. Hafði sú kirkja verið reist ár-
ið 1886, en fram að þeim tíma höfðu
torfkirkjur verið í Goðdölum um
langa hríð. Torfkirkjurnar höfðu
staðið í kirkjugarðinum miðjum, en
timburkirkjunni var valinn nýr
staður, í túni austan við kirkjugarð-
inn og til smíðinnar fenginn þekkt-
ur smiður, Árni Jónsson, jafnan
kallaður snikkari.
Samtímaheimildir herma að
kirkjan, sem nú stendur, hafi verið
„byggð í sama sniði“ og kirkjan frá
1886, en „lítið eitt minni“. Í ljósi
þess vekur það athygli að til verks-
ins var fenginn mikilvirkur kirkju-
smiður sem auk þess var þekktur
fyrir kirkjubyggingar sem telja má
að beri höfundareinkenni hans.
Spurningar vakna um hvað hafi
valdið því að menn skyldu kjósa að
láta smíða nýtt kirkjuhús með sama
sniði og það sem reist var tæpum
tuttugu árum áður. Nokkur stíl-
breyting hafði orðið á útliti húsa,
þar með talið kirkna, hér á landi á
þeim tæpu tveim áratugum sem
liðnir voru. Kann að vera að kirkja
Árna snikkara Jónssonar hafi ekki
brotnað að jafn miklu leyti og ætla
má af lýsingu að dæma? Var ef til
vill það mikið eftir af heillegum
hlutum úr kirkjunni að mönnum
hafi þótt ráðlegast að endurreisa
kirkjuhúsið í sem næst sömu mynd
og áður eða voru til þess aðrar
ástæður? Geta heimildir um bygg-
ingu húsanna eitthvað frætt mann
um þetta? Til að verða einhvers vís-
ari um það er vert að byrja á því að
kynna sér hvað heimildir segja um
byggingu og útlit kirkjunnar frá
1886.
Timburkirkjan frá 1886
Í bréfi til stiftsyfirvalda hinn 15.
janúar 1904 greinir prófasturinn í
Skagafjarðarprófastsdæmi, séra
Zóphonías Halldórsson, frá því að
„kirkjan að Goðdölum“ hafi fokið og
segir síðan:
Eigi veit jeg neina ástæðu til
foksins. Snikkari Árni Jónsson
smíðaði hana, og hafði hann al-
mennt það álit, að hann væri bestur
smiður hér í þann tíð. Eftir umtali
margfullvissaði hann mig um, að
hann skyldi fullkomlega tryggja
hana gegn foki.
Af þessum orðum séra Zóphoní-
asar má ráða að svo vel hafi verið
að smíði kirkjunnar staðið að slíkt
óhapp hafi ekki átt að geta gerst.
Erindi prófasts var ekki einungis
að greina frá fokinu heldur og að
leita fjárstuðnings til að láta reisa
aftur kirkju á staðnum. Í lok bréfs-
ins skrifar hann að kirkjan þurfi á
komandi sumri á þeim peningum að
halda sem hún á í kirknasjóðnum
„henni til endurbyggingar“ og jafn-
fram að ekki verði hjá því komist
að taka lán til þeirra framkvæmda
og hann vonist til að hægt verði að
veita það úr þeim sjóði.
Úr orðum prófasts má lesa von-
brigði og eftirsjá eftir góðum grip.
Þegar heimildir um smíði kirkjunn-
ar eru kannaðar, kemur líka í ljós
að hann hafði átt drjúgan þátt í
byggingu hennar. Séra Zóphonías
hafði árið 1876, þá ungur maður,
vígst prestur að Goðdölum. Á þeim
tíma var Ábæjarkirkju þjónað frá
Goðdölum, en á báðum stöðum voru
torfkirkjur eins og víða í Skagafirði.
Í skýrslum um ásigkomulag og fjár-
hag kirknanna í prófastsdæminu er
torfkirkjunni í Goðdölum jafnan
lýst sem sterkbyggðu og innanþilj-
uðu torfhúsi með timburgöflum og í
allgóðu standi. Í skýrslunni um
kirkjurnar í fardögum árið 1885
stendur hins vegar að veggir Goð-
dalakirkju séu „óstæðilegir“ og að
endurbyggja eigi kirkjuna á næst-
komandi sumri. Þá um sumarið
1885 hafði séra Zóphonías hafið
undirbúning að smíði nýrrar kirkju
úr timbri og leitaði hann til fyrr-
nefnds Árna Jónssonar snikkara.
