Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 37

Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 37
grjótið,“ segir séra Þorsteinn Pét- ursson á Staðarbakka, og héldu að „skárra mundi að þjóna á Bremer- hólmi“ en að „forrétta svoddan publique-erfiði, eins og það skeði í Kaupinhafn, omsonst og án betal- ings“. Þarf ekki að orðlengja það að lengstum gekk í þófi um nauðung- arvinnu þessa, enda aðbúnaður á vinnustað slæmur; fengu bændur ekki inni í staðarhúsum en máttu hýrast í fjárhúsum meðan á vinnunni stóð. Þegar Skagfirðingar tóku að slá slöku við, kurruðu Ey- firðingar og kváðu eitt skyldi yfir alla ganga. Varð þetta tilefni mikilla bréfaskipta þeirra amtmanns, bisk- ups og sýslumanna, án þess að á vinnulagið kæmist viðunandi skip- an, þótt áfram væri unnið að nafn- inu til. Sabinsky átti ekki sjö dagana sæla. Sambúðin við verkamennina versnaði enn og byggingareftirlits- manninum var ekki lagið að setja niður deilur þegar upp úr sauð. „Ég vildi óska að ég væri búinn með kirkjuna á morgun, og ég skal sannarlega varast að koma mér í annað eins aftur. Nótt og dag er ég eirðarlaus, á daginn vinn ég eins og þræll og á nóttunni sækir að mér efi um að ég standi mig. Á mér standa spjótin úr öllum áttum, mér til skapraunar,“ skrifar hann kirkjustjórnarráðinu 28. september 1758. Hann þrábiður að fá einn eða tvo múrara til aðstoðar og ítrekar að sá fagmaður sé ekki til sem unn- ið geti einn síns liðs við erfið skil- yrði. Og loksins tókst að sannfæra ráðið um að verkið væri ekki á eins manns færi. Hinn 4. apríl 1759 var samið við múrarasvein, Caspar Schlätzer að nafni, um að fara til Íslands og aðstoða Sabinsky við múrverkið. Kom hann til Hóla 21. ágúst og hafði með sér 252 kalkt- unnur og annað byggingarefni. Þegar hér er komið sögu var Sab- insky byrjaður á útveggjunum og búinn að hlaða þá upp í gluggahæð, alla nema annan langvegginn. Voru þeir gerðir úr holtagrjóti innan en tilhöggnum rauðum sandsteini ut- an. Kirkjur Íslands, 5. og 6. bindi, koma út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og eru prýdd fjölda ljósmynda og teikninga af kirkjum. Verkið er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Húsafriðunar- nefndar, Fornleifaverndar, Biskups- stofu, Byggðasafns Skagfirðinga og Bók- menntafélagsins. Höfundar eru Guðrún Harðardóttir sagnfræðingur, Gunnar Bollason sagnfræðingur, Hörð- ur Ágústsson listmálari og fræðimaður, Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur, Kristín Huld Sigurðardóttir for- stöðumaður Fornleifaverndar, Kristján Eldjárn, Kristmundur Bjarnason fræðimaður, Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri, Unnar Ingvarsson héraðs- skjalavörður, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, Þór Hjaltalín minjavörður og séra Þórir Stephensen. Samtals eru bækurnar 610 blaðsíður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 37 Komnar í næstu verslun NÝJAR FRÁBÆRAR FERILSPLÖTUR Dire Straits & Mark Knopfler · Private Investigations: Best Of Öll þekktustu lög Mark Knopfler og Dire Straits ásamt einu nýju lagi, sem er dúett þeirra Mark Knopfler og Emmilou Harris. Plata 1 Calling Elvis · Telegraph Road · On Every Street · Sultans Of Swing · Going Home · Love Over Gold · Darling Pretty · Romeo And Juliet · Long Road · Tunnel Of Love · Private Investigations Plata 2 Why Aye Man · Sailing To Phildelphia · So Far Away · Money For Nothing · What It Is · Brothers In Arms · Trawlerman's Song · Boom Like That · Walk Of Life · All The Road Running · Your Latest Trick Bob Marley · Africa Unite: The Single Collection Í ár hefði Bob Marley orðið sextugur og til þess að fagna þeim tímamótum hefur þessi frábæra ferilsplata verið gefin út. Platan inniheldur allar helstu perlur Bob Marley ásamt nýja laginu “Slogans”, sem aldrei hefur verið gefið út. Plata 1 Bend Down Low · Mellow Mood · Stir It Up · Caution · Soul Rebel · Small Axe · Duppy Conquerer · Soul Shakedown Party · Kaya · Keep On Moving · Sun Is Shining · Don't Rock My Boat · Screw Face · Lick Samba · Guava Jelly · Craven Choke Puppy · Lively Up Yourself (JAD version) · Trenchtown Rock · Concrete Jungle Plata 2 I Shot The Sheriff · Get Up Stand Up · Lively Up Yourself · No Woman, No Cry (Live) · Roots Rock Reggae · Exodus · Waiting In Vain · Jamming · Is This Love · Satisfy My Soul · Sun Is Shining · Could You Be Loved · Three Little Birds · Redemption Song · Buffalo Soldier · One Love/People Get Ready · Iron Lion Zion · Africa Unite (will i am remix) · Slogans · Stand Up Jamrock (Ashley Beedle Remix) Platan er f áanleg í einfaldri og tvöfaldri útgáfu. Platan er fá anleg í einfaldri og tvöfaldri útgáfu og í sérútgáfu. Inniheldur lagið: All The Roa d Running með Mark Knopfler og Emmilou H arris! Helgin öll... Íþróttir á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.