Árni Jónsson (1839–1888) var frá
Hólum við Hauksstaði í Vopnafirði
og hafði lengi unnið við smíðar
eystra, en settist síðar að í Skaga-
firði og var eins og áður getur tal-
inn bestur smiður þar um slóðir. Í
byggingarreikningi kirkjunnar eins
og í bréfinu, sem vitnað er í hér að
framan, kallar séra Zóphonías Árna
„snikkara“ sem bendir til þess að
hann hafi verið sigldur smiður. Er
hann sagður hafa numið iðn sína í
Kaupmannahöfn, þótt ekki sé kunn-
ugt hvar eða hjá hverjum hann var
í læri þar í borg. Árni var þekktur
smiður á Austurlandi og hafði með-
al annars reist baðstofuna og stof-
una undir henni á bænum Burst-
arfelli í Vopnafirði árið 1877 og ári
síðar kirkjuna á Kolfreyjustað
ásamt Finnboga Sigmundssyni frá
Seyðisfirði. Af húsum hans í Skaga-
firði má nefna Fellskirkju í Sléttu-
hlíð sem reist var 1881–1882 og
stendur enn.
Víðimýrarkirkja –
Byggingarlist kirkjunnar
Í orðabókum stendur að bygging-
arlist sé sú grein lista, sem fæst við
að reisa hús og fegra eftir vissum
reglum. Not, tækni og fegurð er sú
þrennd, sem upp verður að ganga í
eitt ef hús á að teljast listaverk. Öll
þessi skilyrði uppfyllir Víðimýrar-
kirkja í hæsta máta að mínum
dómi. Hún er guðsþjónustuhús, þar
sem innri skipan á sér langa og
reynda hefð. Hver rýmiseining er
nýtt eftir því. Altarið, þar sem fram
fara táknleg tengsl guðs og manna
ásamt með sínum þjóni eða þjónum,
á sér fastan sess við austurstafn, á
sér reyndar sérstakt hús, kórinn,
þangað sem augu og hugur safn-
aðarfólksins beinist úr þeirra húsi,
framkirkjunni. Á skilum beggja,
sunnanvert undir daufu skini lítils
glugga eða við flöktandi birtu
kertaljóss, er ræðustóll settur,
þungamiðja safnaðarhlutans og
þaðan boðað guðs orð. Samkvæmt
eldfornri venju sitja konur norð-
anvert í kirkjunni, en karlar sunn-
anmegin, auk þess sem hver hefur
sinn sess eftir þjóðfélagsstöðu: Hin-
ir ríkustu eru innst, þeir fátækustu
utar.
Stærðarím og smíð Víðimýrar-
kirkju er eftir öðru. Hlutföllin eru
bundin. Grunnmynd má heita tvö
og hálft kvaðrat, hæð er jöfn
breidd, ræfur helmingur þeirrar
stærðar, langsnið sömu lögunar
sem grunnmynd og kórskil í gull-
insniðshlutfalli af heildarlengd
kirkju. Hið innra eru þil og ræfur í
tölulegri festu. Sjö eru deildirnar.
Þar af eru þrjár ívið smærri en hin-
ar fjórar, til tilbrigða. Langbönd
skipta og innri þakfleti með sperr-
um í ljósbeislaðan ferskeytufans,
sem er dýpri en spjöld veggjanna.
Formþættir spjaldanna eru færri
og andstæðukenndari að stærðinni
til, þar sem spjöldin í kór eru mun
stærri um sig en frammi í kirkju.
Sætin fylgja stafgólfsrýminu, ýmist
bundin eða laus, þau innstu með til-
brigðaumgjörð stúku að norðan-
verðu, en bekkirnir breiða úr sér
með hliðum kórs. Ljósið seytlar um
tvo jafnstóra og einn minni glugga
á kórstafni, en einungis tvo smá-
glugga á útstafni og leikur listir
sínar fyrir augu áhorfenda í net-
verki píláranna, pentar með ótal
blæbrigðum formeiningar hússins,
líkt og í allri sannri byggingarlist.
Ytra mætir sömu augum and-
stæða timburs og torfs: Svart og
grænt halda hófleg í hvort við ann-
að. Hin stallaða áferð slagþilsins
ásamt strikuðum og útsniðnum
vindskeiðum, listum og brettum,
kljúfa birtuna fastbundinni hrynj-
andi. Eins og í góðu listaverki lýtur
allt í þessu húsi einum vilja: að fella
smátt og stórt í eina heild. Víðimýr-
arkirkja er „einn stílhreinasti og
fegursti minjagripur gamallar ís-
lenzkrar byggingarlistar, sem til
er“ svo notuð séu orð Kristjáns
Eldjárns.
Í 6. bindi segir m.a. frá því þegar
Hólakirkja reis af grunni:
Hóladómkirkja – Kirkjusmíðin
Sabinsky kom til Hóla 6. ágúst
1757 og fór þegar að huga að grjót-
náminu. Steinninn, sem Magnús
amtmaður hafði fyrir satt að helg-
aður væri kirkjunni, var mestur í
gili einu miðhlíðis í Hólabyrðu, fjall-
inu sem bærinn stendur undir. Sab-
insky réð til sín menn og lét gera
veg neðan úr dalnum upp í fjallið,
sprengdi steininn með púðri og lét
færa heim á vagni og sleða þegar
frost var í jörðu og höggva hann til
á staðnum. Var þar höggvinn góður
hleðslusteinn til kirkjunnar en eng-
inn svo langur að hann næði yfir
glugga og hurðir.
En steintakinu miðaði hægt og
þeim Gísla hélst illa á mönnum.
Mættu þeir stopult til vinnu og
heimtuðu hátt kaup, tvö mörk á dag
og auk þess fæði, skæði, vettlinga,
tóbak og jafnvel brennivín. „Ef
málum verður ekki öðru vísi skip-
að,“ skrifar Sabinsky kirkjustjórn-
arráðinu, „verð ég að fá tvo múr-
arasveina til aðstoðar, því mér er
lífsins ómögulegt að halda áfram
með mönnum sem hafa svona lítið
verksvit og eru auk þess svo furðu-
legir að þeir snerta ekki á nokkrum
sköpuðum hlut fyrr en þeir eru
búnir að láta á sig þykka vettlinga,
og þeir eru svifaseinir og latir og
hafi maður ekki sífellt auga með
þeim setjast þeir eða leggjast.
Þannig reyna þeir á þolinmæðina,
því þeir tala eins og þeir væru kon-
ungbornir og láta ekki reka sig til
eins eða neins.“ En það voru fleiri
en Sabinsky sem sömdu skýrslur
um framkvæmdina: „Yðar velbyrð-
ugheit mundu ef til vill segja að
Sabinsky eigi sjálfur að stjórna
þessu og ráða yfir mönnum,“ skrif-
ar biskup Magnúsi amtmanni, „en
ég get fullyrt af reynslu að slíkt
getur aldeilis ekki gengið, ef til vill
í nokkra fáa daga í fyrstu, en síðan
hreint ekki.“
Þeir Gísli og Magnús tóku undir
með Sabinsky að erfitt væri að fá
menn til starfa en það var ekki fyrr
en reikningsyfirlit yfir árið lá fyrir
að kirkjustjórnarráðið tók á vand-
anum, og þá með eftirminnilegum
hætti. Hinn 19. maí 1758 var gefin
út konungleg tilskipun þar sem
bændur í Húnavatnssýslu, Skaga-
firði og Eyjafirði voru skyldaðir til
að vinna kauplaust við kirkjusmíð-
ina „svo sem venjan er um almúg-
ann í vorum ríkjum“ og átti amt-
maður að sjá til þess að á Hólum
yrði jafnan nægur mannafli við
kirkjusmíðina eftir því sem þeim
biskupi þætti henta. Skyldu gerðir
út tveir menn úr hverri sveit en
einn úr þeim minnstu. Áttu þeir að
hafa meðferðis mötu líkt og til vers
og vinna 6–8 vikur hver. Bændur
voru þessu óvanir og kölluðu ólög.
„Þótti þeim það vond vertíð … en
erfiðið strangt að grafa og bera
Bókarkafli | Í 5. og 6. bindi í ritröðinni Kirkjur Íslands er sagt frá friðuðum kirkjum í Skagafjarðarprófastsdæmi. Eins og í fyrri bindum er horft á kirkjurnar frá
sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í heild sinni er verkinu ætlað að verða yfirgripsmikið fræðslu- og kynningarrit fyrir almenning sem og
fræðimenn. Ritröðin byggist á traustum rannsóknum og eru höfundar sagnfræðingar, listmálarar, minjaverðir og ýmsir sérfræðingar, hver á sínu sviði.
Kirkjusögum bjargað úr glatkistunni
Altaristaflan er vængjabrík í barokkstíl, frá 17. öld. Fyrir miðju er kvöldmáltíð-
armynd, krossfesting Krists á vinstri hönd, upprisan á þá hægri.
Hóladómkirkja og bæjarhús 1834. Vatnslitamynd eftir Frederick Kloss.
Kórþil milli framkirkju og kórs með
gagnskornum og máluðum pílárum
efst en heilu þili neðan til. Framan við
þilið eru hefðarstúkur.
Sýnt í dag kl. 14:00 og 16:00 uppselt
Sala hafin á sýningar á milli jóla og nýárs!